Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 31
Morgunblaðið/Árni Torfason
Le Grand Tangó heldur tangótónleika ásamt Agli Ólafssyni í Salnum annað kvöld.
EGILL Ólafsson kemur fram ásamt
hljómsveitinni Le Grand Tangó á Tí-
brártónleikum í Salnum á morgun.
Verður þar flutt fjölbreytt tangótón-
list, bæði argentínsk lög frá gullald-
artíma tangótónlistarinnar í Argent-
ínu á fjórða og fimmta áratug síðustu
aldar og úr smiðju Astors Piazzolla,
sem og frumsamin tangólög eftir Egil
Ólafsson og Olivier Manoury, band-
oneonleikara og stofnenda Le Grand
Tangó. Olivier hefur jafnframt útsett
öll lög efnisskrárinnar fyrir hljóm-
sveitina, utan eitt, sem Ríkarður Örn
Pálsson hefur útsett.
Dramatísk og angurvær lög
Samstarf Egils við Le Grand
Tangó hófst með tónleikum sem voru
hluti af Kammertónleikum á Kirkju-
bæjarklaustri sumarið 2001 og hlutu
þeir mikla aðsókn. Gefst áheyrendum
nú tækifæri til að heyra svipaða efnis-
skrá flutta í Kópavogi. „Við fórum þá
út í ævintýri sem við vissum ekki
hvernig myndi ganga upp. En svo
gekk samstarfið mjög vel og útkoman
var svona skemmtileg,“ segir Edda
Erlendsdóttir píanóleikari hljóm-
sveitarinnar. Samvinnan þykir hafa
tekist svo vel, að hópurinn vinnur um
þessar mundir að gerð geisladisks
sem ráðgert er að komi út hjá Eddu –
miðlun og útgáfu á þessu ári. „Það er
svo gaman að vinna með Agli því hann
kemur auðvitað með nýja reynslu inn
í þennan hóp, úr dægurlagaheimin-
um,“ bætir Edda við. „Við hin í hljóm-
sveitinni höfum aftur á móti annan
bakgrunn, Olivier út tangóheiminum
og við hinir hljóðfæraleikararnir úr
klassíska geiranum.“
Ásamt því að syngja með hljóm-
sveitinni hefur Egill einnig samið tvö
lög á efnisskránni auk þess sem hann
hefur þýtt söngtexta argentínsku lag-
anna á íslensku. „Þetta eru svo flott
ljóð við þessi lög, þannig að okkur
fannst gaman að innihald textanna
kæmist til skila. Ég tel að þýðingarn-
ar hafi heppnast sérlega vel,“ segir
Edda, sem segir viðfangsefni laganna
yfirleitt vera dramatísk og angurvær.
Meðal þeirra tónskálda sem eiga verk
á efnisskránni eru Carlos Gardel,
Astor Piazzolla og Anibal Troilo.
Olivier Manoury stofnaði hljóm-
sveitina Le Grand Tangó árið 1992
ásamt Eddu Erlendsdóttur píanóleik-
ara. Auk þeirra skipa hljómsveitina
Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Greta
Guðnadóttir fiðla, Helga Þórarins-
dóttir lágfiðla, Bryndís Halla Gylfa-
dóttir selló og Richard Korn kontra-
bassi. Tónleikarnir hefjast annað
kvöld kl. 20.
Dynjandi tangó í Salnum
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 31
Útsalan hefst í dag
GK REYKJAVÍK
www.gk.is konur kringlunnimenn laugavegi
»STJÖRNURNAR eru fjarlægar
sólir, umhverfis þær ganga jarðir á
borð við Jörðina og á jarðhnöttum
þessum dafnar líf, áþekkt því, sem
hér þrífst.« Þetta var tilgáta ítalska
trúvillingsins Giordanos Brunos,
sem brenndur var á báli hinn 17.
febrúar árið 1600. Ekki eru allir
fræðimenn þeirrar skoðunar, að
þessi orð Brunos hafi verið und-
irrótin að því, að hann var tekinn af
lífi, heldur miklu fremur ýmis önn-
ur villutrú og andóf við kirkjunnar
menn.
Hin síðari ár hefur þessi ágizkun
Brunos um líf í alheimi verið hafin
til vegs að nýju eftir að hafa verið
hafnað af helztu fræðimönnum 20.
aldar. Raunar eru þvílíkar vanga-
veltur um lífið miklu eldri en frá
tímum endurreisnarinnar og þær
hafa lifað með mönnum alla tíð frá
tímum Forn-Grikkja.
