Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ingibjörg Sigur-geirsdóttir fædd-
ist 8. janúar 1921 í
Borgarnesi en flutt-
ist þriggja ára gömul
til Hafnarfjarðar.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 2.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurgeir Ólafs-
son, sjómaður í Hafn-
arfirði, f. 19. septem-
ber 1895, d. 31.
janúar 1979, og Arn-
fríður Kristín Pét-
ursdóttir, f. 31. janúar 1890, d. 1.
september 1949. Systkini Ingi-
bjargar eru Ólafur, f. 3. júlí 1925,
eiginkona hans er Salvör Sumar-
liðadóttir, f. 6. nóvember 1923.
Helga, f. 11. maí 1923, eiginmaður
hennar var Bjarni Sumarliðason,
f. 4. febrúar 1921, d. 25. maí 1994.
Hinn 21. nóvember 1942 giftist
Ingibjörg Stefáni Ottó Helgasyni
múrarameistara úr Hafnarfirði, f.
23. október 1920, d. 21. júní 1956.
9. desember 1959 giftist hún aftur
og þá Kristjáni Þorlákssyni hval-
veiðiskipstjóra, f. 19. júní 1909, d.
21. október 2000. Þau bjuggu í
Reykjavík til 1973 en
þá fluttust þau til
Hafnarfjarðar þar
sem Ingibjörg bjó
alla tíð. Ingibjörg
eignaðist eina dóttur
með fyrri eigin-
manni sínum, Sú-
sönnu Kristínu Stef-
ánsdóttur, f. 27.
september 1938,
maður hennar er
Páll Ólason, frá
Siglufirði, f. 22. júlí
1937. Foreldrar Páls
voru Óli Ólsen, f. í
Færeyjum 8. nóvem-
ber 1899, d. 21. mars 1964, og
Þuríður Pálsdóttir, f. á Skógum í
Reykjahverfi í Suður-Þingeyjar-
sýslu 11. september 1902, d. 9. júlí
1968. Börn Súsönnu og Páls eru
Stefán Ottó, f. 6. mars 1958, d. 1.
mars 1989, og Þuríður, f. 24. októ-
ber 1960, maður hennar er Knút-
ur Kristinsson múrari, f. 2. janúar
1958, börn þeirra eru Súsanna
Kristín, f. 16. október 1981, Hólm-
fríður, f. 16. maí 1984, og Páll Óli,
f. 5. janúar 1991.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Söknuður en um leið þakklæti er
það sem kemur upp í huga minn er
ég með örfáum orðum minnist Ingi-
bjargar, minnar kæru tengdamóður.
Kynni okkar Ingibjargar hófust í
ágúst árið 1957 er dóttir hennar,
Súsanna, kynnti mig fyrir henni en
við Súsanna vorum orðin góðir vinir
á Siglufirði þar sem ég bjó og Sús-
anna hafði verið í vinnu og dvalið á
heimili vinkonu sinnar og bekkjar-
systur minnar úr skóla. Síðan ég
kynntist Ingibjörgu hefur ekki borið
skugga á kynni okkar. Ingibjörg
varð fyrir þeirru miklu sorg 21. júní
1956, að maður hennar, Stefán Ottó
Helgason múrarameistari andaðist,
hún þá aðeins 35 ára. Er ég flyt frá
Siglufirði í október 1957 flyt ég beint
inn á heimili þeirra. Nokkrum mán-
uðum seinna bætist lítill strákur,
Stefán Ottó, í hópinn. Ekki þurfti
mjög glöggan mann að sjá hversu
mikið líf og gleði var komin inn á
heimilið. Þannig var heimilið í rúm
tvö ár, og kynntumst við Ingibjörg
hvort öðru mjög vel. Ég sagði ein-
hverju sinni á þessa leið við hana er
hún var að hampa Stefáni Ottó
litlum að hún mætti ekki taka hann
fram yfir önnur barnabörn ef þau
yrðu fleiri. Hún lofaði því og við það
stóð hún svo sannarlega. Aldrei varð
ég var við annað en að dóttir okkar,
Þuríður, og svo langömmubörnin
eftir að þau komu, væru öll jafnkær í
hennar huga. Aftur á móti varð ég
og sjálfsagt einhverjir fleiri var við
að sá sem þessi orð ritar var tekinn
fram yfir aðra í fjölskyldunni. Þann-
ig hug bar hún til mín.
