Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu SENDUM Í PÓSTKRÖFU Multi-vítamin og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Kaupfélag Eyfirðinga hefur um nokkurt skeið unnið að út- tekt á endurbyggingu húsanna við Kaupvangsstræti 6 á Ak- ureyri. Hús þessi eru staðsett neðst í svonefndu Grófargili og hafa lengstum gengið undir nafninu Bögglageymsluhús- in eða gamla mjólkur- og sláturhús KEA. Húsin voru fyrstu iðnaðarhús Kaupfélags Eyfirðinga á sínum tíma og eiga því merkilega sögu að baki. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarnotkun hús- anna en hér með auglýsir KEA eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í húsinu af einhverj- um toga, hvort heldur er í hluta húsanna eða að öllu leyti. Engin skilyrði eru sett varðandi þessa hugmyndavinnu en nauðsynlegt er að framtíðarhlutverk húsanna falli vel að hlutverki miðbæjar Akureyrar og ekki síst þeirri listastarf- semi sem búið er að byggja upp í Grófargili. Byggingarnar að Kaupvangsstræti 6 eru í fjórum hlutum, alls um 460 fermetrar. Elsti hluti húsanna er frá árinu 1907. Í framhaldi af hugmyndavinnu um nýtingu húsanna verður tekin ákvörðun um endurgerð þeirra og framkvæmdahraða. Öllum er frjálst að skila inn hugmyndum um framtíðarhlut- verk húsanna. Skila þarf inn lýsingu á hugmynd til KEA, annað hvort bréfleiðis merkt Kaupfélag Eyfirðinga, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri eða á tölvupósti á net- fangið kea@kea.is. Samhliða lýsingu á hugmynd þarf að koma þarf fram nafn og heimilisfang höfundar. Tillögum skal skila inn sem fyrst. Lífi hleypt í Kaupvangsstræti 6 - KEA auglýsir eftir hugmyndum um framtíðarstarfsemi í húsunum í Grófargili KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA STARFSEMI Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar, AFE, hefur ver- ið til endurskoðunar að undanförnu í ljósi breytinga á starfsumhverfi fé- lagsins. Þar er m.a. lagt til að fækk- að verði í starfsliði félagsins og að nafni félagsins verði breytt til að undirstrika breyttar áherslur í starfseminni. Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri AFE, sagði að unnið hafi verið að endurskipulagi á starfsemi félagsins samhliða endur- skoðun Akureyrarbæjar á þátttöku í starfi félagsins. AFE er rekið af sveitarfélögun- um í Eyjafirði en þar er Akureyr- arbær langstærsti eigandinn. Hólm- ar sagði að á meðal eigenda félagsins hefði komið fram áhugi á því að stokka upp starfsemina og þá ekki síst frá Akureyrarbæ. Hann sagði það dauðadóm yfir félaginu ef Akureyrarbær hætti aðild, enda greiðir bærinn um 70% af framlög- um sveitarfélaganna til rekstursins. Hólmar sagði að hugmyndin væri að þrengja starfssvið félagsins og skerpa áherslur. Því þurfi einhverj- ir aðrir að taka við hluta af þeim verkefnum sem þar hafi verið unn- in. Hólmar sagði lengi hafa verið uppi hugmyndir um stofnun mark- aðsskrifstofu í ferðamálum fyrir Norðurland og ef af verði þurfi að- komu sveitarfélaga að þeirri starf- semi. Hann sagði að ef einkaaðili er tilbúinn að taka ferðamálin upp á sína arma væri sjálfsagt fyrir AFE að segja skilið við þau. „Nú, eða að ríkisvaldið komi frekar að málum, eins og tilfellið er með Nýsköpunar- miðstöðina. Við þurfum því að end- urstaðsetja okkur í þessu um- hverfi.“ Lagt er til að nýjar áherslur í starfsemi AFE lúti m.a. að at- vinnuþróun, sem takmarkist við nýja markaði eða nýja vöru hjá starfandi fyrirtækjum. Unnið verði að því að laða að innlendar og er- lendar fjárfestingar og að unnið verði með Byggðastofnun að byggðaþróunarverkefnum. Þá er lagt til að AFE leiði verkefni um samræmda atvinnustefnu sveitarfé- laganna á Eyjafjarðarsvæðinu til næstu fimm ára í samvinnu við sveitarstjórnarmenn, fulltrúa fyrir- tækja og annarra þátttakenda í at- vinnulífinu. Þá skal félagið vera framkvæmdaaðili sveitarstjórna á verkefnum á sviði atvinnumála og vinna að þróunar- og markaðsverk- efnum sem snúa að því að efla svæð- ið og kynna það sem vænlegt til fjárfestinga og samstarfs. Starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í endurskoðun Hugmyndin að þrengja starfssviðið og skerpa áherslur UNG kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir lík- amsárás sem átti sér stað á sorp- haugum Akureyrarbæjar í Glerárdal haustið 2001. Einnig að greiða 75 þúsund krónur í skaðabætur ásamt vöxtum og sakarkostnaði. Konan var ákærð fyrir að veitast að annarri ungri konu með því að taka utan um háls hennar, þrýsta henni að skottloki bifreiðar, slá hana í andlit svo hún hlaut af bólgur og hrinda henni þannig að hún féll aftur fyrir sig og ofan í poll. Fram kemur í dómnum að tilefni árásarinnar megi að einhverju leyti rekja til þess að fáum dögum áður hafði lögregla haft afskipti af þremur ungmennum sem voru að sniffa gas í húsasundi á Oddeyri. Hafði lögregla tal af einu þeirra, stúlkunni sem fyrir árásinni varð, en hún greindi þá frá nöfnum félaga sinna, þ.