Í tilefni af því, að 400 ár voru lið-
in frá dauða Brunos, var boðað til
tveggja fræðslufunda hér fyrir
rúmum tveimur árum. Á fyrri ráð-
stefnunni voru flutt erindi um hug-
myndir manna um líf í alheimi en á
hinni síðari um ævi þessa manns og
endurreisnartímann. Nú eru flest
erindin, sem flutt voru á þessum
fundum, komin út á bók.
Í fyrri hluta bókar ræða Þór Jak-
obsson, Thor Vilhjálmsson og Jó-
hanna G. Gunnarsdóttir hvert á
sinn hátt um hinn vígreifa spámann
og Gunnsteinn Ólafsson fjallar um
tónlist miðalda, madrígalahefðina. Í
seinni hluta greina Þór Jakobsson,
Þorsteinn Þorsteinsson og Guð-
mundur Eggertsson frá sögu hug-
mynda um líf í alheimi, leitinni að
lífi á Marz, hugmyndum um upphaf
lífs og samstillingu efnisins. Að lok-
um er hugleiðing Viðars Víkings-
sonar um alheiminn, lífið og listina.
Hér er því sannarlega áhugavert
efni á ferð og þótt tæplega sé unnt
að komast að einni ákveðinni nið-
urstöðu er umfjöllunin hin ánægju-
legasta lesning.
En bókin hefur annað sér til
ágætis. Það fólk, sem í hana skrif-
ar, er allt prýðilega ritfært, svo að
efnið kemst mjög vel til skila, þótt
ólík séu tökin. Jafnt lærðir sem
leikir mega af henni nema, og ótal
spurningar, sem gaman væri að
eiga svör við, vakna við lesturinn.
Þannig á góð bók að vera. Þekking
á eðli og uppruna lífs er enn mjög
takmörkuð, og ekkert er hægt að
fullyrða um líf í annarri mynd en
þeirri, sem við kunnum nokkur skil
á. Þrátt fyrir alla nútímavizku er
hvorki unnt að hrekja né sannreyna
kenningar Brunos um líf á fjarlæg-
um jarðhnöttum. Lífið er okkur enn
hulin ráðgáta; sem betur fer, vilja
kannski sumir bæta við.
Af þessari lauslegu upptalningu
er ljóst, að bókin fjallar um einkar
áhugavert efni, sem án efa hefur
leitað á huga hvers einasta manns,
um hugsanlegt líf í alheimi, auk
þess er hún afar efnismikil og ekki
sízt er snjallt að tvinna saman nú-
tímavísindum og menningu endur-
reisnartímans. Það gefur bókinni
aukið gildi, dýpkar viðfangsefnið og
höfðar efalaust til mun fleiri en ella.
Það er óhætt að mæla eindregið
með bók þessari, hún eflir áhuga á
heimspeki endurreisnartímans og á
mögulegu lífi um allar röðulgrund-
ir.
Um allar
röðulgrundir
BÆKUR
Náttúrufræðirit
Ritstjóri: Þór Jakobsson. 119 bls. Útgef-
andi er Háskólaútgáfan, Reykjavík 2002.
LÍF UM VÍÐAN STJÖRNUGEIM –
GIORDANO BRUNO OG NÚTÍMAVÍSINDI
Ágúst H. Bjarnason
EINAR Már Guðmundsson fékk á
gamlársdag viðurkenningu úr Rit-
höfundasjóði Ríkisútvarpsins í at-
höfn sem fór fram í Útvarpshúsinu
við Efstaleiti og nemur upphæðin
hálfri milljón króna. Einar Már
sendi fyrir jólin frá sér skáldsöguna
Nafnlausa vegi, sem er þriðja sagan
í bókaflokki. Fyrri tvær bækurnar
eru Fótspor á himnum og Draumar
á jörðu. Viðstaddir úthlutunina
voru m.a. Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, og Guðmundur
Árnason, ráðuneytisstjóri mennta-
málaráðuneytisins.
Morgunblaðið/Kristinn
Skafti Þ. Halldórsson, formaður rithöfundasjóðsins, afhendir Einari Má
Guðmundssyni viðurkenninguna í Útvarpshúsinu á gamlársdag.
Einar Már hlýtur
viðurkenningu
Bræðraborgarstígur 16
Síðasta sýningarhelgi er nú á
innsetningu Rakelar Steinars-
dóttur en hún vinnur aðallega
með flotgler, þ.e. rúðugler,
speglagler, dichroic gler og ein-
angrunargler.
Opið verður í dag, á morgun
og sunnudag kl. 16–19 og eftir
samkomulagi í síma 899 0870.
Sýningu lýkur