Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 19 HAGKAUP hafa ákveðið að hætta rekstri verslunar sinnar í Njarð- vík. Ekki hefur verið sagt hvenær. Öllu starfsfólki, um 35 manns, verður sagt upp störfum en reynt að bjóða þeim störf í öðrum Hag- kaupsverslunum. Til tals hefur komið að opna Bónusverslun í Reykjanesbæ en engin ákvörðun verið tekin um það. Stjórnendur Hagkaupa til- kynntu í gærmorgun starfsfólki verslunarinnar í Njarðvík þá ákvörðun að loka versluninni. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lokun hennar er liður í framkvæmd stefnumörkun- ar Hagkaupa til framtíðar. Vísað er til þess að rúmt ár sé liðið frá því Hagkaup opnaði stærstu versl- un landsins í Smáralind og hafi hún tekið mið af framtíðarstefnu- mörkun fyrirtækisins þar sem aukin áhersla sé á gott vöruúrval og betri verslanir fyrir viðskipta- vini. Ákvörðunin um lokun versl- unar Hagkaupa í Njarðvík sé tekin vegna þess að hún falli orðið illa að stefnumörkuninni, með tilliti til stærðar og vöruúrvals. Í versluninni er bæði matvara og sérvara og segir Finnur Árna- son, framkvæmdastjóri Hagkaupa, ekki unnt að bjóða þar það vöruúr- val sem Hagkaup vilji hafa í versl- unum sínum. Stjórnendur fyrir- tækisins hafi staðið frammi fyrir þeim valkostum að fjárfesta veru- lega í versluninni til að gera hana sambærilega öðrum Hagkaups- verslunum eða að loka. Fram- kvæmdastjórn Hagkaupa ákvað að hætta rekstrinum. Aðspurður tekur Finnur fram að viðskipti hafi heldur dregist saman í versluninni í Njarðvík en það sé ekki ástæðan fyrir lokun hennar. Ekki hefur verið upplýst hve- nær versluninni verður lokað, það verður tilkynnt á síðari stigum. Finnur lítur svo á að Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið séu á sama markaðssvæði og býður viðskipta- vini fyrirtækisins á Suðurnesjum velkomna í Hagkaupsbúðir á höf- uðborgarsvæðinu, til dæmis í Smáralind. „Eins og köld vatnsgusa framan í starfsfólkið“ Um 35 starfsmenn vinna hjá Hagkaupum í Njarðvík. Finnur segir að ganga þurfi frá starfs- lokum við fólkið en reynt verði eft- ir fremsta megni að leysa mál þess. Þannig verði reynt að bjóða starfsfólkinu störf í öðrum versl- unum Hagkaupa en þær eru á höf- uðborgarsvæðinu. „Við erum harmi slegnir. Það fá væntanlega 35 starfsmenn upp- sagnarbréf. Tilkynningin kom eins og köld vatnsgusa framan í þá,“ segir Guðbrandur Einarsson, for- maður Verslunarmannafélags Suð- urnesja. Hann segir þetta alvar- legt mál fyrir svæðið þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið, ekki síst meðal kvenna. Hagkaup séu stór kvennavinnustaður og því komi þessi ákvörðun sér einkar illa. Í nóvember voru 177 konur at- vinnulausar og svaraði það til 5% af vinnuafli á svæðinu og var það hið mesta á landinu. Síðan hefur konum fjölgað á atvinnuleysisskrá og þær voru orðnar 224 í gær. Guðbrandur segir að í ljósi þessa séu takmarkaðir vinnumögu- leikar í bili fyrir það fólk sem missir vinnuna hjá Hagkaupum. Hann bindur þó vonir við að ein- hverjir kunni að fá vinnu hjá Bón- usi ef ákveðið verður að setja upp Bónusverslun í húsnæðinu sem Hagkaup yfirgefa. Það verði hins vegar ekki margir starfsmenn. Ekki náðist í Guðmund Mar- teinsson, framkvæmdastjóra Bón- uss, til að spyrja um áform