Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Hvað gerist þegar þú týnir
hálfri milljón dollara frá mafíunni?
Hörku hasarmynd með töffaranum Vin Diesel
úr xXx, Dennis Hopper og John Malkovich.
YFIR 45.000 GESTIR
DV
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
RadíóX
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.10.
Frumsýnd 26. des.
Tryggðu þér miða í tíma
Sýnd kl. 2, 3, 5, 6, 8, 9 og 10.50. B.i.12 ára
kl. 4.
Rapparinn Lil Bow
Wow finnur galdraskó
sem Jordan átti og
kemst í NBA! Margur
er knár þó hann sé
smár - frábær
skemmtun fyrir alla
fjölskylduna.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
i i
RadíóX
DV
YFIR 45.000 GESTIR.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára
Frumsýnd 26. des.
Tryggðu þér miða í tíma
Sýnd kl. 6 og 10.45. B.i. 16 ára
FÁAR erlendar hljómsveitir hafa
notið viðlíka hylli meðal landsmanna
og Coldplay síðasta veifið, kannski
helst þýska Rammstein. Vinsældir
sínar staðfesti Coldplay á vel
heppnuðum tónleikum í fyrra og nú,
til að sýna þakklæti sitt fyrir hlýjar
viðtökur, og standa um leið við gefið
loforð, var sveitin enn mætt í Höll-
ina einum 16 mánuðum síðar, ennþá
þéttari, ennþá öruggari, ennþá vin-
sælli. Og ef þeir uppfylltu vænt-
ingar þá, hvað verður þá sagt um
frammistöðu þeirra núna, sem var
með öllu flekklaus og í einu orði
sagt frábær.
Ég veit það vel að kverúlöntum
þykir það ekki par fínt að fíla eins
settlega sveit og Coldplay – hér eru
ekki að brjótast út neinir komplexar
hjá mér fyrir að vera einn „fílenda“
skulið þið vita – en það verða þeir
bara að eiga við sig og mikill var
missir þeirra á fimmtudaginn að
hafa látið sig vanta. Mergur málsins
er nefnilega sá að Coldplay sýndi þá
og sannaði mátt sinn og megin.
Flutti lögin sín tilgerðarlaust af full-
kominni innlifun og gerði það sem
ber að gera á rokktónleikum, þ.e.
draga fram bestu eiginleika laga og
gera þau jafnvel ennþá sterkari en á
sjálfum plötunum.
Á undan lék um margt vanmetin
sveit, Ash, sem einnig stóð sig vel,
en á allt annan máta, enda leika
sveitirnar gjörólíka tónlist
þó hvorutveggja sé við
rokkið kennt. En Ash eru
merkileg ólíkindatól, engir
sérstakir músíkantar eins
og kom auðheyranlega
fram á tónleikunum en
Tim titturinn Wheeler er
þrátt fyrir það hreinrækt-
uð rokkstjarna sem semur
guðdómlega grípandi
blöðrupönk sniðið fyrir út-
varpsspilun og fjöruga
tónleika. Skemmti ég mér
enda konunglega yfir
flutningi þeirra á sínum
helstu smellum en salur-
inn var þó svolítið utan-
gátta, allir nema vitaskuld
stuðboltarnir sem fremstir
voru. En ég held að
áhugaleysið hafi nú ekki
verið neitt illa meint,
menn voru bara svo við-
þolslausir, gátu ekki beðið
eftir aðalnúmerinu, Chris
Martin og Coldplay. Og
kom það á daginn um leið
og þeir stigu á svið því allt
ætlaði um koll að keyra; frakkar
fuku, sléttstraujaðar skyrtur
krumpuðust, meikið lak niður á háls
og hnakkarnir skullu saman. Merki-
lega fjölbreyttur hópur áhangenda
sem þessi sveit á. Og Chris vippaði
sér í orðsins fyllstu merkingu að pí-
anóinu fremst á sviðinu og hófu leik-
inn á besta lagi A Rush of Blood To
The Head og jafnframt einu besta
lagi ársins, auðvitað „Politik“, og
kom líka eitthvað sérlega vel heim
og saman að byrjað skyldi á því lagi
með tilliti til tíðinda liðinna daga í
íslenskum þjóðmálum. Og svo lauk
laginu með risinu ótrúlega og Chris
sagði „takk fyrir“ og „velkomin“,
ekki eins og honum hafi verið kennt
það rétt áður en hann steig á svið,
heldur eins og hann hafi sagt það
oft áður og meinti það. Síðan komu
lögin koll af kolli, góð blanda af plöt-
unum tveimur sem saman hafa selst
hér í meira en 10 þúsund eintökum
og eiginlega eina lagið sem ég sakn-
aði var „Warning Sign“, eitt besta
lag A Rush ...
