Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ekki missa af þessu Útsalan hefst í dag 10—70% afsláttur af hestavörum, reið- og útivistarfatnaði Dæmi: Ástundarreiðbuxur, verð frá kr. 12.599 Úlpur, ótrúlegt úrval, verð frá kr. 5.999 Sælu skaflaskeifur, verð kr. 899 Póstsendum Háaleitisbraut 68 - Sími 568 4240 Ath. Opið sunnudaginn 12. janúar frá kl. 13.00—17.00 ALLTAF er stemning yfir því að fara í bíó í Action Christine Odéon, í götunni indælu sem er í vari fyrir mesta flaumi ferðamanna, þótt hún sé svona miðsvæðis. Það má til dæmis nálgast hana með því að fara frá St Michel á rue St-André des Arts, beygja til hægri á rue des Grands Augustins, svo til vinstri á rue Christine. Nú er sérstök gósentíð í þessu bíói, þangað til 21. janúar, með syrpu af myndum bandaríska leik- stjórans Nicholas Ray. Hann er sérstæður leikstjóri sem vann af mesta sköpunarkrafti milli 1947 og 1960. Flestar mynda hans frá þeim tíma eru einhvers konar meistara- verk, sterk og frumleg, oft ein- kennilega rómantísk og ljóðræn. Hann er átrúnaðargoð leikstjóra eins og Wim Wenders sem eru kenndir við nýbylgju, og hann gerði reyndar heimildarmynd um síðustu vikurnar í lífi Nicholas Ray. Frægasta mynd hans er líklega Rebel Without a Cause með James Dean, ein sem á alltaf erindi, eða eigum við að segja tímalaust verk um ungt fólk. Johnny Guitar er annaðtímalaust meistaraverk,vestri sem er alveg sér áparti, og það var sérstök ánægja að skoða hann aftur. Drif- krafturinn í myndinni er tvær kon- ur, heiftin í þeim og ástin. Þær eru þó nokkuð karlmannlegar, útibús- stjóri og kráareigandi í síðbuxum. Karlarnir bangsast þetta áfram undir áhrifum þeirra, flinkir með leikföngin sín, byssur og gítar. Kvennaráð hér eru ekki síður köld en í Íslendingasögum þar sem körl- um með leikföng þeirra tíma, boga og atgeira, var att út á foraðið. Ein setning í myndinni er í Gerplustíl þegar dugnaðarvargurinn Joan Crawford biður gítarskáldið að ljúga að sér, nákvæmlega eins og konan við sitt vandræðaskáld: „Og er gott að heyra þig ljúga. Ljúgðu.“ Samtölin eru dásamlega svöl og oft óvænt, og heilt gallerí af skarp- mótuðum persónum sem mælir þessar meitluðu setningar. Náttúr- an er ljúf og nálæg, og útlagar eiga sér hulinn heim bak við runu af fossum. Titillagið er seiðandi og vel til fundið í lokin meðan kossinn fer fram við fossinn. Söngurinn súper, enda leikstjórinn sérfræðingur í sveitatónlist og hafði útvarpsþætti um hana. Hugmyndin um einhvers konar paradís er oft skammt undan hjá Nicholas Ray. Ég gat ekki staðist það að skoða líka vistvænu bíó- myndina sem hann hafði það af að búa til strax árið 1958, Wind Across the Everglades. Hann var á undan sinni samtíð í það sinn og svo nógu slyngur til að taka tímann úr sam- bandi en myndin gerist um alda- mót. Hér er á ferðinni veiðivörður í Flórída sem tekst það á hendur að verja fuglalífið í fenjalandinu fyrir stórskotaliði útlægra bandítta. Þar er vísnasöngvarinn góðkunni, Burl Ives, í fararbroddi, óvænt ánægja. Myndin er furðulegt sambland af dýralífsmynd og reyfara, ógleym- anlegar senur úr fenjalandi og fuglaríki, og líka af ströndinni þar sem góðborgarar gera sér veislu og fá sér sundsprett á milli, í efnis- miklum aldamótasundfötum. Á meðal mynda í Nicholas Ray syrpunni í Action Christine eru nokkrar verulega sjaldséðar, þar á meðal The Savage Innocents frá 1961, mynd