Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 2
F Ö S T U D A G U R 1 0 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  TUNGLIÐ, TUNGLIÐ TAKTU MIG/2  LÍKAMSRÆKT - Á FLUGI Á FÓTAPRESSU/4  UNDARLEGT MÁL Í PRAG/6  EKKERT GRODDALEGT /7  AUÐLESIÐ EFNI/8  Á ÚTSÖLUNUM sem nú standa yf- ir í flestum tískuverslunum má gera góð kaup, hvort sem leitað er að tískufatnaði sem gildir í núinu eða klassískari fötum sem gætu átt lengri lífdaga. Afslátturinn er yf- irleitt á bilinu 30–70% og getur far- ið vaxandi eftir því sem lengra líð- ur á útsölurnar. Algengt er að gefinn sé 40% afsláttur. Því má slá föstu sam- kvæmt inn- lendu og er- lendu tískuáhugafólki að nú séu góð kaup t.d. í támjóum skóm, mussum, út- saumuðum fylgihlutum og fötum í hermannastíl. Bleikt og grænt eru með- al litanna sem verða í tísku í sumar og jafnvel lengur, hver veit? Buxur í her- mannastíl, svokallaðar „combat“ buxur í ýmsum litum, oftast dröpp- uðu, grænu, brúnu og jafnvel föl- bleiku eða hvítu, eru hátíska og þá allra helst við háhælaða skó. Buxur í þessum stíl má finna á mörgum út- sölum í ýmsum útfærslum, stuttar, dregnar saman að neðan, úr flaueli o.s.frv. Í Oasis eru þær t.d. brúnar stuttar og rykktar að neðan og með 40% afslætti kosta þær 4.790 kr. Karen Ómarsdóttir, verslunarstjóri í Oasis, segir að góð kaup séu m.a. í alls konar hermannalegum fötum, mussum og toppum með víðum ermum. Elín Þóra Ágústsdóttir, versl- unarstjóri í In Wear, segir að á út- sölum sé hagstætt að kaupa klass- ísk föt eins og dragtir og svartar buxur. Hún segir líka góð kaup í teinóttum buxum, flauelsjökkum sem gilda sem yfirhafnir í sumar og pilsum o.fl. í jarðarlitum. Hulda Há- konardóttir, einn eigenda Sand segir hagstætt að kaupa alls konar mussur úr þunnum efnum og ekki verra að þær séu bróderaðar. Efn- in léttist á sumrin og næsta sumar verði litirnir mikið bleikt og grænt. Teinótt gangi áfram, bæði í buxum og skyrtum. Gyða Ein- arsdóttir, verslunarstjóri í Cosmo, leggur áherslu á að hagstætt sé að kaupa klassískar dragtir á útsöl- unum núna, einnig gallaföt og yf- irhafnir eins og mokkajakka og skinnkápur. Enginn vetur er ennþá kominn fyrir alvöru og upplagt er því að kaupa sér vetrarkápu, trefil og þykka peysu á góðum afslætti til að nota í vetur og jafnvel um ókomna vetur. Margt gildir áfram næsta vetur af vetrarflíkum. Þar á meðal eru mokkajakkar og -kápur og allt skinn, ekta og gervi. Rúskinn- skápur og leðurjakka má finna á mörgum útsölum en rúskinn hefur verið vinsælt bæði í skóm og öðrum fatnaði undanfarið og verður það áfram. Löngu treflarnir eru til í miklu úrvali á útsölunum og angi af sama meiði eru klútarnir sem í sumar verða langir og mjóir. Hermenn í háhæluðum SKÓM  Ekkert groddalegt/B7 Efst eru brúnar buxur frá Oasis, rykktar að neðan, við háhælaða bandaskó og svarta þunna mussu. Þetta verður væntanlega áfram í tísku líkt og útsaumaða mussan frá Cosmo á myndinni fyrir neðan. Teinótta skyrtan lengst t.v. er vel við hæfi í sumar og ljósbláa ull- arpeysan, kemur sér vel í vetur, hvort tveggja fæst í Sand. Skinnkápan og gallabuxurnar frá Cosmo ásamt támjóum rúskinsskóm eiga sér framtíð og hermannajakkinn frá Oasis er ekkert á leiðinni úr tísku frekar en teinótta ullardragtin og stígvélin í In Wear búðinni. Morgu nblaði ð/Árni Sæbe rg 03  FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SEX NÚLL VÖRNIN Í HANDKNATTLEIK ER DEYJANDI VÖRN / C4 STEVE Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Birmingham, óskaði