Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 49

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 49 SKÁKMEISTARARNIR Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Jón Viktor Gunnarsson urðu efstir og jafnir með 14 vinninga af 18 á Nýárs- móti Skeljungs sem fram fór í aðal- stöðvum Skeljungs á Suðurlands- braut 4 á sunnudag. Eftir stiga- útreikninga var Helgi Ólafsson úrskurðaður sigurvegari mótsins og telst því skákmeistari Skeljungs árið 2002. Jóhann lenti samkvæmt sömu útreikningum í öðru sæti og Jón Vikt- or í því þriðja. Það er greinilegt að verðlaunahafarnir eru í góðu formi um þessar mundir. Þeir Jóhann og Helgi sigruðu einnig á Jólaskákmóti Búnaðarbankans sem haldið var fyrr í mánuðinum og eins og þá er Jón Viktor sá eini af yngri kynslóðinni sem blandar sér í baráttuna um efstu sætin. Hann sigraði reyndar á þessu móti í fyrra. Það er hins vegar athygl- isvert að Björn Þorfinnsson, sem lenti í sjöunda sæti á mótinu, fær 2½ vinning af þremur gegn þessum þremur öflugu meisturum. Mun lak- ara árangur hans gegn þeim sem enduðu um og fyrir neðan miðju kom hins vegar í veg fyrir að hann næði hærra sæti. Átján skákmenn tóku þátt í mótinu að þessu sinni, þeirra á meðal voru 5 stórmeistarar og þrír alþjóðlegir meistarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Nýársskákmót Skeljungs er haldið. Úrslit: 1. Helgi Ólafsson 14 v. 2. Jóhann Hjartarson 14 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 14 v. 4. Margeir Pétursson 12½ v. 5. Þröstur Þórhallsson 12 v. 6. Karl Þorsteins 11 v. 7.–8. Björn Þorfinnsson, Stefán Kristjánsson 10½ v. 9. Jón L. Árnason 8½ v. 10.–12. Bragi Þorfinnsson, Bragi Halldórsson, Ingvar Þór Jóhannes- son 7½ v. 13.–14. Ágúst Sindri Karlsson, Bragi Kristjánsson 7 v. 15. Þráinn Vigfússon 4½ v. 16. Guðlaug Þorsteinsdóttir 4 v. 17.–18. Árni Ármann Árnason, Magnús Pálmi Örnólfsson ½ v. Arnar Gunnarsson sigraði á Flugeldamóti TK Flugeldamót Taflfélags Kópavogs 2002 var haldið 29. desember. Fjór- tán skákmenn mættu til leiks. Arnar Erwin Gunnarsson sigraði örugglega og hlaut hann 12½ vinning í 13 skák- um. Í öðru sæti varð Erlingur Þor- steinsson með 10½ vinning og þriðji Stefán Freyr Guðmundsson með 10 vinninga. Eiríkur Björnsson varð fjórði með 9½ vinning. Í fimmta sæti varð Jónas Jónasson með 8 vinninga. Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur var haldið laugardaginn 28. desember. Tefldar voru 2x7 um- ferðir eftir Monrad-kerfi með 5 mín- útna umhugsunartíma. Keppt var um titilinn Jólahraðskákmeistari TR 2002 og auk þess var keppt um 2 sæti á Nýársmóti Skeljungs. Keppnin var æsispennandi og þurfti að tefla auka- keppni um titilinn og laust sæti á Ný- ársmótinu. Jón Viktor Gunnarsson sigraði Ingvar Jóhannesson í einvígi um sigurinn á mótinu 1½–½. Bragi Halldórsson bar svo sigurorð af Ró- berti Harðarsyni í einvígi um loka- sætið á Skeljungsmótinu. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: 1. Jón Viktor Gunnarsson 10½ v. 2. Ingvar Þór Jóhannesson 10½ v. 3. Bragi Halldórsson 10 v. 4. Róbert Harðarson 10 v. 5.–6. Magnús Örn Úlfarsson, Sig- urður Daði Sigfússon 9½ v. 7.–11. Björn Þorfinnsson, Stefán Kristjánsson, Ögmundur Kristins- son,. Sigurbjörn Björnsson, Halldór B. Halldórsson 9 v. 12.–13. Davíð Kjartansson, Dagur Arngrímsson 8½ v. 14.–16. Jóhann Ingvarsson, Páll Agnar Þórarinsson, Guðlaug Þor- steinsdóttir 8 v. 17.–21. Guðmundur Sigurjónsson, Siguringi Sigurjónsson, Sigurður Páll Steindórsson, Bergsteinn Ein- arsson, Guðmundur Kjartansson 7½ v. 22. Árni Ármann Árnason, Atli Freyr Kristjánsson, Þorsteinn Guð- laugsson 7 v. o.s.frv. Keppendur á mótinu voru 42. Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson. Helgi Ólafsson Skeljungsmeistari 2002 SKÁK Skeljungur, Suðurlandsbraut 4 NÝÁRSMÓT SKELJUNGS 2002 29. des. 2002 Daði Örn Jónsson Gunnar Karl Guðmundsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, ásamt sigurvegurum Skeljungsmótsins, þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Jóni Viktori Gunnarssyni. dadi@vks.is Í BOÐI sem Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum hélt fyrir starfsfólk sitt rétt fyrir jólin voru nokkrir starfsmenn þess heiðraðir fyrir langt og drjúgt starf fyrir fyr- irtækið. Þar á meðal var Sig- urbjörg Guðnadóttir skrif- stofumaður heiðruð fyrir að hafa unnið í 50 ár hjá Vinnslustöðinni, sem hefur verið eini vinnuveitandi hennar í lífinu. Góður rómur var gerður að þess- um hátíðarhöldum innan fyrirtæk- isins. Starfsmannafélag Vinnslu- stöðvarinnar sá um gerð alls meðlætis og keypti fyrirtækið það af félaginu, til stuðnings þess. Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurbjörg Guðnadóttir tekur við árnaðaróskum frá Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöð- in heiðrar starfsmenn Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. „Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs tekur undir þau orð í áramótaræðu forseta Ís- lands að vaxandi fátækt fjölda fólks mitt í öllu ríkidæminu er ein mesta þversögn samtímans. Þingflokkur- inn styður heils hugar að skorin verði upp herör gegn fátækt hér á landi og efnt til þjóðarátaks í því skyni. Vaxandi fátækt mitt í ríkidæmi vestrænna velmegunarsamfélaga er afleiðing þjóðfélagsbreytinga sem leitt hafa til gríðarlegrar auðsöfn- unar fárra en hreinnar fátæktar vaxandi fjölda hinna lakast settu. Þegar við bætist, eins og gerst hef- ur hér á landi sl. 10–12 ár, að vel- ferðarkerfið veikist og skattbyrði láglaunafólks eykst verður afleið- ingin vaxandi erfiðleikar tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna við að sjá sér farborða. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur þegar sett á oddinn bar- áttu fyrir myndun velferðarstjórnar að loknum kosningum í vor. Verk- efni velferðarstjórnar er að snúa vörn í sókn og innleiða tíma upp- byggingar og endurbóta í velferð- armálum. Öflugt samábyrgt velferð- arkerfi í anda þess sem best gerist á Norðurlöndum er okkar markmið og um leið besta vörnin gegn mis- skiptingu og fátækt.“ Til atlögu við vaxandi fátækt ♦ ♦ ♦ www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.