Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 35 til afa og að þér líður vel. Elsku amma mín, þú munt alltaf vera fyr- irmynd okkar. Það er okkur mikils virði að hafa kynnst konu eins og þér. Þú verður alltaf hjá okkur í hjarta okkar. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín sonarbörn á Markarveginum. Áslaug Íris, Tómas, Kristín og Alexander. Með Áslaugu Siggeirsdóttur er genginn einn besti og traustasti vinur fjölskyldu minnar í hartnær hálfa öld. Þó að þessi góða og merka kona fengi vissulega að lifa langan dag, breytir það engu um það að skarðið sem hún skilur eftir sig er stórt og að hennar er sárt saknað. Á það jafnt við um hennar stóru og samheldnu fjöl- skyldu og okkur hin, sem áttum því láni að fagna að eignast dýrmæta vin- áttu hennar. Fyrir mig sem þetta ritar er það erfið og einhvern veginn óraunveru- leg tilhugsun að Áslaug skuli ekki vera lengur hluti af tilverunni, eins og hún hefur verið frá því að ég man eft- ir mér. Að heyra ekki lengur hlát- urinn hennar óma um íbúðina í Skaftahlíðinni, þangað sem leiðin lá svo oft í gegnum tíðina, og að fá ekki lengur hlutdeild í hennar skarpa innsæi og skeleggu skoðunum á mál- efnum líðandi stundar. Eða þá að fræðast af henni um liðna tíð, ættir og oft og tíðum baksvið atburða í nútím- anum, en Áslaug var afar fróð kona þó að hún flíkaði því ekki frekar en öðrum mannkostum. Þó að hún væri alvörugefin þar sem við átti, hafði Ás- laug svo létta og leikandi lund, að hún átti heima í hvaða aldurshópi sem var og tilhugsunin um kynslóðabil var víðs fjarri þar sem hún var. Hún hafði einstakan hæfileika til að setja sig inn í hugarheim og aðstæður þeirra sem hún bar fyrir brjósti, sem átti ekkert skylt við afskiptasemi heldur skarpa hugsun, umhyggju, velvild og vænt- umþykju. Þannig held ég að við systkinin höfum strax í æsku farið að líta á hana sem sérstakan vin okkar, frekar en eingöngu vin foreldra okk- ar, sem þau Friðjón þó vissulega voru. Samskipti foreldra minna, Sig- urðar Bjarnasonar og Ólafar Páls- dóttur myndhöggvara við Áslaugu og hennar ágæta mann til 63 ára, Frið- jón Sigurðsson, hófust fyrir alvöru þegar Friðjón var skipaður skrif- stofustjóri Alþingis, starf sem hann gegndi til loka sinnar starfsævi. Faðir minn var þá forseti neðri deildar Alþingis og samskipti þeirra Friðjóns því mikil á þeim vinnustað, enda mikilvægt að þeir aðilar sem gegna þessum ólíku stjórnunarstörf- um löggjafarsamkundu þjóðarinnar eigi með sér góða samvinnu. Leiðir þeirra Friðjóns og Sigurðar lágu einnig saman í nánu samstarfi í Norð- urlandaráði nánast frá upphafi, þar sem faðir minn var einn að stofnend- um Norðurlandaráðs og sat þar oft á forsetastóli og Friðjón gegndi árum saman starfi aðalritara ráðsins. Það hafa því verið ófá ferðalögin, fund- irnir og langar vinnunætur sem þess- ir tveir menn þreyðu saman á sínum löngu ferlum, annar sem stjórnmála- maður, hinn sem embættismaður. Aldrei veit ég til þess að skugga hafi borið á þá gagnkvæmu vinsemd og virðingu sem þróaðist milli þeirra Friðjóns og Sigurðar föður míns á þessum mörgu árum og söknuðu for- eldrar mínir vinar í stað þegar Frið- jón lést árið 1997. Sjálf man ég allra best eftir Friðjóni við stóra skrif- borðið í stofunni að heimili þeirra Ás- laugar í Skaftahlíð 14, að tefla við lít- inn snáða. Ekki alltaf sama litla snáðann, því þeir uxu úr grasi hver á fætur öðrum, fremstir