Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 6

Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 ... er m eð a llt f yr ir jó lin Jólaskemmtun í dag Birgitta, Sigga, Grétar og jólasveinarnir kl 13.00 og 15.00 Sigga, Grétar og jólasveinarnir kl. 17.00 . Opið sunnudag 10-22 ÁSTVALDUR Valtýsson, fiskverk- andi í Kinn í Vestmannaeyjum, er nú að undirbúa skötuveizlu fyrir AKÓGES félagsskapinn í Eyjum. Hann gerir ráð fyrir að um 140 manns mæti í skötuna á Þorláks- messu. Ástvaldur sér um að verka skötuna, útvatna og sjóða fyrir veizluna en hann býður einnig upp á saltfisk, siginn fisk og kinnar. „Maður er alinn upp við sköt- una, þó maður borði hana ekki eins oft og áður fyrr. Ég komst á bragðið sem peyi og þarf enn á því að halda. Það fer eftir hita- stigi hve lengi skatan er að kæs- ast, svona 4 til 6 vikur. Það þarf svo að salta hana líka svo hún lykti vel. Þetta er alveg ómissandi þáttur í tilverunni,“ segir Ástvald- ur og er ánægður með skötuna. Hann segir að lítið hafi verið um skötu að undanförnu, enda stundi enginn beinar skötuveiðar. Sú skata sem kemur á land er aukaafli í trollið. Morgunblaðið/Sigurgeir Þarf að lykta vel „ÞAÐ er sameiginlegur áhugi allra að halda Reykjavíkurlistanum áfram.“ Þetta segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri um fund sem oddvitar samstarfsflokk- anna þriggja í R-listanum og borg- arstjóri áttu í gærmorgun. „Við hittumst og töluðum saman, það fór ágætlega á með okkur, enda fólk sem er vant að tala saman,“ sagði Ingibjörg. Var fundurinn um klukkutíma langur og segir Árni Þór Sigurðs- son, forseti borgarstjórnar og odd- viti Vinstri-grænna, að fundarmenn hafi sammælst um að tjá sig ekki um efni fundarins. „Við ætlum að- eins að fara í okkar bakland og ræða málin betur saman þar og hittast svo aftur milli jóla og nýars. Það var niðurstaðan,“ segir Árni Þór. „Þetta var yfirvegað, en nokkuð ákveðið samt,“ segir Árni Þór um andrúmsloftið á fundinum. Enn standi yfirlýsing Framsóknar- manna og Vinstri-grænna um að með ákvörðun sinni um að bjóða sig fram hefði borgarstjóri ákveðið að hverfa úr stóli borgarstjóra. Að- spurður segist Árni ekki telja að borgarfulltrúarnir hafi verið of fljótir á sér með birtingu yfirlýsing- arinnar, en á fimmtudag sögðust borgarfulltrúar Samfylkingar telja að fljótfærni hafi þar ráðið ferðinni. Ekki hafi verið rætt um hver gæti tekið við embætti borgarstjóra færi svo að nauðsynlegt væri að finna arftaka fyrir Ingibjörgu. Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna, segir andann á fundinum hafa verið ágætan og að greinilegur vilji hafi verið til þess að halda samstarfi R-listans áfram. Segir hann, eins og Árni Þór, að yf- irlýsingin standi enn þá og að fulltrúar Framsóknar séu ekki til- búnir til að hnika neitt til því áliti að það væri ósamrýmanlegt að Ingibjörg sitji áfram sem borgar- stjóri og fari fram fyrir Samfylk- inguna. Stjórnmálamanna að finna leiðir Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingar, segir að menn hafi ítarlega rætt viðhorf sín og sjón- armið. „Við töluðum um það að vinna úr stöðunni og tala aftur sam- an milli jóla og nýárs og ég tel það skynsamlegt. Ég er mjög sáttur við þennan fund,“ segir Stefán Jón. „Það er ljóst að við þurfum að leysa þetta verkefni fyrir R-listann. Ég get vel skilið að fólk sjái ekki út úr þessu en það er nú einu sinni verk- efni þeirra sem eru í stjórnmálum að finna leiðir. Það er verkefnið í dag, ég var sáttur við niðurstöðu þessa fundar.“ Aðspurður segist hann bjartsýnn á að hægt verði að finna niðurstöðu sem allir geti verið sáttir við. Krafa um afsögn borgarstjóra stendur Aftur fundað um framtíð R-listans milli jóla og nýárs „MÉR líður vel og heilsan er ótrúlega góð en það er kraftaverk að við skulum vera á lífi,“ segir Anna María Friðriksdóttir, sem lenti ásamt þremur börn- um sínum í alvarlegu umferðarslysi fyrir um þremur vikum, en fær að fara heim af sjúkrahúsi til reynslu á morgun. Anna María, sem er 28 ára, og börnin Jóna Guð- rún 8 ára, Árni Rúnar 7 ára og Júlía Björk, sem verður þriggja ára í janúar, voru á leið frá Hvera- gerði til Reykjavíkur, þegar slysið varð, en bifreið þeirra lenti á hvolfi í Hólmsá við Suðurlandsveg um miðjan dag föstudaginn 29. nóvember. Talið er að Anna María hafi verið á kafi í vatni í nokkrar mín- útur áður en henni var bjargað og Júlía Björk þurfti líka að fara á gjörgæsludeild en eldri börnin sluppu mun betur og slösuðust lítið. Nærri drukknuð „Ég var nær drukknuð,“ segir Anna María, sem var tengd við lungnavél að kvöldi slysdagsins og segir að það hafi átt stóran þátt í að bjarga lífi sínu. „Jóna Guðrún lyfti höfðinu á mér upp úr vatninu í bílnum og hélt því þannig. Það bjargaði mér.