9. desember 1959 flytur Ingibjörg
frá okkur og stofnar nýtt heimili í
Reykjavík með Kristjáni Þorláks-
syni, hvalveiðiskipstjóra frá Súða-
vík. Kristján var starfsmaður hjá
Hval hf. til 1989 og var þar af leið-
andi að heiman í 4–5 mánuði á ári
hverju. Öll þau ár var Ingibjörg
meira og minna í samvistum við okk-
ur, barnabörn og barnabarnabörn
og naut hún og við þeirra stunda
enda var hún mikil fjölskyldukona.
Árið 1973 fluttu þau Kristján og
Ingibjörg til Hafnarfjarðar. Þá er
eins og hefjist nýr kafli í lífi hennar.
Hún komin nær okkur og á sínar
æskuslóðir. Hún fer að hitta sína
gömlu æskufélaga, fer að starfa í fé-
lagsmálum, t.d. í Kvenfélagi Hafn-
arfjarðarkirkju þar sem hún naut
sín mjög vel. Ég gat þess í minning-
argrein um Kristján fyrir rúmum 2
árum hvað hann var hagur í hönd-
unum og gerði t.d. mjög fagra muni
úr hvaltönnum. Ekki lét Ingibjörg
hann einan um listina því eftir að
hún varð sextug fór hún að fást við
postulínsmálun. Þar fann hún sig
heldur betur. Allt sem hún gerði er
hrein list. Allt var þetta gefið fjöl-
skyldu og vinum, lampar, vasar,
jólapostulín og margt, margt fleira.
Heimili mitt og dóttur minnar ber
þess glögglega merki um hversu
mikil list var í Ingibjörgu. Þó hún
væri í postulíninu gleymdi hún ekki
fjölskyldunni. Nú voru langömmu-
börnin komin. Ekkert gladdi hana
meira en að sjá þau og fá að hafa þau
hjá sér, mála postulín, baka með
þeim fyrir jólin og fylgjast með þeim
í skóla og gleðjast yfir velgengni
þeirra.
Síðustu árin voru Ingibjörgu erfið
vegna veikinda, sérstaklega síðasta
hálfa árið. Jólin voru þér erfið, Ingi-
björg mín, þar sem þú lást mikið
veik á sjúkrahúsi, en nú hefur þú
fundið frið í þínu hjarta.
Far þú í friði. Ég veit að vel verð-
ur tekið á móti þér.
Páll Ólason.
Elsku langamma.
Við systkinin viljum minnast þín
og þakka þér fyrir allar þær ynd-
islegu stundir sem við áttum saman.
Margs er að minnast og alltaf þótti
okkur jafn gaman að koma til þín á
Álfaskeiðið. Alltaf áttirðu eitthvað
góðgæti handa okkur, sérstaklega
munum við eftir rjómakúlunum í
nammiskálinni á stofuborðinu. Ófáar
voru helgarnar sem við fengum að
gista hjá þér og langafa. Þegar við
systurnar vorum litlar komst sú hefð
á að við komum til ykkar eina helgi í
desember og bökuðum hjá ykkur
piparkökur. Seinna bættist síðan
Páll Óli í hópinn. Í nokkur skipti
fengum við að gista þegar Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva
var í sjónvarpinu. Þá var nú gaman,
sérstaklega hjá okkur systrum. Þá
klæddum við okkur í fína náttkjóla
og fengum að mála okkur og gera
okkur dagamun.
Okkar fyrstu kynni af Sunnu-
dagaskólanum voru með þér, þú
fórst oft með okkur í kirkjuna þína,
Hafnarfjarðarkirkju. Þú kenndir
okkur margt sem við búum enn að í
dag, þar ber helst að nefna allar
bænirnar og að mála postulín.
