Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 33 fyrir að vera svo góð amma sem þú varst. Við munum sjást aftur. Sofðu rótt elsku amma. Þínar Helga Björk og Guðrún Harpa. Ein fyrsta minning mín um ömmu er þegar við vorum að labba út í Nátt- haga hönd í hönd og hún var alveg steinhissa á hvað litla trítlan komst hratt yfir og var skrefstór. Önnur þegar hún fór með mig fram í dal til að sýna mér svansungana, jú við sáum ungana en þurftum reyndar að hverfa frá í miklum flýti vegna þess að svanamamma var ekki hrifin. Flestar mínar minningar um ömmu eru tengdar Reykjarfirði þar sem hún bjó lengst af. Hjá henni dvöldum við flest sumur í góðu yfirlæti. Borðuðum hafragraut með súru slátri á morgn- ana áður en við héldum út á vit æv- intýranna yfir daginn. Ævintýrin voru af ýmsum toga bæði við leik og störf. Við lékum okkur við að veiða seiði í ánni, klifum fjöll, teiknuðum hús í fjörunni. Á vorin hjálpuðum við til við sauðburðinn, á sumrin við hey- skap og á haustin berjamór og slát- urtíð. Haustverkin áttu ekki eins við mig. Að fara í berjamó var svo sem í lagi ef allt mátti fara í munninn en leiðindi að þurfa að hafa með stærstu majonesfötuna hennar ömmu. Að horfa á eftir litlu lömbunum í slátrun var ekki fyrir litla sál og eitt sinn gladdi amma mig alveg ofboðslega þegar hún leyfði lítilli grárri gimbur að lifa sem ég var mikið búin að gráta yfir, já, svona var hún amma mín, vildi allt fyrir alla gera. Að fá að alast upp við svona frelsi í óspilltri náttúrunni, læra að meta lífið við leik og störf og vera samvistum við ömmu mína var ómetanlegt vega- nesti. Elsku amma, á aðfangadagsmorg- un þegar við borðuðum saman hafra- graut með súru slátri þá datt mér ekki í hug að það yrði í síðasta skiptið. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekkert meira eftir að hittast í þessu lífi. Ég veit að þú ert meðal ást- vina núna og það er mér huggun í sorginni. Takk fyrir allt saman, elsku amma mín, og sjáumst seinna. Þín Guðfinna Magney Sævarsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hún amma hefur nú kvatt þennan heim. Það er erfitt að kveðja svona góða konu, sem okkur þótti svo vænt um. Það var líka erfitt að horfa á hana ömmu sem alltaf var svo hraust verða svona veik. En núna líður henni miklu betur. Amma var okkur alltaf góð og heim til hennar vorum við alltaf velkomin, reyndar voru allir velkomnir til henn- ar ömmu og oft tókum við vinahópinn með okkur í Reykjarfjörð. Amma var mjög gestrisin kona, ef gesti bar að garði bauð hún þeim iðulega kaffi og oftast voru bakaðar pönnukökur með. Okkur fannst alltaf gaman að koma í Reykjarfjörðinn og það gaf okkur mjög mikið að fá að vera í svona mikl- um tengslum við náttúruna og dýrin. Við systkinin og frændsystkin vorum nú gjörn á að rífast um hver fengi að gefa heimalingunum og kálfunum, þá sá hún amma um að skipst væri á og allt yrði jafnt. Hjá ömmu fann maður alltaf fyrir væntumþykju og hlýju. Amma mundi alltaf eftir því þegar að við áttum af- mæli og alltaf gaf hún okkur afmæl- iskort sem hlýjaði okkur um hjarta- rætur. Amma var líka mjög gjafmild kona, hún gaf okkur öllum kindur sem eign- uðust síðan lömb og mikið var nú gaman að geta stært sig af því. Í okk- ar augum var hún amma hetja, að búa í Reykjarfirði ein með Dísu, snjó- þunga vetur og samgöngur lélegar og ekki áttu þær farartæki nema hálf ónýta traktora sem þær hvorugar keyrðu. Það var einnig sama hvernig veður var, hún fór alltaf út í fjárhús að gefa. Amma flutti svo til Hólmavíkur í næsta hús við okkur. Þá gat maður alltaf skroppið yfir og hún amma bauð okkur líka oft að koma í kaffi og ef við systkinin vorum ein heima þá hringdi amma í okkur og vildi ólm gefa okkur að borða. Þegar amma kom frá Bandaríkjunum gleymdi hún engum, allir fengu gjöf frá útlöndum. Þannig var hún alltaf gjafmild og góð og passaði upp á að allir fengju jafn mikið og engum væri mismunað. Elsku amma, takk fyrir allt saman. Allar góðu stundirnar og allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina, sérstaklega að fá að kynnast sveit- inni. Reykjarfjörður er staður sem