Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Styrkur, umhyggja og hjartahlýja voru kostir sem prýddu mína kæru tengdamóður, Jenný Lúðvíksdóttur. Ég var tvítug, hún sextug, þegar við kynntumst fyrst. Ég giftist einkasyninum og varð sem ein af dætrunum, umvafin hlýju og ástúð frá fyrstu kynnum. Hún studdi mig fyrstu skrefin í nýju hlutverki mínu sem húsfreyja og móðir, kenndi mér matargerð og gaf mér góð ráð. Hún gagnrýndi mig aldrei, öll þessi ár, en hvatti mig óspart og fylgdist með af áhuga því sem ég tók mér fyrir hendur. Við gengum saman gegnum þung- bæra lífsreynslu er einkasonur henn- ar, eiginmaður minn, lést langt um aldur fram. Hún sýndi mikinn styrk, sem gaf mér aukinn styrk og stuðn- ing. Nú er þessi merka og hlýja kona horfin úr þessu lífi. Synir mínir og ég geymum margar dýrmætar minning- ar liðinna samverustunda, sérstak- lega aðfangadagskvöldanna, sem við áttum saman með henni í 30 ár. Við þökkum fyrir að hafa notið samvista við hana öll þessi ár en þökkum einnig að hún fékk hvíldina eftir 96 ára lífsgöngu. Blessuð sé minning Jennýjar Lúð- víksdóttur. Lára Kjartansdóttir, Hrannar og Kjartan Hrannarssynir. Við fráfall ástvinar hristist manns eigin veröld, jafnvel þótt fráfallið hafi verið fyrirséð og aðdragandi nokkur. Dauðsfall er eitthvað svo endanlegt, þá er búið að setja punktinn og ekki hægt að breyta neinu. Minningarnar streyma fram og samverustundirnar líða hjá eins og á tjaldi. Ég minnist ömmu sem hæg- lætisömmu minnar þar sem um- hyggja fyrir okkur var í fyrirrúmi. Hún var mér alltaf hlý og notaleg og aldrei man ég eftir styggðaryrði um nokkurn mann úr hennar munni. Amma var líka „kleinuamma“ mín. Alltaf þegar eitthvað var um að vera á heimilinu var amma mætt og stjórnaði þar á sinn rólynda hátt. Kleinugerð, sláturgerð, laufa- brauðsgerð – allar þessar athafnir eru í minningunni tengdar ömmu JENNÝ ÞURÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR ✝ Jenný ÞuríðurLúðvíksdóttir fæddist að Hlíð á Húsavík 8. desember 1906. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði 13. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. desember. órjúfandi böndum. Það var hún sem útbjó deig- ið, smakkaði slátrið og stjórnaði bakstrinum. Það hefur örugglega reynt á þolrifin að vera með okkur krakkana ofan í öllu en alltaf fengum við tilsögn við hæfi, hvernig ætti að snúa kleinunum, sauma keppina eða skera laufabrauðið. Eftir því sem geta okkar jókst fengum við að gera meira og var hún óspör á hrósið og hvatninguna við það. Ég minnist líka margra notalegra heimsókna til ömmu, fyrst á Grett- isgötuna, síðar í Bólstaðarhlíðina og loks á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þegar ég kom þangað sem unglingur og síð- ar sem fullorðin voru alltaf dregnar fram góðgerðir þannig að ekki fór á milli mála að heimsóknin var kær- komin. Eftir hressingu og spjall hvatti amma mig alltaf til að hvíla mig nú í smástund og enduðu flestar heimsóknir á höllun í sófanum í stof- unni á meðan hún sat og prjónaði eða stússaðist eitthvað í rólegheitum. Hvergi annars staðar datt mér í hug að leggja mig á þessum árum, en hjá ömmu passaði það einhvern veginn. Hún var eins og rósemdin sjálf í dag- lega streðinu. Hjá ömmu var aldrei stress; þar var hvíld, þar var hægt að safna orku til að halda af stað, endur- nærður, út í hversdaginn aftur. Við dánarbeð ömmu minnar sat ég fyrir rúmri viku og hugsaði hvort hún væri ánægð með líf sitt. Ég hef heyrt þá sögu að margir óski þess á dán- arbeði sínum