Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FISKAFLI íslenskra skipa á árinu
2002 er áætlaður 2.126 þúsund tonn.
Það er næstmesti afli sem íslensk
skip hafa veitt á einu ári. Aðeins á
metárinu 1997 var aflinn meiri en þá
var aflinn 2.199 þúsund lestir. Mikill
afli uppsjávartegunda, einkum loðnu
og kolmunna, skýrir mikinn afla á
árinu 2002.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskistofu var þorskaflinn á síðasta
ári 28 þúsund tonnum minni en 2001
eða alls 206 þúsund tonn. Afli flestra
annarra botnfisktegunda jókst hins
vegar umtalsvert frá fyrra ári.
Þannig jókst ýsuaflinn um 10 þús-
und tonn, varð alls 50 þúsund tonn,
ufsaaflinn varð 43 þúsund tonn sem
er 11 þúsund tonna aukning og
karfaaflinn jókst um 17 þúsund
tonn, varð alls 67 þúsund tonn á síð-
asta ári. Afli uppsjávartegunda var
mikill á árinu 2002 eða 1.589 þúsund
tonn sem er 122 þúsund tonnum
meiri afli en árið áður. Loðnuaflinn
fór yfir eina milljón tonna en var 924
þúsund tonn árið 2001. Rækjuaflinn
2002 var 34 þúsund tonn og hefur
minnkað umtalsvert frá miðjum tí-
unda áratug síðustu aldar en þá náði
rækjuaflinn hámarki 1997, þegar
aflinn var 82 þúsund tonn. Hörpu-
diskafli dróst saman um 2 þúsund
tonn milli ára, varð alls 5 þúsund
tonn. Humarafli jókst um 1 þúsund
tonn. Skel- og krabbaafli jókst í
heild um 7 þúsund tonn á milli ára,
varð alls um 54 þúsund tonn í fyrra.
Rækjukvóti á Flæmingja-
grunni náðist ekki
Aflamark í Norður-Íshafsþorski,
úthafskarfa, norsk-íslenskri síld,
kolmunna og rækju af Flæmingja-
grunni miðast við almanaksár. Þeg-
ar aflaheimildir tegundanna eru
bornar saman við aflann kemur í
ljós að íslenskum skipum tókst í
flestum tilvikum að veiða upp leyfð-
an heildarafla á árinu 2002. Kol-
munnaaflinn varð 286 þúsund tonn
eða 4 þúsund tonn umfram aflamark
en það skýrist af afla sem veiddist
áður en kolmunni var settur undir
aflamark í fyrsta sinn 17. mars 2002.
Rækjuaflamark á Flæmingjagrunni
veiddist ekki upp á árinu 2002 frek-
ar en árið áður, kvótinn er 9 þúsund
tonn en aflinn varð alls 5 þúsund
tonn.
!
!
!
!
!
!
"#
$
%&&#
'(#
')"
""
Annað mesta
aflaárið til þessa
Heildarafli íslenskra fiskiskipa um
2.126 þúsund tonn á síðasta ári
LANDSBANKINN spáir 0,4%
hækkun vísitölu neysluverðs milli
desember og janúar, að því er
fram kemur í frétt frá bank-
anum. Í fréttinni segir að verð-
hækkun sé að jafnaði töluverð í
janúar þar sem ýmis gjöld
hækka í upphafi nýs árs. „Í fyrra
hækkaði vísitala neysluverðs um
0,9% í janúar. Gangi þessi spá
eftir mælist verðhækkun innan
ársins 2002 einungis 1,5% sam-
anborið við 9,4% innan ársins
2001.“
Helstu forsendur spár bankans
er hækkun bensínverðs í byrjun
árs, hækkun leikskólagjalda og
hækkun á mjólkurvörum m.a.
Einnig er í spánni gert ráð fyrir
hækkun húsnæðisverðs. Á móti
þessum hækkunum vega áhrif af
útsölum sem á undanförnum ár-
um hafa byrjað æ fyrr að því er
segir í fréttinni.