í flokki syn- irnir fimm, allir miklir mannkosta- menn. En alltaf tók Friðjón fram tafl- ið með sínu hægláta og hlýja fasi og tókst að draga óstýrilátustu smá- drengi inn í heillandi heim skáklist- arinnar. Þótt ólík væru hef ég sjaldan kynnst samstilltari hjónum en Ás- laugu og Friðjóni og er ekki ofsagt að öllum hafi þau komið til nokkurs þroska sem þeim kynntust. Móðir mín segir mér að fundum hennar og Áslaugar hafi fyrst borið saman í anddyri Alþingis við afhjúp- un á málverki Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum um miðjan sjötta ára- tuginn. Það hefur fylgt sögunni að það hafi verið eins og Áslaug hafi þá þegar verið búin að ákveða að þær yrðu vinkonur og þykir mér það í raun nokkuð lýsandi fyrir þær báðar, þar sem Áslaug vissi alltaf hvað hún vildi og móðir mín hefur oftast borið gæfu til að laða að sér eðalfólk að vin- um, sem við systkinin höfum oftar en ekki notið góðs af samneyti við. Það gekk svo sannarlega eftir í þessu til- viki. Vinátta Áslaugar og mömmu hefur verið falleg, fölskvalaus og ekki síst skemmtileg öll þessi ár, en síðustu árin sem Áslaug lifði leið varla svo dagur að þær töluðu ekki saman. Þegar ég heimsótti Áslaugu síðast á líknardeildina aðeins fáum dögum fyrir andlátið, var hún sjálfri sér lík þó að mjög væri af henni dregið. Við ræddum stöðuna í stjórnmálunum þessa dagana, hún spurði frétta af mínu fólki og velti fyrir sér lausnum á ýmsum praktískum málum sem voru efst á baugi hjá hverjum og einum. Allt var það fram sett af þeirri greindarlegu elskusemi, sem henni var eiginleg og eins og alltaf áður fór ég ríkari af hennar fundi í þetta hinsta sinn. Ég votta sonum Áslaugar, tengda- dætrum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þessarar ógleymanlegu konu. Hildur Helga Sigurðardóttir. Hljóðlega en markvisst sinnti Ás- laug Siggeirsdóttir, húsmóðir og eig- inkona, störfum sínum. Þau voru ekki áberandi frekar en hjá svo mörgum húsmæðrum en þau voru afar þýð- ingarmikil. Eiginmaður hennar, Friðjón Sigurðsson, sem látinn er, gegndi um áratugaskeið umfangs- miklu ábyrgðarstarfi skrifstofustjóra Alþingis, frábærlega vel og af mikilli samviskusemi. Áslaug tók mikinn þátt í störfum Friðjóns, fylgdist afar vel með og dró þar ekkert af sér. Auk þess að gæta bús og sjá um uppeldi fimm sona þeirra veitti hún þá ráðgjöf sem hann sóttist eftir og mat mikils. Vegna starfa Friðjóns erlendis sem fulltrúi alþingismanna var Áslaug oft nær- stödd og ævinlega hinn ráðholli lífs- förunautur. Áslaug var ekki aðeins mikils metin af samstarfsmönnum Friðjóns á Alþingi heldur og þeim fjölmörgu sem hann víða erlendis átti samstarf við sem fulltrúi alþingis- manna. Vegna starfa minna á Alþingi kynntist ég Friðjóni Sigurðssyni mjög vel og gerði mér fljótt grein fyr- ir frábærum starfshæfileikum hans sem ég fékk notið. Þegar fram liðu stundir kynntist ég Áslaugu en það leiddi til vináttu minnar og konu minnar við þau hjón og gagnkvæms trausts sem við mátum mikils. Áslaug var hæfileikarík og velgerð kona, afar fróð og skemmtileg og vissi gjarnan hvert skyldi halda. Okk- ur var vel ljóst hve samhent þau hjón voru og hve áhrif Áslaugar voru sterk, hverjir sem erfiðleikarnir voru sem að steðjuðu. Við Sigrún kveðjum nú Áslaugu Siggeirsdóttur með virðingu og þakklæti. Við minnumst eiginmanns hennar Friðjóns Sigurðssonar og sonar þeirra Ásgeirs Bergs sem lát- inn er og biðjum