Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 46

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Málfríður ErlaLorange fæddist í Reykjavík 5. júlí 1936. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut 21. desember síðast- liðinn. Málfríður var dóttir Aðalheiðar Fanneyjar Jóhanns- dóttur, f. 1. maí 1908, d. 10. ágúst 1995 og Kai Emils Lorange, f. 18. janúar 1904, d. 30. mars 2001. Málfríður giftist 29. september 1956 Gunnari Helga Einarssyni, f. 15. ágúst 1936, d. 25. júlí 1999. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Ingi, f. 21.maí 1954, maki Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir. Börn: Kristín Erla, Gunnar Ingi, Steindór Björn og Indiana Nanna. 2) Steindór, f. 25. júlí 1956, maki Erna Benediktsdóttir. Börn: Einar Þór, Gunnar Helgi og Fanney Birna. 3) Að- alheiður Sigrún, f. 4. október 1958, maki Björn Erlingsson. Börn: Arnar Smári, Tómas og Andrea. Að lokinni skóla- göngu starfaði Mál- fríður hjá Ritfanga- verslun Björns Kristjánssonar þar til hún réð sig sem verkstjóri hjá Sjó- fangi og starfaði þar í 17 ár. Árið 1978 hóf hún störf í eftirlitsdeild hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og starfaði þar til dauðadags. Útför Málfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Í dag kveðjum við þig og göngum með þér hinsta spöl- inn. Ekki hafði okkur systkinin órað fyrir því viku fyrir jól að atburðarás ætti eftir að verða svo hröð. Þú gerð- ir hlé á vinnu þinni til að fara í lækn- isskoðun á þriðjudegi, reyndist hald- in banvænum sjúkdómi og laugar- daginn í sömu viku varstu farin. Kannski var þessi flýtir einkennandi fyrir þig á margan hátt og raunar segja börnin í fjölskyldunni að þú hafir verið að flýta þér til að geta ver- ið hjá afa yfir jólin. Þú kvaddir okkur svo snögglega að við hin gátum ekki búið okkur undir það sem verða vildi. Sorgin hellist yf- ir, söknuðurinn er sár og minning- arnar flæða fram. Á stundu sem þessari rennur upp fyrir okkur að söknuðurinn er til vitnis um það að þú tengdist okkur djúpum, sterkum böndum. Ég velti því fyrir mér hvaða drættir í fari þínu hafi verið mest áberandi, hvaða mynd þú hafir skilið eftir í hjarta mínu og annarra fjöl- skyldumeðlima. Það er ekki ýkja flókið að finna réttu lýsingarorðin. Þeir sem til þín þekktu í lífi og starfi mundu óhikað minnast fyrst á dugn- að, ósérhlífni, nægjusemi, ríka rétt- lætiskennd og vinnusemi. En við sem betur þekktum þig getum bætt við lýsinguna tryggð, trausti og hlýleika góðrar konu með stórt hjarta. Þið pabbi voruð ung, aðeins 17 ára þegar ég, frumburðurinn, fæddist. Lífsbaráttan var hörð í þá daga en ég naut þess að fá að alast upp hjá ykkur og einnig hjá ömmu Fanneyju, Jó- hanni langafa og Helgu langömmu í Miðhúsum við Lindargötu, fallega gamla húsinu sem nú er varðveitt í Árbæjarsafninu. Það var gaman að sjá hvað samband ykkar pabba styrktist með árunum og síðustu ásratugina má segja að þið hafið ekki mátt hvort af öðru líta. Pabbi fór snögglega fyrir þremur árum og þá breyttist líf þitt í einu vetfangi, erfitt var að hugsa sér Möllu án Helga. Þá kom til kasta okkar systkinanna að standa með þér og styrkja þig og held ég að ég verði að nefna Heiðu systur í því sambandi og Arnar Smára, sem flutti til þín. Heiða hefur verið í nánast daglegu sambandi við þig eftir að pabbi dó. Ég man hvað þið pabbi voruð stolt þegar þið eignuðust ykkar fyrsta húsnæði, fyrst íbúð við Eyjabakka og síðan sjálft draumahúsið við Blá- skóga. Þá kom skýrt fram drifkraft- ur þinn, einbeitni og dugnaður. Þú hélst tryggð við vinnuveitendur þína, vannst fyrst í 17 ár sem verkstjóri hjá Sjófangi og síðar 24 ár hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Í vinnunni komu þínir bestu eiginleik- ar fram, m.a. ríkir leiðtogahæfileikar sem þykja eftirsóknarverðir í dag. Þú tókst þátt í störfum fólksins og stundum var sagt að eitthvað hlyti að vera að ef Malla tyllti sér niður. Ég sé nú hvað þessir sterku eiginleikar þínir hafa