Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 30
SUÐURNES 30 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vináttu- englar sími 462 2900 Blómin í bænum ÍBÚÐARHÚSIÐ á Borgarvegi 25 í Njarðvík var í gær útnefnt Ljósahús Reykjanesbæjar 2002. Úrslit í sérstakri samkeppni um ljósahús og jólaglugga voru til- kynnt við athöfn í Duus-húsum í gær. Um 40 hús voru tilnefnd til keppninnar og voru eigendur þeirra viðstaddir athöfnina. Fram kom í máli Önnu Steinunnar Jón- asdóttur, formanns dómnefndar, að nefndinni hefði verið vandi á höndum við valið því mörg hús í bænum væru mikið skreytt. Komst hún þannig að orði að Reykjanesbær breyttist í Ljósabæ yfir hátíðirnar. Hörð keppni Mjótt var á mununum við val milli þeirra húsa sem lentu í tveimur efstu sætunum. Fyrir valinu varð Borgarvegur 25 í Njarðvík en eigendur þess húss eru Margrét Örlygsdóttir og Gunnar Sigurðsson. Þeirra hús varð í þriðja sæti í þessari sam- keppni á síðasta ári og var valið Ljósahús ársins 2000. Í öðru sæti í keppninni varð húsið Týsvellir 1 í Keflavík en eigendur þess eru hjónin Grétar Ólason og Þórunn Sigurðardóttir. Þeirra hús var útnefnt Ljósahús Reykjanesbæjar á síðasta ári. Í þriðja sæti að þessu sinni varð Móavegur 3 í Njarðvík. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, afhenti eigendum húsanna viðurkenningar og auk þess inneign á rafmagnsreikning sem Hitaveita Suðurnesja gefur. Dómnefnd útnefndi sérstakt Jólahús. Sá titill kom í hlut Bog- arvegar 30 í Njarðvík. Norð- urvellir 12-22 í Keflavík voru taldir hafa fallegustu skreyt- inguna á raðhúsi og Vinaminni, Aðalgata 5 í Keflavík, er með fal- legustu jólaskreytinguna af þeim fjölbýlishúsum sem tilnefnd voru. Gatan Bragavellir í Keflavík var talin hafa fallegustu heild- armynd af götum bæjarins, þegar litið er til skreytinga nú fyrir jól- in. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Til hægri á myndinni er Margrét Örlygsdóttir með syni sína, Sigurð og Ör- lyg Erni, og við hlið hennar eru hjónin Grétar Ólason og Þórunn Guð- mundsdóttir með börn sín, Grétar Þór og Erlu Guðrúnu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljósahús Reykjanesbæjar 2002 er á Borgarvegi 25 í Njarðvík. Fjölskyldan kemst ekki í jólaskapið fyrr en búið er að skreyta garðinn og húsið að utan. Reykjanesbær Loks var útnefndur Jólaglugg- inn 2002, það er að segja sá verslunargluggi sem dómnefnd telur hafa skemmtilegustu útstill- inguna fyrir jólin. Sá titill kom í hlut verslunarinnar Persónu sem er á Hafnargötu 29 í Keflavík. Sérstök dómnefnd valdi jóla- gluggann og kom fram í máli Braga Einarssonar formanns hennar að gluggi Persónu hefði þótt bera af. Hann væri einfald- asti og fallegasti verslunarglugg- inn í bæjarfélaginu. Ljósahúsið er á Borgarvegi 25 „ÞETTA er voðalega gaman, að lýsa upp svartasta skamm- degið,“ sagði Margrét Örlygs- dóttir, annar eigandi Borg- arvegar 25 sem valið var Ljósahús Reykjanesbæjar, í samtali við blaðamann í gær. Margrét segist lengi hafa skreytt húsið og nú væri eig- inmaðurinn, Gunnar Sigurðs- son, farinn að smitast. Synir þeirra, Ragnar Ólafsson, Sig- urður Gunnarsson og Örlygur Ernir Gunnarsson, töluðu um að jólastemningin væri ekki komin fyrr en mamma og pabbi væru búin að skreyta úti. Margrét segist ekki hafa bætt miklu við frá því í fyrra, sett upp jólasveinastromp og jólatré en líka tekið niður ann- að á móti. Þá hefði hún breytt um lit. Það tók hana tvo eða þrjá dagparta að setja jóla- ljósin