Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 61 YFIRLÝSING borgarstjóra um framboð fyrir Samfylkinguna er að mínu mati merki um það að R-list- inn eigi nú aðallega fortíð en ekki framtíð. Ljóst er að með því að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna hefur Ingibjörg Sólrún nú loks látið undan gríðarlegum þrýstingi sem verið hefur fyrir hendi í marga mán- uði. Satt að segja var ég þess fullviss að hún myndi standast freistinguna, verandi í áhugaverðasta starfi á Ís- landi og hafandi áður setið á þingi. „Been there, done that“ segja menn í dag og eiga þá við að ekki sé áhugavert að endurtaka það sem maður hefur þegar að baki. Með ákvörðun sinni kemur borgarstjóri samstarfi þeirra flokka sem staðið hafa að R-listanum í uppnám og ekki sýnist mér líklegt að þeir sætti sig við að hafa borgarstjóra sem skipstjóra á einu fleyi en háseta á öðru, samanber orð formanns Framsóknarflokksins, Halldórs Ás- grímssonar. Borgarstjóri hefur setið í skjóli þeirra flokka sem sameinuðust um framboð til borgarstjórnar vorið 1994. Sjálf kom hún úr Kvennalist- anum og hefur verið utan kvóta þeg- ar sætum er úthlutað á framboðs- listum. Hún hefur notið mikils persónufylgis, bæði vegna eigin mannkosta en ekki síður vegna þess að embættið sem hún skipar er í eðli sínu vinsælt og ekki á hvers manns færi að sigra sitjandi borgarstjóra eins og dæmin sanna. Reykvíkingar hafa almennt séð ekki sett sama- semmerki milli hennar og Samfylk- ingarinnar, en nú verður breyting á því. Trúverðugleiki borgarstjóra hefur verulega dalað og slíkt getur varla orðið Samfylkingunni til fram- dráttar. Við sjálfstæðismenn mun- um fylkja okkar liði, starfa ötullega og stefna að glæstum sigri í vor. R-listinn riðar til falls Eftir Katrínu Fjeldsted Höfundur er alþingismaður. „Trúverðug- leiki borg- arstjóra hef- ur verulega dalað og slíkt getur varla orðið Samfylkingunni til fram- dráttar.“ MEÐ eftirfarandi orðum langar mig til að vekja athygli á verkefni sem er meira aðkallandi en flest önnur verk sem þjóðin á óunnin. Það verður ekki kallað átaksverk en þarf að vinnast með stefnufestu og þolinmæði. Þar sem um mennta- mál er að ræða þarf enginn að velkjast í vafa um að verkið beri góðan arð. Mikið afrek hefur verið unnið víða um land í að einsetja grunn- skólann og þótti mörgum tími til kominn. Þótt það hafi verið dýrt og góðra gjalda vert er ekki víst að það hafi í raun verið brýnast eins og mál stóðu. Kennarar eru hjarta hvers skóla hvað sem húsnæði líð- ur. Kennari sem kemur ungmenn- um til manns verður varla metinn til fjár þótt mörgum finnist þeir hlutir einskis verðir sem ekki hafa verðmiða. Skóli sem hefur á að skipa góðum kennurum skilar frá sér mannvænlegum börnum hvort sem hann er á vegum ríkis eða sveitarfélags, rekinn fyrir sjálfs- aflafé eða af hugsjón og áhuga ein- um. Arður af skólastarfi má sem best vera vel menntuð ungmenni í öllum skilningi og hefur þá þjóðin varið fé sínu og fyrirhöfn vel. Ég hef það fyrir satt, sem sá merki skólamaður Þórarinn Björnsson, fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, sagði eitt sinn í ræðu, að kenn- arastarfið væri göfugasta starf þjóðfélagsins. Sú var tíðin að efni- legasta námsfólkið sóttist eftir að verða kennarar. Kennari var virður vel. Starf kennara er ekki bara göfugt heldur einnig mjög erfitt. Ekki hefur það orðið léttara í seinni tíð eftir að þeim börnum fór að fækka sem hafa reynslu af að þurfa að hlýða heima fyrir. Þetta hefur þeim sem