mótað bæði mig og okkur systkinin mikið og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Þú kunnir svo vel að laða fram það besta hjá hverj- um og einum á meðan þú varst verk- stjóri. Oft fékkst þú fólk sem aðrir verkstjórar höfðu gefist upp á til að vinna vel, þar kom hjartahlýjan til sögunnar, samúðin með þeim sem minna máttu sín. Þó má segja að þú hafir staðið þig best þegar mest á reyndi, þegar álagið var sem mest og það þurfti að leggja nótt við dag til að bjarga verðmætum. Sjálfur hef ég ferðast mikið og víða um landið und- anfarin ár og alltaf skal ég rekast á einhverja sem kalla mig „strákinn hennar Möllu“ og biðja kærlega að heilsa. Ég kem þessum kveðjum hér með enn og aftur til skila, kveðjum sem sýna þá virðingu og traust sem þú átt skilið. Minningarnar hrannast upp. Ég sé fyrir mér ljóshærða, glæsilega unga konu með brún augu sem gengur ákveðnum skrefum niður Laugaveg- inn. Hún á stefnumót við Helga sinn, nú skal dansað í Breiðfirðingabúð eða Þórscafé. Nú átt þú aftur stefnu- mót við hann Helga þinn og ég veit að það verður glatt á hjalla. Berðu hon- um kveðju okkar allra. Far þú í friði, blessuð sé minning þín, elsku mamma. Jóhann Ingi. Elsku mamma. Það er með miklum söknuði í hjarta sem ég sest hér niður til þess að setja á blað hugsanir mínar til þín við ótímabært andlát þitt. Það sem styrkir mig í sorginni er að þú sért núna hjá pabba og allar þær gleði- stundir sem við höfum upplifað sam- an í gengum tíðina. Myndbrotin sem koma í hugann eru óteljandi; barn- æskan á Vitastígnum, Bjargar- stígnum og Freyjugötunni; hreykinn 10–11 ára sonur af mömmu sinni þegar hann fékk að prófa að vinna í fiski í Sjófangi þar sem þú varst verkstjórinn. Þar varst þú dáð fyrir ósérhlífni og dugnað; þegar við flutt- um á Eyjabakkann í nýja og flotta íbúð rétt fyrir jólin 1968; fyrsti bíll- inn, hvíta Ford Cortinan, sem við systkinin fengum afnot af til að fara á rúntinn; Bláskógaævintýrið þegar þið pabbi festuð kaup á draumahús- inu, allt gert til að byggja fjölskyld- unni sem bestan samastað; glitrandi augu þín þegar börnin okkar Ernu litu dagsins ljós og margt, margt fleira. Þetta eru yndislegar minningar sem ávallt verða geymdar í hjarta mínu. Aldrei var sagt nei, ef við þyrftum pössun fyrir börnin, þau voru alltaf velkominn og það sem best var, þeim leið vel í Bláskógunum í ást og umhyggju ömmu og afa. Lífskeið þitt mátti verða lengra, elsku mamma, en ykkur pabba var greinilega ætlað að vera saman, því eftir andlát hans fyrir 3½ ári slokkn- aði stór gleðineisti í hjarta þínu. Ég veit að sá neisti er kominn aft- ur við endurfundi ykkar. Síðastliðin 24 ár starfaðir þú hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, enda vandfundnari betri fagmaður um gæðamál á fiski. Þar leið þér mjög vel og varst vel liðin af öllum samstarfsmönnum þínum. Veit ég að þeirra söknuður er líka mikill. Elsku mamma, hjartans þakkir fyrir allt á lífsleiðnni, ég kveð þig með sorg í hjarta. Megi góður guð geyma þig. Þinn sonur Steindór. Elsku mamma mín. Þetta eru erf- iðir dagar hjá okkur núna. Það er svo mikið tómarúm, fyrst pabbi og svo þú. Við höfum öll misst svo mikið og barnabörnin mest. Ég veit að núna líður þér vel, elsku mamma mín, komin til hans pabba, því þú sást aldrei ljósið eftir að hann fór. En þú sagðir að þú yrðir að halda áfram, þú ættir svo góð börn og barnabörn og þú sannarlega reyndir. Það verður erfitt að sætta sig við að eiga ekki fleiri stundir í Bláskógunum því það hefur verið fastur punktur fjölskyld- unnar sl. 30 ár. Ég þakka þér fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú og pabbi gáfuð mér í lífinu og síðan barnabörnunum, Arnari Smára, Tómasi og Andreu. Þið höfðuð alltaf tíma fyrir okkur. Þú varst mér ynd- isleg móðir og ég var stolt af þér, elsku mamma mín. Ég kveð þig með söknuði og skil- aðu kveðju til pabba. Guð geymi þig. Þín dóttir, Aðalheiður. Elsku amma mín. Mig langar í stuttu máli að þakka þér fyrir þessi 21 ár sem við áttum