Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTÞÓR Magnússon, forsvarsmað- ur samtakanna Friðar 2000, mætti í jólasveinabúningi með skegg og poka í Héraðsdóm Reykjavíkur í fyrradag þegar ákæra á hendur hon- um var þingfest. Ástþór er ákærður fyrir hegningarlagabrot með því að hafa dreift í tölvupósti til fjölda við- takenda tilhæfulausri viðvörun um sprengjutilræði gegn íslenskri flug- vél, sem var til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð manna. Brot sem þetta varðar allt að þriggja ára fangelsi. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari sagði við Ástþór: „Ansi ertu vel búinn,“ og bauð honum síðan að taka af sér húfuna. Ástþór dró einnig skeggið niður fyrir höku áður en þinghaldið hófst. Ástþór sagði að sér hefði verið birt ákæran um hádegisbil í fyrradag og gagnrýndi að honum hefði verið gef- inn svo skammur fyrirvari til að mæta fyrir dóminn. Hann bað um frest til að ákveða hvort hann vildi fá skipaðan verjanda og til að tjá sig um sakarefnið. Fram kom hjá Helga Magnúsi Gunnarssyni, fulltrúa efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, að lögreglumenn hefðu síðan á mánudag reynt að birta Ástþóri fyrirkall og boða hann til þingfest- ingar en Ástþór ekki gefið færi á sér fyrr en á miðvikudag. Ástþór sagði þetta ekki rétt. Guðjón St. Marteinsson sagði að- spurður að lokinni þingfestingunni að ekkert bannaði mönnum að mæta við þingfestingar íklæddir jóla- sveinabúningi, allra síst í desember. Menn yrðu á hinn bóginn að taka of- an og sýna kurteisi. Brot á hegningarlögum Fram kemur í ákærunni að meint brot Ástþórs sé talið varða við grein 120. a í almennum hegningarlögum sem hljóðar svo: „Nú veitir maður vísvitandi rangar upplýsingar eða lætur uppi vísvitandi rangar tilkynn- ingar, sem eru fallnar til að vekja ótta um líf, heilbrigði eða velferð manna, um atriði sem varða loft- ferðaöryggi eða öryggi í flughöfn varðar það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Sömu refsingu varðar að útbreiða þess háttar orð- róm gegn betri vitund.“ Þess er jafn- framt krafist, að Ástþóri og Friði 2000 verði gert að þola upptöku á fartölvu-netþjóni sem Ástþór notaði til að senda tölvupóstinn. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ástþór að ástæðan fyrir því að hann klæddist jólasveinabúningi við þetta tækifæri væri sú að það væru nú einu sinni jólin. „Þetta er sá tími sem ég hef starfað sem jólasveinn við að safna pökkum og fara með á stríðs- hrjáð svæði, þangað til mér var meinað að fara úr landi með jóla- pakka,“ sagði Ástþór. Eins og menn myndu e.t.v. eftir hefði sýslumaður- inn á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma stöðvað flugvél Friðar 2000 áð- ur en hún lagði af stað í slíkan leið- angur. Ákæra gegn Ástþóri Magnússyni hefur verið þingfest Mætti fyrir dóminn í jólasveinabúningi  UTANRÍKISRÁÐHERRA hef- ur skipað Kára Gunnlaugsson að- aldeildarstjóra tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. desember sl. Kári er fæddur 17. nóvember 1954. Hann hóf störf hjá tollgæsl- unni á Keflavík- urflugvelli árið 1977, útskrifaðist frá Tollskóla rík- isins árið 1981 og hefur síðan sótt ýmis námskeið, bæði hér á landi og erlendis. Kári var skipaður toll- fulltrúi árið 1983, gerður að deild- arstjóra fragtdeildar 1998 og ári síð- ar tók hann við starfi deildarstjóra í fíkniefnadeild. Kári lék knattspyrnu fyrir Kefla- vík í 15 ár, þar af 10 ár í meist- araflokki þar sem hann lék yfir 100 leiki, fyrst sem sóknarmaður en síð- ar sem varnarmaður. Hann var knattspyrnudómari í 15 ár, þar