Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Spurning ársins Snjóleysið í skíðabrekkunum Þarf mun minni snjó en áður LANGIR hlýinda-kaflar á vetrumboða ekki gott fyr- ir ört stækkandi hóp skíða- og snjóbretta- áhugamanna, því þá er erfitt að halda skíðasvæð- um opnum vegna snjó- leysis. Nú, eða það er hreinlega ekki hægt að opna þau eins og raunin er þennan óvenjulega vet- ur. Morgunblaðið ræddi við Grétar Hall Þórisson, forstöðumann skíðasvæð- isins í Bláfjöllum. – Er bara alls enginn snjór þarna upp frá? „Nei, alls enginn og bara þoka og suddi. Ég held að það sé sama sagan á öllum skíðasvæðum landsins. Svo virðist sem landið sé hreinlega snjólaust.“ – Hvað gerir forstöðumaður skíðasvæðis? „Ég hef umsjón með öllu sem snýr að daglegum rekstri svæð- isins. Auk þess hefur mikil vinna hin seinni misseri farið í að vinna með Bláfjallanefnd að mótun framtíðarstefnu fyrir svæðið. Ég er starfsmaður Bláfjallanefndar sem er starfrækt í gegnum Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, en alls eru 13 sveit- arfélög sem eiga aðild að Blá- fjallanefnd. Þessi vinna felst í skilgreiningum og skipulagningu og er vel á veg komin.“ – Er ekki verulega pirrandi að vinna að framtíðarskipulagi skíðasvæðis og horfa upp á snjó- leysi vetur eftir vetur? „Þetta fer nú allt eftir því hversu langt við lítum aftur með viðmið í huga. Það var t.d. opið hér í Bláfjöllum 75 daga 1999– 2000. Að vísu var aðeins opið 28 daga í fyrra. Vissulega hafa þessi vetur og sá síðasti verið verulega sér á báti og vonandi að úr rætist hjá okkur. Því má heldur ekki gleyma í umræðunni um hlýindi og snjóleysi að veðurathuganir og snjómælingar miðast að mestu eða öllu leyti við láglendi þannig að hér getur snjóað þótt rigni annars staðar. Til þessa hefur þó verið of hlýtt til þess.“ – Hvað þarf að ganga á til að úr rætist? „Nú orðið þurfum við mun minni snjó en áður til að geta opnað. Ég myndi halda að ef ég fengi góða stórhríð í sólarhring og svona 40 sentimetra af blaut- um þéttum snjó, þá gæti allt far- ið hér á fullt.“ – Hvers vegna þarf minni snjó nú en áður til að opna brekk- urnar? „Það stafar af mikilli vinnu sem hér hefur verið lagt í við að slétta úr brautum og reisa snjó- söfnunargirðingar. Fyrir fáum árum þurfti alveg helmingi meira, eða að minnsta kosti 80 sentimetra af snjó til að geta opnað heilsteyptar brautir.“ – Hvað með veturinn, ertu bú- inn að gefa þetta frá þér? „Nei, alls ekki. Ég fer kannski að ör- vænta aðeins ef ekkert hefur gerst um miðjan febrúar. Það er ekkert nýtt að hér séu rigningar og hlýindi í janúar. Vandamálið núna er að það er alls enginn grunnur og að því leyti lítur þetta með verra móti út núna. En það er alger- lega ótímabært að örvænta. Blá- fjallasvæðið var t.d. ekki opnað fyrir almenning síðasta vetur fyrr en 23. febrúar. – Væntanlega logar síminn? „Skíðasvæðið í Bláfjöllum er með símsvara og síðan höfum við nýlega opnað heimasíðu, skida- svaedi.is, þannig að við lendum ekki í símaálagi.“ – Maður hefur stundum heyrt talað um gervisnjó ... „Það eru tvær byssur á Henglasvæðinu og þar hefur ver- ið framleiddur snjór síðustu vet- ur. Þetta er ekki fýsilegur kostur í Bláfjöllum, það þarf gífurlegt vatnsmagn í svona framleiðslu og slíkt vatnsmagn er ekki að hafa á svæðinu auk þess sem það þarf kaldara veður til að byssurnar virki. Það er miklu raunhæfari kostur og skynsamlegri að halda áfram að vinna á svæðinu, slétta brekkurnar og svoleiðis sem mið- ar að því að hefta foksnjó. Mjög mikið af skíðasnjó í Bláfjöllum er ekki snjór sem fellur á svæðinu, heldur skefur um það.“ – Nú er skíða- og snjóbretta- fólk mjög stór hópur fólks, eru menn ekki farnir að ókyrrast ... og eru engin úrræði? „Þetta eru vissulega kraft- miklir hópar og spurning hverju þeir gætu áorkað ef á reyndi. Það eru t.d. nokkrar byrjendalyftur á höfuðborgarsvæðinu sem væri ekki mikið mál að byggja yfir. Það eru til mottur til að renna sér á. Það þarf bara að loka þær af. Við höfum oft rætt þetta okk- ar í millum, en það hefur ekki farið lengra. Þetta er ekki svo galið ef út í það er farið því lyft- urnar eru til og standa ónotað- ar.“ – Er ekki svolítið einmanalegt á fjöllum þessa dagana? „Einmanalegt? Nú það er nú eitthvað annað. Ég er með tíu manns í vinnu hérna og við erum þrjú hér allt árið. Ég er einmitt oft spurður um þetta, hvað við séum að gera hérna. En hér eru ellefu lyftur og lyftuhús, fimm troðarar, skálar, skemmur og veitingasala. Þetta kallar allt saman á eftirlit og viðhald. Síðan eru ný verkefni, t.d. erum við að setja 30 nýja stóla í lyftuna í Suð- urgili svo eitthvað sé nefnt. Þótt hér yrði snjólaust enn í 5–6 vikur hefði ég næg verkefni fyrir alla.“ Grétar Hallur Þórisson  Grétar Hallur Þórisson er fæddur 7. desember 1966 í Nes- kaupstað. Grétar er lærður vél- virki, útskrifaður frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1998. Hann hóf störf á skíðasvæðinu í Skálafelli árið 1991 og starfaði þar til árs- ins 1998 en hefur verið forstöðu- maður skíðasvæðisins í Bláfjöll- um allar götur síðan. Maki Grétars er Ólöf Anna Gísladóttir og eiga þau alls fimm börn. ... ef ég fengi góða stórhríð í sólarhring 99 980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.