Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKLAR breytingar eruað verða á meðferð ým-issa krabbameina, sér-staklega ákveðnum teg- undum hvítblæðis. Nýlega hafa komið á markað lyf sem ráðast að rótum krabbameinsins, þ.e. gegn þeim genum sem valda óeðlilegri frumuskiptingu og þar með krabba- meini. Nýja lyfjameðferðin hefur einungis vægar aukaverkanir í för með sér, gagnstætt þeirri meðferð sem sjúklingum hefur til þessa stað- ið til boða. Sú lyfjameðferð hefur mjög víðtæk áhrif á líkamann þar sem hún ræðst gegn öllum frumum sem skipta sér, jafnt heilbrigðum sem óheilbrigðum, og hefur þar af leiðandi töluverðar aukaverkanir og óþægindi í för með sér fyrir sjúkling- inn. Vonast er til að í framtíðinni verði hægt að þróa fleiri lyf sem ráð- ast beint að rótum krabbameina, þannig að hægt verði að „klæðske- rasníða“ lyfjameðferð að þeirri teg- und krabbameins sem um ræðir hverju sinni. Einangraði sjúkdómsvaldandi gen í sjaldgæfu hvítblæði Magnús Karl Magnússon, sér- fræðingur í blóðmeinafræði á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi og starfsmaður UVS, er nýfluttur heim til Íslands eftir að hafa starfað í fjög- ur ár við Bandarísku heilbrigðis- stofnunina. Þar stýrði hann rann- sókn þar sem tókst að einangra gen sem veldur mjög sjaldgæfri tegund hvítblæðis. Í ljós kom að lyfið Glivec, sem var um þær mundir að koma á markað við annarri tegund hvítblæð- is, verkaði einnig á þetta sjaldgæfa afbrigði og virðist hvítblæðið nú al- gjörlega horfið úr viðkomandi sjúk- lingi. Þó er ekki vitað hvort það kem- ur hugsanlega aftur ef sjúklingurinn hættir að taka lyfið. Lyfið Glivec var þróað sérstaklega fyrir krónískt mergfrumukrabba- mein, sem er nokkuð algeng tegund hvítblæðis, að sögn Magnúsar Karls. Sjúklingurinn, sem hann hafði til rannsóknar, þjáðist af mun sjald- gæfara afbrigði hvítblæðis, sem er vel innan við 1% af öllum hvítblæð- istilfellum og kallast á ensku chronic myelomonocytic leukemia. „Þegar við skoðuðum litninga í krabba- meinsfrumunum kom í ljós að bútur úr litningi 5 hafði færst á litning 17 og öfugt. Litningabútar höfðu þann- ig víxlast á milli litninga 5 og 17.“ Kemur til greina að nota lyfið í stað mergígræðslu Þá var leitað að hugsanlegum nýj- um genaafurðum sem gætu skýrt krabbameinseiginleika frumnanna. Í ljós kom að nýtt vaxtarörvandi gen, svokallaður týrósín kínasi, hafði myndast við litningayfirfærsluna og sýndu Magnús Karl og samstarfs- menn hans fram á krabbameinseig- inleika þessa nýja æxlisgens. Þessi týrósín kínasi er náskyldur þeim genum sem voru örvuð í krónísku mergfrumukrabbameini. „Lyfið Glivec, sem menn höfðu notað við krónísku mergfrumu- krabbameini, reyndist vera mjög sértækt og jafnvel enn öflugra til að bæla genaafurð þessa nýja gens en fyrir það gen sem það var þróað fyr- ir. Þannig kemur sterklega til greina að nota þetta nýja lyf í stað þeirra meðferða sem áður voru, þá fyrst og fremst beinmergsígræðslu, fyrir þá sjúklinga sem hafa þessa tegund af krónísku hvítblæði.“ Krabbamein myndast þannig að frumur taka að skipta sér stjórn- laust. Magnús Karl segir að þótt fólk geti haft meðfædda tilhneigingu til að mynda krabbamein séu það fyrst og fremst áunnar breytingar sem or- saki krabbamein, þ.e. breytingar sem verði í erfðamenginu við skipt- ingu frumna. Í raun sé ekki vitað hvers vegna það gerist. „Þegar menn hafa greint hvaða gen það eru sem eru gölluð, hvaða vaxtarferla er um að ræða, eru menn mjög spenntir fyrir því að þróa klæð- skerasniðnar meðferðir til að ráðast gegn viðkomandi genum. Besta dæmið um klæðskerasniðna með- ferð í dag eru lyf sem hamla virkni týrósín kínasa og í þann flokk fellur Glivec.