eftir því við forráðamenn Ipswich fyrr í þessari viku að fá Hermann Hreiðarsson að láni. Ipswich hafnaði þegar í stað beiðni Bruce en bauð íslenska lands- liðsmanninn til sölu fyrir 2,5 milljónir punda, sem samsvarar 325 milljónum íslenskra króna. Birmingham tók ekki þessu boði en keypti í staðinn annan leikmann frá Ipswich, Jamie Clapman, fyrir 1,3 milljónir punda og Stephen Clemence frá Tottenham fyrir 250.000 pund en sú tala getur hækkað upp í 900.000 pund nái leikmaðurinn að spila tiltekinn fjölda með liðinu. WBA gerði Ipswich í upphafi leiktíðarinnar tilboð í Hermann upp á 3,3 milljónir punda, 430 milljónir króna, sem var tekið en ekkert varð að félagaskiptunum þar sem Hermann vildi ekki ganga í raðir WBA. Ipswich bauð Hermann til sölu ALEXANDERS Pettersons, leik maður Gróttu/KR, æfir um þess mundir með danska úrvalsdeilda liðinu Team Tvis Holstebro, eftir því sem fram kom á heimasíðu félagsins. Þar kemur fram að Pettersons sé hjá félaginu við æfingar alla þessa viku með sam ing fyrir næstu leiktíð í huga. Einnig er sagt frá því að Petter- sons hafi mikinn áhuga á að leik Danmörku á næsta keppnistíma- bili en það muni skýrast eftir að hann hafi dvalið hjá félaginu í vi við æfingar hvort af samningavi ræðum verði. Þá kemur það einnig fram að Pettersons hafi verið bestur leik manna Gróttu/KR þegar þeir sendu Aalborg HSH út úr Áskor endakeppni Evrópu í síðasta má uði. Team Tvis Holstrebro er sterk asta félagslið Dana á vesturhluta Jótlands. Það varð til fyrir nokk um árum þegar lið Holstebro Håndbold 90 og Tvis KFUM voru sameinuð. Team Tvis Holstrebro er í 10. sæti í dönsku úrvalsdeild inni af 13 liðum með 10 stig þega þrettán leikir eru að baki. Petter- sons æfir Danmörku OLA Lindgren, fyrirliði sæns handknattleikslandsliðsins og le maður Nordhorn í Þýskalandi, te ur við þjálfun Nordhorn í vor þeg Kent-Harry Anderson flytur yfir til Flensborgar. Lindgren, s er 38 ára og er leikjahæsti lan liðsmaður Svía, hefur spilað 3 landsleiki og reiknar með að le sína síðustu landsleiki á HM Portúgal. Áður hafði hann ætlað s að leika með sænska landsliði fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu næsta ári. Lindgren gerði í fyrradag þrigg ára samning við Nordhorn, en ha er núverandi fyrirliði liðsins. Lindgren segist reikna með hætta að leika með sænska landsl inu að aflokinni heimsmeista keppninni. „Ef menn þjálfa í ef deild í Þýskalandi þá verða þeir einbeita sér að því. Það er ek mögulegt að hafa mörg járn í e inum á saman tíma,“ segir Lin gren. Lindgren hættir með Svíum r fékk mjög góða dóma fyrir ammistöðu sína í leikjunum hann spilaði og var í þrígang n maður leiksins. Jones, sem rðinn valtur í sessi eftir slakt i sinna manna á undanförnum m, ákvað að taka Ívar út úr u og í síðustu leikjum liðsins r hann ekki verið í leikmanna- um. afur Garðarsson, umboðsmað- vars, staðfesti í samtali við gunblaðið að ensku 1. deild- in Brighton og Sheffield Wed- ay hefðu sett sig í samband Wolves með það fyrir augum á Ívar að láni en því höfnuðu ðamenn Úlfanna. Þess má geta að knattspyrnustjóri Brig- hton er Steve Coppell, sem keypti Ívar frá ÍBV til Brentford á sínum tíma. „Ég vill komast á leigu en Jones hefur neitað því. Hann segir að ég sé í átján manna hópnum hjá sér og hann vill halda mér í honum. Mitt hlutskipti í dag er að vera fyrir utan liðið. Ég er að vonum svekktur að fá ekki tækifæri sérstaklega þar sem mér gekk vel. Ég hef aldrei verið í eins vel upplagður og einmitt nú, en maður verður