Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirtæki og stofnanir. Sjáum um pökkun og útsendingar - magnafsláttur. Dalvegi 2, Kópavogi, Sími 564 2000 Við hliðina á vínbúðinni Gjafaumbúðir fyrir vínflöskur. Öskjur, pokar, bögglarósir og borðar. ERLENT KENNARI í Donetsk í Úkraínu hell- ir köldu vatni yfir einn af nem- endum sínum í snjónum fyrir utan leikfimisalinn í gær, félagar hans bíða spenntir. Hitastigið var mínus tíu gráður á Celcius. Margra alda hefð er fyrir ísköldum böðum í land- inu en þau eru talin bæta heilsuna. Reuters Meiriháttar! Brrr! BANDARÍSKI þingmaðurinn Trent Lott tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér sem leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni. Ástæða afsagnarinnar er sú harða gagnrýni sem Lott hefur sætt und- anfarið vegna ummæla er hann lét falla og túlkuð hafa verið sem kyn- þáttahatur. Lott ætlar að sitja áfram á þingi. George W. Bush for- seti kvaðst í gær „virða“ afsögn Lotts. Í hófi, sem haldið var fyrir nokkru til heiðurs öldungadeildar- þingmanninum Strom Thurmond 100 ára, sagði Lott, að hann hefði kosið Thurmond í forsetakosning- unum 1948 og að ef aðrir hefðu far- ið að hans dæmi, „hefðum við ekki búið við öll þessi vandræði síðan“. Eitt helsta stefnumál Thur- monds á þessum tíma var aðskiln- aður kynþátt- anna. Lott hefur margsinnis beð- ist afsökunar á ummælunum en það virðist litlu hafa breytt fyrir hann. Bush forseti átaldi Lott og um- mæli hans harðlega fyrir nokkrum dögum án þess að segja neitt um hugsanlega afsögn hans en ljóst var, að forsetinn ætlaði ekki að koma Lott til hjálpar á neinn hátt. Lott segir af sér Trent Lott FARÞEGUM í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði um 8,5% í nóvember, miðað við sama tíma í fyrra. Þó fjölg- aði farþegum til og frá Íslandi, eða um 6,6%. Farþegum sem millilentu í Keflavík á leið sinni yfir Atlantshafið fækkaði um tæplega 30%. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að líkt og á undanförnum mán- uðum hafi samsetning farþegahóps- ins verið hagkvæmari en á síðasta ári. Eitt af meginmarkmiðum í rekstri félagsins á þessu ári sé að draga úr hlutfalli farþega sem séu á leið yfir hafið en auka hlutfall þeirra sem ferðist til og frá Íslandi. „Í nóvember voru farþegar á leið- um til og frá Íslandi 68% af heild- arfjölda farþega. Í nóvember í fyrra var þetta hlutfall 59%. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru farþegar á leið- um til og frá landinu 61% en á sama tímabili í fyrra var þetta hlutfall 52%. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði Farþegum sem áttu erindi til Ís- lands eða frá Íslandi fjölgaði um 6,6% í nóvember, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland í vélum Flugleiða fækkaði um 29,8%. Farþegum í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði í heild um 8,5% í nóv- ember í samanburði við sama mánuð á síðasta ári. Þeir voru 65.833 nú en voru 71.946 í nóvember 2001. Far- þegum á almennu farrými fækkaði um 10,1% en á viðskiptafarrými fjölgaði farþegum um 9,9%. Í nóvember minnkaði sætafram- boð Flugleiða um 7,6% og salan um 11,8%, sem leiddi til þess að sætanýt- ing var í mánuðinum 2,8 prósentu- stigum lakari en í nóvember 2001. Hún var 58,5% í nóvember í ár en 61,4% á síðasta ári. Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, fjölgaði í nóvember um 15,4%, úr 19.144 farþegum í fyrra í 21.886 í ár, og sætanýting félagsins jókst um 3,3 prósentustig. Flugleiðir drógu framboð í heild saman um 15,3% á fyrstu ellefu mán- uðum 2002 en farþegum til og frá Ís- landi hefur fjölgað um 2,1%. Fækk- unin hefur öll orðið meðal farþega á leiðum yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi eða um 27,9%. Í heild fækkaði farþegum í millilanda- flugi Flugleiða á fyrstu ellefu mán- uðum ársins úr rúmlega 1,288 millj- ónum í fyrra í tæplega 1,132 milljónir í ár eða um 12,2%. Sætanýting batnar aðeins Sætanýting hefur í heild batnað um 0,6%. Sætanýting hjá Flugfélagi Íslands hefur batnað um 5,9 pró- sentustig fyrstu ellefu mánuði árs- ins. Hjá Flugleiðum-Frakt voru flutningar í nóvember 4,8% minni en á fyrra ári og fyrstu ellefu mánuðina er þessi samdráttur 13,1%,“ segir í tilkynningu frá Flugleiðum.               ++++,++, + + ++" ++++,++, + +"    -./0-.. -120.34 50 0                        50 0    -660776 //80378              ! "                     # $  % & +++, +!+ +9 +++, +!+  ( 9 108110763 .-0//3    104360212 .20237 #' %     +++ +: !  +++ * +: !   ( 203820187 /067.0467         ( 204460--3 /01/-08-6 Farþegum fækkaði í nóvember ● BAUGUR Group hf. hefur selt Ís- landsbanka hf. eigin hlutabréf að nafnverði 7.783.314 krónur. Ís- landsbanki afhenti Baugi í staðinn hlutabréf í Lyfju hf. að nafnverði 796.552 krónur. Eigin bréf Baugs Group eftir viðskiptin nema 8.930.568 krónum að nafnverði. Lokaverð hlutabréfa í Baugi Group í Kauphöll Íslands í gær var 10,70. Miðað við það hafa viðskiptin numið um 83 milljónum króna. Eigendur Lyfju eru Baugur Group, Ingi Guð- jónsson og Róbert Melax. Þeir Ingi og Róbert stofnuðu fyrirtækið árið 1996. Sama ár stofnaði Jóhannes Jónsson í Bónus fyrirtækið Lyfjabúðir ehf. ásamt Guðmundi Reykjalín, við- skiptafræðingi, og þremur lyfjafræð- ingum. Lyfja og Lyfjabúðir samein- uðust í desember 2000 undir merkjum Lyfju. Eftir sameininguna átti Baugur 55% hlutafjár í samein- uðu félagi og þeir Ingi og Róbert 45%. Baugur selur eigin bréf og kaupir í Lyfju ● BAUGUR-ID hefur fest kaup á 2,95% hlut í bresku verslunarkeðj- unni Somerfield, sem á og rekur mat- vöruverslanir undir nöfnum Somer- field og Kwik Save. Fyrir á Baugur-ID um 19% hlut í bresku verslunarkeðj- unni Big Food og um 8% hlut í bresku verslunarkeðjunni House of Fraser. Í tilkynningu frá Baugi-ID kemur fram að kaupin séu í samræmi við þá stefnumótun félagsins að fjárfesta í arðbærum verslunarfyrirtækjum. Somerfield er skráð í kauphöllinni í London og er markaðverð þess ná- lægt 50 milljörðum króna. Verðmæti hlutar Baugs er samkvæmt því um 11⁄2 milljarður króna. Verslanir Som- erfield eru 1.300 og hjá fyrirtækinu starfa yfir 59 þúsund manns. Hagn- aður fyrirtækisins á síðasta fjárhags- ári nam 28,8 milljónum punda, sem svarar til um 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Baugur kaupir 2,95% í breskri verslunarkeðju ● FASTEIGNAFÉLAGIÐ Stoðir hf. hef- ur keypt 3,4% af hlutafé Baugs Group hf. fyrir um 900 milljónir króna. Stoðir gerðu síðastliðinn mánudag tilboð í 7% hlutafjár í Baugi. Var tilboðið með þeim hætti að hverjum hluthafa bauðst að selja 7% af hlut sínum til Stoða. Þar sem 48% hluthafa tóku til- boðinu eignuðust Stoðir 3,4% hluta- fjárins. Í tilkynningu sem Stoðir sendu frá sér á mánudag kom fram að félag- ið stefndi að því að eignast 7% hlut í Baugi. Jónas Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri Stoða segir að engin ákvörðun liggi fyrir um framhaldið, þ.e. hvort Stoðir muni halda kaupum áfram og þá með hvaða hætti. Stoðir kaupa 3,4% í Baugi ● BÚNAÐARBANKI Íslands hefur ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra útlána um 0,50 prósentustig. Lækk- un innlánsvaxta verður á bilinu 0–0,5 prósentustig, mismunandi eftir ein- stökum innlánsformum bankans. Þessar breytingar á vaxtakjörum Bún- aðarbankans eru í kjölfar ákvörðunar bankastjórnar Seðlabankans nýverið um lækkun stýrivaxta um 0,50 pró- sentustig. Breytingarnar taka gildi í dag. Búnaðarbankinn hefur einnig ákveðið að lækka verðtryggð útlána- kjör um 0,3 prósentustig. Kjör verð- tryggðra innlánsreikninga lækka með sambærilegum hætti. Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra útlána í dag um 0,50–0,60 prósentustig. Lækkun óverðtryggðra innlánsvaxta verður á bilinu 0–0,50 prósentustig, mismun- andi eftir innlánsformum. Einnig hafa Sparisjóðirnir ákveðið að lækka vexti verðtryggðra útlána um 0,05 pró- sentustig. Vextir verðtryggðra innlána lækka samsvarandi. Vextir lífeyr- issparnaðarreiknings Sparisjóðsins, reglubundinna áskriftarreikninga og orlofsreikninga verða óbreyttir. Búnaðarbanki og sparisjóðir lækka vexti HELSTU verðbréfafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa samþykkt að greiða nær milljarð dollara, um 80 milljarða króna, í sekt til að binda enda á rannsókn á því hvort þau hafi ráðlagt fjárfestum að kaupa varasöm bréf og hyglað sumum viðskiptamönnum með óeðlilegum hætti, að sögn dag- blaðsins The New York Times í gær. Verðbréfafyrirtækin eru sögð hafa gætt hagsmuna stórfyr- irtækja fremur en almennra fjár- festa. Viðræður hafa staðið um þessi mál í fimm mánuði milli fyrirtækj- anna, en meðal þeirra eru Morgan Stanley og Goldman Sachs, og fjármálaeftirlitsins bandaríska. Er tilefnið ekki síst verðhrun bréfa í mörgum stórfyrirtækjum undanfarin ár, fjármálahneyksli og stór gjaldþrot. Hluta sektarfjárins verður var- ið til þess næstu fimm árin að kaupa niðurstöður rannsókna óháðra verðbréfasérfræðinga og verður upplýsingunum síðan dreift til fjárfesta. Einnig er markmiðið að vernda sérfræðinga í greiningu hlutabréfa fyrir þrýst- ingi ráðamanna í verðbréfafyrir- tækjum. Þeir eru stundum sagðir þvinga greiningardeildir sínar til að fegra um of sum bréf til að þóknast aðilum sem endurgjalda greiðann með því að kaupa þjón- ustu hjá fjárfestingalánadeild verðbréfafyrirtækisins í staðinn, að sögn fréttavefjar BBC. Sekt vegna vondra ráða til fjárfesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.