Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 23
GRAFARHOLT
útboð á byggingarrétti fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús
Auglýst er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á eftirtöldum lóðum í Grafarholti:
• Fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús (12 – 52 íbúðir pr. lóð)
• Níu lóðir fyrir raðhús (3 – 5 íbúðir pr. lóð)
• Fimm lóðir fyrir parhús (tvær íbúðir pr. lóð).
Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og fyrirtækja. Hæstbjóðandi þarf að vera
reiðubúinn að leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjármögnun fram-
kvæmda við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða verður tekin til tilboðs hans.
Kauptilboðum skal skila til skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir klukkan
16:00 þriðjudaginn 7. janúar 2003. Tilboðin verða opnuð í Skúlatúni 2, 5. hæð, sama dag
klukkan 16:10 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Kauptilboðum skal skila í lokuðum umslögum, merktum „Grafarholt - kauptilboð”.
Tilboðseyðublöð, útboðsreglur og skipulagsskilmálar fást á skrifstofu borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2, 3. hæð. Einnig er hægt að nálgast tilboðseyðublað og útboðsreglur og nánari
upplýsingar um lóðirnar á heimasíðu borgarverkfræðings (www.rvk.is/bv) undir mála-
flokknum „Lóðir”. Brýnt er fyrir bjóðendum að kynna sér gögnin rækilega.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2310.
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík
Reykjavíkurborg • Umhverfis- og tæknisvið
Skrifstofa borgarverkfræðings
HIMINNINN logaði í bókstaflegri
merkingu á gamlárskvöld þegar íbú-
ar á höfuðborgarsvæðinu kveiktu í
flugeldum og blysum um miðnætti
og kvöddu gamla árið með stæl.
Alls voru haldnar brennur á
sautján stöðum á gamlárskvöld víðs-
vegar um höfuðborgarsvæðið og fór
brennuhald alls staðar vel fram, að
sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis-
ins. Slökkviliðið sinnti fjórtán útköll-
um á gamlárskvöld, þar af voru þrjú
útköll í heimahúsum vegna flugelda
sem rötuðu inn um glugga. Í öllum
tilvikum hlutust af minniháttar
brunaskemmdir.
Á nýársdag var slökkviliðið tíu
sinnum kallað út vegna elda, mest
var um að kveikt hefði verið í rusli á
víðavangi eða í ruslagámum.
Að mati slökkviliðsins voru ára-
mótin frekar róleg og svipuð og í
fyrra.
Lögreglumönum á höfuðborgar-
svæðinu ber saman um að áramótin
hafi verið ákaflega friðsæl og engin
meiriháttar mál komið upp. Nokkrar
líkamsárásir voru þó kærðar til lög-
reglu og eitthvað var um að
skemmdarvargar notuðu flugelda til
að vinna spellvirki.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, segir að erill hjá
lögreglu hafi ekki verið meiri en um
„venjulega helgi“. Frá klukkan 18 á
gamlársdag til klukkan níu á nýárs-
dag voru sjö slys bókuð hjá lögreglu,
öll minniháttar. Á sama tíma sinnti
lögreglan 23 verkefnum vegna flug-
elda.
Friðrik Sigurbergsson, læknir á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi,
segir að engin meiriháttar óhöpp
hafi orðið vegna flugeldanotkunar
um áramótin. Nokkrir hlutu þó
áverka við augu en þeir brunar voru
ekki verulegir. Flest slysin urðu
vegna ýmiskonar fikts við flugelda.
Mjög góð sala í flugeldum
Valgeir Elíasson, upplýsinga- og
kynningarfulltrúi hjá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg, segir sölu á
flugeldum hafa verið mjög góða fyrir
þessi áramót og síst minni en í fyrra.
Þá voru flutt inn 300 tonn af flug-
eldum eða svipað magn og fyrir þessi
áramót. Valgeir áætlar að það sé um
helmingur af því magni sem flutt er
inn fyrir hver áramót.
Hann minnir á að þetta séu önnur
áramótin í röð þar sem engar til-
kynningar berast um alvarleg slys á
augum sem rekja megi til flugelda-
notkunar.
Landsbjörg hefur á tveimur árum
dreift 130.000 hlífðargleraugum með
flugeldum. Valgeir segir að tekist
hafi að skapa hefð sem geri gleraug-
un jafn sjálfsögð og flugeldana.
Friðsæl og óhappalítil áramót
Nýju ári fagn-
að með flug-
eldaskotum
Höfuðborgarsvæðið
www.nowfoods.com
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
frá okt.-apríl Orator, félag laganema