Elsku langamma, við minnumst
þín með söknuði og minning þín mun
ávallt vera ljós í lífi okkar. Við viljum
kveðja þig með uppáhaldsbæninni
þinni sem er ein af þeim mörgu bæn-
um sem þú kenndir okkur:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Súsanna Kristín,
Hólmfríður og Páll Óli.
Í dag kveðjum við Ingibjörgu Sig-
urgeirsdóttur, félaga okkar í Kven-
félagi Hafnarfjarðarkirkju í marga
áratugi. Við minnumst hennar með
virðingu og þökk fyrir allt það sem
hún lagði að mörkum í félagsskap
okkar. Ingibjörg var mikil hann-
yrðakona, fjölhæf, vandvirk og list-
ræn. Það var sama hvort hún saum-
aði, heklaði eða málaði, allt var unnið
með nákvæmni og vandvirkni. Verk-
in hennar hafa lent á mörgum heim-
ilum félagskvenna í formi vinninga í
happdrættinu á árlegum jólafundi
félagsins. Á síðasta jólafundi félags-
ins sem haldin var fyrsta sunnudag í
aðventu mætti Ingibjörg hress og
kát. Gaf hún handmálaða postulíns
jólabjöllu sem dregið var um í happ-
drættinu sem hún afhenti þeirri
heppnu á fundinum. Ingibjörg var
mikið jólabarn.
Til kirkjunnar gaf hún altarisdúk
er hún vann sjálf, dúk með breiðri
heklaðri blúndu með helgum tákn-
um. Kökur gaf hún af mikilli rausn
þegar á þurfti að halda og fleira væri
hægt að telja, af mörgu er að taka.
Ingibjörg var alltaf svo kát þegar við
hittumst, oft heyrðum við hana
segja; „það er svo gaman í þessu fé-
lagi, hér eru svo góðar konur“.
Hennar verður sárt saknað á fund-
um okkar í framtíðinni.
Súsönnu, Páli, Þuríði og fjöl-
skyldu og ættingjum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Stjórn Kvenfélags
Hafnarfjarðarkirkju.
Það var árið 1985 sem leiðir okkar
Ingibjargar Sigurgeirsdóttur eða
Imbu lágu saman. Ástæða þess var
sú að við áttum allar sama áhuga-
málið, en það er postulínsmálun.
Nú á þessari kveðjustund þá er
við kveðjum vinkonu okkar með sár-
um söknuði er margs að minnast.
Ógleymanlegar voru stundirnar er
jólin nálguðust og við hlustuðum á
jólalögin og oftar en ekki sungum
með. Um jólaleytið eru samskipti
fólks oft með mildari hætti. Þetta
átti við um vinkonu okkar hana
Imbu. Boðskapur jólanna var ávallt
hennar förunautur. Það var eftir því
tekið hvernig hún talaði um fólkið
sitt og hugsaði til þess, og annað fólk
sem hún þekkti eða kannaðist við.
Hún var ólöt við að hvetja til þess að
við hittumst er hlé var gert á postu-
líns-áhugamálinu. Nú fyrir stuttu
var Imba að tala við okkur um að
hittast fljótlega og var aðeins eftir
að ákveða stað og stund. Og þá berst
okkur sú hamrafregn að Imba sé dá-
in. Sannast það enn einu sinni að
enginn ræður sínum næturstað.
Stund hánæturinnar er upp runnin
hjá vinkonu okkar, verkfærin fallin
úr hendi, en eftir situr minningin um
Imbu, vin sem hafði kærleik að leið-
arljósi til þeirra sem með henni
voru.
Á þessari kveðjustund viljum við
þakka Imbu samfylgdina. Þakka
henni það sem hún gaf okkur sem
verður um alla tíð okkur ómetanleg-
ur förunautur.
Susanna og Páll. Innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar og barna ykk-
ar.
