Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 54
MENNTUN 54 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLUSETRIÐ Sí-mennt.is er valkostur í sí-menntun fulltíða fólks,sem gerir því kleift að auka við þekkingu sína með skipu- lögðum hætti í fjarnámi eða með því að nota Netið. Nemendur stunda nám sitt á eigin forsendum og óháð stund og stað. „Símennt.is er ís- lenskur fræðslugrunnur, þar sem allt umhverfi er á íslensku og öll hönnun miðar að því að gera námið eins aðgengilegt, auðvelt og skemmtilegt og kostur er,“ segir Guðbrandur Gíslason, framkvæmda- stjóri þess. Í þessu kerfi er er hljóðrás, þannig að maður heyrir í kennaranum, svo og auðvitað texti, myndir, gröf, tenglar og annað sem að náminu lýt- ur. Með vissu millibili birtast spurn- ingar úr námsefninu, svo nemandinn geti fylgst með því hvernig honum miðar. Hann getur einnig notað spjallrás sem fylgir hverju nám- skeiði. Blaðamaður hitti Guðbrand og Hallfríði Þórarinsdóttur mannfræð- ing og kennara hjá Símennt.is til að kynna sér fræðslusetrið betur. Vefsetur félaga og stofnana Guðbrandur segir að í stuttu máli bjóði fræðslusetrið upp á gott að- gengi, íslenskt umhverfi, og fjöl- breytt námsefni sem nýtist stéttar- félögum, félagssamtökum, opinberum stofnunum, sveitarfélög- um, fyrirtækjum og menntastofnun- um. Og sl. fimmtudag gerði Si- mennt.is þjónustusamning við Vinnueftirlit ríkisins. „Það felur m.a. í sér að fræðsluefni sem Vinnuefitr- litið ætlar starfsmönnum sínum verður vistað á Simennt.is og einnig að Simennt veiti Vinnueftirlitinu þjónustu við undirbúning námsefnis, uppsetningu þess og upptökur,“ seg- ir hann. Starfsmenn Vinnueftirlits- ins eru dreifðir víða um landið, og með því að veita þeim stöðugt að- gengi að fræðslu sem snertir starf- svið þeirra vill stofnunin bæta innra upplýsingaflæði sitt á hagkvæman hátt og styrkja starfsmenn í starfi. „Við störfum með yfir 40 sérfræð- ingum á flestum sviðum íslensks at- vinnulífs og þjóðlífs,“ segir Guð- brandur og „þeir deila þekking- arauði sínum með nemendum. Einnig lögum við námsefni að þörf- um viðskiptavina okkar í samvinnu við þá.“ Þarfir beggja í brennidepli Enn sem komið er býður Simennt- .is ekki einstaklingsáskrift, heldur er ætlunin að þjóna þess í stað stærri hópum viðskiptavina. Fyrsti við- skiptavinur Simenntar.is var Starfs- mannafélag ríkisstofnana (SFR), en þar var ákveðið að bjóða öllum fé- lagsmönnum aðgengi að námsefni á Simennt.is. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og Jens Andrésson formaður SFR opnuðu vefskóla SFR á Simennt.is formlega í september 2001 og gerðust fyrstu nemendur hans. Jens hefur beitt sér mjög fyrir því að félagsmenn SFR hafi greiðan aðgang að símenntun. Núna eru á sjöunda þúsund áskrifendur að Si- mennt.is. Það sem einkennir þennan samn- ing að mati Guðbrands er að tekið er fullt tillit til þátttakenda á námskeið- um hjá hinu opinbera sem einstak- linga, hagsmuna þeirra og áhuga- sviða. „Áður fyrr tók „starfs- menntun“ eingöngu mið af hags- munum atvinnurekandans, sem valdi „starfsmenn“ til að sækja sérstaka starfstengda þekkingu á námskeið- um,“ segir hann. Samstarfið við SFR hófst reyndar árið 1995 með námskeiðunum Rek- spölur I og II þar sem gengið var út frá þeirri grundvallarhugsun, að hagsmunir einstaklings og vinnu- veitanda fari saman í aukinni þekk- ingu einstaklingsins, fjölbreyttum áhuga hans og færni. Endurkoma nemenda Þegar vefsetrið var stofnað var ákveðið í upphafi að það yrði mjög aðgengilegt öllum og að nóg væri að eiga venjulega heimilistölvu og dæmigert mótald til að stunda námið ásamt hljóðkorti. Hallfríður Þórarinsdóttir segir að galdurinn við Simennt.is sé hversu aðgengilegt það sé, það komi strax í veg fyrir hræðslu gagnvart tækninni. „Meðalaldur nemenda er 48 ár og 70% þeirra eru konur sem fæstar voru vanar tölvunotkun,“ seg- ir hún og að oft séu þær ekki sér- hæfðar og því mikilvægt bæði að fá tækifæri til að stunda nám á þennan hátt og að tæknin vefjist ekki fyrir þeim. Guðbrandur segir að möguleikinn á að stunda nám á þennan hátt geri hugmyndina um jafna aðstöðu fólks til náms raunhæfa. „Þetta opnar möguleika t.d. fyrir konu sem fædd- ist ef til vill á Siglufirðin árið 1948 og hafði enga möguleika á því að leggja stund á nám þá, en hún hefur það núna. Þetta er mjög góð byggða- stefna.