Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 31 ✝ Sólveig Axels-dóttir fæddist í Reykjavík 23. desem- ber 1933. Hún lést á Landspítalanum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Axel Sveinsson verkfræðingur, vita- og hafnarmálastjóri um skeið og yfirverk- fræðingur hafnar- mála, f. 3. apríl 1896, d. 14. nóv. 1957, og Guðrún Ólafía Sig- urðardóttir sauma- kona í Reykjavík, f. 14. okt. 1894, d. 14. júlí 1969. Hálfsystkini Sólveigar að föður eru Hulda Sveinsson, f. 6. janúar 1920, dóttir Aðalbjargar Sigur- björnsdóttir, f. 19. nóvember 1892, d. 6. apríl 1963, og Hlíf Borghildur, f. 5. okt. 1945, Bjarni Magnús, f. 18. mars 1947, og Hall- grímur f. 15. júlí 1948, börn Odd- nýjar Láru Emelíu Pétursdóttur, f. 3. nóv. 1912, d. 27. sept. 1989. Fyrra barn Sólveigar er Sig- urður Gunnarsson húsasmíða- meistari, f. 17. júlí 1955. Faðir hans var Gunnar Erlendsson tæknifræðingur, f. 2. jan. 1932, d. 28. mars 2002. Sólveig giftist 14. okt. 1969 Eyj- ólfi Guðbrandssyni, f. í Kambsnesi 19. mars 1931. Dóttir þeirra er Guðrún Friðbjörg kennari, f. 3. mars 1970, eigin- maður er Kristján Snær Karlsson húsa- smiður, f. 3. nóv. 1968. Synir þeirra eru: Karl, f. 25. maí 1994, og Eyjólfur Axel, f. 9. jan. 2000. Sólveig ólst upp á Brekkustíg 7 í Reykjavík hjá móður sinni. Hún útskrifað- ist úr Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1951 og stundaði nám í St. Restrup husholdningsskole í Dan- mörku 1951–1952. Sólveig lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands í okt. 1956. Hún var hjúkrunar- kona á Kleppsspítala 1956, í Óð- insvéum í Danmörku 1957, á Hrafnistu 1958–’60, Slysavarð- stofunni í Reykjavík og á Land- spítala 1961–’62, Vífilsstöðum og Reykjalundi 1963–’64, Borgar- spítalanum 1965–’68 og á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur 1969– ’73. Útför Sólveigar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í ársbyrjun 1953 hófum við 16 ungar stúlkur nám í Hjúkrunar- skóla Íslands. Sólveig er sú fyrsta okkar sem yfirgefur þennan heim. Sólveig var björt yfirlitum, bros- mild, með léttar hreyfingar. Hjá henni hafði valið staðið á milli Íþróttakennaraskóla Íslands og Hjúkrunarskólans. Hún hafði mik- inn íþróttaáhuga og fékk viðurkenn- ingu fyrir besta árangur í íþróttum á gagnfræðaprófi. Eftir það fór hún til Danmerkur í húsmæðraskóla en stundaði jafnframt íþróttanám. Hjúkrunarfræðin varð þó fyrir val- inu og hefur umhyggja Sólveigar fyrir öllum sem voru hjálpar þurfi eflaust ráðið starfsvali hennar. Við vorum í heimavist í þrjú ár, kynntumst vel og bundumst traust- um vináttuböndum. Frá þeim tíma eigum við margar skemmtilegar minningar. Sólveig var svo góð, hún vildi allt fyrir alla gera, það breytt- ist ekki þrátt fyrir langa og erfiða baráttu hennar við sjúkdóm sem breytti persónuleika hennar. Íþrótt- ir voru hennar aðal tómstundagam- an og þegar hún var nemi á Ísafirði veturinn 1954-’55 stundaði hún skíðaíþróttina af kappi og fór jafn- vel á skíði morguninn eftir næt- urvaktir. Meðan við vorum í hjúkrunar- náminu eignaðist Sólveig soninn Sigurð með unnusta sínum Gunnari Erlendssyni. Gunnar fór í tækni- fræðinám í Danmörku og leiðir