okkur mun alltaf þykja vænt um og við munum heimsækja oft í framtíð- inni. Hún Eyrún litla skilur ekki af- hverju læknarnir gátu ekki læknað þig en eitt hafði hún á hreinu, að hún amma Finna væri fallegasti engillinn á himnum. Hjartkæra amma far í friði föðurlandið himneskt á þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin var, inn í landið unaðsbjarta englar drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Elsku amma. Þín er sárt saknað og við munum ávalt minnast þín. Og þeg- ar við segjum börnum okkar sögur getum við sagt sögur af henni ömmu sem var hetja, hjartahlý og góð. Það eru forréttindi að hafa átt þig fyrir ömmu. Við elskum þig. Kristjana, Steinunn Magney, Ágúst Einar og Hólmfríður Ýr. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. (Jón frá Ljárskógum.) Þetta ljóð kom upp í hugann þegar ég settist niður til að skrifa kveðjuorð um Finnu systur mína frá Reykjar- firði. Það er ekki ofsögum sagt að ævi Finnu var enginn dans á rósum. Að- eins 32 ára að aldri missti hún fyrri mann sinn, Pál, frá þremur ungum börnum þeirra. Þau höfðu rétt hafið búskap í Reykjarfirði og tók því við hörð lífsbarátta hennar við að ala ein önn fyrir börnum sínum. Seinna hóf hún sambúð með Ágústi og eignaðist með honum eina dóttur. Hann lést ár- ið 1995 eftir langvarandi veikindi. Fljótlega eftir að Finna og Páll hófu búskap í Reykjarfirði fluttist til þeirra Bjarnveig Björnsdóttir (Veiga) sem lést á tíræðisaldri árið 1971. Einnig bjuggu í Reykjarfirði feðginin Magnús Árnason og Kristín (Dísa) dóttir hans. Magnús lést í hárri elli árið 1978 en Dísa bjó hjá Finnu eftir það. Finna fann gleði og hamingju í fjór- um velgerðum börnum sínum, góðum tengdabörnum og barnabörnum. Þau voru alltaf boðin og búin að veita henni alla þá aðstoð sem hún þurfti. Oft var mannmargt í Reykjarfirði og þá sérstaklega á sumrin. Þá þurfti Finna að taka til hendinni því ekkert var keypt tilbúið á þeim árum. Vinnu- semi var henni í blóð borin og sleppti hún aldrei verki úr hendi. Hún var bókhneigð og mikil handavinnumann- eskja og báru heimili hennar vitni um hvoru tveggja. Finna var ákaflega hörð af sér. Dugnaður, ósérhlífni og umburðar- lyndi einkenndu hana. Hún var létt í lund og skemmtileg heim að sækja enda gestrisnin alltaf í fyrirrúmi. Hún var mjög félagslynd og ættrækin auk þess sem ættfræðin átti hug hennar allan. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm sem hrjáði hana síðustu 13 árin lét hún engan bilbug á sér finna. Hún var allt- af jafn jákvæð og bjartsýn sama hvað á bjátaði og mættu margir taka sér hana til fyrirmyndar hvað það varðar. Eftir að þær Dísa hættu búskap breyttist líf Finnu mikið. Við tóku ferðalög innanlands sem erlendis sem hún hafði mikla unun af. Ég sendi öllum vinum Finnu sem léttu henni erfiðar stundir í haust hlýjar kveðjur. Ég vil þakka öllum þeim sem rétt hafa henni hjálparhönd í gegnum tíðina. Síðast en ekki síst vil ég þakka Dísu minni allan þann stuðning sem hún sýndi henni. En hún gerði Finnu kleift að dvelja svo lengi í Reykjarfirði sem raun ber vitni, á staðnum sem hún elskaði. Ég hef henni mikið að þakka það sem hún var mér og mínum dætrum og kveð ég Finnu systur með söknuði og sorg í hjarta, blessuð sé minning hennar. Þóra. Hún Finna frænka er dáin. Hún fékk kallið á fyrsta degi nýs árs. Þær eru ófáar minningarnar sem þyrlast upp á tíma sem þessum. Allar stund- irnar sem við áttum í Reykjarfirði, allir kaffibollarnir sem við drukkum með henni á leið okkar út í Naustvík. Allar næturnar sem við eyddum hjá henni eftir að norðanrigningin hafði flæmt okkur frá Naustvíkinni. Alltaf var Finna boðin og búin að auðvelda dvöl okkar þar. Finna var alltaf til staðar fyrir okkur. Það viljum við þakka henni af heilum hug. Við viljum þakka henni það sem hún var okkur og mömmu. Það verður ekki samt að koma í Reykjarfjörðinn og áður. Þótt Finna sé farin vitum við að hún mun standa áfram á tröppunum við bæinn og veifa okkur á leið okkar út í Naustvík. Þannig er Finna, minning hennar mun lifa sterkt og við munum gera okkar til að halda minningu hennar á lofti. Við kveðjum