“ Jóna Guðrún segir að það hafi verið erfitt. „Ég sat frammí en komst ekki út af því að mamma var fyrir mér. Þegar ég sá að hún var ofan í vatninu reyndi ég að lyfta henni en það var erfitt því flíspeysan hennar var full af vatni og þess vegna svo þung.“ Árni Rún- ar segist hafa farið svipað að með litlu systur. „Ég bjargaði henni. Ég var eitthvað að þreifa og leita til að reyna að komast út og tók þá í hausinn á henni. Þá lyfti ég henni upp úr vatninu.“ Vegfarendur björguðu fólkinu út úr bifreiðinni skömmu síðar og í kjölfarið bar að óeinkennisklædda lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík en þeir gátu veitt aðstoð þar til slökkviliðsmenn komu og tóku við lífgunaraðgerðum á Önnu Maríu og Júlíu Björk. „Ég man ekkert eftir þessu,“ segir Anna María. „Það síðasta sem ég man er þegar við vorum uppi á Hellisheiði og ég hringdi í mömmu til að láta vita að við værum á leiðinni.“ Lungnavélin mikilvæg Baldur Rúnarsson, eiginmaður Önnu Maríu, sem var í Reykjavík þegar slysið varð, segir að Anna María hefði sennilega ekki haft það af ef hún hefði ekki verið flutt af slysadeild í Fossvogi á Landspít- ala – háskólasjúkrahús við Hringbraut strax um kvöldið, en þar var henni haldið sofandi í önd- unarvél til 9. desember. „Hún hefði ekki haft það af ef hún hefði ekki komist í lungnavélina hérna á Landspítalanum þarna um kvöldið,“ segir hann og bætir við að flutningarnir og framkvæmdin hafi ver- ið óaðfinnanleg. „Þegar ég vaknaði 9. desember sá ég að ég var inni á sjúkrahúsi en hafði ekki hug- mynd um hvað hafði gerst,“ segir Anna María. „Þetta er kraftaverk en það hjálpaðist allt að. Eldri börnin gátu veitt okkur mæðgunum aðstoð, vegfar- endur brugðust fljótt og vel við og lögregla og sjúkrabílar komu nær samstundis á vettvang. En það hefur líka haft mikið að segja að ég hef aldrei reykt og fyrir bragðið eru lungun sterkari auk þess sem ég er ung og hraust.“ Heima um jólin Anna María fær að vera með fjölskyldunni í Hveragerði um jólin og vonast síðan eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi. „Ég er líkamlega slöpp eftir þetta og þarf að byggja mig upp en bat- inn hefur verið mjög hraður og læknarnir segja að ég sé sérstakt tilfelli. En ég vil nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til allra sem hafa komið að þessu á einn eða annan þátt. Þeirra hlutur er stór.“ Konan sem lenti í slysinu í Hólmsá á batavegi Eldri börn- in björguðu miklu á slysstað Morgunblaðið/Júlíus Bíllinn á hvolfi í Hólmsá við Suðurlandsveg. Morgunblaðið/Júlíus Ljósmyndari Morgunblaðsins gaf fjölskyldunni mynd, sem hann tók af bílnum í ánni. Hér eru Júlía Björk, Árni Rúnar og Jóna Guðrún Baldursbörn og Anna María Friðriksdóttir og Baldur Rúnarsson að skoða myndina. RÚMLEGA fimm kíló af hassi fundust í ferðatösku 29 ára gam- als dansks karlmanns sem toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á miðvikudag. Hassið var falið undir fóðri töskunnar bæði í loki og botni. Að sögn Kára Gunnlaugsson- ar, aðaldeildarstjóra tollgæslunn- ar bendir allt til að um sé að ræða enn eitt erlenda „burðar- dýrið“ og eru þau nú orðin 25 á síðustu tveimur árum. Flestir smyglaranna eða 11 koma frá Danmörku. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur tekið við rann- sókninni en aðrir hafa ekki verið handteknir í tengslum við málið. Miðað við verðkönnun SÁÁ má gera ráð fyrir að götuverðmæti efnanna sé 10-12 milljónir króna. Fimm kíló af hassi fundust í ferðatösku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.