Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN
60 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
skart og perlur
skólavörðustíg 12
á horni bergstaðastrætis
sími 561 4500
Hin sígildu borðbúnaðarmynstur
EXELENS og PRINSESSAN
KORNELÍUS
BANKASTRÆTI 6 S. 551-8588
VERÐSTRÍÐIÐ sem nú geisar á
íslenskum kjötmarkaði hefur sjálf-
sagt ekki farið framhjá neinum. Al-
menningur nýtur auðvitað góðs af
slagnum meðan á honum stendur og
margir hafa birgt sig vel upp af kjöti.
En því miður hafa þessi ótrúlega
hagstæðu tilboð sínar skuggahliðar.
Ekki þarf klókan reikningsmann til
að sjá að þegar vara er seld í stórum
stíl á verði sem er undir framleiðslu-
kostnaði safnast upp tap sem greiða
þarf síðar meir.
Hverjir tapa mestu?
Þetta er m.a. afleiðing af sam-
þjöppun sem hefur fært mestalla
svína- og kjúklingarækt í landinu yf-
ir í hreinan verksmiðjubúskap sem
kallar á mikla fjárfestingu og fyrir-
greiðslu í bankakerfinu. Nú virðist
komið á daginn að bankarnir hafi of-
metið greiðslugetu stærstu aðilanna
í svínakjöts- og kjúklingaframleiðslu
og grípi til örþrifaráða við að ná til
sín sem mestu af skuldum sem
myndu tapast við gjaldþrot. Að
bankar séu að stórum hluta farnir að
reka afurðastöðvar boðar ekkert
gott, hvorki fyrir framleiðendur né
neytendur.
Það er engin tilviljun að víða hafa
samkeppnisyfirvöld gert athuga-
semdir við það að bankar séu of
tengdir rekstri sláturhúsa og afurða-
stöðva. Hverjir munu tapa mestu á
mörghundruð milljón króna afskrift-
um í þessum búgreinum? Hvað
munu gjaldþrotin kosta landsmenn
og hvernig standa framleiðendur
þegar verðstríðið verður gert upp?
Það er ekki í þágu neytenda að
bankakerfið reki hér í raun gjald-
þrota fyrirtæki og stuðli þannig að
undirboðum á kjötmarkaðnum. Slíkt
er hvorki eðlilegt né sanngjarnt enda
hlýtur það að stórskaða samkeppn-
isstöðu annarra framleiðenda. Neyt-
endur munu svo borga brúsann síðar
meir.
Enginn ber ábyrgð
á svindlinu
Það er alvarlegt mál þegar svo
óeðlileg samkeppni bætist ofan á þau
vandræði sem margir sauðfjár- og
nautgripabændur eru enn að glíma
við eftir gjaldþrot Goða sem síðast
hét Kjötumboðið. Kjötið sem fyrir-
tækið keypti af bændum á lægra
verði til útflutnings fór aldrei úr
landi heldur var því dengt á innan-
landsmarkað sem aftur dró úr sölu á
nýju kjöti nú í haust. Gjaldþrotið er
því enn að skaða greinina ári síðar og
það einkennilega er að enginn virðist
bera ábyrgð á svindlinu með útflutn-
ingskjötið.
Þegar á heildina er litið kallar
þetta allt á endurskoðun þeirrar
hugmyndafræði sem leggur hag-
kvæmni stærðarinnar til grundvall-
ar í landbúnaði. Vinstrihreyfingin –
grænt framboð hefur til þessa varað
við þeirri stefnu sem ýtir undir verk-
smiðjubúskap í flestum greinum og
mun gera það áfram. Það er löngu
kominn tími til að leggja eyrun við sí-
auknum kröfum neytenda í iðnvædd-
um ríkjum um lífræna framleiðslu og
landbúnað í sátt við umhverfið í stað-
inn fyrir verksmiðjubúskap. Við eig-
um vaxtarbrodd á þessu sviði hér á
landi en að honum þarf að hlúa og
fylgja framleiðslunni vel eftir, bæði
innanlands og á erlendum mörkuð-
um.
Hverjir greiða
herkostnaðinn
eftir kjötstríðið?
Eftir Þuríði
Backman
„Kjötið sem
fyrirtækið
keypti af
bændum á
lægra verði
til útflutnings fór aldrei
úr landi.“
Höfundur er alþingismaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
ÖLLUM er ljóst að mikil upp-
bygging hefur verið í Mosfellsbæ
síðustu 8 ár í valdatíð meirihluta B-
og G-lista fólks, eftir mikið stöðn-
unarskeið sjálfstæðismanna 20 árin
þar á undan. Ekki hafði verið gert
við leka skóla né þeir fullkláraðir og
lítið sem ekkert hugsað til framtíð-
ar, hvað þá að þeim hafi dottið það í
hug að einsetning skóla kæmi nokk-
urn tíma til.