þeim öllum Guðs blessunar á landi lifenda. Fjölskyldu þeirra sendum við samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Þegar ég hafði spurnir af alvarleg- um veikindum Áslaugar vinkonu minnar í upphafi jólaföstu kom mér ósjálfrátt í hug að aldrei aftur myndi hún koma mér til að hlæja. Við höfð- um jafnan fundið okkur stund til að gleðjast á þessum árstíma en nú varð hann myrkari en endranær vegna dauðastríðsins sem hún háði og kveðjustundar sem framundan var. Þegar sú stund er komin og ég leiði hugann að hlýjum kynnum, finn ég lifna gömul bros og glettni í augum. Þannig vil ég líka minnast Áslaugar, skemmilegustu konunnar sem ég hef mætt á lífsleiðinni. Fundum okkar bar saman fyrir rúmum þrjátíu árum og var engu lík- ara en við hefðum alltaf þekkst. Þótt árin mörkuðu okkur kynslóðabil, og aðstæður okkar væru gerólíkar náðu tveir hugir þeim samhljómi að við gátum þegar í stað rabbað um hvað- eina milli himins og jarðar. Þegar við hittumst á mannamótum, einkum á vegum Norðurlandaráðs þar sem eiginmenn okkar störfuðu saman, dróst ég að henni eins og segull að stáli og naut góðs af visku hennar og kímnigáfu. Þrátt fyrir höfðinglegt yf- irbragð og mikla sjálfsmenntun var hún í eðli sínu náttúrubarn sem gat í skjótri svipan greint kjarna frá hismi. Kennisetningar og kreddur voru henni aldrei fjötur um fót og allur uppskafningsháttur eitur í hennar beinum. En sjaldan heyrði ég hana hallmæla öðrum þótt hún brygði fyrir sig góðlátlegu gríni sem einhvern veginn varð fyndnara en flest sem fyrir eyru bar. Áslaug kom mér stöðugt á óvart með yfirgripsmiklum fróðleik en ekki síður skarplegum athugasemdum sem sett hefðu hálærða menn í vanda. Hún saknaði þess að aðeins átt kost á stuttri skólagöngu en var stolt af lífsstarfi sínu, uppeldi son- anna en einku, því að hafa verið eig- inmanni sínum, Friðjóni Sigurðssyni, ómetanleg stoð fram til hinstu stund- ar. Ég minnist hversu glöð hún varð þegar hún heyrði eftirfarandi orð sem Friðjón hafði látið falla: ,,Það er ekkert sem hún Ása getur ekki klár- að.“ Að sjálfsögðu vissi ég fæst um það sem Áslaug kláraði því að henni var ekki tamt að flíka eigin verkum. Hitt er ljóst að hún hefur skilað drjúgu dagsverki og ófáir nutu góðs af rausn hennar og hjartalagi. Seint gleymist með hvílíkri reisn hún bar elli og sjúkleika og hugurinn var sí- frjór. Nú í haust varð henni tíðrætt um kærleiksboðskap Krists og taldi hann merkustu gjöf sem færð hefði verið okkur mönnunum. Og sá kær- leikur, sem hún tendraði með sonum sínum, yljaði henni í snörpu sjúk- dómsstríði. Ævinlega verður bjart og hlýtt yfir minningu Áslaugar Siggeirsdóttur. Guðrún Egilson. Látin er í Reykjavík heiðurskona, Áslaug Siggeirsdóttir, 85 ára gömul. Hún átti við vanheilsu að búa síðustu missiri, svo sem vænta má hjá fólki á svo háum aldri, og veikindi hennar svo stríð undanfarnar vikur að líkn er nú þegar þrautum linnir. En sálar- kraftar hennar voru næstum óbilaðir fram á síðustu dægur. Áslaug var tengd starfi Alþingis í nær hálfa öld með sérstökum hætti. Maður hennar, Friðjón Sigurðsson, var starfsmaður Alþingis í 40 ár, fyrst sem fulltrúi en síðar skrifstofu- stjóri í 28 ár, 1956-1984. Bróðir henn- ar, Ólafur Siggeirsson, gegndi ábyrgðarstörfum á skrifstofu Alþing- is, var innanþingsskrifari, eins og það hét, um árabil, og síðan yfirmaður ræðuritunar þegar segulbönd komu í stað hraðritunar haustið 