Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR Ísraels úrskurðaði í gær að tveir umdeildir þingmenn úr röðum arabíska minnihlutans í landinu, Azmi Bishara og Ahmed Tibi, mættu vera í framboði í þingkosningunum 28. janúar. Þykir þetta auka líkurnar á að hægri- mönnum muni reynast torvelt að koma saman meirihluta á þingi þar sem arabískir þingmenn, sem nú eru 10 af alls 120, styðja oftast vinstri- flokkana. Spillingarmál hafa dregið mjög úr stuðningi við Ariel Sharon forsætisráðherra og Likud-flokk hans síðustu dagana og sýndi könnun vinstriblaðs- ins Haaretz í gær að Likud fengi aðeins 27 þing- sæti af alls 120. Samanlagt fengju þó Likud og aðrir hægriflokkar nauman meirihluta samkvæmt könnuninni, 61 sæti, og aðrar kannanir sýndu nokkru meira fylgi við Likud. En breytingin er mikil, fyrir fáeinum vikum var Likud spáð allt að 41 sæti. Verkamannaflokkurinn virðist lítið hagn- ast á erfiðleikum Likud en miðjuflokknum Shinui er spáð góðu gengi og allt að 17 sætum. Áður hafði sérstök kosninganefnd, skipuð hægrimönnum að meirihluta, bannað framboð ar- abísku þingmannanna tveggja á þeim forsendum að þeir hefðu æst til uppreisnar gegn Ísrael. Mennirnir segjast báðir vera andvígir ofbeldi en þeir hafi hins vegar mótmælt harðlínustefnu rík- isstjórnar Sharons. „Ekki munaðarlausir“ Tibi og Bishara fögnuðu ákaft niðurstöðu hæstaréttar í gær og sögðu að hún myndi sefa áhyggjur margra. „Arabar í Ísraelar munu fá á til- finninguna að þeir séu ekki munaðarlausir í lýð- ræðisskipulagi landsins, þeir séu borgarar Ísr- aels,“ sagði Bishara. Hann sagðist búast við að kjörsókn meðal araba í kosningunum 28. janúar yrði mikil og það myndi draga úr sigurlíkum Shar- ons. Um 17% ísraelskra borgara, rúmlega milljón manna, eru arabar og njóta að mestu sömu rétt- inda og aðrir Ísraelar, þeir mega þó ekki gegna herþjónustu. Uppreisn Palestínumanna á her- numdu svæðunum, sem staðið hefur frá haustinu 2000, hefur aukið mjög tortryggni milli arabísku- mælandi Ísraela og meirihlutans en fáir úr röðum arabanna hafa samt tekið beinan þátt í uppreisn- inni. Ríkissaksóknari Ísraels, Elyakim Rubinstein, hefur staðfest að lögreglurannsókn standi nú yfir vegna meints spillingarmáls er tengist m.a. láni sem Sharon og synir hans fengu frá suður-afr- ískum kaupsýslumanni, Cyril Kern, í fyrra til að endurgreiða ólögleg framlög til prófkjörsbaráttu árið 1999. Talsmaður s-afrískra stjórnvalda sagði í gær að afgreiðslu málsins yrði hraðað eftir mætti þar sem mönnum skildist að mikið lægi á. Mætti búast við yfirlýsingu frá S-Afríku um mál Kerns í lok næstu viku. Amram Mitzna, frambjóðandi Verkamanna- flokksins í embætti forsætisráðherra, kallar Shar- on nú „Guðföðurinn“ og vill að hann segi þegar af sér. Sjálfur segir Sharon að um „andstyggilegan róg“ sé að ræða og hann muni sanna sakleysi sitt með ótvíræðum gögnum. Framboð arabískra þingmanna leyft í Ísrael Reuters Arabíski þingmaðurinn Azmi Bashara fagnar úrskurði hæstaréttar Ísraels í gær. Kannanir sýna dvínandi stuðning við Sharon í kjölfar spillingarmála Jerúsalem. AP, AFP.s TALSMAÐUR rússneska utan- ríkisráðuneytisins vísaði því á bug í gær að rússnesk stjórn- völd hefðu boðið Saddam Huss- ein Íraksforseta hæli, í því skyni að forða stríðsátökum. Orðróm- ur um að þreifingar væru í gangi um að finna Saddam stað þang- að sem hann gæti farið í útlegð hefur skotið upp kollinum í fjöl- miðlum, m.a. í Þýzkalandi og Bretlandi. Samkvæmt þeim orð- rómi hafa ráðamenn í Kreml boðið Saddam hæli í Moskvu, fari hann átakalaust frá völdum í Bagdad. Herþotur farast TVÆR F-4-herþotur tyrkneska flughersins rákust saman á æf- ingu yfir suðausturhluta Tyrk- lands í gær. Báðar hröpuðu og áhafnirnar, alls fjórir menn, fór- ust. Þoka var þar sem árekst- urinn varð. Kona Aznars í framboð ANA Botella, eiginkona José Maria Aznars, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti formlega í gær að hún hygð- ist fara sjálf í framboð. Að viðstöddu fjöl- mennu liði blaðamanna og nokkrum forystumönn- um Þjóðar- flokksins, greindi hún frá því, að hún hygð- ist sækjast eftir kjöri í borgar- stjórn Madrídar í kosningum í maí. Indversk eld- flaug á loft INDVERJAR skutu í gær á loft meðaldrægri tilraunaeldflaug, sem borið getur kjarnorkuvopn og kölluð er Agni I. Talsmenn Indlandsstjórnar sögðu þó að tilraunin væri alls ótengd vær- ingum sem verið hafa að und- anförnu í