Lilla, Mia og Jóhanna.
INGIBJÖRG
SIGURGEIRSDÓTTIR
AFMÆLIS- og minningar-
greinum er hægt að skila í
tölvupósti (netfangið er minn-
ing@mbl.is, svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur
borist), á disklingi eða í vélrit-
uðu handriti. Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða send-
anda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Bréfsími fyrir minn-
ingargreinar er 569 1115. Ekki
er tekið við handskrifuðum
greinum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
E
f marka má stjórn-
málaumræðuna að
undanförnu má
ganga út frá því að
stjórnmál snúist
eingöngu um skoðanakannanir.
Hver er stærstur flokkanna og
hver minnstur? Hver stjórnmála-
mannanna dettur út og hver
kemst inn? Hver flokkanna bætir
mestu við sig og hver tapar
mestu? Þetta eru dæmi um spurn-
ingar sem velt er fram og til baka
og svo er þeim gjarna fylgt eftir
með fullyrðingum um það að R-
listinn hafi fallið í borginni eða
Samfylkingin hafi bætt rækilega
við sig á þingi. Þó hefur engin
kosning farið fram, enginn hefur
fallið og eng-
inn bætt
neinu við sig.
Nú má svo
sem halda
því fram að
skaðlaust sé
að gera skoðanakannanir og velta
svo vöngum yfir niðurstöðum
þeirra, en ef stjórnmálaumræðan
á eingöngu að vera á þeim nótum
er illa komið. Dæmi um þessa inni-
haldslausu umræðu er sjónvarps-
þáttur ríkissjónvarpsins í vikunni
þar sem saman voru komnir þrír
varaformenn stjórnmálaflokka til
að ræða stjórnmálin og alþing-
iskosningarnar sem framundan
eru. Fyrri helmingur þáttarins fór
í stórfurðulegar umræður um
skoðanakannanir og vangaveltur
um hugsanlegt fylgi einstakra
flokka og hvort þessi eða hinn
mundi bæta við sig, missa sitt,
halda fylginu, og svo framvegis.
Þegar þessu loks linnti var farið
að ræða það sem máli skiptir, þ.e.
þau mál sem flokkarnir standa
fyrir. Eða öllu heldur; tilraun var
gerð til að ræða málefnin. Áhorf-
endur voru litlu nær um það eftir
umræðurnar fyrir hvað flokkarnir
standa, hverju þeir hafa áorkað og
hvað þeir hyggjast fyrir í framtíð-
inni.
Vera kann að pólitísk umræða
af þessu tagi þjóni einhverjum til-
gangi, en hún verður þó að teljast
heldur fátækleg og innihaldsrýr
og tilgangur hennar er í besta falli
vandfundinn. En umræða er svo
sem ekki endilega innihaldsrík
eða gefandi þó hún snúist um mál-
efni. Þannig kaus forseti lýðveld-
isins að nýta nýársávarp sitt í um-
ræðu um fátækt sem virðist lítinn
annan tilgang hafa haft en að
vekja þær tilfinningar með fólki
að hér á landi sé fátækt sér-
staklega mikið og vaxandi vanda-
mál. Forsetinn vísaði meðal ann-
ars til þess sem fram kom hjá
hjálparstofnunum, að æ fleiri leit-
uðu sér aðstoðar fyrir jólin, og dró
þá ályktun að hjá breiðum hópi
þjóðfélagsþegna væri fátæktin
orðin daglegur gestur.
Engin ástæða er til að gera lítið
úr því þegar fólk býr við kröpp
kjör, en er ekki ástæða til að
staldra við áður en farið er af stað
með þær fullyrðingar að vandinn
fari vaxandi og að „breiður hópur“
búi við fátækt?