bara að taka þessu og grípa tækifærið þegar það gefst,“ sagði Ívar við Morg- unblaðið. Úfarnir- vilja ekki lána Ívar KA 1. deildarliðið Wolves hefur hafnað beiðni tveggja enskra auk liða frá Norðurlöndum um að fá landsliðsmanninn Ívar Ingi- sson að láni. Ívar, sem gekk í raðir Úlfanna sl. sumar hefur verið kuldanum hjá knattspyrnustjóranum Dave Jones að undan- u– eftir að hafa verið fastamaður liðsins í upphafi leiktíðar. Morgunblaðið/Golli Á ferðinni! Þessi skemmtilega mynd sýnir Kolbrúnu Stefáns- dóttur, leikmann kvennaliðs Vals í handknattleik, á leið í hraðaupphlaup í leik gegn FH á dögunum. Fjórir leikir verða leiknir í 1. deild kvenna í kvöld – Valsstúlkur gegn Þór/KA leika á Akureyri. Á morgun taka Akureyrarstúlkur svo á móti liði ÍBV, sem leikur á Seltjarnarnesi í kvöld. LVÍKINGAR hafa fengið arískan körfuknattleiksmann ndsins til reynslu og mun væntanlega ganga til liðs Keflvíkinga á næstu dögum. ikmaðurinn heitir Edmund ders, er rúmlega tveir metr- hæð og 24 ára gamall. Hann sínum tíma með Connecti- háskólanum og varð há- ameistari 1999. Síðan þá hef- ann reynt ýmislegt en lítið gið og segir á heimasíðu fé- ns að ekki sé litið á hann sem tjörnu sem eigi að bjarga málunum heldur er hann ætlaður til að styrkja liðið undir körfunni. Damon Johnson og Kevin Grandberg eru samningsbundnir Keflavík en þeir eru báðir fæddir í Bandaríkjunum en eru nú með íslenskt ríkisfang. Hrannar Hólm, formaður Keflavíkur, sagði í gær að ólíklegt væri að liðið yrði með þá alla í herbúðum liðsins út leik- tíðina. „Saunders mun leika með Keflavík í kvöld gegn Njarðvík í bikarkeppninni, fáum við leik- heimild fyrir hann,“ sagði Hrann- ar. Saunders til Keflvíkinga KVEÐST SÆTA RÓGI Kjörstjórn Ísraels rauf í gær út- sendingu sjónvarpsávarps Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins, eftir að hann hafði sakað andstæð- inga sína, einkum Verkamanna- flokkinn, um „auvirðilegan róg“. Fylgi flokks Sharons, Likud, hefur hrunið, einkum vegna ásakana á hendur forsætisráðherranum og fleiri forystumönnum flokksins um spillingu. Bylting í meðferð hvítblæðis Bylting hefur orðið í meðferð ákveðinna tegunda langvarandi hvít- blæðis með tilkomu lyfs sem ræðst eingöngu gegn krabbameinsfrumum en lætur heilbrigðar frumur í friði. Lyfið hefur sárafáar aukaverkanir í för með sér og hefur stórbætt líðan sjúklinga. Hópuppsagnir boðaðar Samkvæmt könnun Samtaka at- vinnulífsins í desember hyggjast fyrirtæki fækka starfsfólki um 1,55% að meðaltali á næstu tveimur til þremur mánuðum. Fimmtungur fyrirtækjanna boðar hópuppsagnir. Kaupa 25% hlut í Stofni Sjóvá-Almennar tryggingar keyptu í gær 25% hlut í Eign- arhaldsfélaginu Stofni, móðurfélagi P. Samúelssonar sem er umboðs- og söluaðili fyrir Toyota-bifreiðar. Norðmenn gefa frest Íshús Njarðvíkur hefur frest til þriðjudags til að ljúka við fjár- mögnun vegna björgunar Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem liggur á 40 m dýpi við strendur Norður-Noregs. Annars munu Mengunarvarnir norska ríkisins grípa inn í og láta dæla olíu úr skipinu á kostnað eig- enda þess. Spurningum enn ósvarað Hans Blix, formaður vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi öryggisráðs samtak- anna í gær að mörgum spurningum væri enn ósvarað um vopnaeign Íraka. Eftirlitsnefndin hefði hins vegar ekki fundið órækar sannanir fyrir því að Írakar hefðu gerst sekir um skýlaus brot á ályktun örygg- isráðsins. Y f i r l i t ÁKVARÐANA er að vænta síðdegis í dag frá Landsvirkjun og Alcoa um