Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 51 VIÐ athöfn í Vélskóla Íslands skömmu fyrir jól voru brautskráðir 22 vélstjórar og vélfræðingar. At- höfnin fór fram í hátíðarsal Sjó- mannaskólans að viðstöddum gest- um. Þrír voru brautskráðir með 1. stig, þrettán með 2. stig, einn með 3. stig og fimm með 4. stig sem er grunnurinn undir hæstu starfsrétt- indi og er það 208 eininga nám. Að lokinni útskriftarathöfn voru veitt verðlaun. Reynir Hjálmarsson brautskráð- ur af 4. stigi fékk verðlaun fyrir rafmagnsfræðigreinar sem veitt eru af Olíufélaginu ESSO. Einnig fékk hann verðlaun fyrir vélfræðigreinar og raungreinar. Tveir nemendur sem voru að ljúka öldunganámi í kvöldskóla til 2. stigs fengu verð- laun fyrir almennt góðan náms- árangur, þeir Grétar Þór Sæþórs- son og Níels Breiðfjörð Jónsson. Skerpluútgáfan færði öllum út- skriftarnemum áritað eintak af nýju Sjómannaalmanaki Skerplu fyrir árið 2003. Í ræðu skólameistara, Björgvins Þórs Jóhannssonar, kom meðal annars fram að nú lægi fyrir ákvörðun um einkavæðingu skólans næsta haust eða frá og með 1. ágúst næstkomandi. Í því sambandi gat hann þess að mikilvægt væri að tengsl skólans við vélstjóra yrðu jafngóð í framtíðinni og þau hafi verið hingað til, allir sem málið varðaði yrðu að leggjast á eitt og stuðla áfram að góðri vélstjóra- menntun við Vélskóla Íslands, það væri okkar hagur og þjóðarhagur. Hann minntist þess að hinn 25. nóv- ember síðastliðinn voru 100 ár liðin frá því fyrsti fiskibáturinn á Íslandi var vélvæddur, sexæringurinn Stanley frá Ísafirði, sem var mjög merkur áfangi í tæknivæðingu at- vinnuveganna. Einnig gat hann þess að fyrir tveim áratugum út- skrifuðust fyrstu nemendurnir frá skólanum samkvæmt áfangakerfi sem var merkur áfangi í þróun- arsögu Vélskóla Íslands. Vélskóli Íslands brautskráir 22 Útskriftarnemendur ásamt skólameistara. VALGARÐUR Magnússon lenti í lukkupottinum nú á dögunum þegar hann hlaut fyrsta vinning í jólahapp- drætti Lionsklúbbs Njarð- víkur. Vinningurinn var nýr Peugeot 206, en hann kom á miða nr 960. Að sögn Ingólfs Bárð- arsonar, formanns fjáröfl- unarnefndar Lionsklúbbsins, voru viðbrögð Suðurnesja- manna góð og fengu færri miða en vildu því allir miðar seldust upp. Upplýsingar um aukavinninga happdrætt- isins má fá í síma 878-1898. Fékk nýjan Peugeot 206 Á myndinni má sjá f.v. Ingólf Bárðarson for- mann fjáröflunarnefndar, Valgarð Magn- ússon vinningshafa og Árna Brynjólf Hjalta- son gjaldkera Lionsklúbbsins Útsalan byrjar í dag J akka f ö t s t a k i r j a kka r y f i r h a f n i rbo l i rs k y r t u r o . f l . o f l . Laugavegi 74 • Sími 551 3033 Laugavegi 46, sími 561 4465 Villtar & Vandlátar i í i Útsalan er hafin 10-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.