samskiptum hermála- yfirvalda Indlands og Pakistans. Svör um Thule í júní PER Stig Møller, utanríkisráð- herra Danmerkur, greindi frá því í gær að beiðni bandarískra stjórnvalda um að fá að gera herstöðina í Thule á Norðvest- ur-Grænlandi að lið í fyrirhug- uðu eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna, yrði svarað í júní. Beiðnina lagði Bandaríkja- stjórn fram í desember. Svíar drekka meira SALA á áfengi í Svíþjóð hefur vaxið töluvert frá því landið gekk í Evrópusambandið fyrir sjö árum. Meðalneyzla Svía á hreinum vínanda hefur vaxið úr um átta lítrum á mann á ári fyrir áratug í um tíu lítra nú. Í sér- fræðiáliti sem birt var í gær er skýringanna að leita í lækkun gjalda á áfengi, sveigjanlegri af- greiðslutíma í vínbúðum og auknum kaupmætti. STUTT Saddam ekki til Moskvu Ana Botella TALSMAÐUR Suður-Kóreustjórn- ar sagði í gær, að Norður-Kóreu- stjórn hefði farið fram á viðræður milli ríkjanna síðar í þessum mánuði. Er það mat margra sérfræðinga og fréttaskýrenda, að Norður-Kóreu- menn séu að nota kjarnorkumálin til að neyða Bandaríkjamenn til að lýsa formlega yfir, að þeir muni ekki ráð- ast á landið og ætli að hefja olíuflutn- inga til þess á nýjan leik. Í gær var tilkynnt, að sendiherra N-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum færi hugsan- lega til viðræðna við Bill Richardson, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna hjá SÞ, í Mexíkó. Jeong Se-Hyun, einingarráðherra í suður-kóresku ríkisstjórninni, sagði í gær, að í viðræðum Kóreu- ríkjanna, sem munu líklega hefjast 21. þessa mánaðar, myndi Suður- Kóreustjórn leggja hart að stjórn- inni í Pyongyang að hætta við kjarn- orkuáætlanir sínar. Fréttaskýrend- ur eru hins vegar sammála um, að Norður-Kóreustjórn telji, að nú, þegar Bandaríkjastjórn er upptekin af Íraksmálunum, sé rétta tækifærið til að neyða hana að samningaborð- inu. Kjarnorkumálin séu eina tromp- ið, sem Norður-Kórea hafi, og það eigi að nota til að fá bindandi yfirlýs- ingu um, að Bandaríkjamenn muni ekki ráðast á landið og ætli auk þess að hefja aftur olíuflutninga til þess. Margir spá því, að Norður-Kóreu- menn hyggist einnig nota viðræð- urnar við Suður-Kóreumenn til að reka fleyg á milli þeirra og Banda- ríkjamanna. Muni þeir leggja áherslu á, að deilan um kjarnorku- málin standi á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna en ekki á milli Kóreuríkjanna. Réttast sé, að þau reyni að standa saman í stað þess að binda trúss sitt við útlendinga. Bandaríkjamenn hafa með óform- legum hætti lýst yfir, að þeir hafi ekki í hyggju að ráðast á Norður- Kóreu en Colin Powell utanríkisráð- herra viðurkenndi í gær í viðtali við Washington Post, að hugsanlega þyrfti eitthvað meira að koma til. N-Kórea nýtir sér eina trompið á hendi Viðræður milli Kóreuríkjanna um kjarnorkumál síð- ar í mánuðinum Seoul. AFP. SEXTÍU og fimm ára gömul kona, sem reykir 25 vindlinga á dag, kostar danska heil- brigðiskerfið um 292.000 ísl. kr. á ári hverju. Er þá allt tínt til, koma til læknis eða sjúkraþjálfara, lyf og önnur þjónusta heilbrigðiskerfisins. Jafnaldra hennar, sem aldrei hefur reykt, kostar kerfið ekki nema 96.000 kr. á ári. Er þetta niðurstaða út- reikninga, sem danska heil- brigðisstofnunin hefur gert fyrir Kaupmannahafnarborg eða stofnun á hennar vegum og fæst við að venja fólk af reykinganautninni. Er um að ræða meðaltalstölur, sem sýna þó vel, að tóbakið er dýrt spaug, ekki bara fyrir reykingamanninn, heldur samfélagið allt. Kom þetta fram á fréttavef Berlingske Tidende í gær. Áður hefur verið reiknað út, að kostnaður dansks sam- félags vegna reykinga sé næstum 41 milljarður ísl. kr. árlega og kemur hann af mestum þunga niður á sveit- arfélögunum. Til ríkisins renna hins vegar allir skatt- arnir af tóbakinu og þeir eru rúmlega 82 milljarðar ísl. kr. á ári. Dýrt spaug að reykja SÓLARGEISLAR brjótast í gegn um skýin yfir ísi lagðri höfninni í Hamborg, þar sem tveir drátt- arbátar sjást brjóta sér leið í gær. Vetrarríki er mikið þessa dagana um norðanvert meginland Evrópu; í Norður-Þýzkalandi hefur frostið verið í kring um tíu gráður. Sí- þykknandi ís á Eystrasalti hamlar þar mjög skipasamgöngum, einkum í Finnska flóa og Helsingjabotni. Veðurfræðingar segja að kulda- kastinu muni senn linna í Evrópu og spá hlýnandi veðri um helgina. Reuters Frost í Hamborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.