Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARSTJÓRN Reykja-víkur tekur á fundi ínæstu viku afstöðu tilbeiðni Landsvirkjunar um
ábyrgðir vegna Kárahnjúkavirkjun-
ar. Á þriðjudag skilaði eigendanefnd
Landsvirkjunar, sem í áttu sæti
fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborg-
ar og Akureyrarbæjar, skýrslu um
mat á arðsemisútreikningum Lands-
virkjunar. Kom þar fram að eig-
endanefndin telur yfirgnæfandi lík-
ur á jákvæðri ávöxtun eigin fjár af
rekstri Kárahnjúkavirkjunar.
Fyrir liggur að meirihluti Reykja-
víkurlistans er ekki samstiga í af-
stöðu sinni til eigendaábyrgðar
vegna Kárahnjúkavirkjunar en
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa
ekki gefið upp afstöðu sína opinber-
lega. Þá liggur fyrir að Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi F-
listans, er andvígur málinu.
Innan Reykjavíkurlistans hefur
verið gengið út frá að því að borg-
arfulltrúar gangi óbundnir til at-
kvæðagreiðslunnar og greiði at-
kvæði eftir sinni sannfæringu. Á
mánudag munu borgarfulltrúar
hans hins vegar hittast og fara yfir
málið út frá stöðu Reykjavíkurlist-
ans.
Andstaða vinstri grænna
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi og annar fulltrúi vinstri
grænna innan Reykjavíkurlistans,
segir andstöðu sína liggja fyrir. „Ég
er andvígur málinu yfirleitt. Arð-
semismatið breytir þar engu. Það
eru önnur sjónarmið sem liggja að
baki.“
Hvað arðsemismatið sjálft varðar
segir hann það gagnrýnisvert að eig-
endanefndin skuli ekki hafa svarað
margvíslegri gagnrýni og efasemd-
um sem komið hafi fram um for-
sendur arðsemismats. „Arðsemis-
mat er einungis útreikningur og ég
treysti mönnum í sjálfu sér til að
reikna rétt. En eru forsendurnar
sem menn gefa sér trúverðugar?
Þar finnst mér skorta ýmislegt,“
segir Árni Þór.
Hann vísar til samþykktar borg-
arstjórnar frá því í júní árið 2001 í
því sambandi. Þá var samþykkt
samhljóða (með hjásetu Ólafs F.
Magnússonar sem þá var borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins) tillaga
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra um að fyrir liggi ítar-
legar rannsóknir á umhverfisáhrif-
um framkvæmda. Í tillögunni sagði
m.a. að borgarstjórn teldi það vera
forsendu virkjunarframkvæmda að
„fyrir liggi vandaðir arðsemisút-
reikningar fyrir hverja einstaka
framkvæmd, svo vega megi og meta
efnahagslegan ávinning hverrar
framkvæmdar andspænis þeim
áhrifum sem hún hefur á umhverfi
og náttúru“.
Árni Þór segist „undrandi á að
nefndin skuli ekki hafa tekið þetta
alvarlega“.
Andstaða vinstri grænna við málið
kemur engum á óvart. Andstaða við
virkjunarframkvæmdir hefur verið
eitt af helstu baráttumálum flokks-
ins á landsvísu og Árni Þór hefur
ítrekað lýst því yfir að hann sé and-
vígur málinu. Hann segist ekki hafa
áhyggjur af því að ekki sé samstaða
innan Reykjavíkurlistans. Þetta sé
ekki mál meirihlutans heldur mál
sem Landsvirkjun komi með. „Okk-
ur ber ekki skylda til að hafa sam-
ræmda afstöðu og þetta mun ekki
hafa áhrif á meirihlutasamstarfið.
Úrslit málsins ráðast heldur ekki í
borgarstjórn. Það er sérkennilegt ef
menn ætla að afstaða einstakra
borgarfulltrúa ráði úrslitum.“
Óvissa með Samfylkingu
Meiri óvissa ríkir um afstöðu
Samfylkingarinnar og jafnvel borg-
arfulltrúar annarra flokka segjast
ekki gera sér grein fyrir því hvort
borgarfulltrúar Samfylkingarinnar
verði með, á móti eða sitji hjá við af-
greiðslu málsins. Formaður flokks-
ins, Össur Skarphéðinsson, hefur
lýst því yfir, jafnt á Alþingi sem í
fjölmiðlum, að hann sé „eindreginn“
stuðningsmaður virkjunarfram-
kvæmda og álvers á Reyðarfirði.