saman, þó sérstaklega tvö fyrstu og þrjú síðustu, því þá bjó ég hjá þér. Frábær kona eru orð sem lýsa þér best. Alltaf varstu tilbúin að gera allt fyrir alla, passa barnabörnin, alltaf voru allir mínir vinir velkomnir á þitt heimili. Við sátum að spilum að nóttu til, horfðum á leiki að degi til og aldr- ei sagði amma neitt annað en að allir væru velkomnir á þetta heimili. Ég á eftir að sakna stundanna okk- ar í eldhúsinu þar sem við ræddum um leyndarmálin okkar. Eldhúsið var líka þinn uppáhaldsstaður fyrir utan hægindastólinn og sjónvarpið. Enginn átti von á að þú værir að fara að kveðja okkur en svona er víst lífið og allir verða að reyna að sætta sig við það. Þú ert komin til afa og líð- ur vel. Gleymdu því aldrei að ég elska þig rosalega mikið. Hvíldu í friði. Þinn Arnar Smári. Halló amma mín. Þetta er hún Indíana Nanna og ég vildi bara segja þér að ég sakna þín alveg ofboðslega mikið og ég vildi að þú værir ennþá hérna hjá okkur. Svo vildi ég bara segja að ég elska þig af öllu mínu hjarta. Svo ætlaði ég að biðja þig að skila kveðju til Gunnars afa, Rúnu langömmu og Fanneyjar langömmu. Mundir þú vilja gera það fyrir mig? Ég vil líka að þú vitir að þú varst al- veg frábær amma og ekki er hægt að hugsa sér betri ömmu í öllum heim- inum. Manstu eftir því þegar afi Gunnar keypti fyrir áramótin alveg rosalega stóra bombu sem var skírð eftir ein- hverju fjalli. Og svo þegar hann kveikti í bombunni þá hlupu allar konurnar í fjölskyldunni inn vegna þess að þær voru svo hræddar um að brenna pelsana sína. Svo vildi ég fá að þakka þér fyrir píanóið sem þú gafst mér. Og í síðasta sinn ætla ég að fá að segja þér að ég elska þig af öllu hjarta mínu. Þú varst alveg frá- bær og ekki var hægt að hugsa sér betri ömmu. Indíana Nanna. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Hvað það var alltaf gaman að koma til þín og afa og hvað þú vildir alltaf allt fyrir mig gera. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að núna hefur þú það gott hjá afa. Mér þykir ofsalega vænt um þig, elsku amma mín, og mun aldrei gleyma þér. Þinn Tómas. MÁLFRÍÐUR ERLA LORANGE  Fleiri minningargreinar um Mál- fríði Erlu Lorange bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, REGÍNU STEFÁNSDÓTTUR. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Kristín Gísladóttir, Hreinn Eiríksson, Baldur Gíslason, Þórey Aðalsteinsdóttir, Regína Hreinsdóttir, Steingerður Hreinsdóttir, Pálmar Hreinsson, Stefanía Baldursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og langömmubörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinarhug og styrk við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GRÉTARS FINNBOGASONAR, Suðurvangi 14, Hafnarfirði. Stuðningur ykkar allra og vinarþel er okkur ómetanlegur styrkur í raun. Guð blessi ykkur öll. Kristín Vigfúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og besta vinar, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS ÁRMANNS KRISTJÁNSSONAR, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks heilbrigiðsstofn- unar Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Elín Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Jóhannsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ragna Boklund, Jørn Boklund, Guðný Kristín Jóhannsdóttir, Jóhann Ellert Jóhannsson, Solveig Krusholm, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNÚSÍNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Erna Agnarsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Helgi Agnarsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Anna Agnarsdóttir, Ólafur Gústafsson, Agla Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KLEMENS SÆMUNDSSONAR, Hólagötu 4, Vogum. Guðrún Kristmannsdóttir Sæmundur Kr. Klemensson, Soffía Ólafsdóttir, Þóður Klemensson, Kristmann Klemensson, Þóranna Þórarinsdóttir, Elís Björn Klemensson, Valgerður Bergsdóttir, Egill H. Klemensson, Brynjar Klemensson, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.