Morgunblaðið - 21.12.2002, Side 16

Morgunblaðið - 21.12.2002, Side 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirtæki og stofnanir. Sjáum um pökkun og útsendingar - magnafsláttur. Dalvegi 2, Kópavogi, Sími 564 2000 Við hliðina á vínbúðinni Gjafaumbúðir fyrir vínflöskur. Öskjur, pokar, bögglarósir og borðar. ERLENT KENNARI í Donetsk í Úkraínu hell- ir köldu vatni yfir einn af nem- endum sínum í snjónum fyrir utan leikfimisalinn í gær, félagar hans bíða spenntir. Hitastigið var mínus tíu gráður á Celcius. Margra alda hefð er fyrir ísköldum böðum í land- inu en þau eru talin bæta heilsuna. Reuters Meiriháttar! Brrr! BANDARÍSKI þingmaðurinn Trent Lott tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér sem leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni. Ástæða afsagnarinnar er sú harða gagnrýni sem Lott hefur sætt und- anfarið vegna ummæla er hann lét falla og túlkuð hafa verið sem kyn- þáttahatur. Lott ætlar að sitja áfram á þingi. George W. Bush for- seti kvaðst í gær „virða“ afsögn Lotts. Í hófi, sem haldið var fyrir nokkru til heiðurs öldungadeildar- þingmanninum Strom Thurmond 100 ára, sagði Lott, að hann hefði kosið Thurmond í forsetakosning- unum 1948 og að ef aðrir hefðu far- ið að hans dæmi, „hefðum við ekki búið við öll þessi vandræði síðan“. Eitt helsta stefnumál Thur- monds á þessum tíma var aðskiln- aður kynþátt- anna. Lott hefur margsinnis beð- ist afsökunar á ummælunum en það virðist litlu hafa breytt fyrir hann. Bush forseti átaldi Lott og um- mæli hans harðlega fyrir nokkrum dögum án þess að segja neitt um hugsanlega afsögn hans en ljóst var, að forsetinn ætlaði ekki að koma Lott til hjálpar á neinn hátt. Lott segir af sér Trent Lott FARÞEGUM í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði um 8,5% í nóvember, miðað við sama tíma í fyrra. Þó fjölg- aði farþegum til og frá Íslandi, eða um 6,6%. Farþegum sem millilentu í Keflavík á leið sinni yfir Atlantshafið fækkaði um tæplega 30%. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að líkt og á undanförnum mán- uðum hafi samsetning farþegahóps- ins verið hagkvæmari en á síðasta ári. Eitt af meginmarkmiðum í rekstri félagsins á þessu ári sé að draga úr hlutfalli farþega sem séu á leið yfir hafið en auka hlutfall þeirra sem ferðist til og frá Íslandi. „Í nóvember voru farþegar á leið- um til og frá Íslandi 68% af heild- arfjölda farþega. Í nóvember í fyrra var þetta hlutfall 59%. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru farþegar á leið- um til og frá landinu 61% en á sama tímabili í fyrra var þetta hlutfall 52%. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði Farþegum sem áttu erindi til Ís- lands eða frá Íslandi fjölgaði um 6,6% í nóvember, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland í vélum Flugleiða fækkaði um 29,8%. Farþegum í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði í heild um 8,5% í nóv- ember í samanburði við sama mánuð á síðasta ári. Þeir voru 65.833 nú en voru 71.946 í nóvember 2001. Far- þegum á almennu farrými fækkaði um 10,1% en á viðskiptafarrými fjölgaði farþegum um 9,9%. Í nóvember minnkaði sætafram- boð Flugleiða um 7,6% og salan um 11,8%, sem leiddi til þess að sætanýt- ing var í mánuðinum 2,8 prósentu- stigum lakari en í nóvember 2001. Hún var 58,5% í nóvember í ár en 61,4% á síðasta ári. Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, fjölgaði í nóvember um 15,4%, úr 19.144 farþegum í fyrra í 21.886 í ár, og sætanýting félagsins jókst um 3,3 prósentustig. Flugleiðir drógu framboð í heild saman um 15,3% á fyrstu ellefu mán- uðum 2002 en farþegum til og frá Ís- landi hefur fjölgað um 2,1%. Fækk- unin hefur öll orðið meðal farþega á leiðum yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi eða um 27,9%. Í heild fækkaði farþegum í millilanda- flugi Flugleiða á fyrstu ellefu mán- uðum ársins úr rúmlega 1,288 millj- ónum í fyrra í tæplega 1,132 milljónir í ár eða um 12,2%. Sætanýting batnar aðeins Sætanýting hefur í heild batnað um 0,6%. Sætanýting hjá Flugfélagi Íslands hefur batnað um 5,9 pró- sentustig fyrstu ellefu mánuði árs- ins. Hjá Flugleiðum-Frakt voru flutningar í nóvember 4,8% minni en á fyrra ári og fyrstu ellefu mánuðina er þessi samdráttur 13,1%,“ segir í tilkynningu frá Flugleiðum.               ++++,++, + + ++" ++++,++, + +"    -./0-.. -120.34 50 0                        50 0    -660776 //80378              ! "                     # $  % & +++, +!+ +9 +++, +!+  ( 9 108110763 .-0//3    104360212 .20237 #' %     +++ +: !  +++ * +: !   ( 203820187 /067.0467         ( 204460--3 /01/-08-6 Farþegum fækkaði í nóvember ● BAUGUR Group hf. hefur selt Ís- landsbanka hf. eigin hlutabréf að nafnverði 7.783.314 krónur. Ís- landsbanki afhenti Baugi í staðinn hlutabréf í Lyfju hf. að nafnverði 796.552 krónur. Eigin bréf Baugs Group eftir viðskiptin nema 8.930.568 krónum að nafnverði. Lokaverð hlutabréfa í Baugi Group í Kauphöll Íslands í gær var 10,70. Miðað við það hafa viðskiptin numið um 83 milljónum króna. Eigendur Lyfju eru Baugur Group, Ingi Guð- jónsson og Róbert Melax. Þeir Ingi og Róbert stofnuðu fyrirtækið árið 1996. Sama ár stofnaði Jóhannes Jónsson í Bónus fyrirtækið Lyfjabúðir ehf. ásamt Guðmundi Reykjalín, við- skiptafræðingi, og þremur lyfjafræð- ingum. Lyfja og Lyfjabúðir samein- uðust í desember 2000 undir merkjum Lyfju. Eftir sameininguna átti Baugur 55% hlutafjár í samein- uðu félagi og þeir Ingi og Róbert 45%. Baugur selur eigin bréf og kaupir í Lyfju ● BAUGUR-ID hefur fest kaup á 2,95% hlut í bresku verslunarkeðj- unni Somerfield, sem á og rekur mat- vöruverslanir undir nöfnum Somer- field og Kwik Save. Fyrir á Baugur-ID um 19% hlut í bresku verslunarkeðj- unni Big Food og um 8% hlut í bresku verslunarkeðjunni House of Fraser. Í tilkynningu frá Baugi-ID kemur fram að kaupin séu í samræmi við þá stefnumótun félagsins að fjárfesta í arðbærum verslunarfyrirtækjum. Somerfield er skráð í kauphöllinni í London og er markaðverð þess ná- lægt 50 milljörðum króna. Verðmæti hlutar Baugs er samkvæmt því um 11⁄2 milljarður króna. Verslanir Som- erfield eru 1.300 og hjá fyrirtækinu starfa yfir 59 þúsund manns. Hagn- aður fyrirtækisins á síðasta fjárhags- ári nam 28,8 milljónum punda, sem svarar til um 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Baugur kaupir 2,95% í breskri verslunarkeðju ● FASTEIGNAFÉLAGIÐ Stoðir hf. hef- ur keypt 3,4% af hlutafé Baugs Group hf. fyrir um 900 milljónir króna. Stoðir gerðu síðastliðinn mánudag tilboð í 7% hlutafjár í Baugi. Var tilboðið með þeim hætti að hverjum hluthafa bauðst að selja 7% af hlut sínum til Stoða. Þar sem 48% hluthafa tóku til- boðinu eignuðust Stoðir 3,4% hluta- fjárins. Í tilkynningu sem Stoðir sendu frá sér á mánudag kom fram að félag- ið stefndi að því að eignast 7% hlut í Baugi. Jónas Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri Stoða segir að engin ákvörðun liggi fyrir um framhaldið, þ.e. hvort Stoðir muni halda kaupum áfram og þá með hvaða hætti. Stoðir kaupa 3,4% í Baugi ● BÚNAÐARBANKI Íslands hefur ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra útlána um 0,50 prósentustig. Lækk- un innlánsvaxta verður á bilinu 0–0,5 prósentustig, mismunandi eftir ein- stökum innlánsformum bankans. Þessar breytingar á vaxtakjörum Bún- aðarbankans eru í kjölfar ákvörðunar bankastjórnar Seðlabankans nýverið um lækkun stýrivaxta um 0,50 pró- sentustig. Breytingarnar taka gildi í dag. Búnaðarbankinn hefur einnig ákveðið að lækka verðtryggð útlána- kjör um 0,3 prósentustig. Kjör verð- tryggðra innlánsreikninga lækka með sambærilegum hætti. Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra útlána í dag um 0,50–0,60 prósentustig. Lækkun óverðtryggðra innlánsvaxta verður á bilinu 0–0,50 prósentustig, mismun- andi eftir innlánsformum. Einnig hafa Sparisjóðirnir ákveðið að lækka vexti verðtryggðra útlána um 0,05 pró- sentustig. Vextir verðtryggðra innlána lækka samsvarandi. Vextir lífeyr- issparnaðarreiknings Sparisjóðsins, reglubundinna áskriftarreikninga og orlofsreikninga verða óbreyttir. Búnaðarbanki og sparisjóðir lækka vexti HELSTU verðbréfafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa samþykkt að greiða nær milljarð dollara, um 80 milljarða króna, í sekt til að binda enda á rannsókn á því hvort þau hafi ráðlagt fjárfestum að kaupa varasöm bréf og hyglað sumum viðskiptamönnum með óeðlilegum hætti, að sögn dag- blaðsins The New York Times í gær. Verðbréfafyrirtækin eru sögð hafa gætt hagsmuna stórfyr- irtækja fremur en almennra fjár- festa. Viðræður hafa staðið um þessi mál í fimm mánuði milli fyrirtækj- anna, en meðal þeirra eru Morgan Stanley og Goldman Sachs, og fjármálaeftirlitsins bandaríska. Er tilefnið ekki síst verðhrun bréfa í mörgum stórfyrirtækjum undanfarin ár, fjármálahneyksli og stór gjaldþrot. Hluta sektarfjárins verður var- ið til þess næstu fimm árin að kaupa niðurstöður rannsókna óháðra verðbréfasérfræðinga og verður upplýsingunum síðan dreift til fjárfesta. Einnig er markmiðið að vernda sérfræðinga í greiningu hlutabréfa fyrir þrýst- ingi ráðamanna í verðbréfafyrir- tækjum. Þeir eru stundum sagðir þvinga greiningardeildir sínar til að fegra um of sum bréf til að þóknast aðilum sem endurgjalda greiðann með því að kaupa þjón- ustu hjá fjárfestingalánadeild verðbréfafyrirtækisins í staðinn, að sögn fréttavefjar BBC. Sekt vegna vondra ráða til fjárfesta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.