hvort skrif- að verði undir samninga vegna álvers í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunar. Stjórn Alcoa kom saman til reglubundins fundar í New York í gær og stjórn Lands- virkjunar fundar í dag í höfuðstöðvum fyr- irtækisins. Tímaáætlun Kárahnjúkavirkjunar er á þá leið að orkusamningur milli Lands- virkjunar og Alcoa var áritaður í síðasta mánuði og arðsemismat kynnt. Verði nið- urstaða eigenda fyrirtækjanna jákvæð í dag er stefnt að undirritun orkusamnings- ins í byrjun febrúar næstkomandi. Sam- kvæmt orkusamningnum er miðað við að afhenda orku á fyrstu ker álvers Alcoa í Reyðarfirði vorið 2007. Ákvarðana að vænta í dag FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Viðskipti 12 Viðhorf 30 Erlent 14/16 Minningar 30/36 Höfuðborgin 17 Staksteinar 38 Akureyri 18 Bréf 40 Suðurnes 19 Dagbók 42/43 Landið 20 Fólk 44/49 Listir 21/22 Bíó 43/49 Menntun 23 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 24/25 Veður 51 * * * SJÖ manns voru handteknir í gær vegna bíræf- ins innbrots í verslun Hans Petersen í Reykja- vík ofarlega á Laugavegi snemma í gærmorg- un. Lögreglan handtók fyrst tvo menn en sleppti öðrum þeirra eftir yfirheyrslur. Þriðji maðurinn, sem talið er að tengist málinu, var eftirlýstur vegna gruns um aðild og fannst að lokum í Breiðholti. Þá endurheimti lögreglan hluta þýfisins, en aðallega var stolið stafrænum myndavélum að verðmæti um tvær milljónir króna. Þjófarnir notuðu jeppa sem þeir stálu stuttu áður til að brjóta sér leið inn í verslunina, en stór gluggi er á versluninni sem snýr út að götu. Þjófarnir voru um mínútu inni og létu greipar sópa. Viðvörunarkerfi fór í gang um leið og jeppinn fór í gegnum rúðuna. Örygg- isverðir, sem voru í nágrenninu, voru um mín- útu á leiðinni og mættu þá þjófunum. Björgvin Björgvinsson lögreglufulltrúi segir að örygg- isverðirnir hafi elt bílinn, en misst sjónar á honum í Meðalholtinu. Örfáum mínútum síðar hafi þeir fundið jeppann í Bólstaðarhlíð, en þá hafi þjófarnir verið á bak og burt með þýfið. Í gærkvöldi gerði lögreglan skyndihúsleit í íbúð í Breiðholti og fann þar þann eftirlýsta. Var hann handtekinn ásamt tveimur körlum og jafnmörgum konum. Einn hinna handteknu hef- ur verið eftirlýstur að undanförnu vegna meintrar glæpastarfsemi. Brutu sér leið í gegnum rúðuna á stolnum jeppa Morgunblaðið/Júlíus Sérfræðingur tæknideildar lögreglunnar rannsakar jeppabifreiðina sem notuð var í innbroti í versl- un Hans Petersen í gærmorgun. Þjófarnir notuðu jeppann til að brjóta sér leið inn í verslunina. Sjö manns hand- teknir vegna rann- sóknar málsins UPPHAF vetrarloðnuvertíðar lof- ar góðu um framhaldið en á fyrstu 10 dögum ársins hafa borist rúm 23 þúsund tonn af loðnu á land. Sjómenn fá töluvert lægra verð fyrir loðnuna en við upphaf síð- ustu vertíðar, sem skýrist fyrst og fremst af styrkingu krónunnar og lægra afurðaverði. Fiskimjölsverksmiðjur greiða nú um 7.500 krónur fyrir loðnu- tonnið sem er talsvert lægra en í upphafi vetrarvertíðar í fyrra en þá var upphafsverð um 9.500 krónur. Verðið lækkaði þá reynd- ar fljótt og var að jafnaði um og yfir 8.500 krónur framan af ver- tíðinni. Lækkun á hráefnisverði má fyrst og fremst rekja til óhag- stæðrar gengisþróunar en ís- lenska krónan styrktist um 13,5% á síðasta ári. Auk þess hefur verð á loðnuafurðum, mjöli og lýsi, lækkað nokkuð á heimsmarkaði. Í upphafi árs 2002 voru greiddar rúmar 6 norskar krónur fyrir kílóið af gæðamjöli en verðið er nú komið niður í 5,5 norskar krón- ur. Lýsisverð hefur einnig lækkað nokkuð á liðnu ári. Í upphafi síð- asta árs fengust um 630 dollarar fyrir lýsistonnið en verðið er nú um 540 dollarar fyrir tonnið. Mjög lítil hreyfing er nú á mjöl- og lýsis- markaði og má gera ráð fyrir að horfur á góðri veiði hér við land muni hafa töluverð áhrif á mark- aðinn með auknu framboði. Loðnuskipin hafa verið við veiðar austur af Vopnafirði og hefur veiðin þar verið þokkaleg. