Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ er kosningaár gengið í garð og ekki langt að bíða þess að við sjáum þingmenn og frambjóðendur fara um héruð og boða bjartari framtíð með sinn flokk við stjórnvölinn. Það er hins vegar áhugavert að velta því fyrir sér út frá hvaða forsendum al- menningur kýs þegar í kjörklefann er komið. Það fer ekki milli mála að þeir sem sitja á hinu háa Alþingi eru oftast að setja lög sem stór hluti þjóðarinnar mun aldrei vita af, þar sem þau munu að öllum líkindum aldrei hafa áþreifanleg áhrif á líf fólks. Starfi þingmanna er að mörgu leyti hægt að skipta í tvennt, að setja lög og vera fulltrúar mismunandi skoðana þjóðarinnar á Alþingi. Ef það er hins vegar lítill áhugi fyrir löggjafarhlutverki þingmanna við kosningar, þá hlýtur fólk að telja fulltrúahlutverk þingmanna mikil- vægt og eitthvað sem skiptir máli þegar að kosningum kemur. Kjör- dæmin hafa því haft mikla þýðingu í gegnum tíðina þar sem hver þing- maður er kosinn sem fulltrúi ákveð- ins svæðis og fólkið lítur á þingmenn kjördæmisins sem fulltrúa sinn óháð flokkum. Þingmaðurinn á því að vera talsmaður mikilvægra hagsmuna íbúa, fyrirtækja og sveitarfélaga í kjördæminu. Nú hafa hins vegar ýmsir þing- menn gefið það út að þeir vilji sjá landið sem eitt kjördæmi þar sem það ætti að geta komið í veg fyrir kjördæmapot, auk þess sem yfirsýn yfir heildarhagsmuni landsins yrði skerpt. Ég tel hins vegar að með því að gera landið að einu kjördæmi þá takist þingmönnum endanlega að firra sig allri ábyrgð gagnvart svæð- um og íbúum þarsem kusu þá. Enda hefur það sýnt sig að allt of margir þingmenn komast upp með það að tala ekki máli þeirra landsvæða sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þingmenn standa sig ekki Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélagið á Íslandi með um 6.400 íbúa og fjórða stærsta í nýju Suð- vesturkjördæmi. Í bæjarfélaginu eru engin hjúkrunarrými fyrir eldri borgara þótt þörfin sé brýn. Hér áð- ur fyrr höfðu aldraðir aðgang að hjúkrunarrýmum á Reykjalundi en svo er ekki lengur. Fyrrverandi og núverandi meirihluti í bæjarstjórn í Mosfellsbæ hafa barist fyrir því að fá heimild til að byggja hjúkrunarrými fyrir 20 einstaklinga en þokast hefur hægt í þeim málum. Ef einhvern tím- ann verður af þessu, þá yrði hér um að ræða sambærilegt hjúkrunar- heimili og er á Seyðisfirði þar sem búa vel innan við þúsund manns. Bygging hjúkrunarheimilis er eitt mikilvægasta forgangsverkefni Mosfellsbæjar en þrátt fyrir það hef- ur lítið heyrst í þingmönnum kjör- dæmisins í þau fjögur ár sem þessi barátta hefur staðið sem hæst. Það er alveg óháð því í hvaða flokki menn eru, t.a.m. hefur lítið borið á mönn- um eins og Árna Mathiesen, Guð- mundi Árna eða þá Sif Friðleifsdótt- ur. Þetta fólk og aðrir fulltrúar kjördæmisins virðast vera að gera eitthvað allt annað en að láta sig varða mikilvæg hagsmunamál kjör- dæmisins. Lítið um kjördæmapot Það er óhætt að segja að Mosfell- ingar hafi ekki orðið fyrir barðinu á kjördæmapoti! Aftur á móti er lág- mark að þingmenn kjördæmisins sýni smálífsmark og láti heyra í sér endrum og eins í fjölmiðlum landsins að þeir viti af þessu brýna hags- munamáli bæjarfélagsins. Þingmenn mega ekki gleyma sveitarfélaginu eðahagsmunum þess og er nauðsyn- legt að þeir sýni metnað til að vinna hylli kjósenda