Að einsetja skólana í Mosfellsbæ
hefur kostað um 1,3 milljarða og
slíkar fjárfestingar eru greiddar
upp á löngum tíma. Eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga, sem
hefur það hlutverk að fylgjast með
fjármálum allra sveitarfélaga í land-
inu, hefur kynnt sér fjármál og
framtíðarplön bæjarins og hún lagt
blessun sína yfir öll plön í tíð fyrri
meirihluta. Ársreikningar bæjar-
félagsins sýna að skuldir bæjarsjóðs
hafa aukist vegna fjárfestinga og
framkvæmda en að bæjarsjóður
skilaði alltaf góðum afgangi frá
rekstri. Engin sóun hefur verið á
fjármunum, síður en svo. Lesa má í
dagblöðum og tímaritum síðustu
vikur og mánuði að Mosfellsbær
kemst ekki á blað yfir skuldugustu
sveitarfélög landsins. Sannleikurinn
er ætíð sagna bestur og fullyrðing-
um um annað vísa ég til föðurhús-
anna.
Á bæjarstjórnarfundi 4. des. sl.
var lögð fram fjárhagsáætlun Mos-
fellsbæjar fyrir árið 2003 og endur-
skoðuð áætlun fyrir árið sem er að
líða. Í endurskoðaðri áætlun má lesa
að rekstrarútkoma seinni hluta
þessa árs í valdatíð þessara „fjár-
málasnillinga“ hefur versnað um
140 milljónir. Ekki er það fyrri
meirihluti sem stýrði bæjarfélaginu
á þeim tíma.
Áætlunin fyrir árið 2003 er frum-
raun nýs meirihluta sjálfstæðis-
manna sem tók við í vor. Áætlunin
veldur mér miklum vonbrigðum og
er mjög fálmkennd og ómarkviss,
uppfull af miklum hækkunum á íbúa
bæjarins, en í kosningabaráttunni
sögðust sjálfstæðismenn myndu
endurskipuleggja og gæta aðhalds í
rekstri. Álögum yrði stillt í hóf.
Hverjar eru efndirnar? Álögunum
er stillt í hvílíkt óhóf sem sjá má hér
að neðan:
Íslandsmet í hækkunum hef ég
nefnt þetta og gæti hugsanlega ver-
ið Evrópumet.
Þessar álögur bitna á öllum en
allra mest á barnafjölskyldum og
má áætla að hjón, sem eiga 4 til 5
herbergja íbúð og eru með 2 börn á
leikskólaaldri og 1 barn í grunn-
skóla, þurfi að greiða nálægt
200.000 krónum meira á næsta ári.
Brúttólaunin þurfa að vera um
30.000 krónum meiri pr. mánuð til
að mæta þessum hækkunum. Það
hefur aldrei verið meiningin að
greiða skuldir bæjarins upp á ógn-
arhraða og hvað þá að efnalitlar
barnafjölskyldur taki það að sér. Er
nýr meirihluti farinn á taugum? Er
verkefnið þeim ofviða? Svona spurn-
ingar koma upp í huga manns.
Það er þokkalegur jólaglaðningur
sem núverandi meirihluti sendir
bæjarbúum eða hitt þó heldur.
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár og
þökk fyrir það liðna.
Hækkanaskriða sjálfstæð-
ismanna í Mosfellsbæ
Eftir Þröst
Karlsson
Höfundur er bæjarfulltrúi B-listans.
„Þessar
álögur bitna
á öllum en
allra mest á
barna-
fjölskyldum.“
ÁKVÖRÐUN miðstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins um að fjalla ekki efn-
islega um gildi prófkjörs í Norðvest-
urkjördæmi byggist á fremur
ósannfærandi lögfræðilegum for-
sendum. Afstaða miðstjórnar bygg-
ist á því að hún sé einungis bær til að
fjalla efnislega um gildi prófkjörsins
ef um ágreining hefði verið að ræða
innan kjördæmisráðs Norðvestur-
kjördæmis um framkvæmd próf-
kjörsins. Þar sem ekki hafi verið
ágreiningur um það innan kjördæm-
isráðsins sé miðstjórnin ekki vald-
bær um að fjalla um gildi prófkjörs-
ins. Því skuli niðurstaða þess standa
óbreytt.
Nú er það ágreiningslaust að próf-
kjörsreglur flokksins voru þver-
brotnar við framkvæmd utankjör-
staðakosningar í prófkjörinu. Í
reglunum segir að kjörnefnd sé
heimilt að ákveða að kjósa skuli utan
kjörfundar á sérstökum kjörstað
(kjörstöðum) innan eða utan kjör-
dæmis, sem hún hefur opinn í þessu
skyni.