sem gerist meðal ínúíta, með Anthony Quinn og Pet- er O’Toole í aðalhlutverkum. Eitt- hvert kvikindið lét hafa það eftir sér að enginn léki illa hjá þessum leikstjóra, ekki einu sinni Anthony Quinn. Það var vel til fundið áþessu kalda sunnudags-kvöldi upp úr hátíðum aðtylla sér á hlýlegt veit- ingahús með útflúruðum sófum og sessum, Chez Clément, rétt hjá gosbrunninum á Saint Michel. Það eru til nokkrir staðir í viðbót í París af sömu tegund, með sama nafni, og þangað þykir svöngu fólki ekki síst gott að koma til að fá sér menu rotisserie, eitt og annað góðgæti steikt á teini, með salati og fleiru. Þetta kostar 15.90 evrur. Við bíó- félagarnir fengum okkur hins veg- ar lax í ýmsum útgáfum á einum platta; tartare, marineraðan, steiktan og reyktan. Þetta var gott á bragðið en kannski ekki svo æv- intýralegt fyrir Íslending. En hollt skyldi það vera – og þó, eftir á að hyggja, hversu hollt. Allt er eldis- lax í útlandinu nú til dags, bólusett og lyfjað. Það var hugsað með söknuði til meinhollra Íslandslaxa sem stukku upp fossa í norrænni paradís áður en nokkur maður hafði sest þar að og kallað heim- kynni sín. B í ó k v ö l d í P a r í s Johnny Guitar endurlitinn Eftir Steinunni Sigurðardóttur GAMANMYNDIN Analyze That er framhald af hinni vinsælu grínmynd Analyze This frá árinu 1999. Sú mynd skartaði Billy Crystal, Robert De Niro og Lisu Kudrow í aðal- hlutverkum og eru þau nú öll komin aftur í nýju myndinni í sömu hlut- verkum. Sagan segir af fyrrum maf- íuforingja, Paul Vitti, sem leikinn er af De Niro og verið hefur í fangelsi síðustu árin. Þegar hann loksins sleppur út, er augljóst að hann þarf að sækja sér sálfræðihjálp og leitar þá strax uppi sálfræðinginn Ben Sobel. Fljótlega kemst Vitti hins- vegar að því að það er öllu fremur sálfræðingurinn Ben Sobel sem þarf á verulegri sálfræðihjálp að halda. Líf Bens hefur tekið miklum breytingum frá fyrri myndinni. Pabbi hans er látinn og hann hefur tekið yfir stofuna hans. Mikil streita fylgir því og ekki gengur allt eins og vera ber. Á meðan er Paul að reyna að lifa venjulegu lífi og það án mafí- unnar og glæpa og endar sem ráð- gjafi við sjónvarpsþátt um mafíuna. Einn af aðalleikurunum, Billy Crystal, er í hópi framleiðenda myndarinnar. Handritshöfundar eru Peter Steinfeld, Peter Tolan og Harold Ramis, sem jafnframt er leikstjóri myndarinnar, en hann hefur lagt sína sérþekkingu á vogarskálar við gerð margra vinsælustu gam- anmynda, sem gerðar hafa verið til þessa. Frumraun sína sem leikstjóri þreytti hann við gerð gamanmynd- arinnar Caddyshack, en aðrar myndir hans eru m.a. Vacation, Club Paradise, Groundhog Day, Multiplicity, Stuart Saves His Fam- ily, Analyze This og Bedazzled. Lisa Kudrow og Billy Crystal snúa aftur í grínmyndinni Analyze That sem er framhald myndarinnar Analyze This frá árinu 1999. Fleiri þurfa sálfræðihjálp Sambíóin og Háskólabíó frumsýna Analyse That. Leikarar: Robert De Niro, Billy Crystal, Lisa Kudrow, Joe D’Onofrio, Joseph Bono, Jerome LePage, Anthony La- Paglia, Cathy Moriarty, Brian Rogalski, Reg Rogers, Thomas Rosales Jr., Mich- ael Stever og Joe Viterelli. SPENNUTRYLLIRINN The Transporter, sem frumsýnd verður í dag, fjallar um fyrrum sérsveit- armanninn Frank Martin, sem virð- ist lifa rólegu lífi við franska Mið- jarðarhafsströnd, en leigir í raun sjálfan sig út sem sendisvein. Hann tekur að