á m. nafni stúlkunnar sem síðar réðst að henni. Með broti sínu rauf konan skilorð, en hún hafði í mars árið 2001 verið dæmd í 90 daga fangelsi vegna lík- amsárásar sem hún ásamt tveimur öðrum unglingsstúlkum framdi. Tekið er fram að dómari telur sér settar skorður á hvernig ákvörðun refsingar skuli háttað, en svonefnd samfélagsþjónusta komi ekki til álita, samkvæmt skilyrðum laga, þannig að dæma yrði konuna í fang- elsi. Með undanbragðalausri játn- ingu og því að hún var ung að aldri á verknaðarstundu þótti fært að fresta fullnustu refsingarinnar um þrjú ár, en frestun er þó bundin því skilyrði að konan sæti sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar á skilorðs- tímanum. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um erindi frá formönnum stéttarfélaga á Eyja- fjarðarsvæðinu sem sent var ráðinu skömmu fyrir jól, en í því var skorað á bæjarstjórn Akureyr- ar að taka þátt í að tryggja lága verðbólgu og stöðugt efnahagslíf á Íslandi með því að stilla hækk- unum á gjöldum í hóf. Á fundinum lagði Oktavía Jó- hannesdóttir, Samfylkingu, fram bókun þar sem segir að flokkurinn taki undir sjónarmið stéttarfélag- anna og að hann átelji sérstaklega 22,25% meðaltalshækkun á leik- skólagjöldum vegna barna ein- stæðra foreldra og námsfólks. Oddur Helgi Halldórsson, Lista fólksins, lagði á fundinum einnig fram bókun þar sem hann bendir á að a.m.k. 5 af þeim 7 formönnum sem undir bréfið skrifa séu áhrifa- menn innan Framsóknarflokksins á Akureyri, sem sé annar meiri- hlutaflokkurinn sem stendur að þessum hækkunum. „Formönnun- um er bent á að það sé kjörin leið að hafa áhrif á þessi mál innan síns flokks,“ segir í bókun Odds Helga. Bréf formanna stéttar- félaganna til bæjarráðs Kjörin leið að hafa áhrif inn- an flokksins „VEIÐIMENN í útnorðri“ er heiti á sýningu sem opnuð verður í Ket- ilhúsinu á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 11. janúar kl. 14. Sven Ludviksen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi, opnar sýninguna. Sýningin fjallar um löndin þrjú, Grænland, Ísland og Færeyjar, þar sem fólk hefur öldum saman búið við og í veiðimannamenningu og gerir það enn þrátt fyrir að samfélögin séu nú nútímaleg hátæknisamfélög. Sýningin byggist á þremur þáttum, listum, þjóðfræði og tækni á grund- velli veiðimannamenningar í lönd- unum þremur. Kjarni sýningarinnar er texti eftir prófessor Jóan Pauli Joensen og er hún hönnuð af lista- manninum Edvard Fuglo. Vestnorræna ráðið átti frum- kvæði að sýningunni en um er að ræða farandsýningu sem opnuð var í Færeyjum á liðnu sumri, þaðan var haldið til Orkneyja, þá til Dyflinnar og Reykjavíkur, en þaðan kemur sýningin til Akureyrar með liðsinni bæjarins. Frá Akureyri fer sýningin til Grænlands en verður svo að end- ingu sett upp á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Sýningin stendur til 9. febrúar næstkomandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þessi ísbjörn sem virðist vera í námunda við Akureyrarkirkju er hluti sýningarinnar um veiðimenn í útnorðri. Veiðimenn í útnorðri SÍÐASTI dagur jólatrjáasöfn- unar á Akureyri er í dag, föstu- daginn 10. janúar. Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar hafa í vikunni farið um bæinn og safn- að saman jólatrjám sem sett hafa verið út á gangstéttir. Auk þess sem markmið með þessari söfnun er að auðvelda bæjarbú- um að losa sig við trén er einnig horft til þess að minnka úrgang til urðunar en ætlunin er að endurnýta trén, þau verða kurl- uð niður og notuð til ræktunar- starfa og til stígagerðar. Þeir sem ekki nýta sér þessa þjónustu geta farið með tré sín á gámasvæðið við Réttar- hvamm. Jólatrjám safnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.