að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni í stað þess að vera alltaf í vinnunni. Amma átti stóra fjöl- skyldu sem hún sinnti vel og var fjöl- skyldan alltaf í efsta sæti í lífi hennar. Ég vildi óska þess ef ég næ eins háum aldri og þú, elsku amma mín, að barnabörnum mínum (væntanlegum vonandi!) þyki eftirsóknarvert að koma í heimsókn til mín en geri það ekki bara af skyldurækni. Að ég geti gefið þeim og öðrum í kringum mig ró og frið en um leið orku til að takast á við lífið. Ég væri ánægð með þann árangur á mínum dánarbeði. Hvíl í friði. Minning þín lifir. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir. Elsku Jenný langamma. Við erum sorgmædd af því að þú ert dáin og við skiljum það ekki alveg en við vitum að þú ert hjá Guði og englunum þar sem þér líður vel. Sofðu rótt, elsku langamma. Þín barnabarnabörn Gríma Katrín, Dagur Adam og Mirra Kristín. Stríðsmaður er lát- inn, hann faðir minn. Ég fór með honum fyrst á sjó þegar ég var 12 ára.Við sigldum hafið um Indónesíu í leit að áður óþekktum fiskislóðum. Netinu var kastað, og ég stóð upp í togbátnum, tilbúinn til þess að stinga mér út í. Ég taldi alla uggana umhverfis vera höfrunga. Pabbi var á því augnabliki staddur í um 100 metra fjarlægð. Samt skynj- aði hann hættuna og öskraði og bendlaði frá stjórnsíðu. Hann bjargaði lífi mínu á þeirri stundu, því öðruvísi hefði ég orðið hákörlum að bráð. „Lífið er barátta,“ sagði hann seinna. Á vegum Sameinuðu þjóðanna, frá árunum 1969 – 1977, rannsakaði hann höfin frá Indónesíu til Pak- istan. Helstu heimahafnir hans á BJÖRN A. BJARNASON ✝ Björn AlbertBjarnason fædd- ist í Neskaupstað 21. ágúst 1929. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi að morgni 8. desember síðast- liðins og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 17. des- ember. þessum tíma voru Djakarta, Singapore, Karachi, og Bahrain. Hann eignaðist vini meðal þjóðkunnra manna þessara landa, en talaði ekki mikið um það. Frekar kaus hann að miðla af reynslu sinni með hóg- værð og æðruleysi. Þú mátt vita, að bar- áttan heldur áfram, pabbi. Nú ertu kominn á betri og göfugri mið, faðir minn, fengsæll sem fyrr. Guð blessi þig. Þinn sonur, Axel. Bassi minn, þá hefur þú fengið lausn frá erfiðum veikindum. Eiga nú margir um sárt að binda, því þú varst stoð og stytta, vinur og félagi svo margra. Þú máttir ekkert aumt sjá, alltaf tilbúinn að rétta hjálp- arhönd og hlífðir sjálfum þér hvergi. Ávallt með sama jákvæða viðhorfið til allra hluta, hvernig sem viðraði í ólgusjó lífsins. Minningar fylla hugann: Ég man eftir því sem smástrákur að við heimsóttum ykkur í Keflavík, spil- uðum fótbolta á fullu, alltaf varstu áhugasamur um íþróttir og keppn- ismaður mikill. Í boðum hjá Ingu frænku á Mímisveginum, við Axel, bara smápattar, lögðum í langan könnunarleiðangur um Skólavörðu- holtið. Þú fórst á stúfana til að finna okkur. Þegar þú fannst okkur feng- um við færi á að sanna að við röt- uðum aftur heim til Ingu frænku, engar skammir, aðeins nokkur vel valin orð. Tveimur áratugum síðar, eða svo, erum við aftur saman hjá Ingu í Laugarásnum, veisla fyrir sál og líkama, vísur ortar, sungið, farið með ljóð, Einar Ben í hávegum. Þú kunnir þá list, betur en flestir, að skapa góðar minningar. Nýlega, yf- ir kaffibolla og krónuköku hjá móð- ur minni, rifjuðust upp sögur af Austfjörðum í gamla daga, sögur af fólkinu okkar. Ættrækni þín og frændsemi var mikil. Ég er því feginn að börnin mín fengu tækifæri til að kynnast þér, eftir að við fluttum heim, sjómann- inum, skipstjóranum, frændanum