Nokkur þrýstingur mun vera á það
innan Samfylkingarinnar að borgar-
fulltrúar flokksins innan Reykjavík-
urlistans veiti málinu brautargengi.
Andstaða eða hjáseta í borgarstjórn
gæti haft slæm áhrif þegar í kosn-
ingabaráttu er komið. Þá má líta svo
á að þarna sé komið fyrsta „lands-
málið“ þar sem reynir á afstöðu
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
eftir að hún tók ákvörðun um að láta
af starfi borgarstjóra og fara í þing-
framboð. Ingibjörg hefur í opinberri
umræðu til þessa lagt megináherslu
á að arðsemi virkjunarinnar verði að
vera viðunandi. Þá er ljóst að í ljósi
þeirrar kreppu sem kom upp í
Reykjavíkurlistanum í kjölfar
ákvörðunar Ingibjargar hafa margir
áhyggjur af því að Kárahnjúkamálið
kunni að valda frekari spennu innan
listans.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinn-
ar hafa enn ekki tekið opinberlega
afstöðu með eða á móti málinu.
Gagnrýni þeirra hefur þó fremur
beinst að peningahlið málsins en
umhverfishlið. Hafa jafnt Stefán Jón
Hafstein sem Helgi Hjörvar, er á
sæti í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur,
lýst Kárahnjúkavirkjun sem „sósíal-
ískri framkvæmd“.
Stefán Jón segist ekki vilja taka
efnislega afstöðu til skýrslu eigenda-
nefndarinnar fyrr en hann hefur
kynnt sér hana til hlítar. Hann hefur
gagnrýnt forsendur arðsemismats-
ins og þá sérstaklega að umhverf-
isspjöll séu ekki metin til fjár. Hann
segist einnig setja spurningarmerki
við að ekki sé gert ráð fyrir að greitt
verði auðlindagjald og kostnaður
vegna losunarkvóta. „Þetta eru mín-
ir fyrirvarar nú þegar. Ég áskil mér
hins vegar rétt til að velta málinu
fyrir mér frá öllum hliðum. Við verð-
um að hafa hugfast að það er ekki
verið að greiða atkvæði um virkjun
heldur ábyrgð fyrir lánum.“
Skýr stuðningur
Framsóknarflokks
Afstaða Framsóknarflokksins er
hins vegar skýr og hafa fulltrúar
flokksins, þau Alfreð Þorsteinsson
og Anna Kristinsdóttir, bæði lýst yf-
ir stuðningi við málið. „Eigenda-
nefndin var sett á laggirnar að frum-
kvæði Reykjavíkurborgar til að
sannreyna að Reykjavík sé ekki að
taka óþarfa áhættu til að veita
ábyrgð fyrir þessu láni. Það er það
eina sem snýr að Reykjavíkurborg
varðandi Kárahnjúkavirkjun, hvort
við erum reiðubúin að veita ábyrgð
eins og aðrir eigendur. Það kemur
greinilega fram í skýrslunni að þessi
áhætta er sáralítil. Þess vegna er
það í mínum huga og borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins ljóst að við
munum samþykkja beiðni um að
veita þessa ábyrgð,“ segir Alfreð.
Hann segir aðspurður alltaf
slæmt ef ekki liggja fyrir hreinar
línur hvað meirihlutann varðar í
stórum málum sem þessum. Það hafi
þó legið fyrir frá upphafi að fulltrúar
vinstri grænna væru á móti af um-
hverfisástæðum og hann virði þau
sjónarmið.
