Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 17 Á HVERJUM degi, eða allt að því, mætir Að- alsteinn Gíslason í bítið í Sundlaug Kópavogs. Þar situr hann í heita pottinum í dágóða stund áður en hann syndir 600 metrana í stóru laug- inni, skellir sér síðan í gufuna og endar á því að ganga einn hring í kringum laugina. Þá drífur hann sig í rennibrautina í hvert sinn, í fimm, tíu eða fimmtán skipti. Þetta væri kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að Aðalsteinn verður níræður á árinu. Aðalsteinn fluttist í Kópavoginn í kringum 1960 og hefur síðan farið daglega í sund, allt þar til í fyrra þegar læknarnir neituðu að gefa honum vottorð upp á sjónina þannig að hann gat ekki endurnýjað ökuskírteinið sitt. Því er hann nú háður því að fá far með öðrum til og frá sundlauginni og það hefur dregið ör- lítið úr ferðunum þótt enn heimsæki hann laugina svo til daglega. „Það er enginn efi að þetta heldur alveg líf- inu í manni,“ segir hann. „Ég hef verið svo heppinn að vera hraustur og þakka það því að ég ef aldrei verið svo frægur að kaupa mér eina einustu sígarettu. Ég þurfti að liggja á spítala fyrir nokkru og þeir höfðu orð á því hvað ég hefði góð lungu þannig að það hjálp- ar örugglega ákaflega mikið.“ Hefur gengið sem svarar níu skiptum á Everest Í febrúar árið 1991 var nýja sundlaugin í Kópavogi opnuð og seinna sama ár var renni- brautinni komið þar fyrir sem Aðalsteinn kann vel að meta. „Það er föst regla hjá mér að fara a.m.k. fimm ferðir á dag. Stundum fer ég 10 ferðir og jafnvel 15 og einu sinni fór ég 20 ferðir.“ Hann segir gott að láta fjölda ferð- anna hlaupa á fimm því þannig gangi betur að halda utan um það hversu oft hann hafi farið í rennibrautina í heildina. „Núna er ég búinn að fara 15 þúsund ferðir þannig að þetta safnast þegar saman kemur. Það var eiginlega tilviljun að ég byrjaði á þessu. Þegar ég var búinn með tuttugu ferðir dreif ég þær upp í hundrað og svoleiðis gekk það áfram.“ Hann segist ekki í vafa um ágæti renni- brautarferðanna fyrir líkama og sál. „Maður gengur fyrst upp 25 tröppur þannig að í raun geta allir farið sem geta gengið 25 tröppur því rennibrautin skilar öllu niður, það er eng- in hætta á öðru,“ segir hann og skellihlær. „Ég var nú að reikna það út að ég hef farið sex, sjö sinnum á Everest bara með því að ganga upp hjá rennibrautinni.“ Í ljós kemur að hann hefur gert gott betur en það því rennibrautin er 5,5 metrar á hæð og með því að hafa gengið þá hæð 15 þúsund sinnum er Aðalsteinn búinn að klífa eina 82.500 metra. Sem kunnugt er er Everest um 8.800 metrar að hæð og samkvæmt því hefur Aðalsteinn klifið Everest rúmlega níu sinnum. Krakkarnir eins og kríurnar En hvers vegna í ósköpunum er Aðalsteinn svona hrifinn af rennibrautinni? „Ég veit það svo sem ekki,“ segir hann. „Ég er nú gamall barnakennari og hef mjög gaman af að vera með krökkum. Maður er orðinn barn fyrir löngu í annað sinn.“ Aðalsteinn var sumsé farkennari í 10 ár upp úr árinu 1940 og er ekki í nokkrum vafa um að það sé eitt besta starf sem hægt er að stunda. „Maður var alltaf á úrvalsheimilum og ég segi alveg eins og er að ég hafði ekki hugmynd um hvað óþekkt barn var þegar ég var farkennari, það bara þekktist ekki.“ Hann segist hins vegar hafa mjög gaman af krökkunum í dag þótt það séu öllu meiri ærsl í þeim en krökkunum sem hann kenndi í far- kennslunni í gamla daga. „Þau garga hvert í kapp við annað og það minnir mig á kríuvarp- ið heima þegar kríurnar görguðu og maður heyrði ekki orða skil,“ segir hann hlæjandi og það er greinilegt að hann kann vel að meta þessi læti. Og Sundlaug Kópavogs fær ekki dónalega einkunn hjá Aðalsteini. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er besta sundlaug í heimi. Ég hef komið í sundlaugina í Crystal Palace í London og hún stenst engan samanburð við laugina hérna. Svo hef ég líka synt í Bergen og í Svíþjóð það er alveg það sama þar,“ segir hann en bendir þó á að alltaf megi bæta það sem gott er fyrir. „Það er bara eitt sem ég óska eftir að væri hérna og það er kaldur pottur sem maður getur synt í. Ég veit það færu fáir í hann til þess að gera en það færu alltaf einhverjir. Og best væri nú ef það gæti verið sjór í honum.