Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 43

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 43
man ég hvernig hann stóð á bak við mig í fótboltanum og á erfiðum tím- um í fjölskyldunni minni. Og ófáir voru þeir fótboltaskórnir sem hann keypti á mig svo að ég gæti stundað mína íþrótt. En mér er minnisstæð- ast hve marga fótboltaleiki hann kom á til þess að horfa á mig spila. Og hvernig sem gekk þá sagði hann: Maður gerir bara betur næst. Við töluðum mikið um Vestmannaeyjar þar sem hann fæddist og ólst upp. Hann stundaði mikið af íþróttum, helst fótbolta, en hann spilaði með Þór og Tý og vann til margra verð- launa með þeim. Einnig þótti hann lipur frjálsíþróttamaður. En Vest- mannaeyjar talaði hann mikið um, hve gott fólk væri þar, og hve gott væri að alast þar upp þó að það væri á erfiðum tímum. Ég hef kynnst mörgu fólki frá Vestmannaeyjum og fer þangað reglulega, alltaf minnist ég afa. Ég man þegar maður var að fara í fyrstu skiptin niður í miðbæ Reykjavíkur, þá fór maður alltaf í heimsókn til afa. Bara til þess að heilsa upp á hann eða skoða lista- verkin sem hann hafði málað, enda var hann mikill listamaður. Ég minnist afa míns sem góðs manns, heiðarlegs, barngóðs og fróðs. Ég hugsa mikið um hann og hef alltaf gert og mun alltaf gera allt mitt líf. En afi, ég veit að þér mun líða vel hjá guði og þú munt vaka yfir mér og mínum hér á jörðinni. Ég kveð þig afi minn með miklum söknuði en minningarnar mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi. Ég elska þig afi minn, vertu bless, þinn dóttursonur Garðar Sveinn Hannesson. Elsku afi, ég minnist þín með hlýj- um hug. Þú varst mín stoð og stytta á uppeldisárum mínum, hvattir mig áfram og varst stoltur af mér. Lífið heldur áfram að gerast og fólk fellur frá, í þetta skiptið varst það þú. Ég tók fregninni af andláti þínu með sorg og ótta og þurfti ég að setja allt mitt traust á skapara okkar. Óttinn er að breytast í kjark til þess að gera betur, lifa í deginum og reynast fólki mínu vel, nákvæmlega eins og þú gerðir. Þakka þér fyrir ómetanlegar stundir og lærdóm sem ég mun allt- af geyma og virða. Þín dótturdóttir, Edda Hrönn Hannesdóttir. Elsku afi, takk fyrir að vera vinur minn, leika við mig og fara með mér í göngutúra. Hvíldu í friði. Ég elska þig, þitt barnabarn, Guðfinna Birta. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 43 í dans af ungum manni sem einnig bauð henni sopa úr glasi. Mamma spurði þá hvort ekki væri bara kók í því og játti hann því, en annað var í glasinu og kom þá ákveðni hennar í ljós, því aumingja drengurinn enda- sentist út á gólf með þeim orðum að hún smakkaði ekki áfengi og stóð hún við það allt sitt líf og sannaðist þá vísan sem pabbi orti um hana unga: Hermína er hýr á brá heldur fljót til ráða móbrún augun mín eru smá mun því flestum lítast á. Þínar dætur, Jónína, Jóhanna og Helga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sigmundur Bald-vinsson, sjómað- ur og verkamaður, fæddist í Grímsey 4. október 1918. Hann lést á heimili sínu á Borgarvegi 36 í Reykjanesbæ hinn 25. des. 2002. For- eldrar hans voru Baldvin Sigurbjörns- son og Bryngerður Bentína Frímanns- dóttir. Eiginkona hans er Anna Fríða Magnúsdóttir, hús- móðir frá Höskuld- arkoti, Njarðvík, f. 20. maí 1928. Foreldrar hennar voru Magnús Ólafsson útvegsbóndi og Þórlaug Magnúsdóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Þau eignuðust sex börn. Þrír drengir sem létust á fyrsta móður sinni og Benedikt bróður sínum fjögurra ára frá Grímsey með skipi fyrst til Hafnarfjarðar og síðan með Botníu, sem þá sigldi til Færeyja. En Víkingur elsti sonur þeirra varð eftir hjá móðurforeldr- um hennar í Grímsey, þá sex ára. Baldvin maður hennar hafði farið til Færeyja fyrr á árinu. Var hann einn af þeim Íslendingum sem sigldi Kútter Sigurfara til Færeyja, er hann var seldur þangað. Síðustu