Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 49 SKÁKMEISTARARNIR Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Jón Viktor Gunnarsson urðu efstir og jafnir með 14 vinninga af 18 á Nýárs- móti Skeljungs sem fram fór í aðal- stöðvum Skeljungs á Suðurlands- braut 4 á sunnudag. Eftir stiga- útreikninga var Helgi Ólafsson úrskurðaður sigurvegari mótsins og telst því skákmeistari Skeljungs árið 2002. Jóhann lenti samkvæmt sömu útreikningum í öðru sæti og Jón Vikt- or í því þriðja. Það er greinilegt að verðlaunahafarnir eru í góðu formi um þessar mundir. Þeir Jóhann og Helgi sigruðu einnig á Jólaskákmóti Búnaðarbankans sem haldið var fyrr í mánuðinum og eins og þá er Jón Viktor sá eini af yngri kynslóðinni sem blandar sér í baráttuna um efstu sætin. Hann sigraði reyndar á þessu móti í fyrra. Það er hins vegar athygl- isvert að Björn Þorfinnsson, sem lenti í sjöunda sæti á mótinu, fær 2½ vinning af þremur gegn þessum þremur öflugu meisturum. Mun lak- ara árangur hans gegn þeim sem enduðu um og fyrir neðan miðju kom hins vegar í veg fyrir að hann næði hærra sæti. Átján skákmenn tóku þátt í mótinu að þessu sinni, þeirra á meðal voru 5 stórmeistarar og þrír alþjóðlegir meistarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Nýársskákmót Skeljungs er haldið. Úrslit: 1. Helgi Ólafsson 14 v. 2. Jóhann Hjartarson 14 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 14 v. 4. Margeir Pétursson 12½ v. 5. Þröstur Þórhallsson 12 v. 6. Karl Þorsteins 11 v. 7.–8. Björn Þorfinnsson, Stefán Kristjánsson 10½ v. 9. Jón L. Árnason 8½ v. 10.–12. Bragi Þorfinnsson, Bragi Halldórsson, Ingvar Þór Jóhannes- son 7½ v. 13.–14. Ágúst Sindri Karlsson, Bragi Kristjánsson 7 v. 15. Þráinn Vigfússon 4½ v. 16. Guðlaug Þorsteinsdóttir 4 v. 17.–18. Árni Ármann Árnason, Magnús Pálmi Örnólfsson ½ v. Arnar Gunnarsson sigraði á Flugeldamóti TK Flugeldamót Taflfélags Kópavogs 2002 var haldið 29. desember. Fjór- tán skákmenn mættu til leiks. Arnar Erwin Gunnarsson sigraði örugglega og hlaut hann 12½ vinning í 13 skák- um. Í öðru sæti varð Erlingur Þor- steinsson með 10½ vinning og þriðji Stefán Freyr Guðmundsson með 10 vinninga. Eiríkur Björnsson varð fjórði með 9½ vinning. Í fimmta sæti varð Jónas Jónasson með 8 vinninga. Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur var haldið laugardaginn 28. desember. Tefldar voru 2x7 um- ferðir eftir Monrad-kerfi með 5 mín- útna umhugsunartíma. Keppt var um titilinn Jólahraðskákmeistari TR 2002 og auk þess var keppt um 2 sæti á Nýársmóti Skeljungs. Keppnin var æsispennandi og þurfti að tefla auka- keppni um titilinn og laust sæti á Ný- ársmótinu. Jón Viktor Gunnarsson sigraði Ingvar Jóhannesson í einvígi um sigurinn á mótinu 1½–½. Bragi Halldórsson bar svo sigurorð af Ró- berti Harðarsyni í einvígi um loka- sætið á Skeljungsmótinu. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: 1. Jón Viktor Gunnarsson 10½ v. 2. Ingvar Þór Jóhannesson 10½ v. 3. Bragi Halldórsson 10 v. 4. Róbert Harðarson 10 v. 5.–6. Magnús Örn Úlfarsson, Sig- urður Daði Sigfússon 9½ v. 7.–11. Björn Þorfinnsson, Stefán Kristjánsson, Ögmundur Kristins- son,. Sigurbjörn Björnsson, Halldór B. Halldórsson 9 v. 12.–13. Davíð Kjartansson, Dagur Arngrímsson 8½ v. 14.–16. Jóhann Ingvarsson, Páll Agnar Þórarinsson, Guðlaug Þor- steinsdóttir 8 v. 17.–21. Guðmundur Sigurjónsson, Siguringi Sigurjónsson, Sigurður Páll Steindórsson, Bergsteinn Ein- arsson, Guðmundur Kjartansson 7½ v. 22. Árni Ármann Árnason, Atli Freyr Kristjánsson, Þorsteinn Guð- laugsson 7 v. o.s.frv. Keppendur á mótinu voru 42. Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson. Helgi Ólafsson Skeljungsmeistari 2002 SKÁK Skeljungur, Suðurlandsbraut 4 NÝÁRSMÓT SKELJUNGS 2002 29. des. 2002 Daði Örn Jónsson Gunnar Karl Guðmundsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, ásamt sigurvegurum Skeljungsmótsins, þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Jóni Viktori Gunnarssyni. dadi@vks.is Í BOÐI sem Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum hélt fyrir starfsfólk sitt rétt fyrir jólin voru nokkrir starfsmenn þess heiðraðir fyrir langt og drjúgt starf fyrir fyr- irtækið. Þar á meðal var Sig- urbjörg Guðnadóttir skrif- stofumaður heiðruð fyrir að hafa unnið í 50 ár hjá Vinnslustöðinni, sem hefur verið eini vinnuveitandi hennar í lífinu. Góður rómur var gerður að þess- um hátíðarhöldum innan fyrirtæk- isins. Starfsmannafélag Vinnslu- stöðvarinnar sá um gerð alls meðlætis og keypti fyrirtækið það af félaginu, til stuðnings þess. Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurbjörg Guðnadóttir tekur við árnaðaróskum frá Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöð- in heiðrar starfsmenn Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. „Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs tekur undir þau orð í áramótaræðu forseta Ís- lands að vaxandi fátækt fjölda fólks mitt í öllu ríkidæminu er ein mesta þversögn samtímans. Þingflokkur- inn styður heils hugar að skorin verði upp herör gegn fátækt hér á landi og efnt til þjóðarátaks í því skyni. Vaxandi fátækt mitt í ríkidæmi vestrænna velmegunarsamfélaga er afleiðing þjóðfélagsbreytinga sem leitt hafa til gríðarlegrar auðsöfn- unar fárra en hreinnar fátæktar vaxandi fjölda hinna lakast settu. Þegar við bætist, eins og gerst hef- ur hér á landi sl. 10–12 ár, að vel- ferðarkerfið veikist og skattbyrði láglaunafólks eykst verður afleið- ingin vaxandi erfiðleikar tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna við að sjá sér farborða. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur þegar sett á oddinn bar- áttu fyrir myndun velferðarstjórnar að loknum kosningum í vor. Verk- efni velferðarstjórnar er að snúa vörn í sókn og innleiða tíma upp- byggingar og endurbóta í velferð- armálum. Öflugt samábyrgt velferð- arkerfi í anda þess sem best gerist á Norðurlöndum er okkar markmið og um leið besta vörnin gegn mis- skiptingu og fátækt.“ Til atlögu við vaxandi fátækt ♦ ♦ ♦ www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.