“ Nálgast nírætt og skellir sér í rennibrautina í Sundlaug Kópavogs nær daglega „Orðinn barn fyrir löngu í annað sinn“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalsteinn hefur mjög gaman af krökkum enda var hann barnakennari á árum áður. Hann segir þó meiri ærsl í krökkum nú til dags: „Þau garga hvert í kapp við annað og það minnir mig á kríuvarpið heima þegar kríurnar görguðu og maður heyrði ekki orðaskil,“ segir hann. Kópavogur LOKAÐRI samkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis og þjónustu- íbúða fyrir aldraða í Sogamýri var hrundið af stað í gær með því að hönnunargögn voru afhent kepp- endum. Sjö hönnuðir voru valdir til keppninnar úr hópi 35 arkitekta- stofa sem óskuðu eftir því að taka þátt. Kostnaðaráætlun vegna verk- efnisins er 3 milljarðar króna. Þeir sem standa að framkvæmd- unum eru sjálfseignarstofnunin Markarholt, Reykjavíkurborg og ríkissjóður en áætlað er að í Soga- mýri verði 96 hjúkrunarrými og 78 þjónustuíbúðir fyrir aldraða í fjöl- býlishúsum sem þó verða með sér- býliseinkennum að sögn Eyglóar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Markarholts. Þá verður byggð 2.000 fermetra þjónustukringla þar sem áætlað er að verði dagvist, deild fyrir heila- bilaða, heimahjúkrun og göngu- deild. Eygló segir að þjónustu- kringlan verði eins konar hjarta svæðisins en þaðan munu leiðir liggja út í hjúkrunarheimilið og íbúðirnar. Alls verða byggingarnar á svæðinu um 16.300 fermetrar að stærð. Samkeppni um hönnun svæðis- ins var auglýst í byrjun október síðastliðnum og óskuðu 35 arki- tektastofur eftir því að taka þátt í keppninni. Forvalsnefnd hefur nú valið sjö arkitektastofur til þátt- töku í keppninni og fengu þær af- hent hönnunargögn í gær. Þessar stofur eru Arkibúllan, AT4 arki- tektar í samstarfi við danska arki- tektastofu sem heitir KØS, Batt- eríið, Gláma-Kím, Úti og inni, Stúdíó Grandi og Yrki. Að sögn Eyglóar fær hver stofa 700 þúsund krónur auk vsk. fyrir að skila inn tillögu en ein þeirra muni svo fá verkið í framhaldinu. Gert sé ráð fyrir að tillögum verði skilað 27. mars en niðurstöður samkeppninnar eigi að liggja fyrir 16. apríl. Í framhaldinu verði geng- ið til samninga við þá stofu sem verður hlutskörpust í samkeppn- inni og er reiknað með að það taki 8–10 vikur að fullgera svokallaðar bygginganefndarteikningar. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 3 milljarðar króna. Hefur Markarholt gengið til sam- starfs við Landsbanka Íslands vegna þeirrar fjármögnunar er snýr að framkvæmdum félagsins. Að sögn Eyglóar er reiknað með að hefja framkvæmdir upp úr haustinu og raunhæft sé síðan að áætla að hægt verði að hefja starf- semina í kringum áramótin 2004/ 2005. Heima er best „Þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem er hannað frá grunni hvaða þjónusta á að vera á svona stað og það er lögð gífurleg áherslu á að fólkið geti búið heima sem lengst,“ segir Eygló. „Þannig höfum við unnið út frá þeirri hugmyndafræði að heima sé best. Hugmyndin er að fólk geti búið þarna allt til enda og haldið reisn og virðingu á sínum heimavelli. Þannig geti það fært sig í íbúðir meðan það er hresst og síðan ef eitthvað bjátar á þá þekkir það svæðið og það sem er þarna í kring.“ Forveri Markarholts er sjálfs- eignarstofnunin Réttarholt sem byggði 60 þjónustuíbúðir í Hæð- argarði og afhentar voru árið 1991 og 1993. Í félaginu eru nú um 200 félagsmenn sem munu hafa for- gang að úthlutun íbúða þegar þar að kemur en úthlutun hjúkrunar- rýma verður með hefðbundnum hætti. Gert er ráð fyrir að um eins kon- ar búsetakerfi verði að ræða í íbúðunum. „Það verða ekki eign- aríbúðir með afsali,“ segir Eygló en bætir við að ekki sé búið að út- færa fyllilega með hvaða hætti íbúðirnar verða leigðar út. „Við er- um að horfa til þess að létta fólki daglegan rekstur og viðhald og það sé auðveldara að færa sig á milli þjónustu ef eitthvað bjátar á. Sömuleiðis erum við að hugsa til þess að fólk geti hugsanlega losað fjármagn og nýtt það á meðan það hefur löngun og getu til.“ Samkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis hafin Morgunblaðið/Árni Sæberg 35 stofur sóttu um að taka þátt í samkeppni um hönnun svæðisins en af þeim voru sjö valdar til þátttöku. Þeim voru afhent hönnunargögn í gær. Sogamýri                                

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.