sem lét sér svo annt um velferð þeirra. Ég mun alltaf minnast lífs- gleði þinnar, glettni og jákvæðs lífs- viðhorfs. Haf þökk fyrir allt og allt góði frændi. Hljóð og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn, hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. (Einar Ben.) Ég votta Helgu Axelsdóttur, eft- irlifandi konu Bassa, börnum þeirra og barnabörnum mína dýpstu sam- úð. Bjarni Gautason. Það er erfiðara en orð fá lýst að setjast niður og skrifa örfá orð um unga og glæsi- lega manneskju sem alltaf lifði svo heilbrigðu lífi og ennþá erfiðara að skilja það hvers vegna hún er nú horfin frá okkur og það mun taka langan tíma að átta sig á því. Ég ætla hér að minnast Öddu Tryggvadóttur sem lést um aldur fram 20. nóvember síðastliðinn, en ég var svo gæfusamur að kynnast henni nokkuð vel en hún var nefni- lega gift frænda mínum og vini, Alla frá Ásgarði. Fyrstu kynni mín af Öddu voru þegar ég 14 ára gam- all sat í eldhúsinu hjá ömmu í Ás- garði á sunnudagsmorgni og við biðum spennt eftir því að Alli kæmi fram með stúlkuna sem við vissum að var hjá honum. Eitthvað var feimnin að stríða henni Öddu þenn- an morguninn svo ég gafst upp á að bíða. En upp frá þessu fór hún að verða fastagestur hjá honum Alla og þar sem ég bjó í næsta húsi hlaut að koma að því að ég hitti hana. Ekki voru kynnin mikil í byrjun en ég man það að mér fannst Alli frændi vera mjög hepp- inn að hafa náð sér í svona fallega stúlku. Það var ekki fyrr en þau fóru að búa saman að ég fór að kynnast henni Öddu betur, fyrst þegar þau bjuggu fyrir sunnan en þar kom ég nokkrum sinnum til þeirra, og þá sá ég að þetta var ekki bara falleg stúlka heldur var hún sérstaklega hress og skemmti- leg og með eindæmum gestrisin. Eftir að þau höfðu lokið námi fluttu þau svo auðvitað austur aftur og þá varð ég tíður gestur á heimili þeirra, bæði sem vinur en einnig sem samstarfsmaður en þar voru oft haldnir óformlegir stjórnar- fundir í U.M.F. Einherja en við Alli erum þar stjórnarmenn. Adda tók ADDA TRYGGVADÓTTIR ✝ Adda Tryggva-dóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1961, hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 20. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Vopnafjarðarkirkju 29. nóvember. alltaf virkan þátt í því starfi og studdi Alla í því eins og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur, oftar en ekki var það hún sem hvatti okkur áfram þegar við vorum orðn- ir vonlitlir í einhverju verkefninu og fannst allt ómögulegt. En þá sagði hún: „Iss, þetta er ekkert mál fyrir ykkur, það er bara að skella sér í þetta.“ Alltaf var hún tilbúin að vinna fyrir Ein- herja bæði á meðan hún var sjálf þátttakandi í fótboltanum og eins líka þegar hún var hætt, ég held t.d. að það hljóti að vera einstakt að þó að þau væru að fara í sólar- landaferð og yrðu ekki heima á 17. júní þá bakaði hún alltaf tertur fyr- ir kaffisölu Einherja og hafði tert- urnar tilbúnar í frysti annaðhvort heima hjá sér eða hjá mömmu sinni. Eftir að ég var sjálfur kominn með fjölskyldu fækkaði heimsókn- unum til þeirra eins og gengur og gerist en þær voru samt alltaf jafn- ánægjulegar. „Hvað má bjóða ykk- ur?“ var yfirleitt það fyrsta sem við vorum spurð að og svo töfraði hún fram einhverjar krásir með kaffinu. 14. júlí 1994 eignuðumst við Jenný dreng og fyrir einstaka til- viljun þá eignuðust Alli og Adda dreng þann sama dag og var það mjög gaman fyrir báðar fjölskyld- urnar, drengirnir Kristófer og Bjartur hafa alla tíð verið góðir vin- ir og mikið leikið sér saman. 