ástkæra frænku okk- ar með djúpum söknuði, megi hún hvíla í friði. Blessuð sé minning Finnu í Reykjarfirði. Sandra, Steinunn og Arna. Lokið er erfiðu sjúkdómsstríði Guðfinnu Guðmundsdóttur en hún hafði síðustu misserin háð baráttu við illvígan sjúkdóm. Því stríði lauk á fyrsta degi nýbyrjaðs árs. Hún fædd- ist og ólst upp í Naustvík við Reykj- arfjörð en fluttist síðar í Reykjarfjörð og bjó þar í samtals 43 ár. Svo löng búskaparsaga á erfiðri og afskekktri jörð hlýtur að teljast einstök. Ekki síst í ljósi þess að snemma varð hún ekkja með ung börn og stóð frammi fyrir því að hætta búskap eða þrauka áfram. Guðfinna var mikil kjarnakona og kjarkmikil og gafst ekki upp. Hún hélt áfram búskap og Reykjafjörður- inn varð hennar starfsumhverfi mest allt hennar líf. Þangað var gott að koma og mörg og misjöfn erindin. Hún var fróð og minnug og hafði sterka réttlætiskennd. Hún hafði ákveðnar skoðanir á málunum og var ekkert að hvika frá þeim. Einangr- unin á veturna virtist ekki fá mikið á hana: ,,Vinnan dreifir huganum“ sagði hún. Guðfinna las mikið og skrifaði hjá sér minnispunkta og frá- sagnir af atburðum og því sem fyrir augu bar. Þetta hafði hún gert frá því að hún var ung. Einnig klippti hún út úr blöðum myndir og greinar sem vöktu áhuga hennar og átti þannig nokkurt safn af blaðaúrklippum. Það kom því enginn að tómum kofanum hjá henni þegar rætt var um liðinn tíma. Guðfinna var viljasterk kona og tók því með ótrúlegu æðruleysi þegar hún á sl. hausti greindist með ólækn- andi sjúkdóm. Það var merkilegt að heyra hvernig hún ræddi þessa stöðu af yfirvegun og hvernig hún hugðist verja þeim tíma sem eftir væri. Ég sá hana síðast nokkrum dögum fyrir jól. Það lá í loftinu hvert stefndi en hún bar höfuðið hátt og bauð í kaffi og veitingar að venju og spjallaði um daginn og veginn. Ég hugsaði með mér þegar ég fór ,,Það er mikil reisn yfir þessari konu.“ Ég og fjölskylda mín sendum Dísu og öllum öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Valgeir Benediktsson. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÓLÍNA AUSTFJÖRÐ, Bakkahlíð 39, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 4. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 13. janúar kl. 13.30. Erla Austförð, Jóhanna Austfjörð, ömmubörnin öll og fjölskyldur. Elskuleg frænka mín og systir okkar, LOVÍSA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Hlíðarenda, Ísafirði, Frakkastíg 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 9. janúar. Þorgerður Arnórsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir og aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HÓLMFRÍÐUR HILDIMUNDARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Stykkishólmi, lést á St. Franskiskuspítalanum í Stykkishólmi miðvikudaginn 8. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Kristinn B. Gestsson, Ingveldur Sigurðardóttir, Ingibjörg Gestsdóttir, Gísli Birgir Jónsson, Þórhildur Halldórsdóttir, Jónas Gestsson, Elín S. Ólafsdóttir, Ólafía S. Gestsdóttir, Þórður Á. Þórðarson, Hulda Gestsdóttir, Brynja Gestsdóttir, Ævar Gestsson, Alma Diego, Júlíana K. Gestsdóttir, Hermann Bragason, Hrafnhildur Gestsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÞORGERÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR JOHANSEN, Sóltúni 2, áður Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar. Rolf Johansen, Kristín Johansen, Bertha Ingibjörg Johansen, Hörður Sigurjónsson, Kitty Johansen, Gunnar Ingimundarson, Hulda Gerður Johansen, Steindór I. Ólafsson, Þórhallur Dan Johansen, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Thulin Johansen, Sjöfn Har, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GUÐMUNDUR JÚNÍ PROPPÉ, Æsufelli 2, Reykjavík, er látinn. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Guðrún Finnborg Guðmundsdóttir, Eyþór Benediktsson, Kjartan Óskar Guðmundsson, Rebekka Gylfadóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir, Jens Jensson, Íris Dögg Guðmundsdóttir, Unnsteinn Ingólfsson, Elísabet Proppé, Anton Proppé og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.