stjórna menntamálum verið ljóst að nokkru leyti því að stofnuð var ný staða við skóla og kölluð stuðnings- fulltrúi. Stuðningsfulltrúanum er ætlað að starfa við hlið kennarans til þess að létta af honum farginu sem erfiðustu börnin eru. Þeim er sem sagt falið að ala önn fyrir erf- iðustu einstaklingunum og vænt- anlega koma þeim til nokkurs þroska. Það sýnir stórmennskuna í framkvæmd menntastefnunnar að þær einar kröfur eru gerðar til stuðningsfulltrúa að þeir hafi ekki aðra atvinnu þá stundina, enda á þetta að vera útgjaldalítið fyrir sveitarfélagið. Nær hefði verið að kröfur til þeirra væru allmiklu meiri en til almennra kennara og laun samkvæmt því. Að undanförnu hefur íslenskri þjóð farist hrapallega við kennara- stétt sína. Trúlega hefur blind launastefna fjármálaráðuneytis í áratugi unnið meira tjón á íslensk- um menntamálum en svo að á því verði ráðin bót á nokkrum árum. Ekki bætir úr skák að í seinni tíð hafa margir málsmetandi menn, vonandi af skammsýni en ekki til að rægja stéttina, sáð því korni tortryggni í garð kennara að gera þurfi starf þeirra sýnilegra. Er þá víða kastað grjóti úr glerhúsi því að fá störf eru eins rækilega fyrir augum hvers sem sjá vill og kenn- arastarfið. Hópur nemenda sér að jafnaði hverja hreyfingu kennarans og foreldrar vita hvenær barni þeirra er gert gott í skóla. Sá skólastjóri er blindur sem ekki veit hvern mann kennari í starfsliði hans hefur að geyma og hvort hann sinnir sínu undirbúningsstarfi af þeirri kostgæfni sem nauðsynleg er. Í síðustu samningum var und- irbúningstími sem greitt er fyrir skertur um tæpan þriðjung. Með launastefnunni og ítrekuðum brigslum um vinnusvik hefur kenn- arastéttin verið vanvirt og margur mætur kennari hrökklast úr starfi. Á undanförnum árum hefur ver- ið viðurkennt í orði að laun kenn- ara hafi verið orðin óviðunandi og síðustu kjarasamningar voru bein- línis til þess gerðir að bæta laun kennara umfram aðra. (Það kostaði þó langt og harðvítugt verkfall framhaldsskóla- og tónlistarkenn- ara þannig að skilningur ráða- manna á kjörum þeirra og ástandi skólamála hefur ekki rist mjög djúpt.) Mjög hefur verið deilt um hvort nægilega hafi verið bætt um ef það var þá nokkuð að heitið gæti. Kjör kennara þurfa að vera svo góð að starfið sé mjög eftir- sóknarvert og ekki leiki vafi á að það sé vel launað í öllum saman- burði. Verkefnið sem yfirvöld mennta- mála standa frammi fyrir er að styrkja kennarastéttina svo sem verða má. Ekki er nokkur leið að efla í einu vetfangi stétt manna sem hefur verið niðurlægð. Því verður að búa þannig um hnútana að skólastjóri eigi um eitthvað að velja þegar hann ræður menn til starfa. Á fáum áratugum má þann- ig ná saman völdu liði kennara en einungis ef til kemur ákveðin póli- tísk stefna um enn frekari kjara- bætur en orðið er. Eflum kennarastétt landsins Eftir Odd Sigurðsson „Með launa- stefnunni og ítrekuðum brigslum um vinnusvik hefur kennarastéttin verið vanvirt og margur mætur kennari hrökkl- ast úr starfi.“ Höfundur er jarðfræðingur. „Hitler og seinni heimsstyrjöldin eftir A. J. P. Taylor er og verður sjálfsagt lengi enn mjög umdeilt verk, en eitt er víst, að enginn, sem vill kynna sér uppruna ófriðarins að gagni, getur leyft sér að láta það framhjá sér fara.“ Þór Whitehead sagnfræðingur Var strídid hitler ad kenna? BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR SÍMI 528 8505 - SMÁRALIND Öðruvísi ÚR Verð frá15.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.