þess fyrirtækis. Á fréttavef Víkurfrétta er haft eftir honum að málið sé í skoðun en engin ákvörðun hafi verið tekin. Húsnæði Hagkaupa er í eigu Fasteignafélagsins Stoða hf. þar sem Baugur hf., móðurfyrirtæki Hagkaupa, Bónuss og fleiri fyr- irtækja, er stærsti hluthafinn. Ákveðið að loka verslun Hagkaupa Njarðvík Ljósmynd/Hilmar Bragi Verslun Hagkaupa er á Fitjum, við innkomuna í Reykjanesbæ. Litlir atvinnu- möguleikar á svæðinu fyrir þá 35 starfsmenn sem sagt verður upp HREPPSNEFND Vatnsleysustrand- arhrepps telur að Vatnsleysustrand- arvegur beri ekki þann 90 kílómetra hraða sem þar er leyfður og hefur skorað á Vegagerðina að lækka há- markshraðann niður í 70 kílómetra. Vatnsleysustrandarvegur, þjóð- vegur númer 420, liggur frá þorp- inu í Vogum með ströndinni og inn á Reykjanesbraut við Kúagerði. Við Voga var nýlega sett upp skilti sem sýndi að hámarkshraði væri 90 kíló- metrar. Birgir Þórarinsson, varaoddviti Vatnsleysustrandarhrepps og íbúi í Minna-Knarrarnesi, varð hissa á þessu og vakti athygli Umferð- arráðs og Vegagerðarinnar á mál- inu og tók það auk þess upp í hreppsnefnd. Í orðsendingunni kemur fram að hann ekur eftir þessum vegi á hverj- um degi, stundum oft á dag, og viti að vegurinn beri þennan hraða eng- an veginn. Bendir Birgir á að veg- urinn sé mjór og víkja þurfi vel út í kant þegar bíl sé mætt auk þess sem hættulega krappar beygjur séu á honum og blindhæð. Hámarkshrað- inn sé eigi að síður sá sami og á Reykjanesbrautinni. Fram kemur í svari Vegagerð- arinnar að 90 kílómetra hámarks- hraði sé á þessum vegi. Nýtilkomið hraðamerki er skýrt með því að í haust hafi verið tekin upp sú vinnu- regla að merkja hámarkshraða út úr þéttbýli. Áður hafi merki um að þéttbýli væri lokið verið látið duga. Hreppsnefndin hefur nú skorað á Vegagerðina að láta lækka há- markshraða á þessari leið niður í 70 km. Endanleg ákvörðun er hins veg- ar í höndum dómsmálaráðuneytis sem ákveður leyfilegan hámarks- hraða á þjóðvegum utan þéttbýlis. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gefið er til kynna að óhætt sé að aka á 90 kílómetra hraða þegar komið er út úr þéttbýlinu í Vogum en vegurinn er þó ekki talinn bera hraðann. Óska eftir að hámarks- hraði verði lækkaður Vatnsleysuströnd NOKKRIR íbúar í Reykjanesbæ sem þurfa á læknisþjónustu að halda standa í dag fyrir mótmæl- um gegn læknisleysi á heilsu- gæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík. Helga Valdimarsdóttir, öryrki í Njarðvík, segir að ástandið í heilsugæslumálum sé óviðunandi. Fólk þurfi á læknisþjónustu að halda, ekki síst fólk með börn, aldraðir, öryrkjar og aðrir sjúk- lingar. „Við fáum ekkert að vita hvað er verið að gera. Ef fólk vissi það yrði það hugsanlega rólegra,“ seg- ir Helga. Hún segir að um tíu manna hópur standi fyrir þessum mótmælum sem hefjast á heilsu- gæslustöðinni klukkan þrjú í dag. Þau muni skiptast á um að sitja þar þangað til einhver svör fáist og vonast til að fleiri leggi þeim lið. Tveir læknar starfa nú á heilsu- gæslustöðinni auk unglæknis sem er þar fram að helgi. Fram hefur komið að von er á þriðja lækninum til starfa um næstu mánaðamót. Mótmæli á heilsu- gæslustöðinni í dag Keflavík ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.