1996 eignuðust Alli og Adda annan dreng, Heiðar „litla“ eins og við köllum hann. Adda var einstaklega barngóð og leyfði strákunum oft að njóta sín. Ég held að ég gleymi því aldrei þegar ég kom eitt sinn til þeirra að sækja Kristófer að þá tóku þeir allir á móti mér á nær- buxunum og voru greinilega ný- komnir úr sturtu en þá höfðu þeir tekið sig til og skellt sér í drullupoll sem var á bílastæðinu. Í pollinum höfðu þeir legið og skemmt sér konunglega og það besta var að Adda hafði ekki bannað þeim þetta heldur tekið þetta allt upp á mynd- band. Öryggi barna var mjög ofarlega í huga Öddu og var hún mjög dugleg að minna börnin og foreldra þeirra á að fara nú varlega og nota alltaf réttu öryggistækin. Þegar veikindi komu upp í minni fjölskyldu þá var gott að eiga Öddu að, alltaf var hún tilbúin með góð ráð eða þá að skreppa inn á stöð og redda því sem vantaði. Ef einhver gleðskapur stóð til var Adda oftast fremst í flokki með að skipuleggja, hvort sem það var í vinahópnum eða fjöl- skyldunni og þá komu leikhæfileik- ar hennar sér vel, en hún var marg- oft búin að sýna það og sanna að hún var stórgóður leikari og þá leikhæfileika hefur elsti sonur hennar, Tryggvi, erft frá henni. Ég get ekki annað en verið þakk- látur fyrir það að hafa fengið að kynnast henni Öddu. Megi allir þeir sem til þess hafa kraft styðja Alla og strákana, Heiðu og Tryggva, systkini Öddu og alla þá sem um sárt eiga að binda, til þess að sjá aftur til sólar í lífinu. Missir skilur eftir tómarúm en þú verður að varast að helgreipar sorgar læsi sig um hug þinn og hjarta. Sæktu kjark í lífið sjálft. Það virðist óhugsandi þegar áföllin dynja yfir en nýtt ánægjuefni bíður þess að fylla tómið. Einar Björn Kristbergsson. Útför þessarar ungu konu fór fram nýskeð frá dvalarheimili og Vopnafjarðarkirkju. Það er þyngra en tárum taki að sjá á eftir fólki í blóma lífsins ofan í jökulkalt djúp grafarinnar, skilin frá eiginmanni, börnum, starfi og framtíðarráði. En ekki tjáir að deila við dómarann þá hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér, svo kvað skáldið. Ég hafði mikið saman við hana að sælda, því hún sinnti mér í heilt ár eftir mikla aðgerð. Það var eng- inn aktarskrift í verkum Öddu, allt- af sama ljúflyndið og þolinmæðin ásamt brosi velviljans á andliti og hlýjum höndum. Skömmu áður en hún lagði upp í hina hinstu för kom hún inn í herbergið mitt hálfrokkið, eins og æviferill minn er orðinn enda aldinn að árum, og mælti: „Hér situr þú og ornar þér við gamlar minningar.“ Að hugsa ekki í árum eða öldum og alheimta ei daglaun að kvöldum, því svo lengist mannsævin mest. Milli lífs og hels, ljóss og myrk- urs fálmar allt dauðlegt að dyrum guðs. Vertu sæl um tíma og eilífð. Stefán Ásbjarnarson. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð. Hjartans þakkir fyrir liðna tíð. MAGNÚSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Magnúsína Guð-mundsdóttir var fædd á Brekku á Ingjaldssandi 20. september árið 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarð- ar 11. þessa mánað- ar og var útför hennar gerð frá Ísa- fjarðarkirkju 20. desember. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði Drottinn þig við hönd. Elsku amma, þakka þér fyrir góðar æsku- minningar sem ég á frá þeim tíma er ég dvaldist hjá þér og afa á sumrin á Flateyri. Hvíl í friði. Elsku mamma, Gummi afi, og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mína samúð. Guð veri með ykkur yf- ir hátíðarnar. Ásdís. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.