1952. Synir þeirra Áslaugar og Friðjóns voru á yngri árum lausamenn hjá þinginu, harðduglegir bæði við prófarkalestur og annað sem þeir fengust við. Bróð- ursonur Áslaugar, Jón, sem hún hélt alltaf sérstökum tengslum við, hefur skrifað þingræður í rúm 44 ár með af- köstum sem enginn getur jafnað. Það segir sig sjálft að eiginkona skrifstofustjóra tekur drjúgan þátt í ýmsu starfi Alþingis utan venjulegs skrifstofutíma. Þannig var það líka með Áslaugu. Hún var mikill vinur starfsfólks, tók þátt í samkomum þess og létti undir með eiginmanni sínum á mörgum sviðum, ekki síst í sambandi við erlend samskipti sem mjög uxu að umfangi í tíð Friðjóns og hvíldu mjög á honum. Veislur, gjafir, ferðalög og annað stúss tók Áslaug gjarnan að sér, taldi sitt skylduverk, og fékk aldrei einn eyri fyrir. Hún var að þessu leyti, eins og svo mörgu öðru, af gamla skólanum. Áslaug var hjartahlý kona, um- hyggjusöm og góðviljuð, og þess nut- um við mörg sem kynntumst henni í störfum á skrifstofu Alþingis. Hún lét sér annt um okkur og þar get ég úr flokki talað. Við leiðarlok ber að þakka hlýju og ótrúlega vinsemd sem hún sýndi okkur óvandabundnum. Sonum Áslaugar, tengdadætrum, bróðursyni og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur og bið þeim blessunar. Helgi Bernódusson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁRMANNSDÓTTIR, Sílalæk, Aðaldal, verður jarðsungin frá Neskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14. Vilhjálmur Jónasson, Sigrún Baldursdóttir, Andrés Sverrir Jónasson, Guðlaug Þóra Bragadóttir, Halldór Jónasson, Elínborg Rósa Hólmgeirsdóttir, Elín Jónasdóttir, Emil Ragnarsson, Hálfdánía Árdís Jónasdóttir, Rafn Hugi Arnbjörnsson, Guðmundur Karl Jónasson, Þröstur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Miðtúni 84, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti sunnudaginn 5. janúar. Útför hennar verður gerð frá Laugarneskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Brynjólfur Guðmundsson, Guðbjörg Torfadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Gústav Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, KARENAR ÓLAFÍU SIGURÐARDÓTTUR frá Þorláksstöðum, Kjós, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilis Sunnuhlíðar, Kópavogi. Einar Ólafsson, Ólafur Einar Ólafsson, Sólveig Grímsdóttir, Signý Ósk Ólafsdóttir, Siggeir Ólafsson, Ester Haraldsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Róbert Gunnar Geirsson. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EGGERTS A. SIGURÐSSONAR Miðgarði 10, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjör- gæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Elísabet Lúðvíksdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Kristján Guðmundsson, Lúðvík J. Eggertsson, Agnes D. Friðriksdóttir, Jenný Olga Eggertsdóttir, Gunnar Þór Þórmarsson, Helga Ágústa Eggertsdóttir, Bragi Páll Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem vottuðu okkur samúð og sýndu okkur hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR SVEINSSONAR, Hlíðargötu 39, Sandgerði. Innilegar þakkir til Friðbjörns Sigurðssonar læknis og starfsfólks krabba- meinsdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Hjartans þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Heilsugæslu Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Guðmundsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.