Vísitala neysluverðs
Landsbankinn
spáir 0,4% hækkun
ÚTGERÐ kvótalítilla og kvóta-
lausra báta getur ekki staðið undir
sér nema með brotum á ákvæðum
kjarasamninga sjó-
manna og útvegs-
manna, að mati
Vélstjórafélags Ís-
lands. Félagið skor-
ar á stjórnvöld að
grípa nú þegar í
taumana og stöðva
viðstöðulaust fram-
sal veiðiheimilda til kvótalausra og
kvótalítilla útgerðarmanna.
Í álytkun aðalfundar Vélstjóra-
félags Íslands, sem haldinn var
fyrir skömmu, segir að útgerð
kvótalítilla og kvótalausra báta sé í
raun niðurgreidd af einstökum sjó-
mönnum sem á sama tíma und-
irbjóði aðra sjómenn á ólögmætan
hátt sem hafi neitað að taka þátt í
slíkum lögbrotum. Þá liggi fyrir að
fjöldinn allur af útgerðarmönnum
sem stundi slíka atvinnustarfsemi
hafi á síðustu misserum orðið
gjaldþrota með tilheyrandi skaða
fyrir þjóðfélagið.
Í ályktun sinni bendir fundurinn
á að stöðug fækkun hafi orðið í
röðum farmanna síðustu árin og að
farskipaútgerðirnar hafi í æ ríkara
mæli leigt til sín farskip á tíma-
leigu með erlendum áhöfnum til
siglinga til og frá
landinu. Í ályktun-
inni segir að sú
reynsla og þekking
sem farmannastétt-
in búi yfir hverfi úr
landi þar sem sí-
fellt fleiri sjómenn
frá laglaunasvæð-
unum sinna nú farmennsku í þágu
Íslendinga. Af þeim sökum skoraði
fundurinn á stjórnvöld að unnið
verði að lagabreytingum í þá veru
að á farskipum sem haldið sé til
áætlunarsiglinga innan Evrópu af
íslenskum útgerðum eða útgerðum
á þeirra vegum, skuli um launa-
kjör skipverja fara samkvæmt lög-
um og kjarasamningum einhvers
þess ríkis sem skipið hefur við-
komu í.
Fundurinn skoraði ennfremur á
stjórnvöld að tryggja Landhelg-
isgæslunni strax það fjármagn
sem henni er nauðsynlegt til þess
að gegna lagalegum skyldum sín-
um, þ.e. að tryggja öryggi sjó-
manna á hafi úti eins og kostur er.
Kvótaframsal
verði stöðvað
VFSÍ segir útgerðir kvótalítilla
skipa brjóta kjarasamninga
VERÐ á samheitalyfjum hefur
hækkað nærri tvöfalt meira en verð
á frumlyfjum í Bandaríkjunum að
undanförnu. Þróunin í þessa átt
hefur staðið yfir frá því á árinu
2001. Þetta hefur gerst þrátt fyrir
að stjórnvöld hafi hvatt landsmenn
til að velja frekar samheitalyf en
frumlyf, til að draga úr lyfjakostn-
aði. Frá þessu var greint í New
York Times fyrir nokkru. Þar segir
að gert sé ráð fyrir að þessi þróun
haldi áfram á næstu árum því
einkaréttur frumlyfjaframleiðenda
á nokkuð mörgum vinsælum lyfjum
muni renna út og samheitalyfja-
framleiðendur geti því sótt um
skráningu á lyfjum sínum.
Einkaréttur á mörgum
frumlyfjum að renna út
NYT segir að ástæðuna fyrir
meiri hækkun á verði samheitalyfja
en frumlyfja megi í fyrsta lagi
rekja til þess hve einkaréttur á
mörgum frumlyfjum hafi runnið út
að undanförnu en verð á samheita-
lyfjum sé alla jafna töluvert hærra
fyrst eftir skráningu. Þá hafi dreg-
ið úr samkeppni á samheitalyfja-
markaði vegna sameiningar fyrir-
tækja í þeim geira. Þessu til
viðbótar skipti einnig máli að smá-
salar hafi fundið að þeir geti hagn-
ast meira á sölu samheitalyfja en
frumlyfja en samt boðið lægra
verð.