sér að flytja ýmsan varning frá einum stað til annars og gildir þá einu hvort um sé að ræða lifandi eða dauða hluti. Nokkrar reglur hefur hann í hávegum. Í fyrsta lagi spyr hann aldrei neinna spurninga þrátt fyrir að svo virðist sem hættur kunni að leynast við hvert fótmál. Hann vill alls ekki vita nöfn vinnuveitenda sinna og forðast að breyta gerðum samningum. Hann kærir sig heldur ekki um að vita hvert er innihald þeirra pakka, sem honum er ætlað að flytja. Nýjasta sendiferð Franks virðist ekkert ólík þeim fjölmörgu öðrum, sem hann hefur tekist á hendur til þessa, en þegar hann stoppar BMW- inn sinn í vegkanti á leið sinni á áfangastað, sér hann hvar sendingin er allt í einu á hreyfingu. Frank brýtur reglu númer þrjú og kíkir á innihaldið, sem er kefluð fegurð- ardís. Nú neyðist Frank til að brjóta aðrar reglur, sem hann hefur einsett sér í starfinu sem leiðir af sér ban- vænar hættur. Það er fyrirtæki franska leikstjór- ans Luc Besson sem stendur að framleiðslu myndarinnar, en Besson skrifaði sjálfur handritið ásamt sam- verkamanni sínum, Robert Mark Kamen, sem einnig er handritshöf- undur The Fifth Element. Leikstjórinn Cory Yuen á að baki meira en þrjátíu myndir á heima- slóðum í Hong Kong og hefur komið nálægt flestum hliðum kvik- myndanna, ýmist sem leikstjóri, kvikmyndastjarna, handritshöf- undur, framleiðandi eða listráðu- nautur. Fyrsta bandaríska bíómynd- in, sem hann kom að var Lethal Weapon 4 og í kjölfarið fylgdu Romeo Must Die og X-Men. Sendi- sveinar spyrja einskis Spennutryllirinn The Transporter fjallar um fyrrverandi sérsveitarmann. Smárabíó og Regnboginn frumsýna The Transporter. Leikarar: Jason Statham, Shu Qi, Matt Schulze, Francois Berleand, Ric Young, Doug Rand, Didier Saint Melin, Tonio Descanvelle. Róbert Reynisson gítarleikari heldur burtfarartónleika frá Tónlist- arskóla FÍH kl. 17 í sal skólans. Róbert er fæddur 1978 á Akureyri og hefur numið við Tónlistarskóla FÍH frá árinu 1998. Einnig hefur hann stundað nám við Kungliga Musik Högskolan í Stokkhólmi og- Tónlistarskólann á Akureyri. Róbert hefur verið virkur í djasslífi yngri kynslóðarinnar og m.a. komið fram á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Auk þess að leika djasstónlist hefur Róbert leikið inn á hljómplötur með ýmsum flytjendum og komið fram með hljómsveitum á borð við 200.000 naglbíta og Ohgeath. Róbert er nú bú- settur í Zürich. Með honum leika Helgi Svavar Helgason á trommur og hljóðkára, Hrafn Ásgeirsson á ten- or og baríton sax og Davíð Þór Jónsson á píanó og rafeinda Zukk. Tónlistin sem þeir félagar leika er léttur nútímadjass sem Róbert hef- ur samið af þessu tilefni. Í DAG Róbert Reynisson gítarleikari. Díana Hrafnsdóttir myndlist- armaður opnar sýningu á leir- verkum í Gallerý Hár og list – Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði kl. 15. Sýningin nefn- ist Krossmörk og eru verkin öll unnin á þessu og á nýliðnu ári og er hennar þriðja einkasýning. Hún hefur auk þess tekið þátt í sam- sýningum. Díana útskrifaðist vorið 2000 með BA-gráðu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Gallerý Hár og list er opið virka daga kl. 9–18, laugardaga kl. 10– 13 og 14–17. Sýningin stendur til 1. febrúar. Rakel Kristinsdóttir opnar sýn- ingu á Kaffi Sólon í Bankastræti kl. 15 sem stendur til 7. febrúar. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.