æviárin vann Sigmundur í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur. Systkini Sigmundar sem fædd eru í Færeyjum eru: Kristmundur, látinn, Sigrid, búsett í Þórshöfn, Kristín, búsett í Klakksvík, Sigur- björg, búsett í Klakksvík, Ermenga Jóna, búsett í Bandaríkj- unum, Frímann, búsettur í Klakks- vík, Frits, bjó í Danmörku, látinn, og Ingólfur – samfeðra, látinn, bjó á Dalvík. Anna og Sigmundur hafa búið allan sinn búskap í Njarðvík. Útför Sigmunds verður gerð frá Ytri-Narðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sólarhring ævi sinnar og þau þrjú sem kom- ust til fullorðinsára eru: Magnús Þór, kvæntur Jenný Borge- dóttur, Guðjón Brynj- ar, kvæntur Anne Sig- mundsson, og Ósk – hennar maður er John Cramer. Barnabörnin eru orðin 22 og barna- barnabörnin eru átta. Sigmundur eignaðist einnig tvo syni með fyrri konu sinni, Emelý Hansen. Þeir heita Pétur Sólbirgir, bakari, og Baldvin, málarameist- ari, báðir búsettir í Færeyjum. Sigmundur var sjómaður mestan hluta ævi sinnar. Má segja að fyrsta sjóferð hans hafi verið þegar hann var tveggja ára er hann fór með Hann elsku pabbi er dáinn og kominn til Guðs og foreldra sinna, systkina og vina sem eru farnir á undan honum. Hann dó heima í rúm- inu sínu í faðmi fjölskyldunnar. Hann hafði alltaf sagt að heima hjá sér vildi hann deyja og ósk hans var veitt af Guði. Pabbi var búinn að vera lengi veikur og þurfti hvíld. Auðvitað vildi ég hafa hann hjá mér lengur – ég sakna hans sárt, en þar sem hann var orðinn það veikur má maður ekki vera eigingjarn heldur vera þakklátur fyrir að hann fékk hvíldina. Það var alltaf svo gott að heim- sækja pabba. Hann svo blíður og með sitt rólega fas sagði svo skemmtilegar sögur af langri ævi sinni og þá ekki síst frá því þegar hann var á sjónum. Það gekk á ýmsu í fjölskyldunni, eins og gengur og gerist, en hann og mamma stóðu allt af sér og pabbi með sinni rósemi sagði: „Svona er nú lífið.“ Hann vissi eitt og annað – lífs- reyndur maðurinn. Með hverjum á ég nú að sitja og horfa á fótbolta og körfubolta? Við höfðum það fyrir sið að fylgjast í sameiningu með öllum leikjum hjá körfunni í Njarðvík og hvetja þá bæði í sorg og í gleði. Svo var það fótboltinn. Það var oft kátt á hjalla þegar við horfðum sam- an á fótboltaleiki þar sem pabbi hélt með Arsenal og ég með Liverpool, eða þegar pólitíkin var annars vegar. Ég á eftir að sakna þess að hafa hann ekki til að atast í. Elsku pabbi – ég ætla núna að taka upp breytta hætti og halda með Arsenal, vera í peysunni þinni, vera með trefilinn þinn og kaffikönnuna og hvetja þá til sigurs. Þú verður hjá mér í anda. Pabbi minn, þú verður aldrei einn því ég mun hugsa til þín á hverjum degi það sem eftir er. Ég elska þig og minnist þín með þakklæti í hjarta fyrir að vera góður faðir, vinur og besti félagi. Guð sé þér náðugur, elsku pabbi, og blessi þig og taki allir vel á móti þér, því þú átt allt það besta skilið. Ástarkveðja. Þín dóttir, Ósk Sigmundsdóttir og fjölskylda. Simbi afi er látinn og þar með hverfur einn af föstu punktunum í lífi manns, hvað nú? spyr maður sjálfan sig. Ég man ekki eftir öðru en að afi hafi verið á Reykjanesveginum með henni ömmu og vorum við krakk- arnir ansi dugleg að koma við og heimta ísskatt af afa og stóð ekki lengi að fá hann innheimtan. Hann var mikið fyrir boltann og var ötull stuðningsmaður UMFN og átti hann alltaf sinn stað í Ljóna- gryfjunni og var oft sagt að ef Simbi væri mættur væri sigurinn í höfn. Enski boltinn var mikið uppáhald hjá afa og átti Arsenal hans hug og mátti sjá tilfinningar gjósa er hann sat og horfði á boltann í treyju og með bollann sinn merktan Arsenal. Afi var mjög hæglátur þó og fór ekki mikið fyrir honum þar sem hann naut þess að fara upp á loft í gamla húsinu sínu og lesa bók eða leggja sig og vissu krakkarnir þá að best væri að láta lítið fara fyrir sér og frekar skattleggja