„En nú ber þetta mál að með þeim
hætti að það er Landsvirkjun sem er
að leggja málið fyrir. Þetta er ekki
mál meirihlutans eins og þegar við
erum að virkja sjálfir. Þá verður að
vera eining hjá meirihlutanum fyrir
slíkri framkvæmd. Þannig að mér
finnst þetta ekki vera með sama
hætti. Borgarfulltrúar í meirihluta
og minnihluta verða að taka afstöðu
til málsins á sínum forsendum. Ég á
ekki von á öðru en að borgarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins muni styðja
það að veita þessa ábyrgð. Bæði
vegna þess sem fram kemur í eig-
endaskýrslu sem og vegna lands-
fundarsamþykktar Sjálfstæðis-
flokksins um stuðning við
Kárahnjúkavirkjun. Ég ætla hins
vegar ekki að segja þeim fyrir verk-
um.“
Tveir með, þrír á móti …
Það liggur því fyrir að tveir borg-
arfulltrúar Framsóknarflokksins
hafa lýst yfir stuðningi við ábyrgð,
tveir borgarfulltrúar vinstri grænna
eru á móti og fjórir borgarfulltrúar
Samfylkingar og óflokksbundinna
hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Þar
sem Ólafur F. Magnússon mun
greiða atkvæði gegn samkomulag-
inu þyrftu því að minnsta kosti tveir
borgarfulltrúar Samfylkingar að
greiða málinu atkvæði sitt til að
meirihlutinn í borgarstjórn nái því í
gegn. Ella ráðast úrslitin af afstöðu
Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar
hans hafa ekki gefið upp afstöðu sína
þótt flestir gangi út frá því að flokk-
urinn muni tryggja málinu brautar-
gengi ef á þarf að halda.
Tíminn mun svo leiða í ljós hver
áhrifin verða á samstarfið innan
Reykjavíkurlistans, sem enn er að
sleikja sárin eftir átökin yfir jólin.
Sumir fulltrúar flokkanna sem að
Reykjavíkurlistanum standa játa
fúslega að þetta mál sé að mörgu
leyti óþægilegt. Það sé það stórt að
erfitt sé að standa frammi fyrir því
að meirihlutinn standi ekki samein-
aður í málinu. Það má líka spyrja
hvort hægt sé að gera skýran grein-
armun á málum borgarinnar og
Landsvirkjunar. Þótt Landsvirkjun
komi með málið inn á borð borg-
arfulltrúa er það einmitt vegna þess
að Reykjavíkurborg er einn aðaleig-
andi fyrirtækisins.
Ábyrgð á ábyrgð
Ábyrgð eigenda Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar
verður tekin fyrir í borgarstjórn í næstu viku. Innan Reykjavík-
urlistans eru hins vegar skiptar skoðanir um málið. Steingrímur
Sigurgeirsson fjallar um þau viðhorf sem þar eru uppi.
sts@mbl.is
AFLABRÖGÐ á Snæfellsnesi hafa
verið treg að undanförnu, en þó
hafa helst línubátar fengið ágæt-
isafla. Heldur dauft hefur verið á
dragnótina, en aflabrögð netabát-
anna hafa þó skánað eftir heldur
dapurlegt haust. Þeir bræður á
Hafnartindi SH 99, Baldvin og
Sigurgeir, voru að landa afla
dagsins á Rifi, og var aflinn 700
kg eftir daginn, af góðum fiski.
En skipstjórinn Kristmundur var
í lest eins og góðum skipstjóra
sæmir.
Morgunblaðið/Alfons
Treg aflabrögð
á Snæfellsnesi
Ólafsvík. Morgunblaðið.
STJÓRN Íbúðaljánasjóðs hefur
ákveðið að verða við ósk ríkisstjórn-
arinnar og lækka nýlega ákvarðaða
vexti leiguíbúðalána og annarra pen-
ingalána en viðbótarlána. Í tilkynn-
ingu frá Íbúðalánasjóði í gær segir
að þetta sé gert í ljósi þeirrar lækk-
unar sem orðið hafi á ávöxtunar-
kröfu húsnæðisbréfa og húsbréfa
undanfarnar vikur.
Vextir vegna viðbótarlána Íbúða-
lánasjóðs verða óbreyttir 5,6% en
þeir voru lækkaðir við síðustu vaxta-
ákvörðun sjóðsins í árslok 2002.
Vextir vegna lána til almennra
leiguíbúða munu lækka úr 5,8% í
4,9%. Vextir annarra peningalána
munu hins vegar lækka úr 5,8% í
5,7%. Vextir þessara lánaflokka
verða því óbreyttir frá fyrra ári.