Í samtölum fjölmiðla við þá sem
koma að hjálparstarfi við þá sem
leita aðstoðar, sérstaklega fyrir
jólin, hefur mörg undanfarin ár
komið fram að fleiri leiti sér að-
stoðar en fyrr. Þetta er nið-
urstaðan ár eftir ár, sama hvernig
árar að öðru leyti. Hvernig má
þetta vera? Hvernig getur staðið á
því að fólk sækist meira eftir að-
stoð þegar atvinnuleysi er nánast
ekkert en þegar atvinnuleysi var
fyrir hendi eins og um miðjan síð-
asta áratug? Hugsanleg skýring
gæti verið að kaupmáttur hefði
rýrnað svo mjög vegna hallæris,
en sú er bara alls ekki raunin. Hér
hefur ekki verið hallæri heldur
hagvöxtur, og kaupmáttur hefur
ekki rýrnað heldur vaxið verulega.
Þar má sérstaklega nefna það sem
mestu ætti að skipta í umræðu um
fátækt, en það er að kaupmáttur
lágmarkstekjutryggingar hefur
aukist um 65% frá ársbyrjun 1995.
Staðreyndin er sem sagt sú að
atvinnuleysi hefur minnkað mikið
frá miðjum síðasta áratug og
kaupmáttur lægstu launa hefur á
sama tímabili hækkað umtalsvert.
Nú er það svo – og þarf ekki að
koma á óvart – að atvinnuleysi er
yfirleitt það sem helst veldur fá-
tækt. Þegar hvort tveggja gerist á
sama tíma, að atvinnuleysi minnk-
ar og kaupmáttur eykst, ætti fá-
tækt því að minnka en ekki
aukast. Þegar þetta liggur fyrir
ætti að vera eðlilegt að leita ann-
arra skýringa á því að umsækj-
endum eftir aðstoð hefur fjölgað
en að fátækt hafi aukist.
Það hefur reyndar stundum
komið fram hjá þeim sem vinna
við að veita aðstoðina að viðhorf
fólks til þess að leita sér aðstoðar
hafi breyst. Fólki finnist ekki eins
óþægilegt nú og áður að bera sig
eftir slíku. Þetta er út af fyrir sig
jákvætt, því vont er til þess að vita
að þeir sem þurfa á aðstoð að
halda leiti ekki eftir henni en líði
fremur sáran skort. Breytt við-
horf til aðstoðar þýðir hins vegar
að allur samanburður á tölum nú
og fyrr er marklaus. Þar er verið
að bera saman ólíka hluti og þar
með að draga ályktanir um um-
fang fátæktar út frá röngum for-
sendum. Þeir sem efna til umræðu
um svo mikilvægt mál verða að
gæta þess að fara ekki út í hæpinn
samanburð á vafasömum tölum
máli sínu til stuðnings. Miðað við
þær staðreyndir sem liggja á
borðinu ættu menn að fara var-
lega í að fullyrða að fátækt sé vax-
andi vandamál hjá breiðum hópi í
þjóðfélaginu.
Hér að framan var fundið að
efnislítilli umræðu í sjónvarpi, en
þetta er þó ekki án undantekn-
inga. Á gamlársdag kom hugtakið
velferðarstjórn til tals, en sem
kunnugt er vilja vinstri grænir
stofna til „velferðarstjórnar“ eftir
næstu kosningar, sem hljómar lík-
lega betur en að hvetja til vinstri
stjórnar. Í umræðunni átti vara-
formaður Framsóknarflokksins
ágætt innlegg um þetta. Hann var
sammála því að hafa hér velferð-
arstjórn, en skilgreindi hugtakið
með öðrum hætti en vinstri græn-
ir gera. Hann benti á að velferðin
er fólgin í kröftugu atvinnulífi til
að fólk hafi vinnu. Varaformanni
Framsóknarflokksins er oft legið
á hálsi fyrir að frá honum komi
fremur orðskrúð en innihald.
Þarna átti hann þó kollgátuna.
Fátækleg
umræða
„Breytt viðhorf til aðstoðar þýðir hins
vegar að allur samanburður á tölum nú
og fyrr er marklaus. Þar er verið að bera
saman ólíka hluti og þar með að draga
ályktanir um umfang fátæktar út frá
röngum forsendum.“
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is