ömmu um kleinu eða mjólkurkex sem að sjálf- sögðu var veitt. Fyrir um fjórum árum varð afi veikur og fór ég að sjá að hann var ekki ósigrandi eins og ég hafði lengi haldið, maðurinn með sterku hend- urnar sem virtust ráða við allt, mað- urinn sem hafði tekið þátt í 17. júní hlaupinu fram yfir sjötugt, sem ég var svo stolt af að segja að þetta væri sko afi minn. Ég vil ekki minnast afa í veikind- um heldur eins og hann var, gang- andi, hjólandi eða í sundi og að laga garðinn sinn eða húsið, allt þetta lék í höndum hans. Elsku amma, mig tekur það sárt að sjá þig í sorg þinni. Þú stóðst þig eins og hetja við hlið hans þegar hann þurfti mest á því að halda og veit ég það að hann var heppinn maður að kynnast þér á lífsleiðinni, þið höfðuð nýverið flutt í fallegt hús og er það huggun að afa leið vel þar og fékk sína ósk að fá að vera heima til hins síðasta. Ég þakka þér kynnin, afi minn, og vona ég að þú siglir nú um heimsins höf með stefnið í átt að friði og ró. Geirþrúður Ósk Geirsdóttir og fjölskylda. SIGMUNDUR BALDVINSSON ✝ Hörður BirgirVigfússon fædd- ist 9. maí 1940 á Hól- um í Hjaltadal. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut 20. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason, cand. agron., kenn- ari við Bændaskól- ann á Hólum 1921– 1963, f. á Hóli í Hörðudal í Dalasýslu 12.12. 1893, d. í Reykjavík 31.7. 1967, og kona hans Elín Helga Helga- dóttir, f. á Núpum í Fljótshverfi í V-Skaft. 2.2. 1909, d. í Reykjavík 28.8. 1999. Föðurforeldrar Harðar voru Helgi Guðmundsson bóndi á Ketilsstöðum í Hörðudal og kona hans Ása Kristjánsdóttir. Móður- 1969 Sigrúnu Inger Helgadóttur, f. 22. maí 1951. Foreldrar hennar voru Helgi Kaj Rasmussen bakara- meistari í Hafnarfirði og kona hans Sigurlaug Halldórsdóttir. Hörður og Inger skildu 1978. Dætur þeirra eru Ása Sigurlaug, landfræðingur, f. 12. maí 1971, gift Pétri Thomsen ljósmyndara, þau eiga tvær dætur, Inger Erlu og Kristbjörgu Hörpu Thomsen; og Harpa Rut smiður, f. 10. júlí 1972, gift Sigurði H. Ein- arssyni tölvunarfræðingi. Hörður varð stúdent frá MA 1961, stundaði nám í læknisfræði við HÍ 1961–1962, nám við Kenn- araskóla Íslands 1969–1971 og lauk kennaraprófi 1971, síðan framhaldsnám við Kennaraskól- ann 1978. Hann var kennari við Bændaskólann á Hólum 1965– 1969, við Laugarbakkaskóla í Mið- firði, V-Hún. 1971–1974, við Barnaskólann á Hvammstanga 1974–1977, við sérdeild Hlíðaskóla í Reykjavík 1979–1986 og Grunn- skóla Vopnafjarðar 1986–1989. Útför Harðar Birgis verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. foreldar voru Helgi Bjarnason bóndi á Núpum og kona hans Agnes Helga Sig- mundsdóttir. Systkini Harðar voru: Guð- mundur Hákon, land- mælingamaður í Reykjavík, f. 12.12. 1935; Agnar Helgi, f. 29.6. 1937, d. 3.2. 1993; Ása, f. 28.11. 1938, d. 23.3. 1969; Þórhildur, húsfreyja á Egilsstöð- um, f. 4.1. 1944, gift Kristjáni Björnssyni landpósti, þau eiga fimm börn; Örlygur Jón, f. 29.7. 1945, d. 19.1. 1946; Agnes Helga, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 17.5. 1951; og Baldur Jón, mat- vælafræðingur í Reykjavík, f. 6.8. 1955. Hörður kvæntist 18. október Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur. Veistu að þær eru yndislegar minningarnar sem koma upp í hug- ann. Nefnum t.d. allar bænirnar sem þú kenndir okkur, allar ferð- irnar sem þú fórst með okkur orm- ana þína í kirkju, öll bréfin sem þú sendir okkur og við þér og þú varð- veittir svo vel, alla göngutúrana þar sem við vorum hangandi í þér eins og fánar í vindi því þú gekkst svo hratt, stundirnar sem við áttum með þér og systkinum þínum og ömmu Helgu, stærðfræðina og ann- an vísdóm sem þú reyndir ótrauður að troða inn í hausinn á okkur, öll símtölin frá þér þar sem þú slóst á þráðinn ekki endilega til að segja eða heyra okkur segja eitthvað merkilegt heldur bara til að heyra í okkur röddina. Það var alltaf