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson RE fann nýja loðnugöngu um 50 mílur norðaustur af Langa- nesi í fyrrinótt og virðist þar tölu- vert magn á ferðinni, stórar og þéttar torfur. Gengið rýrir hlut sjómanna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ÞÓRÐUR G. Ólafsson, yfirlæknir Læknavaktarinnar, segir að 171 einstaklingur hafi verið greindur með lungnabólgu í desember. Það séu heldur fleiri en í venjulegum mánuði. „Þetta er með því mesta sem ég hef séð hér á Læknavakt- inni í einum mánuði en hef engar skýringar á því.“ Þórður bendir á að það geti skekkt samanburðinn að aldrei hafi fleiri komið á vaktina í einum mánuði en sl. desember. Hann hafi ekki gert tölfræðilegan samanburð á mánuðum. Spurður um ástæður þess að fleiri hafi komið á Lækna- vaktina segir Þórður þær nokkrar. Margir frídagar hafi verið í mán- uðinum þar sem hátíðisdagarnir voru í miðri viku. Þá þurfi fólk að leita á Læknavaktina eftir þjón- ustu. „Við merktum það líka að það var takmarkaður aðgangur að barnalæknavaktinni og svo hefur verið heldur meiri straumur af Suðurnesjamönnum hingað,“ segir Þórður. Fjölgun heimsókna sjúk- linga stafaði því frekar af ytri að- stæðum heldur en að landsmenn hafi almennt verið veikari. Nýliðinn desember var einn hinn hlýjasti hér á landi frá því mæling- ar hófust um 1820. Þórður segir að lungnabólga þurfi alls ekki að tengjast miklum kuldum. „Hún gerði það í gamla daga þegar fólk var illa útbúið, bjó í lélegum og illa loftræstum húsakynnum. Því er ekki til að dreifa í dag heldur frek- ar smithættunni.“ Það fari eftir tegundum hversu smitandi lungna- bólgan sé. Þórður segir að flensan hafi lítið látið á sér kræla enn sem komið sé hér á landi. „Hún virðist ekki hafa náð sér neitt á strik og enginn greint hana ennþá þó að læknar hafi velt fyrir sér einu og einu til- viki.“ Hann segir að ekkert þurfi að vera óvenjulegt við það. Í fyrra hafi hún náð hámarki í mars og apríl. „Mér finnst ólíklegt annað en að hún hljóti að fara að koma. Annað væri frekar óeðlilegt.“ Heimsóknir á Læknavaktina aldrei fleiri en í síðasta mánuði Óvenjumargir hafa greinst með lungnabólgu SIGTRYGGUR Hreggviðsson, góðborgari á Eskifirði, ætlar að draga fána bandaríska álfyrirtækisins Alcoa að húni í dag vegna væntanlegs samþykkis stjórnar fyrirtækis- ins fyrir byggingu álvers í Reyðarfirði. Einn af forstjórum Alcoa heimsótti Aust- urland í haust og þá nefndi Sigtryggur hvort ekki væri mögulegt að fá fána fyr- irtækisins afhentan. „Þeir fögnuðu þessari hugmynd. Ég fékk hann síðan sendan að ég held alla leið frá Ástralíu,“ segir Sigtrygg- ur. Þau boð hafa verið látin út ganga meðal íbúa Fjarðabyggðar að safnast saman til fagnaðar í Reyðarfirði í kvöld. Ef leyfi fæst stendur til að hafa flugeldasýningu fyrir of- an bæinn og draga fána að húni. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sigtryggur Hreggviðsson (t.v.) og Þor- valdur Einarsson halda á milli sín fána Al- coa sem verður flaggað í dag. Flaggar fána Alcoa í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.