Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 59

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 59 hefst í dag Verslunin hættir 40-70% afsláttur Rýmingarsalan EINA nýja myndin á lista yfir vin- sælustu myndir síðustu helgar í Bandaríkjunum er Catch Me If You Can, sem situr í öðru sæti listans. Hún kemst þó ekki með tærnar þar sem Turnarnir tveir hafa hælana því Hringadróttinssaga situr á toppi bandaríska bíólistans aðra vikuna í röð. Aðsóknin á ævintýramyndina var mikil og er búist við því að fleiri sjái hana en fyrstu myndina í þríleiknum, Föruneyti hringsins. „Þetta er hátíðarmyndin í ár. Það er vart nógu sterkt til orða tekið að hún sé Stjörnustríð þessarar kyn- slóðar,“ sagði talsmaður fyrirtækis er fylgist með bíóaðsókn vestra. Leonardo DiCaprio og Tom Hanks leika aðalhlutverkin í mynd Stevens Spielbergs Catch Me If You Can. DiCaprio leikur svindlarann Frank Abagnale Jr. en Hanks FBI- lögreglumann er eltist við hann. Sandra Bullock og Hugh Grant sitja síðan í þriðja sætinu með róm- antísku gamanmyndina Two Weeks Notice. Jennifer Lopez fellur um eitt sæti með öskubuskuævintýrið Maid in Manhattan og er myndin í fjórða sætinu. Ennfremur voru frumsýndar á síðustu stundu nokkrar myndir er vonast er til að gangi vel á Óskars- verðlaunahátíðinni, sem fram fer í mars. Söngleikurinn Chicago telst til þessa hóps og er enn sem komið er sýndur í fáum kvikmyndahúsum. Catherine Zeta-Jones og Renee Zellweger voru vinsælar hjá bíógest- um þar sem myndin var sýnd en hún fer í almenna dreifingu í janúar. „Sætafjöldinn var það eina sem háði okkur. Það var nærri alls staðar uppselt,“ sagði talsmaður dreifingar- fyrirtækisins Miramax um Chicago. Árið sem er að baki er metár hvað varðar aðsókn að kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum en seldir voru miðar fyrir 9,2 milljarða Bandaríkjadala á árinu. Hafa Hringadróttinssaga og Harry Potter hjálpað þar til. Miðar voru seldir fyrir meira en 200 milljónir dala á Turnana tvo á fyrstu tveimur vikunum. Samkvæmt könnun er birt var í Los Angeles Times hafa Bandaríkja- menn ekki farið meira í bíó frá því ár- ið 1959. Ástæðan er talin vera þörf til að sleppa frá ótta við hryðjuverk og kreppu. Vinsælasta mynd ársins var Spid- erman. Þemað í vinsælustu myndum ársins var oftar en ekki baráttan milli góðs og ills, sem virðist aldeilis eiga upp á pallborðið.                                                                                        ! " # $ "%      !  &   $      "               '()* +,), -.)- -+), --)/ ()' 0)' .)1 ')( ')1 /,,)- '(). '+). 10)' +,)- +.)* -()1 /',)+ //)/ -'.)( Leonardo DiCaprio og Steven Spielberg náðu ekki Hringadróttinssögu með myndinni Catch Me If You Can. Turnarnir enn í hæstu hæðum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.