í Mosfellsbæ fyrir komandi kosningar sem og annarra sveitarfélaga. Gleymda sveitarfélagið Eftir Pétur Berg Matthíasson „Þingmenn mega ekki gleyma sveitarfé- laginu eða hagsmunum þess … “ Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og varaformaður félagsmálanefndar Mosfellsbæjar. Á SÍÐASTA ári var óljóst hvort Leigjendasamtökin myndu starfa áfram vegna fjárskorts en samtök- in hafa fengið lítinn opinberan fjárhagslegan stuðning á undan- förnum árum. Félagsmálanefnd Alþingis ákvað þó seint á síðasta ári að veita samtökunum fjármagn sem dugar til að reka samtökin a.m.k. í eitt ár til viðbótar. Í þessu tilefni þykir rétt að stikla á stóru um starfsemi Leigjendasamtak- anna og leigumarkaðinn á Íslandi í dag. Leigjendasamtökin voru stofnuð árið 1978 og verða þau því ald- arfjórðungsgömul á þessu ári. Hlutverk samtakanna er að vera hagsmunagæsluaðili leigjenda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á land- inu öllu. Leigjendasamtökin eru nýflutt á Hverfisgötu 105, Reykja- vík og er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 13 til 16. Leigjenda- samtökin eru aðili að IUT, Al- þjóðasambandi leigjenda, sem starfar í yfir 40 löndum og hefur tengsl við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið. Þótt Leigj- endasamtökin starfi fyrst og fremst fyrir leigjendur leita leigu- salar og aðrir sem óska eftir upp- lýsingum um leigumál og húsnæð- ismál til samtakanna um upplýsingar um málaflokkinn. Í dag er mikill skortur á ódýru almennu leiguhúsnæði í Reykjavík, jafnvel þótt ástandið hafi lagast talsvert síðustu mánuði og leigu- verð lækkað. Það er afar jákvætt að ríkisvaldið skuli hafa ákveðið að fjölga leiguíbúðum um 600 á næstu fjórum árum. Búast má við að tals- verður hluti þeirrar fjölgunar verði þar sem vöntunin er mest, þ.e. í Reykjavík. Engu að síður er ljóst að enn er skortur á almennu leigu- húsnæði í Reykjavík, sérstaklega eins til tveggja herbergja íbúðum. Það þarf að efla almennan leigu- markað og gera einkaaðilum kleift að byggja íbúðarhúsnæði til út- leigu í atvinnuskyni, en til þessa hafa einkaaðilar ekki séð sér hag í að eiga og reka leiguíbúðir. Stjórn- völd, hvort sem það er ríki eða Reykjavíkurborg, verða með ein- hverjum hætti að efla almennan leigumarkað, með skattabreyting- um eða með öðrum hætti. Fjölmargar umsóknir hafa að undanförnu verið um félagslegt leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu, þrátt fyrir að t.a.m. Félagsbú- staðir hf. hafi fjölgað verulega íbúðum á sínum vegum. Þeim leigj- endum sem bíða eftir úthlutun fé- lagslegra leiguíbúða hefur ekki fækkað að undanförnu eins og gera verður kröfu um. Sumir þeirra sem á biðlistum eru þurfa jafnvel að bíða í nokkur ár eftir að fá út- hlutað húsnæði. Það er óviðunandi enda er húsnæði ein af grunnþörf- um hvers manns. Það verður með einhverjum hætti að vinna bug á þessum biðlistum áður en í algert óefni er komið. Félagsbústaðir hf. munu hækka leiguverð hjá sínum leigjendum um 12% hinn 1. mars nk. Leigj- endasamtökin hafa miklar áhyggj- ur af því að sú hækkun muni verða mörgum skjólstæðingum Fé- lagsbústaða hf. mjög erfið ef ekki ofviða. Hætt er við að fyrirhuguð hækkun leiguverðs muni hafa þau áhrif að leigjendur Félagsbústaða hf. geti ekki staðið skil á leigu- greiðslum. Leigjendasamtökin munu fylgjast vel með áhrifum fyrrgreindrar