“ Möguleikarnir nýttir vel „Námið felur líka í sér að launa- fólkið getur, eftir atvikum, hækkað um launaflokk eftir að það hefur lok- ið tilteknum fjölda námskeiða,“ segir Hallfríður, „og það getur stundað námið bara heima hjá sér. Einnig er til í dæminu að vinnuveitendur setji upp sérstakar námstölvur á vinnu- stöðunum fyrir þá sem eiga ekki tölvur.“ Guðbrandur nefnir dæmi um að námið þurfi ekki að vera einmana- legt. „Á Egilsstöðum og í Neskaup- stað voru hópar sem gerðu námið að félagslegri athöfn með því að fara saman á námskeið á Simennt.is á einum stað með einni tölvu. Það eru fleiri dæmi um að litlir hópar stundi námið á þennan hátt og séu með um- ræður í kjölfarið.“ Einnig getur verið um það að ræða að gerð séu sérstök námskeið sem einungis tiltekinn hópur hefur aðgang að, eins og t.d. starfsmenn vinnueftirlitsins. Hallfríður og Guðbrandur segja að búast megi við að eftir því sem heimilin verði tæknvæddari og t.d. ADSL-tenging verði almenn, opnist fleiri möguleikar um gagnaflutninga fyrir Simennt.is. M.a. er ætlunin að vera með tungumálanámskeið. Fjöldaáskrift „Simennt.is sker sig úr með því að vera með fjöldaáskrift, en setrið verður á þann hátt opið mjög mörg- um,“ segir Guðbrandur, „dæmi um það er að félag með þúsund fé- lagsmenn verður áskrifandi með því að greiða tiltekna upphæð fyrir hvern og einn. Hver einstaklingur innan félagsins getur síðan tekið eins mörg námskeið og hann vill án þess að það kosti meira en að taka eitt námskeið. Námið er félagsleg þjón- usta við félagsmenn sem fá síðan ókeypis aðgang.“ Hallfríður segir að námið hafi oft mjög góð áhrif á nemendur. „Sumir lifna við og verða mjög metnaðarfull- ir. Þeir taka hvert námskeiðið á fæt- ur öðru. Námskeiðin eru þannig byggð upp að nemendur taka reglu- lega áfangapróf og þeir vita því æv- inlega hvar þeir standa og í hverju þeir þurfa að bæta sig,“ segir hún og að fólk læknist umsvifalaust af tölvu- fælninni og sjálfstraustið aukist þeg- ar það finnur að það ræður við þetta og er betra á þessu sviði en það bjóst við. „Björninn er unninn um leið og fólk byrjar,“ segir hún og að enginn viti hvert námið á endanum leiði nemendur. Símenntun/ „Björninn er unninn um leið og fólk byrjar,“ segir Hallfríður, „enginn veit hvert námið á endanum leiðir nemendur.“ Gunnar Hersveinn hitti hana og Guðbrand Gíslason og ræddi um Simennt.is sem er með á 7. þúsund nemenda á sínum snærum. Netnám er byggðastefna Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hver einstaklingur innan stéttarfélags getur tekið eins mörg námskeið og hann vill án þess að það kosti meira. Hallfríður og Guðbrandur.  Nemendur læknast af tölvu- fóbíunni og sjálfstraustið eykst  Meðalaldur er 48 ár og 70% þeirra eru konur, fæstar vanar tölvum TENGLAR ..................................................... www.simennt.is guhe@mbl.is ÞRETTÁNDA desember hófst í Borgarholts- skóla dreifnám í bókasafnstækni fyrir starfs- fólk bókasafna. Um er að ræða samstarfsverk- efni Borgarholtsskóla og Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða. Verkefnið er styrkt af starfsmenntasjóði félagsmálaráðu- neytis. Alls 30 nemendur eru innritaðir í námið og koma þeir frá öllum fjórðungum landsins. Meðalaldur nemenda er 47 ár, að lang- stærstum hluta konur. Samsetning nem- endahópsins með tilliti til kyns, búsetu og ald- urs er nokkuð athyglisverð þar sem um er að ræða hátækninám í upplýsingaiðnaði. Þjónusta upplýsingamiðstöðva hefur aukist verulega og gjörbreyst með nýrri tækni og nýjum miðlum og þörf er fyrir fagmenntað starfsfólk á fleiri sviðum en áður. Bókasafns- tæknar munu einkum vinna við upplýsinga- öflun og upplýsingamiðlun í fyrirtækjum, bókasöfnum, skjalasöfnum og öðrum upplýs- ingamiðstöðvum og