þeirra skildu. Sólveig var einkabarn Guðrúnar móður sinnar og þær alla tíð mjög nánar. Hún annaðist barnið og þær bjuggu saman eftir að Sólveig lauk náminu. Sólveig kynntist eftirlifandi manni sínum Eyjólfi Guðbrandssyni 1968 og eignaðist með honum dótt- urina Guðrúnu. Það var ómetanlegt fyrir Sólveigu að eignast svo góðan lífsförunaut sem alltaf stóð eins og klettur við hlið hennar. Vegna veikinda sinna gat Sólveig ekki unnið mikið við það starf sem hún hafði valið sér og saknaði þess sárt. Hún var hins vegar duglegust af öllum í hópnum að halda síma- sambandi og víst er að við eigum allar eftir að sakna þess að heyra í henni, heyra hana segja frá börnum sínum og barnabörnum sem hún var svo stolt af. Fáir sjúkdómar eru þungbærari en geðrænir sjúkdómar og líðan sjúklinganna og fjölskyldna þeirra skilur enginn nema sá sem reynir. Okkur þótti öllum mjög vænt um Sólveigu og erum þakklátar fyrir þá góðvild og umhyggju sem hún sýndi okkur hverri og einni. Við þökkum einnig og virðum Eyjólf fyrir þann stuðning sem hann veitti Sólveigu í langri baráttu hennar við erfiðan sjúkdóm. Við skólasysturnar biðjum Eyjólfi manni hennar, börnum og barna- börnum Guðs blessunar um leið og við vottum þeim okkar innilegustu samúð. Bekkjarsystur úr Hjúkrunarskóla Íslands. Enn er rofið skarð í litla hópinn okkar í Vesturbænum er Sollý æskuvinstúlka okkar lést 2. janúar. Ef litið er til baka til áhyggjulausr- ar æsku þar sem alltaf var sól að manni fannst og dagurinn skemmti- legur leikur og vinkonurnar fjórar snertispöl hver frá annarri, þá er sem liðinn tími sé handan við horn- ið. Margs er að minnast og gægist fram hve við vinstúlkurnar gátum setið tímunum saman á vetrarkvöld- um og spilað Lúdó og hámark ánægjunnar var er móðir Sollýjar gaf okkur hálft epli hverri, það var ekki á hverjum degi sem hvílíkt sælgæti var á boðstólum og leikvöll- urinn var Vesturbærinn. Eða þegar Sollý bað mig eitt sinn að stytta fal- lega ljósa hárið sitt og skærin léku svo létt og hratt í hendi meistarans og það var svo gaman að klippa hár og allt í einu var styttingin komin upp í hnakka og við horfðum angist- arfullar hvor á aðra, en hárið síkk- aði og sólin skein. Sollý var einka- barn móður sinnar og ólst upp í skjóli hennar og móðurforeldra. Móðir hennar ræktaði alls kyns matjurtir í stórum garði er var baka til við húsið er ekki var algengt í þá daga, einnig vann hún við sauma- skap. Sollý var sérstaklega róleg og viðmótsþýð, það sem hún lagði til málanna í hópnum ef farið skyldi í einhverja ævintýraferð var ætíð yf- irvegað og engin fljótaferð í mál- unum er farið var langar hjólaferðir t.d. inn að Landspítala, hvað þá lengra og höfðu vinstúlkurnar þrjár oft hófstillt áhrif á einn ærslabelg- inn er var þar á meðal þeirra. Er Sollý óx upp varð hún mikill nátt- úruunnandi og ferðaðist vítt um landið. Er æskunni lauk fór Sollý í Gagnfræðaskóla og síðan í Hjúkr- unarnám. Um tvítugt trúlofaðist hún Gunnari Erlendssyni og eign- uðust þau soninn Sigurð. Þau fluttu til Danmerkur í nám og starf og tók Guðrún amma drengsins hann þá til sín. Með tímanum skildi leiðir með hinum ungu foreldrum og var það Sollý sár raun, hin