hækkunar Félagsbú- staða hf. á leigjendur og hinn fé- lagslega leigumarkað almennt. Að lokum vilja Leigjendasam- tökin ítreka að samtökin vinna ekki eingöngu fyrir einstaklinga heldur eru samtökin og hagsmuna- gæsluaðili leigjenda atvinnuhús- næðis. Forráðamönnum leigjenda atvinnuhúsnæðis er velkomið að leita til okkar hjá Leigjendasam- tökunum ef þörf er á ráðleggingum og aðstoð vegna leigumála. Eftir Guðmund St. Ragnarsson „Félagsbú- staðir hf. munu hækka leiguverð hjá sínum leigjendum um 12% hinn 1. mars.“ Höfundur er héraðsdómslögmaður og formaður Leigjendasamtakanna. Efling leigu- markaðarins á Íslandi AÐ kvöldi þrettánda dags jóla birti ríkissjónvarpið þátt sem nefndist „Ferðin til tunglsins“. Þátturinn var franskur og var kynntur á þessa leið: „Heimildarmynd þar sem fjallað er um samsæriskenningar þess efnis að menn hafi aldrei stigið fæti á tunglið, heldur hafi sú athöfn verið sviðsett“ (Mbl. 6. janúar). Ég ákvað að horfa á þennan þátt þar sem ég taldi efnið áhugavert. Strax í upphafi varð mér ljóst að ekki var um heimildarmynd að ræða. En það rann ekki upp fyrir mér fyrr en langt var liðið á þáttinn að þetta átti að vera eintómt grín. Það fékkst endanlega staðfest í myndbrotum í lokin, en þau brot hafa sjálfsagt farið fram hjá mörgum. Daginn eftir ræddi ég við menn sem höfðu séð þennan sjónvarpsþátt. Því miður virtust flestir hafa tekið hann alvarlega. Ljóst var að kynning- in hafði verið afar villandi. Réttara hefði verið að kalla þetta gaman- mynd. Hvort myndin var þess virði að sýna hana, er spurning sem dag- skrárstjórar hefðu átt að velta betur fyrir sér. En umfram allt ber sjón- varpsmönnum að gera skýran grein- armun á fræðsluefni og skemmtiefni svo að ekki sé verið að blekkja áhorf- endur. Tilefni þáttarins er annað umhugs- unarefni. Í nærfellt tvö ár hafa gengið manna á milli eintök af mynd sem sýnd var í sjónvarpi vestur í Banda- ríkjunum 15. febrúar 2001. Þessari mynd var ætlað að sannfæra áhorf- endur um að tunglferðirnar fyrir þremur áratugum hefðu verið stór- kostleg blekking, og að myndir úr þessum ferðum hefðu ýmist verið teknar á jörðu niðri eða í geimskipum á braut um jörðu. Sjónvarpsmynd þessi er afar útsmogin og sum atriði þess eðlis, að talsverða kunnáttu þarf til að greina blekkinguna. Geimferða- stofnun Bandaríkjanna var komin á fremsta hlunn með að semja sérstak- an þátt til að andmæla þessari mynd og hafði fengið þekktan geimferða- sérfræðing, James Oberg, til verks- ins. Í nóvember s.l. hætti stofnunin við þau áform og taldi fyrirhöfnina ekki ómaksins verða. Oberg hefur þó fullan hug á að halda verkinu áfram og er að ganga frá bók um efnið. Ýms- ir áhugamenn hafa líka birt gagnrýni á téða sjónvarpsmynd og einnig á kyrrmyndir af sama toga, sem dreift hefur verið á lýðnetinu og margir munu kannast við. Raunveruleg heimildarmynd um þessar sérkennilegu tilraunir til að blekkja almenning hefði vissulega átt erindi til íslenskra sjónvarpsáhorf- enda. Það var slík mynd sem ég von- aðist til að sjá þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið á þrettándakvöld. Sú von brást, því miður. Eftir Þorstein Sæmundsson „Sjónvarps- mynd þessi er afar út- smogin og sum atriði þess eðlis, að talsverða kunnáttu þarf til að greina blekkinguna.