Sú aðgerð að bera kjörgögn út á
götu, í heimili, stofnanir og jafnvel
báta til að sækja utankjörstaða at-
kvæði var stórfellt brot á reglunum
og varð prófkjörið af þessum ástæð-
um ógilt.
Á fundi sínum 13. nóvember sl.
ákváðu kjördæmisnefnd og -ráð
Norðvesturkjördæmis að láta niður-
stöðu prófkjörsins standa óbreytta.
Sú ákvörðun er ámælisverð í ljósi
þess að upplýst var á þeim tíma að
reglur prófkjörsins höfðu verið þver-
brotnar. Kjördæmisráðinu bar, sem
æðstu stofnun í kjördæminu, að
ógilda prófkjörið enda ekki á vald-
sviði kjördæmisráðsins, frekar en
annarra stofnana flokksins, að líta
framhjá augljósum brotum á reglum
um val á framboðslista flokksins.
Með bréfi 17. nóvember skutu fé-
lagar í fulltrúaráðum sjálfstæðis-
félaganna í Húnavatnssýslum og
Skagafirði framangreindri ákvörðun
kjörnefndar og -ráðs til miðstjórnar
flokksins, með því að óska eftir því
að miðstjórnin kvæði upp úr um
hvaða áhrif annmarkar á fram-
kvæmd nefnds prófkjörs hefðu á
gildi þess.
Í ljósi þessa aðdraganda vekur
það furðu af hverju miðstjórnin tók
ekki af skarið og ógilti prófkjörið, í
stað þess að túlka valdsvið sitt svo
þröngt sem raun ber vitni; að mið-
stjórn gæti einungis fjallað um
ákvarðanir kjördæmisráðs ef ágrein-
ingur væri uppi innn ráðsins um
framkvæmd prófkjörs.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
hefur, samkvæmt skipulags- og próf-
kjörsreglum, víðtæku eftirlitshlut-
verki að gegna með því að löglega sé
staðið að málum í flokksstarfinu. Af
þeim sökum hvíldi sú skylda á mið-
stjórn flokksins að leiðrétta mistök
kjördæmisráðsins og ógilda próf-
kjörið tafarlaust, í kjölfar málskots
Húnvetninga og Skagfirðinga. Þó
stjórn kjördæmisráðsins væri ein-
huga um að gera mistök þá upphefur
það hvorki vald né ábyrgð miðstjórn-
ar til að hlutast til um að löglega sé
staðið að prófkjörsmálum í kjör-
dæminu.
Að vísu má lesa út úr ákvörðun
miðstjórnar að hún muni geyma sér
rétt til þess að taka afstöðu til próf-
kjörsins þegar kjördæmisráð Norð-
vesturkjördæmis leggur fram tillögu
sína að framboðslista. Sú afstaða
staðfestir að miðstjórnin telji sig í
reynd hafa vald til að fjalla um málið
af sjálfsdáðum þó að ekki sé ágrein-
ingi til að dreifa innan kjördæmis-
ráðsins. Og þegar svo háttar til má
spyrja hví miðstjórnin hafi ekki
höggvið á þennan gordíonshnút
strax og færi gafst?
Það er í reynd fráleitt að menn séu
að gera sig líklega til að leggja upp
með framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi sem
byggist á prófkjöri sem ekki uppfyll-
ir reglur flokksins um val á fram-
bjóðendum. Það er auðvitað gott og
gilt að breyta reglum nú til að forða
frekari prófkjörum af þessu tagi. En
það breytir ekki því að ákvarðanir
flokksins um val á frambjóðendum
verða skilyrðislaust að lúta þeim lýð-
ræðislegu leikreglum sem flokkur-
inn hefur komið á hverju sinni. Jafn-
framt verða stofnanir flokksins að
sýna, svo ekki fari milli mála, að þær
standi vörð um þessar reglur. Ella er
lýðræðinu ógnað.
Leikreglur
lýðræðisins
Eftir Hróbjart
Jónatansson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
„… vekur
það furðu af
hverju mið-
stjórnin tók
ekki af skar-
ið og ógilti prófkjörið, í
stað þess að túlka vald-
svið sitt svo þröngt sem
raun ber vitni …“
C vítamín 400 mg
með sólberjabragði
Bragðgóðar tuggutöflur.
Eflir varnir.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum
Mörkinni 3, sími 568 7477
www.virka.is
Opið til kl. 18 alla daga nema sun. til jóla,
Þorláksmessu 10-20, aðfangadag 10-12.
Samkvæmisefni
gífurlegt úrval
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.