ljúfa lund þoldi ekki það álag er var aðskilnaðinum samfara og fór þá að örla á þeim andlega sjúkdómi sem hún átti eftir að berjast við í gegnum árin. Seinna kynntist hún mikið góðum manni Eyjólfi Guðbrandssyni, þau giftust og eignuðust dótturina Guðrúnu. Er móðir Sollýjar dó, tók hún drenginn sinn til sín og reyndist Eyjólfur honum góður faðir. Eitt sinn er við hittumst þá sýndi Sollý mér sinn fallega blóma- og matjurtagarð sem hún sinnti af miklum áhuga. Þar sem við vinstúlkurnar bjuggum hver á sínu landshorninu var sam- gangurinn strjáll, en ætíð vissum við hver af annarri og hittumst þeg- ar tækifæri gafst til. Heilsu Sollýjar fór hrakandi með árunum. Börnin voru að heiman í skóla og vinnu, dóttir hennar giftist og stofnaði heimili. Sollý var mjög hreykin af litlu ömmudrengjunum sínum og talaði oft um þá. Eiginmaður henn- ar veitti henni alla þá alúð og umönnun er í hans valdi stóð í veik- indum hennar, einnig gætti hann dótturbarna sinna þegar þörf var á. Við þökkum æskuvinstúlku okkar fyrir ljúf og góð kynni og biðjum henni blessunar. Við vottum eig- inmanni hennar og börnum okkar dýpstu samúð. Guðbjörg Hannesdóttir, Sigurdís Egilsdóttir. SÓLVEIG AXELSDÓTTIR ✝ Gerður GuðrúnÞorvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1951. Hún andaðist á Hillerød Sygehus í Danmörku 10. desember síðast- liðinn. Faðir Gerðar var Þorvaldur Daní- elsson frá Kollsá í Hrútafirði, flugvéla- virki og húsasmíða- meistari, f. 8. júní 1920, d. 7. nóv. 1973. Móðir Gerðar er Hjördís Oddgeirs- dóttir frá Múlastöð- um í Flókadal, f. 12. maí 1929, hús- freyja og verslunarmaður, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Systkini Gerðar eru Eva G. Þor- valdsdóttir forstöðumaður, f. 30. apríl 1954, búsett í Reykjavík, kvænt Birni Gunnlaugssyni til- raunastjóra, f. 14. sept. 1956, Her- dís (Hedda) B. Þorvaldsdóttir, f. Hillerød Sygeplejeskole, f. 28. des. 1969, og eru börn þeirra Kaja, f. 10. sept. 2000, og Þorvaldur, f. 29. nóv. 2002. Gerður lauk kennaraprófi frá handavinnudeild Kennaraskóla Ís- lands 1973. Sama ár gerðist hún handavinnukennari við Fellaskóla og starfaði þar til ársins 1976, þeg- ar hún fluttist búferlum með fjöl- skyldu sinni til Danmerkur. Í Dan- mörku kenndi Gerður við Hareskov skole í Værløse 1977– 1980, Uvelse skole í Slangerup 1980–1987 og frá 1987 við Eng- holmskolen í Allerød. Gerður afl- aði sér viðbótarmenntunar í Køb- enhavns Dag- og aften seminarium til þess að standast kröfur sem gerðar eru til kennara þar í landi og varð fullgildur danskur grunn- skólakennari1984. Hún lauk prófi í skólabókasafnsfræðum frá Dan- marks Pædagogiske Universitet 1999. Útför Gerðar var gerð 14. des- ember frá Nørre Herlev Kirke í Hillerød og hvílir hún í grafreit við kirkjuna. Minningarathöfn um Gerði verð- ur í Laugarneskirkju í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 16. 