Chris Martin lék á als oddi, ekki
verður annað sagt. Hoppandi og
skoppandi um sviðið með sælubros
á vör, lék hann og söng nær óað-
finnanlega, þannig að af honum fór
slíkur stjörnuþokki að leitun er að
öðru eins. Fór hann enda
létt með að stinga hverjum
einasta gesti Hallarinnar,
sem var smekkfull og taldi
5500 manns, í vasann og
skjallaði þá bak og fyrir,
ekki eins smeðjulega og
Fran Healy í Travis og
margir aðrir hafa gert af
gömlum vana og skyldu-
rækni, heldur þannig að
hann klárlega meinti það.
Og svo bræddi hann okkur
endanlega í millikafla á
„Everything’s Not Lost“
þegar hann vottaði Sigur
Rós og Jónsa virðingu sína
með því að syngja nokkra
tóna úr „Svefn-genglum“.
5500 manns með gæsahúð,
allir sem einn, takk fyrir
það Chris. Og svo eftir tví-
endurtekið uppklapp, skildu
þeir vitanlega við okkur í
jólaskapi er Chris flutti
innilega útgáfu af jólalaginu
sígilda „Have Yourself a
Merry Christmas“. Og
Chris stóð upp frá píanóinu,
hneigði sig, eins og kurteis-
um ungum mönnum gera, og sagði
„takk fyrir“ í síðasta sinn, í bili.
Takk sömuleiðis, Chris, takk.
Tónlist
Coldplay og Ash
Tónleikar
LAUGARDALSHÖLL
Tónleikar í Laugardalshöllinni fimmtu-
dagskvöldið 19. desember 2002. Fram
komu n-írska hljómsveitin Ash og breska
hljómsveitin Coldplay.
Skarphéðinn Guðmundsson
Morgunblaðið/Kristinn
Chris Martin, söngvari Coldplay, hafði 5.500 íslenska áhorfendur í vas-
anum í þann hálfa annan tíma er sveitin var á sviði Hallarinnar.
Ash lék þetta fína blöðrupönk af yndislegu kæruleysi.
Takk sömu-
leiðis, Chris
Morgunblaðið/Árni Torfason
CHRIS Martin, söngvari Coldplay
og Íslandsvinur, ætlar að fá sér
hnetusteik í jólamatinn, sem ýtir
undir þann
orðróm að
hann ætli að
eyða jólunum
með Gwyneth
Paltrow, sem
borðar ekki
kjöt. Gwyneth
er sem stend-
ur stödd í
Bretlandi við
upptökur á
myndinni Ted
and Sylvia. Nýjustu fregnir herma
að hún ætli að eyða jólunum hjá
Chris og fjölskyldu hans. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins eru Gwyneth og
Chris par. Til hamingju og gleði-
leg jól! …Kylie Minogue ætlar
að koma fram í þáttunum um
Osbourne-fjölskylduna og
syngja dúett með Ozzy Os-
bourne. Þau ætla að taka lagið
„Especially For You“, sem Kylie
gerði frægt með Jason Donov-
an. „Fjölskyldan dýrkar Kylie og
hún sjálf hefur áhuga á að vekja
meiri athygli á sér í Bandaríkj-
unum. Við vonumst til þess að af
þessu geti orðið,“ sagði heimild-
armaður frá MTV. Þættirnir hafa
notið mikillar vinsælda en í þeim
er skyggnst inn í líf hinnar sér-
stæðu fjölskyldu. Nýlega hefur
mamman, Sharon, tilkynnt að
önnur þáttaröðin, sem nú er ver-
ið að sýna á MTV, verði líklegast
sú síðasta. Hún segist sjá eftir
því að hafa hleypt kvikmynda-
tökufólki inn á heimilið.
FÓLK Ífréttum
Gwyneth Paltrow
TJARNARBÍÓ: Sólstöðuhátíð frá
kl. 19.00–23.30. Aðgangseyrir 500
kr. Ölvun ógildir aðgang. Klink, Dys,
Sólstafir, Innvortis, Potentiam,
Múspell, Myrk og Angermeans.
Í DAG