veita ólíkum not- endahópum almenna og sérhæfða þjónustu. Þá vinna þeir við almenna umsýslu tölvubúnaðar, auk þess að viðhalda vefefni og vinna við fram- setningu kynningarefnis fyrirtækja og stofn- ana. Námið er dreifnám með 4–5 staðbundnum lotum á hverri önn. Nemendur taka 33 ein- ingar faggreina í upplýsinga- og fjölmiðlatækni og 20 einingar í sérnámi (bókasafnstækni), eða 53 einingar alls. Almennar bóknámsgreinar eru ekki hluti af dreifnáminu. Nám þetta dreif- ist á 4 mislöng námstímabil (annir) og taka nemendur frá 10 til 20 einingar á hverju tíma- bili. Hluti kennslunnar fer fram í staðbundnu námi um vor og haust. Að sögn Kristjáns Ara Arasonar kennslustjóra hóf Borgarholtsskóli kennslu í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum haustið 2001. Boðið er upp á sérnám í fjöl- miðlatækni og bókasafnstækni og stefnt er að því að taka upp sérnám í veftækni næsta haust. Starfsnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum er nýjung á Íslandi, nýjung sem byggist á gömlum merg iðngreina prentiðnaðarins. Námstíminn er 3 námsár, þar af 4 annir í skóla og 12 mánaða starfsþjálfun á vinnustað. Skóla- námið skiptist í 58 eininga sameiginlegt grunn- nám og 20 eininga sérnám. Með próf af upplýs- inga- og fjölmiðlabraut, sem þreytt er við lok sérnáms í skóla, getur nemandi farið í starfs- þjálfun hjá viðurkenndu fyrirtæki og lokið starfsnámi á sínu sérsviði eða haldið áfram skólanámi á framhaldsskólastigi, t.d. til stúd- entsprófs (u.þ.b. 2 ár) eða lokaprófs í marg- miðlun á listnámsbraut (u.þ.b. 1 ár). Að lokinni starfsþjálfun gangast nemendur í löggiltum iðngreinum undir sveinspróf í viðkomandi iðn eða fagpróf. Menntamálaráðuneytið hefur gef- ið út námskrá í upplýsinga- og fjölmiðlatækni, sbr. námskrárvef menntamálaráðuneytis. Nýtt dreifnám í bókasafnstækni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Alls 30 eru innritaðir í bókasafnstækni í Borgarholtsskóla og koma þeir víða að.  Dæmi um námskeið sem ein- staklingur hefur tekið hjá Simennt- .is: Fjölmenning og fordómar (fél001) Veröldin og við (fél002) Frávik (fél003) Samskipti (fél004) Heilsuvernd á vinnustað (heil01) Líkamsbeiting og vinnutækni (heil02) Heimspeki (heim01) Námstækni (nám01) Windows (töl02) Word (töl03) Excel (töl04) PowerPoint (töl05) FrontPage (töl06) Excel 2 (töl07) Upplýsingasamfélagið (UT001) Umhverfisvernd (vist01) Þokkalega öflug PC-tölva, þ.e. helst 166Mhz eða meira með a.m.k 56Kb mótaldi, sæmilegu hljóðkorti og hátölurum dugar. Windows stýrikerfi, Microsoft Internet Explorer 5 og Windows Media- Player 7.  Umsögn nemanda er hér: „Ég hef lokið við 3 hluta sem eru í boði hjá ykkur: Námstækni, Notum tæknina betur, Heilsuvernd á vinnustað. Það er mjög gaman að geta gert þetta í gegnum tölvuna og mun ég taka fleiri þætti eftir áramótin.“ Námskeið og umsögn Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur unnið markvisst að símennt- unarmálum félagsmanna allt frá því að starfsmenntunarsjóður komst á laggirnar. Í samningunum 1995 var síðan samið um að efla fræðslustarf með gagnkvæman hag stofnunar og starfsmanns í huga og hleyptu aðilar í kjölfar þess af stokkunum námskeiði sem fékk heitið Rekspölur. Námskeiðin taka mið af 4.2. gr. samnings fjármálaráðuneytisins og Starfsmannafélags ríkisstofnana, svo og þeim markmiðum yfirleitt sem sett eru fram í bókun 1. í kjara- samningnum, dags. 12. apríl, 1995, en þar er tilgreint, að efla beri fræðslustarf „með gagnkvæman hag stofnunar og starfsmanna fyrir augum.“ Hagur starfsmanns er skil- greindur þar í grein 2.2-2.3 sem hér segir:  að hafa betra vald á starfi sínu og starfsumhverfi  að auka framtíðarmöguleika á vinnumarkaði  að auka vellíðan og lífsfyllingu í og utan vinnu Hagur stofnunar er skilgreindur sem hér segir:  að geta þróað starfsemi sína og veita betri þjónustu án kostn- aðarauka  að starfsmenn hafi betra vald á starfi sínu og starfsumhverfi  að byggja upp hvetjandi og já- kvæð viðhorf innan stofnunar Rekspölur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.