10. des. 1955, d. 17. okt. 1989, og Óskar Már Þorvaldsson við- skiptafræðingur, f. 20. janúar 1962, búsettur í San Diego í Banda- ríkjunum. Eftirlifandi eigin- maður Gerðar er Tor- kil Frederiksen, ráð- gjafi hjá Fræðslu- og menningarmiðstöð í Karlebo, f. 18. feb. 1949. Fyrri eiginmað- ur Gerðar var Finn Söbjerg Nielsen, mat- reiðslumaður frá Kaupmannahöfn, f. 20. júlí 1944, þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru Þóra Pia Finnsdóttir, nemandi við Dansk Design Skole í Kaup- mannahöfn, f. 14. maí 1974, og Ida Hrönn Finnsdóttir, nemandi við Kaupmannahafnarháskóla, f. 10. apríl 1979. Sambýlismaður Þóru Piu er Jesper Søe, nemandi við Í Danmörku er siður að flétta pappírshjörtu fyrir jólin og Danir segja að jólin séu hátíð hjartans eða „julen er hjerternes fest“, en elsta varðveitta jólahjartað er fléttað af H. C. Andersen árið 1861. Alltaf þegar ég heimsótti Gerði systur mína í Danmörku var það mér sannkölluð hjartans gleði. Það var hátíð í hvert skipti sem við hittumst, sönn og inni- leg gleði þegar við gátum faðmað og kysst hvor aðra að góðum íslenskum sið. Sömuleiðis þegar Gerður var væntanleg til Íslands var það sérstök tilhlökkun fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Hún hafði góða nærveru og jákvæð áhrif á heimilisfólkið. Eftir fráfall Gerðar standa eftir kærar minningar um trygglyndan vin, næma og gefandi systur og hug- rakka konu, minningar sem erfitt er að tjá því að „ef til vill er endurminn- ingin ein hinn sanni raunveruleiki“. Bernskuheimili okkar á Tómasar- haga í Reykjavík stendur fyrir mér í ævintýraljóma. Þar bjuggum við í faðmi stórfjölskyldunnar. Á jarðhæð bjuggu föðurafi og amma ásamt yngstu föðursystur okkar, í risinu bjó eldri föðursystir okkar ásamt fjölskyldu sinni, og við bjuggum svo á annarri hæðinni ásamt móður- ömmu okkar. Þetta var dýrmætur tími sem mótaði fyrstu æskuár Gerð- ar. Strax í æsku urðum við Hedda, systir mín, mjög samrýndar, við vor- um öllum stundum saman, trúðum hvor annarri fyrir leyndardómum lífsins og hún var mín besta vinkona og leikfélagi. Þegar fjölskyldan flutt- ist í einbýlishús þar sem hvert systk- ini fékk sitt sérherbergi, leið ekki á löngu þar til við Hedda fluttum inn í sameiginlegt herbergi, við vildum helst vera nálægt hvor annarri og fara með kvöldbænirnar okkar sam- an. Þegar Hedda veiktist mynduðust órjúfanleg tengsl milli okkar Gerðar sem héldust ævilangt. Það voru ekki eingöngu erfiðir tímar sem bundu okkur saman heldur djúp virðing fyrir lífinu og sönn samskipti systra. Við nutum þess að hafa samband og lögðum rækt við að tengja fjölskyld- ur okkar saman. Gerður var minn trúnaðarvinur sem ég gat leitað til öllum stundum. Það skipti ekki máli þótt hafið skildi á milli okkar. Við hringdum reglulega til hvor annarr- ar og þegar tölvutæknin kom til sög- unnar reyndum við að notast við tölvupóst en gáfumst fljótlega upp á því, okkur fundust slík samskipti ekki nógu persónuleg. Gerður bjó það lengi í Danmörku að hún var orðin, eins og hún sagði sjálf, „bæði íslensk og dönsk“. Torkil og Gerður áttu samleið í frístundum sem og faglega og voru góðir vinir. Heimili þeirra í Hillerød var fallegt og nota- legt og stóð opið fyrir íslenska vini og vandamenn. Gerður náði góðum tökum á dönskunni og tileinkaði sér danska siði og venjur, en jafnframt hélt hún í margar íslenskar hefðir. Danir gera mikið af því að sigla en það var eitt helsta áhugamál Gerðar og Torkils. Seglskútur þeirra