Hækkun á verði samheitalyfja
kemur í kjölfar tillögu ríkisstjórnar
Bush Bandaríkjaforseta um breyt-
ingar á reglugerð sem er ætlað að
torvelda framleiðendum frumlyfja
að koma í veg fyrir skráningu sam-
heitalyfja í Bandaríkjunum. Í
reglugerðardrögunum er kveðið á
um að loka ákveðnum ákvæðum í
núverandi skráningarferli sam-
heitalyfja, sem snúa að því hvernig
málaferlum frumlyfjaframleiðenda
gegn samheitalyfjafyrirtækjum er
háttað. Bandaríska lyfjaeftirlitið,
Food and Drug Administration,
fær samkvæmt tillögunum nýtt
tæki til að flýta skráningu sam-
heitalyfja.
Meðalverð á samheitalyfjum
hækkaði um 15% í Bandaríkjunum
á fyrstu tíu mánuðum ársins 2002 í
samanburði við sama tímabil árið
áður, úr 12,79 Bandaríkjadölum í
14,70 dali. Á sama tíma hækkaði
verð á frumlyfjum um 8,8%, úr
70,79 dölum í 77,02 dali.
Þrátt fyrir mikla hækkun á verði
samheitalyfja er kostnaður banda-
rískra neytenda vegna þeirra tölu-
vert lægri en vegna frumlyfja. Á
fyrstu tíu mánuðum ársins 2002
greiddu neytendur samtals 19,4
milljarða Bandaríkjadala fyrir sam-
heitalyf, jafnvirði um 1.600 millj-
arða íslenskra króna. Á sama tíma
greiddu þeir hins vegar 98,6 millj-
arða dala fyrir frumlyf, um 8.160
milljarða íslenskra króna. NYT
segir að nærri helmingur af öllum
lyfseðlum í Bandaríkjunum á þess-
um tíma hafi verið fyrir samheita-
lyf. Þá segir blaðið að sérfræðingar
geri ráð fyrir að um tveir af hverj-
um þremur lyfseðlum verði fyrir
samheitalyf eftir tvö ár þrátt fyrir
að verð á þeim hækki hratt.
Minni hagnaður neytenda
Fram kemur í greininni í NYT,
að allir sem komi að framleiðslu
samheitalyfja, jafnt framleiðendur
sem apótek, hagnist áður en lyfin
nái til neytenda. Haft er eftir Ron-
ald F. Pollack, framkvæmdastjóra
Families U.S.A., sem eru neytenda-
samtök, að þó neytendur hagnist á
því að versla frekar samheitalyf en
frumlyf, þá hafi hagnaður þeirra
oft verið töluvert minni en efni hafi
staðið til. Í sama streng tekur Vir-
en Mehte hjá lyfjaráðgjafarfyrir-
tækinu Mehte Partners.
Samheitalyf hækka í
verði í Bandaríkjunum
Tvöfalt meiri
verðhækkun
en á frumlyfjum
UNDIRBÚNINGUR að sölu á
Búnaðarbankanum stendur yfir og
áform sem kynnt hafa verið um að
ganga frá sölunni 21. þessa mán-
aðar eru óbreytt, samkvæmt upp-
lýsingum frá framkvæmdanefnd
um einkavæðingu og S-hópnum,
sem ríkið hefur gert samkomulag
við um að kaupa bankann.
S-hópurinn samanstendur af
Eglu ehf., Samvinnulífeyrissjóðn-
um og Vátryggingafélagi Íslands
hf., en Egla er í eigu Eignarhalds-
félagsins Samvinnutrygginga og
Kers hf. auk þess sem ein eða fleiri
erlendar fjármálastofnanir munu
eiga aðild að félaginu. Ekki hefur
fengist gefið upp hver eða hverjar
þessar erlendu fjármálastofnanir
verða.
Samkomulagið sem gert hefur
verið við S-hópinn hljóðar upp á
sölu á 45,8% hlut í Búnaðarbank-
anum og mun ríkið eftir söluna
eiga 9% í bankanum. Söluverðið er
rúmlega 11,9 milljarðar króna og
afhending hlutabréfa og greiðslu
verður tvískipt, 27,48% við undir-
ritun og 18,32% eigi síðar en 20.
desember á þessu ári. Núvirt með-
algengi hlutabréfa í viðskiptunum
er 4,81. Síðasta lokagengi fyrir ára-
mót var 4,60.
Stefnt að sölu Búnaðar-
bankans 21. þessa mánaðar