“ Höfundur er stjörnufræðingur. Villandi sjón- varpskynning ÞESSA dagana eru í gangi afar mikilvægir tímar fyrir þjóðina alla. Vonir standa til að undirritaðir verði samningar við álfyrirtækið Alcoa um uppbyggingu álvers í Reyðarfirði og samhliða því fara virkjunarfram- kvæmdir á fullt við Kárahnjúka. Samningaferlið er afar flókið og koma að því auk Alcoa og Lands- virkjunar iðnaðarráðuneytið, Fjarðabyggð og Hafnarsjóður Fjarðabyggðar. Nú loks hyllir undir lok þessa ferlis og má segja að mörg- um sé létt, sérstaklega þeim sem beðið hafa í marga áratugi eftir þess- um áfanga. Undirbúningur Umræðan undanfarna mánuði hef- ur verið afar tilfinningaþrungin og segja má að Austurland hafi svo sannarlega komist á kortið. Að sjálf- sögðu er arðsemi skilyrði fyrir því að ráðist verði í virkjunina. Ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir hafa hing- að til verið teknar á grundvelli vand- aðs og faglegs undirbúnings Lands- virkjunar og ráðgjafa hennar. Innlendar og erlendar fjármálastofn- anir hafa reiknað út arðsemismat og forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa ítrekað sagt að ef Landsvirkjun sæi fram á tap af virkjuninni, yrði ekkert af framkvæmdum. Trúnaðarbrestur Þingmaður Austurlandskjördæm- is fyrir hönd vinstri-grænna, Þuríður Backman, gekk mjög langt í gagn- rýni sinni á framkvæmdir fyrir aust- an í jólablaði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar sakar hún Samband sveitarfélaga á Austur- landi um að hafa keyrt málið hart áfram og gefur í skyn að vinnubrögð SSA feli í sér skoðanakúgun. Þetta eru alvarlegar yfirlýsingar þing- manns og segir formaður SSA, Smári Geirsson, í grein í Morgun- blaðinu 28. desember sl. að alvarleg- ur trúnaðarbrestur ríki á milli þing- manns vinstri-grænna, Þuríðar Backman, og forystusveitar SSA. Þetta verður að teljast einsdæmi og gagnrýni Þuríðar á SSA er afar ómerkileg í ljósi þess að SSA hefur staðið fyrir opinni og upplýstri um- ræðu um orku- og stóriðjumál á Austurlandi og í kjölfar þeirrar um- ræðu hefur náðst ótrúleg samstaða á meðal sveitarstjórnarmanna um þau málefni. Vonandi er að þingmaðurinn sjái sóma sinn í að biðja sveitar- stjórnarmenn á Austurlandi afsök- unar.Framundan eru vonandi bjartir tímar fyrir landsmenn. Fyrirhugað- ar framkvæmdir fyrir austan munu hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið. Við verklok álversins er áætlað að um 455 einstaklingar muni vinna beint fyrir Alcoa en að auki muni 295 störf skapast í tengslum við álverið. Í heildina er því gert ráð fyrir að 750 störf myndist á svæðinu og þarf eng- inn að efast um að slík vítamín- sprauta mun renna styrkum stoðum undir atvinnulífið á Austurlandi. Framkvæmdirnar skila auknum tekjum til þjóðfélagsins og það er ljóst að við þurfum á því að halda, til dæmis til að efla velferðar- og menntakerfið í landinu. Drjúgur meirihluti Alþingis hefur fallist á virkjunarleyfi, meirihluti þjóðarinn- ar styður uppbyggingu stóriðju á Austurlandi skv. skoðanakönnunum og Austfirðingar eru einhuga í af- stöðu sinni. Ávinningurinn er augljós og vonandi mun fólk taka höndum saman og samfagna Austfirðingum á þessum merku tímamótum. Er ekki mál að linni? Eftir Dagnýju Jónsdóttur „Ávinning- urinn er aug- ljós og von- andi mun fólk taka höndum saman og sam- fagna Austfirðingum.“ Höfundur er formaður SUF og býður sig fram í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.