fengu allar íslensk heiti, sú fyrsta hét Trilla, síðan kom Sóley og síðast Kraka. Gerður hafði unun af því að sigla, vildi finna vindinn feykja um sig rétt eins og á Íslandi. Henni fannst einnig ögrandi verkefni að sigla, að ná valdi á siglingafræðinni og vinna samhent með Torkil við stjórn skútunnar. Í síðustu heim- sókn Gerðar til Íslands nú í haust var henni umhugað um að festa kaup á íslenskum fána fyrir skútuna. Það gilda ákveðnar reglur um það hve- nær megi flagga á skútum og Gerður ætlaði sér að draga bæði danskan og íslenska fána að húni. Gerður helgaði sig kennslu og ég fékk að fylgjast með því hvernig hún þroskaðist sem kennari. Við deildum saman áhuga okkar á fræðslu- og skólamálum. Hún sagði mér frá kennarastarfinu í Danmörku, nýj- ungum í kennsluháttum, breyttum gildum og kröfum sem gerðar eru til kennara. Ég fékk fréttir af safn- akennslu löngu áður en ég heyrði getið um slíka kennslu í íslenskum skólum. Gerður hafði góða yfirsýn og setti sér ávallt markmið sem hún reyndi að vinna að á hverju skólaári. Hún var hugmyndarík og skapandi og opin fyrir nýjum leiðum í kennsl- unni og sótti kraft og styrk í endur- menntunarnámskeiðum fyrir kenn- ara. Fyrir Gerði var það grundvallaratriði að hafa vinnufrið í kennslustund, ég minnist þess ekki að hún hafi talað um að hún héldi aga í kennslustundum sínum, heldur vinnufrið bæði fyrir nemendur og kennara. Henni var umhugað að mynda gott samband við foreldra, oft sagði hún að foreldrasamstarfið væri það erfiðasta í kennslunni en jafnframt eitt það mikilvægasta. Hún hafði tamið sér þolinmæði, nær- gætni, kunni að hlusta en var samt ákveðin og vissi að hverju hún stefndi. Oft bar hún undir mig hug- myndir sem henni lágu á hjarta og hún hafði áhuga á að framkvæma. Einna minnisstæðust er mér ákvörð- un hennar, þegar hún gerðist um- sjónarkennari í nýjum bekk, að skapa hefð fyrir því að fara út í skóg með nemendur einu sinni í viku allt skólaárið og dvelja þar hálfan dag í hvaða veðri sem var með skólatöskur og nesti. Markmiðið var að kynnast náttúrunni á mismunandi árstíðum, læra um lífverurnar í skóginum, taka þátt í gróðursetningu, teikna, syngja saman og læra að klæða sig eftir veðri. Þetta heppnaðist svo vel að þessi siður hélst í sjö ár eða þar til Gerður hætti að hafa umsjón með bekknum. Dætur Gerðar, Þóra Pia og Ida, eru mér ákaflega kærar. Báðar hafa þær verið duglegar að sækja Ísland heim og dvalið hér í lengri eða skemmri tíma, ýmist við vinnu eða á ferðalögum. Snemma kom í ljós að þær voru mjög stoltar af íslenskum uppruna sínum og hafa lagt sig fram við að tala íslensku, kynnast ætt- mennum sínum og íslenskri náttúru. Þær eru samrýndar systur, sam- band þeirra er náið og þær hafa stutt hvor aðra í gegnum tíðina. Hjarta þeirra rýmir ást og kærleika systra. Torkil, Ida, Þóra Pia og Jesper, ástvinamissir ykkar er mikill en þið geymið minningu um Gerði í hjarta ykkar, fagrar minningar sem Kaja og Þorvaldur fá hlutdeild í þegar þau vaxa úr grasi, því að „minningin lifir þó maðurinn deyi – björt eins og sól á sumardegi“. Eva G. Þorvaldsdóttir. GERÐUR G. ÞORVALDSDÓTTIR Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.