Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRMAÐUR tyrkneska hersins hefur sakað nýja ríkisstjórn lands- ins um að ýta undir íslamska bók- stafstrúarstarfsemi. Hershöfðing- inn Hilmi Ozkok sakaði í fyrrakvöld Réttlætis- og þróunarflokkinn, sem nú ræður yfir hreinum meirihluta á Tyrklandsþingi, um að hvetja her- menn til að taka þátt í bókstafs- trúarstarfsemi og að heita því að aflétta banni við að konur gangi með höfuðklút á opinberum stöðum. Allt frá því á dögum Kemals Ata- türks, sem á árunum eftir fall gamla Tyrkjaveldis í heimsstyrjöld- inni fyrri beindi tyrkneska ríkinu inn á braut nútímalegri stjórnar- hátta að vestrænni fyrirmynd, hef- ur tyrkneski herinn vakað yfir því að skýr skil héldust milli trúmála og stjórnmála í landinu. Á liðnum áratugum hefur herinn tekið völdin af nokkrum ríkisstjórnum sem hon- um þótti vanvirða þessi mörk. Réttlætis- og þróunarflokkurinn, sem vann stórsigur í þingkosning- um í byrjun nóvember sl., á sér rætur í hreyfingu trúaðra múslima, en leiðtogar flokksins segja að skorið hafi verið á þær rætur og flokkurinn fylgi nú hófsamri, lýð- ræðissinnaðri miðju-hægri-stefnu. Ummæli forystumanna í flokkn- um, sem nú sitja í ríkisstjórn, um æskilega hætti manna sem gegna herþjónustu og um að afnema skyldi höfuðklútsbannið, hafa engu að síður vakið hörð viðbrögð í for- ystusveit hersins, en hefð er fyrir því að hún skipti sér með virkum hætti af ýmsum innanlands- og ör- yggismálum. Ozkok, sem annars hefur sjaldan tjáð sig um pólitísk málefni opin- berlega, tilkynnti blaðamönnum það í fyrrakvöld, að íslömsk bók- stafstrú væri alvarlegasta hættan sem hið veraldlega stjórnkerfi Tyrklands stæði frammi fyrir og réttlætti árlega „hreinsun“ hersins á mönnum úr sínum röðum, sem fundnir hefðu verið sekir um þátt- töku í íslamskri bókstafstrúarstarf- semi. Í liðinni viku voru sjö liðsfor- ingjar reknir úr hernum á slíkum forsendum. Ozkok sagði herinn hafa komið sér upp „varnarkerfi [gegn] ísl- ömskum undirróðri“ og fullyrti að forsætisráðherrann Abdullah Gul hefði gert skyssu með því að lýsa andstöðu við vissa þætti í þessu kerfi. Reuters Gul forsætisráðherra (í miðju), á fundi með tyrkneska herráðinu. Forseti þess, Hilmi Ozkok, er til hægri við hann. Sakar stjórnina um að ýta undir bókstafstrú Yfirmaður tyrkn- eska hersins seg- ir íslamska bók- stafstrú ógn við stjórnkerfið Ankara. AFP. HANS Blix, formaður vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi öryggisráðs samtakanna í gær að rækileg athugun á vopna- skýrslu Íraka staðfesti að enn væri mörgum spurningum ósvarað um vopnaeign þeirra, fimm vikum eftir að skýrslan var lögð fram. Hann bætti hins vegar við að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu ekki fundið neinar órækar sannanir fyrir því að Írakar hefðu gerst sekir um skýlaus brot á ályktun öryggisráðs- ins um afvopnun í Írak. Blix og Mohamed ElBaradei, yf- irmaður Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA), gerðu ör- yggisráðinu grein fyrir gangi vopnaleitarinnar í Írak á fundi sem haldinn var í gær til að gera fimm ríkjum, sem fengu aðild að ráðinu 1. þessa mánaðar, kleift að setja sig inn í málið. Blix sagði að eftirlitsmennirnir þyrftu meiri tíma til að ganga úr skugga um hvort Írakar ættu ger- eyðingarvopn. Gert er ráð fyrir því að hann leggi fram ýtarlega skýrslu um vopnaleitina 27. þessa mánaðar. Ýtarleg rannsókn tæki nokkra mánuði Talsmaður Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær að eftirlitsmennirnir þyrftu að fá „tíma og svigrúm til að inna starf sitt af hendi“. Talsmaður eftirlitsmann- anna, Ewan Buchanan, sagði líklegt að „ýtarleg“ rannsókn myndi taka nokkra mánuði. Talsmaður Blairs sagði hins vegar að enginn fótur væri fyrir frétt í breska dagblaðinu Daily Telegraph um að breska stjórnin hvetti nú Bandaríkjastjórn til að fresta hern- aði í Írak fram á haust. Talsmaður- inn skírskotaði til ummæla Colins Powells, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem sagði í viðtali við Washington Post að 27. janúar væri „ekki dagurinn þegar hernaður verður ákveðinn“. „Þetta sýnir að ekkert er hæft í vangaveltum um að við höfum tek- ið aðra afstöðu en Bandaríkja- stjórn,“ sagði talsmaðurinn. Colin Powell sagði einnig í viðtal- inu að Bandaríkjamenn hefðu afhent eftirlitsmönnunum gagnlegar upp- lýsingar um hvar írösku vopnin væru falin í því skyni að gera þá „ýtnari“. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi í gær við ráðamenn í Indónesíu og sagði að meginmark- mið hugsanlegs hernaðar í Írak yrði að afvopna Íraka fremur en að steypa stjórn Saddams Husseins af stóli. Hægt yrði að komast hjá stríði ef Írakar afhentu gereyðingarvopn sín. Bandaríkjamenn héldu áfram að styrkja herafla sinn á Persaflóa- svæðinu í gær og sprengjuflugvélar af gerðinni B-1 voru sendar þangað frá Suður-Dakóta. Starfsmenn höf- uðstöðva Bandaríkjahers eru einnig á leiðinni á Persaflóasvæðið. Yfir 60.000 bandarískir hermenn eru á svæðinu og um 25.000 verða sendir þangað á næstu dögum. Hans Blix segir mörgum spurningum enn vera ósvarað Hafa ekki staðið Íraka að skýlausum brotum Sameinuðu þjóðunum, London. AFP. Blair vill að eftir- litsmennirnir fái „tíma og svig- rúm“ til að leita að vopnunum Hans Blix TYRKNESKIR sérfræðingar hófu í gær rannsókn á því hvað hefði valdið flugslysinu í fyrradag þegar farþegavél frá Turkish Air- lines brotlenti við flugvöllinn í borginni Diyarbakir í suðaustur- hluta Tyrklands. Týndu 75 manns lífi en fimm komust af. Meðal þeirra var kona, sem kastaðist út úr vélinni og kom niður í heysátu. Konan, Aliye Il, 48 ára gömul, sagði í gær, að hún hefði kastast út úr flugvélinni eftir að hún hafði brotnað í tvennt og var orðin alelda. „Ég ætlaði að fara að festa sæt- isólina fyrir lendingu þegar mikil sprenging varð í vélinni og eldur- inn gaus upp,“ sagði Aliye, sem vissi síðan varla af sér fyrr en í heysátu rétt við slysstaðinn. Segir hún, að síðan hafi eldurinn í flug- vélarflakinu borist í sátuna og þá hafi hún forðað sér burt. Aliye brotnaði á öxl og skaddaðist á vinstra auga. „Ég fer ekki aftur upp í flug- vél,“ sagði Aliye í gær á sjúkra- húsi í Diyarbakir. Hélt að Íraksstríð væri hafið Celal Tokmak, 34 ára gamall maður, sem einnig lifði af, segist hafa haldið, að stríð væri hafið í Írak og flugvélin hefði verið skot- in niður. „Þokan var svo undarlega svört. Ég heyrði mikla spreng- ingu rétt áður en við komum niður og aðra eftir að vélin hafði skollið til jarðar. Mér datt ekki annað í hug en verið væri að skjóta á flug- vélina.“ Tyrkneskir fjölmiðlar gefa í skyn, að flugstjóri vélarinnar hafi átt sína sök á því hvernig fór með því að reyna að lenda í svartaþoku en á flugvellinum í Diyarbakir er enginn blindflugsbúnaður. Þá hefði stefnuvitinn á flugvellinum verið óvirkur. Báðir svartir kassar flugvélarinnar hafa fundist og verða þeir sendir til rannsóknar hjá framleiðanda hennar, British Aerospace. AP Aliye Il á sjúkrahúsi í Diyarba- kir. Hún segist hafa farið í sína síðustu flugferð. „Fer ekki aftur upp í flugvél“ Diyarbakir. AFP. FLUGVÉLAR flughers Perú leit- uðu í gærkvöldi að farþegavél sem hvarf yfir Amasón-frumskógi í gær. Í vélinni voru 42 farþegar og fjög- urra manna áhöfn. Vélin var á vegum flugfélagsins TANS og hvarf af ratsjárskjám um þremur mínútum áður en hún átti að lenda á flugvelli í frumskógar- bænum Chachatpoyas. Flugumferð- arstjórar misstu þá einnig samband við vélina. Ekki staðfest hvort vélin hafi hrapað Tveimur klukkstundum eftir að skýrt var frá því að vélarinnar væri saknað höfðu leitarsveitir ekki séð vélina eða náð sambandi við flug- mennina. „Við vitum ekki enn hvort flug- vélinni var nauðlent,“ sagði tals- maður flugfélagsins. Vélin var með nóg eldsneyti og henni kann að hafa verið lent á öðr- um stað, að sögn talsmanns TANS. Flugskilyrðin voru góð þegar vélin hvarf. Vélin er tveggja hreyfla skrúfu- þota af gerðinni Fokker 28 og getur flutt allt að 89 farþega. TANS hafði leigt hana af flugher Perú. Vélin var á leiðinni frá standborg- inni Chiclayo til Chachapoyas sem er nálægt fornum indíánarústum sem margir erlendir ferðamenn hafa skoðað. TANS hóf vikulegt flug til bæjarins í október. Ekki var skýrt frá þjóðerni far- þeganna í gær. Flugvélar með 46 manns saknað Lima. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.