upp. Margrét segir að mikið sé af fallega skreyttum húsum í Reykjanesbæ, jafnfallegum og hennar, og hún hafi því alls ekki búist við útnefningunni. Það má til sanns vegar færa því þótt eigendum allra þeirra húsa sem tilnefnd voru hafi verið boðið til verðlaunaaf- hendingarinnar í gær gleymdi Margrét að mæta. Sam- keppnin var ekki ofar í huga hennar en það. Stemningin kemur með jólaljósunum Árleg skötuveisla er í dag hjá lionsklúbbnum Keili í Vogum. Veislan er í Lionsheimilinu, Ara- gerði 4, og stendur frá 12 til 22. Undanfarin ár hefur skötuveislan notið mikilla vinsælda hreppsbúa sem annarra. Lionsfélagar vinna að skötuveisl- unni í sjálfboðavinnu og rennur allur ágóðinn til líknarmála. Boðið er upp á kæsta skötu og saltfisk með öllu því sem fylgja þarf með, svo sem hamsatólg, rúg- brauð og rófur. Í tilkynningu frá Keilisfélögum kemur fram að auk þess að njóta hefðarinnar með því að borða skötu í tilefni Þorláks- messunnar og styðja gott málefni geti fólk losnað við hina annars ágætu skötulykt úr húsum sínum með því að borða í Lionsheimilinu. Í DAG Ekki ráðist í rannsókn- ir á land- námsminj- um í sumar Hafnir GERÐ hefur verið fimm ára áætlun um uppgröft og rannsóknir á land- námsbýlinu Vogi í Höfnum. Kostn- aður í sumar er áætlaður rúmar 12 milljónir kr. og telur bæjarráð Reykjanesbæjar sér ekki fært að vinna að málinu að sinni. Við fornleifaskráningu vegna und- irbúnings endurskoðunar aðalskipu- lags Reykjanesbæjar sá Bjarni F. Einarsson móta fyrir skála í Höfn- um. Eftir tilraunauppgröft og nánari skoðun telur Bjarni allar líkur á að þetta sé býli frá landnámsöld. Í áætlun um framkvæmdir sem lögð hefur verið fram skiptir hann vinnunni á fimm sumur og leggur til að á þeim tíma verði reynt að fá heildstæða mynd af landnámsbýli á Íslandi. Varla sé hægt að tala um að slíkar minjar séu til á Íslandi. Lagt er til að grafið verði í tvo mánuði næsta sumar, við landnámsskálann sjálfan og eina til tvær rústir til við- bótar, en næstu sumur verði grafið í allar rústir á bæjarstæðinu. Vinsæll staður til skoðunar Varpar Bjarni fram þeirri hug- mynd að rústirnar verði tyrfðar að lokinni rannsókn þannig að veggir, langeldur og annað grjót verði sýni- legt. Síðar mætti huga að því að setja þak yfir minjarnar og byggja þannig upp svokallaðan tilgátubæ. Bendir Bjarni á að slíkir staðir njóti mikilla vinsælda á hinum Norðurlöndunum. Bjarni Einarsson áætlar að beinn kostnaður við vinnu fornleifafræð- inga og rannsóknir í tvo mánuði í sumar verði rúmar 12 milljónir kr. Er þá ótalinn annar kostnaður, svo sem við tæki og vinnu sem félli beint á sveitarfélagið. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, segir að kostn- aður við þessa tveggja mánaða vinnu væri of mikill til þess að mögulegt væri að ráðast í verkefnið nú, sér- staklega þar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir honum í fjárhagsáætl- un sem búið væri að samþykkja. Hann segir að ef það finnist hag- kvæmari leiðir til að vinna verkið sé sjálfsagt að skoða málið aftur. Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafns Reykjanesbæj- ar, hefur mikinn áhuga á að ráðist verði í þetta rannsóknarverkefni sem fyrst. Líklega verði þó að stefna að árinu 2004. Hún segir að ekki séu miklir peningar lagðir í fornleifa- rannsóknir hér á landi. Frumkvæði þessa verkefnis verði því að koma frá sveitarfélaginu og síðan verði reynt að afla styrkja frá öðrum aðilum. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.