svo mikið tilhlökkunarefni að koma til þín í Vesturbergið. Ætli það hafi verið til það sem þú vildir ekki gera fyrir okkur? Þeir voru oft marglitir dagarnir sem við áttum með þér systurnar og við vorum ekki orðnar gamlar þegar við fórum að reyna að siða þig til. Þú hafðir alla tíð lúmskt gaman af og samþykktir ætíð strax að fara að okkar ráðum, fórst svo þínar eigin leiðir brosandi í kamp- inn, alveg óalandi að okkur fannst stundum. Þessir síðustu mánuðir sem þú hefur búið hjá okkur systrunum til skiptis verða okkur ómetanlegir. Þú hafðir svo góða nærveru. Við lærðum margt af því að vera með þér og spjalla við þig. Þú þreyttist aldrei á því að leika við barnabörn- in þín og fengu þær sérstaklega að njóta þess þau tímabil sem þú varst með þeim í Frakklandi. Þú lékst við þær í eltingaleik, feluleik, ljónaleik, kenndir þeim að tefla og leyfðir þeim að dröslast með þér daginn út og inn, þær munu búa að því að hafa fengið að kynnast þér. Þau voru mörg skemmtileg hlát- ursköstin sem við fengum með þér síðustu mánuði, meðal annars þeg- ar þú reyttir af þér brandarana og horfðir með okkur á góðar myndir í sjónvarpinu. Þegar þú slakaðir á og leyfðir þér að láta þér líða vel hafð- irðu nefnilega mikinn húmor fyrir umhverfinu og gast smitað hrein- lega alla í kringum þig. Spá- mennska var eitt af þínum áhuga- málum, það var eins og þú sæir mun meira en þú lést uppi, þess vegna fannst okkur gott þegar þú sagðist hafa góða tilfinningu fyrir því sem við vorum að fara að gera, þá vissum við að allt gengi upp. Þú varst mikill tónlistaraðdáandi, sér- staklega klassískrar tónlistar, gast setið heilu og hálfu dagana og hlustað og það veit enginn nema þú hvað fór um huga þinn þær stundir. Elsku pabbi, það situr eftir sem þitt aðalsmerki hvað þú varst óþreytandi í því að segja okkur hvað þér þótti vænt um okkur og hvað þú værir óskaplega stoltur af okkur; „pabbi er svo ríkur að eiga svona duglegar og góðar stúlkur“ var þitt viðkvæði. Kannski veistu hvað þessi orð gáfu og munu gefa okkur mikla orku í gegnum lífið. Þú varst svo góðhjartaður og hreinn og beinn, treystir öllum og trúðir til alls góðs, þú varst að vissu leyti of góður fyrir þennan heim. Veistu elsku pabbi, við erum svo ríkar að hafa átt föður eins og þig. Ása og Harpa. Elsku Hörður. Það leið ekki langur tími frá því að við Harpa dóttir þín byrjuðum að draga okkur saman þar til ég hitti þig fyrst. Ætli það séu ekki um sex ár síðan, þar af um hálft ár sem við bjuggum öll saman. Mín kynni við þig hafa verið mjög ánægjuleg en mikið vildi ég óska þess að ég hefði kynnst þér fyrr þegar þú varst upp á þitt besta, því þau eru ótal skiptin sem Harpa hefur sagt mér hvað þú hafir verið hæfileikaríkur á árum áður. Þú varst smiður, snilldardansari, kenndir stærðfræði, bókhald og fleira. Af eigin raun komst ég að skák- manninum í þér, þar sem við tefld- um þó nokkuð á tímabili og það var gaman þegar við tveir hittumst niðri í bæ og tefldum yfir kaffibolla. Ég þakka fyrir það að hafa kynnst þér Hörður, einlægari og góðhjart- aðri manni hef ég ekki kynnst. Það samgladdist okkur enginn meir en þú þegar vel gekk hjá okkur Hörpu í prófum eða öðru, þú hreinlega skelltir upp úr af ánægju. Þú hafðir skemmtilegan og lúmskan húmor sem ég kunni mjög vel að meta. Ég leiði líkum að því að á tímabilum hafi þau mörgu og sterku lyf sem þú þurftir að nota heldur dregið úr þínum persónu- legu eiginleikum. Eiginleikum sem ég hefði mjög gjarnan viljað sjá og kynnast betur. Þú varst alltaf óspar á hlý orð til þíns fólks. Þessum fáu orðum um mikla minningu um þig langar mig að ljúka með því sem þú sagðir við mig tveimur dögum áður en þú fórst frá okkur; þú sagðir mér hvað þú ættir alveg yndislega tengda- syni. Hörður, þú varst okkur Pétri frábær tengdapabbi! Sigurður H. Einarsson. HÖRÐUR BIRGIR VIGFÚSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.