af sjö ár aðstoðardómari fyrir Alþjóða- knattspyrnusambandið (FIFA) og dæmdi knattspyrnuleiki í yfir 30 löndum. Kári hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyf- inguna í gegnum tíðina. Hann situr í aðalstjórn Keflavíkur – íþrótta- og ungmennafélags og hefur verið varaformaður félagsins síðustu fjög- ur ár og var áður formaður Knatt- spyrnufélags Keflavíkur. Þá er hann í stjórn Dómarafélags Suðurnesja og í dómaranefnd Knattspyrnu- sambands Íslands. Kári er kvæntur Kolbrúnu Sig- urðardóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn. Aðaldeildar- stjóri toll- gæslunnar á Keflavíkur- flugvelli Kári Gunnlaugsson  PÉTUR Helgason varði dokt- orsritgerð sína í við Stokkhólmshá- skóla, föstudaginn 15. nóvember. Ritgerðin, sem ber heitið Prea- spiration in the Nordic Lang- uages: Syn- chronic and diachronic aspects, fjallar um framburð lokhljóða í nor- rænum málum og endurgerð á framburði þeirra í norrænu. Sækj- andi var John J. Ohala, prófessor í málvísindum við University of California, Berkeley, í Bandaríkj- unum. Pétur, sem er 37 ára, er sonur Laufeyjar G. Lárusdóttur og Helga Friðrikssonar bakara í Reykjavík sem um áraraðir hefur rekið Björnsbakarí við Klapparstíg. Hann er giftur Rósu Guðjónsdóttur frá Hrísey og búa þau í Stokkhólmi. Pétur lauk BA-prófi í ensku og al- mennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1989. Á árunum 1989–90 vann hann við gerð íslensks tal- gervils, sem var samvinnuverkefni á milli Málvísindastofnunar Háskól- ans, Öryrkjabandalagsins og Kung- liga Tekniska Högskolan í Stokk- hólmi. Hann lauk síðan MA-prófi frá Háskólanum í Reading í Eng- landi 1991. Árin 1995–6 var Pétur við vinnu við Institut für Phonetik und digitale Sprachverarbeitung í Kielarháskóla, Þýskalandi. Eftir áramót hefur Pétur störf sem lektor í hljóðfræði við Stokkhólmsháskóla. Nýr doktor í málvís- indum Pétur Helgason ♦ ♦ ♦ SVONA hljóðaði orðsendingin sem Ástþór Magnússon sendi í nafni Friðar 2000 til lögreglu, Flugmálastjórnar, flugfélag- anna Atlanta og Flugleiða og til fjölmiðla: „Við höfum rökstuddan grun um að ráðist verði gegn Ís- lenskri (svo) flugvél með flug- ráni og eða sprengjutilræði. Við vitum ekki hvort þessi árás muni beinast gegn almennu flugi Icelandair eða Atlanta eða hvort bæði félögin verði skot- mark. Tilræðið mun koma sem svar við þeim ráðagerðum rík- isstjórnarinnar að nota borg- aralegar flugvélar íslenska flugflotans til flutninga á her- gögnum eða hermönnum fyrir NATO í ólögmætu stríði gegn Írak Rétt er að vara almenning til (svo) að ferðast með þessum flugfélögum á næstu dögum og vikum. Okkur finnst rétt að vekja athygli á þessu.“ Orðsending Ástþórs SÍMINN Internet hefur hafið þjón- ustu, sem felur í sér flokkun á póst- inum, og greinir um 20.000 ruslpóst- skeyti á dag en það er meira en 10% allra skeyta. Ruslpóstur og vírusar eru sívax- andi vandamál hjá fyrirtækjum og einstaklingum en endalaus ruslpóst- ur streymir inn með tölvupóstinum og fyllir að lokum pósthólfið. Flokk- un Símans hefur verið sett upp til reynslu hjá öllum einstaklingum sem eru í viðskiptum við Símann Internet og hefur gefist nokkuð vel, sam- kvæmt upplýsingum frá Símanum. Vinna við þróunina er þó stöðug og mun áreiðanleiki flokkunarinnar aukast með tímanum þar sem fín- stillingar standa yfir. Síminn kaupir flokkunarþjónustuna af bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í grein- ingu á tölvupósti um allan heim. Þeg- ar tölvupósturinn sem greindur hef- ur verið sem ruslpóstur berst viðskiptavinum Símans þá er hann merktur sem