Fram kemur í tilkynningu stjórn-
ar Íbúðalánasjóðs að hún hafi ákveð-
ið að endurskoða vexti reglulega í
ljósi vaxtaþróunar á fjármálamark-
aði í stað einu sinni á ári eins og verið
hefur til þessa.
Vextir lána Íbúðalánasjóðs verða
því eftirfarandi:
1. Fasteignaveðbréf 5,1%.
2. Viðbótarlán 5,6%.
3. Leiguíbúðir:
a. háðar tekju- og
eignamörkum 3,5%.
b. samkvæmt sérstöku átaki 4,5%.
c. almennar leiguíbúðir 4,9%.
4. Greiðsluerfiðleikalán. Meðal-
vextir þeirra lána sem
skuldbreytt er.
5. Heimili og dagvistun
aldraðra 5,7%.
6. Leikskólar 5,7%.
7. Aukalán – lán til
einstaklinga með sérþarfir 5,7%.
8. Vistheimili fyrir börn og
unglinga 5,7%.
9. Viðgerðalán v/félagslegra
íbúða 5,7%.
10. Lán til tækninýjunga 5,7%.
Íbúðalánasjóður hefur ekki heim-
ild í lánsfjárhluta fjárlaga á þessu ári
til að veita lán til leikskóla, lán til
heimila og dagvistunar aldraðra og
lán til vistheimila fyrir börn og ung-
linga.
Líklegt að hækka þurfi vexti
Hallur Magnússon, yfirmaður
gæða- og markaðsmála hjá Íbúða-
lánasjóði, segir að ríkissjórnin hafi
farið fram á það við stjórn Íbúða-
lánasjóðs að vextir af peningalánum
sjóðsins yrðu óbreyttir frá fyrra ári.
Ástæðan sé fyrst og fremst sú hvað
hækkun á vöxtum af lánum til al-
mennra leiguíbúða hafi verið mikil,
þ.e. úr 4,9% í 5,8%. Hann segir að
ástæðan fyrir þeirri hækkun hafi
verið sú að á tímabilinu frá 1999 til
2002 hafi verið ákveðin aðlögun á
vöxtum af lánum til almennra leigu-
íbúða. Vextirnir hafi hækkað úr 3,2%
í 3,9% og svo í 4,9%. Ljóst hafi verið
að hækka þyrfti vextina enn frekar.
Hallur segir að ríkisstjórnin hafi
farið fram á það við stjórn Íbúða-
lánasjóðs fyrir um ári að hækkun á
vöxtum þessara lána yrði frestað, í
tengslum við svonefnd rauð strik
kjarasamninga. Orðið hafi verið við
því. Ljóst hafi hins vegar verið að
nauðsynlegt myndi reynast að
hækka vextina til að sjóðurinn myndi
ná upp því vaxtatapi sem hann hefur
orðið fyrir á undanförnum árum.
„Með hækkun vaxta af lánum
vegna almennra leiguíbúða úr 4,9% í
5,8% hefði vaxtatap Íbúðalánasjóðs
vegna þessara lána undanfarin fjög-
ur ár að öllu óbreyttu unnist upp á
átta árum,“ segir Hallur. „Sú tillaga
sem samþykkt var af stjórn sjóðsins
fyrir síðustu áramót hafði verið send
til umsagnar Seðlabankans og til rík-
isstjórnarinnar og hafði verið sam-
þykkt. En þegar til tók kom í ljós að
þessi hækkun á almennum vöxtum
hafði það mikil áhrif, til að mynda á
Búsetaíbúðir, að menn töldu ekki
rétt að hækka vextina þetta mikið á
einu bretti. Því var ákveðið að lækka
vextina aftur í það sem þeir voru áð-
ur, í ljósi þess sem er að gerast þessa
dagana varðandi ávöxtunarkröfuna.“
Hallur segir að tap Íbúðalánasjóðs
vegna neikvæðs vaxtamunar af al-
mennum leiguíbúðalánum hafi verið
á bilinu 35–45 milljónir króna á síð-
asta ári.
Íbúðalánasjóður lækkar vexti af peningalánum til fyrra horfs
Gert að beiðni
ríkisstjórnarinnar