líklegur ruslpóstur og fer í sérstaka möppu. Hann eyðist ekki og geta viðskiptavinir skoðað hann hvenær sem þeir vilja. Í fyrra opnaði Síminn nýtt tölvu- pósthús sem býr yfir vírusvörn er stöðvar tölvuorma og -vírusa sem berast til viðskiptavina Símans Int- ernets en fyrir skömmu stöðvaði Síminn Internet tæplega 33.000 vír- ussýkt skeyti sem fóru í gegnum póstþjón viðskiptavina Símans Int- ernets á einum degi. Í frétt frá Símanum segir að fyr- irtæki sem hafi skráð sig í vírusvörn hjá Símanum Interneti fái allan póst sinn rýndan fyrir þekktum vírusum, en póstþjónar Símans Internets séu tengdir við rannsóknardeild banda- ríska hugbúnaðarfyrirtækisins McAffee sem sé einn stærsti fram- leiðandi vírusvarnahugbúnaðar í heiminum. Síun og greining á ruslpósti hjá Símanum Interneti Um tuttugu þúsund ruslpóstskeyti á dag SÓLVEIG Pétursdóttir dóms-málaráðherra heimsótti í gær end- urhæfingarsambýli Byrgisins fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur í Rockville og afhenti forráðamönn- um þess þrjár milljónir króna að gjöf fyrir frábæran árangur í starfi. Ráðherra sagði í ræðu sem hún hélt af þessu tilefni að orðspor Byrgisins hefði vaxið mjög á und- anförnum árum og m.a. hefði lög- reglan átt mjög gott samstarf við vistmenn og starfsfólk. Ráðherra minntist á að í ár hefði verið lögð á það áhersla að kynna starfsemi Byrgisins og stuðning og ráðgjöf við fjölskyldur og grunnskóla í skólum. Mikilvægt væri að halda utan um frumkvöðlastarf af þessu tagi. Þrjár millj- ónir til Byrgisins Ljósmynd/Hilmar Bragi Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ræðir við starfsfólk og vistmenn í Byrginu í gær. BÍLALEIGUM á Íslandi hefur fjölgað um 36 frá ársbyrjun 2000. Alls eru nú starfandi 56 bílaleigur á landinu en ný lög um starfsemi þeirra tóku gildi fyrir tveimur árum. Þær fólu m.a. í sér að allar bílaleigur þurfa starfsleyfi. „Það hefur trúlega haft mikið að segja um hversu margar leigur eru nú skráðar, áður þurftu þær ekki starfsleyfi,“ segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar. Einn- ig hafa tollar á bílaleigubíla verið lækkaðir. Í nýjasta fréttabréfi sam- gönguráðuneytis kemur fram að ráðuneytið hafi eftirlit með því að efla samskipti ráðuneytis og þeirra sem reka bílaleigur. Með lögum um bílaleigur voru vinnubrögð þeirra sem reka bílaleigur samræmd, segir í fréttabréfinu. „Í kjölfar laga- setningarinnar voru tollar af bifreiðum til bílaleigna lækkað- ir og greininni þannig sköpuð samskonar skilyrði og öðrum fyrirtækjum sem veita þjón- ustu sem tengist akstri.“ Starfsmenn ráðuneytisins hafa heimsótt bílaleigur og kannað starfshætti þeirra. „Þegar ástæða hefur þótt til hefur ráðuneytið gert tillögur um úrbætur,“ segir ennfremur í fréttabréfinu. Bílaleig- um hefur fjölgað um 30 SAMKEPPNISSTOFNUN hefur birt leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana. Er þar fjallað um efni og form viðskipta- samninga milli birgja og matvöru- verslana, þ.e. þau atriði sem Sam- keppnisstofnun telur æskilegt að kveðið sé á um í samningum þeirra til að tryggja góða viðskiptahætti. Segir að í samræmi við góðar við- skiptavenjur sé æskilegt að öll fyr- irtæki á markaðnum hafi reglurnar til hliðsjónar við samningagerð, óháð stöðu á þeim markaði sem þau starfi á. Þó að fyrst og fremst sé um leið- beinandi reglur að ræða kunni það að vera brot gegn samkeppnislögum ef fyrirtæki með verulegan markaðs- styrk nýti þann styrk til að semja sig frá ákvæðum reglnanna. Reglur um viðskipti birgja og verslana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.