“ Ein fruma orsökin Týrósín kínasar stjórna í raun vexti frumnanna, því það eru þeir sem senda boð til frumnanna um að þær eigi að skipta sér. Krabba- meinsgenið sem Magnús Karl og samstarfsmenn hans einangruðu gaf stöðugt merki um að fruman ætti að fjölga sér en hann segir að heilbrigð- ir týrósín kínasar lúti mjög ná- kvæmri stjórn, hægt er að kveikja og slökkva á þeim eftir kerfi. Krabbameinsfruman leit leiða til að komast hjá vax og ein leiðin er að örva týr asa viðstöðulaust,“ segir Karl. Ein fruma verði upp fyrir skemmdum á erfðae öll afkvæmi hennar be skemmd og skipti sér þ stöðugt. Þessi skemmd í er leiði þannig til krabbame unar. Hvað hvítblæði varðar á yfirfærslan sér stað við stofnfrumu í beinmergnum blóðið er myndað. „Lyfið binst sértækt við ö ósín kínasa sem þekktir er menginu. Í genamenginu e týrósín kínasar. Við vitum t lyfið getur hindrað starfs þessum 90, en frumur geta l lífi án þess að þessir 5 týró ar hafi fulla virkni. Líf krab frumunnar er hins vegar a háð því að einmitt sá týrós sem olli vextinum, sé örvað binst á sértækan hátt á v stað æxlispróteinsins sem hvítblæðinu. Þannig er mö hindra vöxt hvítblæðisfr eingöngu. Þetta lyf er te sinni á dag, sjúklingar fá aukaverkanir og hvítblæði algjörlega úr blóðinu,“ segir Karl. Stóra spurningin í dag hvítblæðið kemur aftur ef inni er hætt. „Við vitum e þetta er endanleg lækning dómnum, en við vitum að m lyfsins sjást engin merki le hvítblæðisfrumur í lík Sjúklingurinn er með sáraf verkanir og öll eðlileg bló getur hafist að nýju með hi legu blóðfrumum í merg s ins.“ Nú standi læknar fram ákveðnum vanda, sérstakle annist unga einstaklinga m ískt hvítblæði sem hafi gó mergsgjafa. „Læknar vita geta, með 80% líkum, læk linginn með beinmergsígr þeir vita jafnframt að meðfe ur miklar aukaverkanir í fö og að sjúklingurinn gæti jaf af meðferðinni. Það er deil hvort það eigi að meðhön íska mergfrumuhvítblæðis Ræðst eingöngu krabbameinsfr Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Karl Magnússon stjórnaði rannsókn þar sem tókst að ein- angra sjúkdómsvaldandi gen í sjaldgæfri tegund hvítblæðis.                                                                 !   "         $ %   Nýtt lyf við krónísku hvítblæði hefur stórbætt meðf Meðferð ákveðinna hvítblæðissjúklinga hefur gjörbrey sem ræðst beint gegn krabbameinsfrumunum. Lyfið hefu og hefur því stórbætt líðan sjúklinga. Magnús Karl Ma Nínu Björk Jónsdóttur frá rannsóknum sínum og þróun í VIÐSKIPTALÍFIÐ Í NÆRMYND Síðustu fjóra daga hefur birzthér í Morgunblaðinu greina-flokkur eftir einn af frétta- stjórum blaðsins, Agnesi Bragadótt- ur, þar sem fjallað hefur verið um harkaleg átök, sem stóðu í nokkur misseri um yfirráð yfir stærsta og öflugasta banka þjóðarinnar, Ís- landsbanka. Upphaf þeirra átaka má rekja til síðari hluta árs 1999, þegar Kaupþing og sparisjóðirnir seldu svonefndum Orca-hópi stóran hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem síðar sameinaðist Íslandsbanka. Átökunum lauk síðari hluta sumars á síðasta ári, þegar þeir sem eftir voru af kaupendahópnum innan Orca tóku ákvörðun um að selja hlut sinn í Ís- landsbanka og hverfa af þeim vett- vangi. Inn í þessi átök blönduðust m.a. Tryggingamiðstöðin og Fjár- festingarfélagið Straumur. Það er ekkert sem bannar kaup- sýslumönnum eða öðrum að kaupa banka eða reyna að ná yfirráðum yf- ir banka með þeim tækjum, sem markaðurinn býður upp á í þeim efn- um. Bankar eru orðnir eins og hver önnur fyrirtæki eins og bezt sést af því að íslenzka ríkið hefur selt örfá- um einstaklingum ráðandi hlut í Landsbanka Íslands, sem einu sinni var kallaður þjóðbankinn og gegndi um hríð hlutverki bæði viðskipta- banka og seðlabanka. Átökin, sem stóðu um Íslands- banka eru hins vegar upplýsandi fyrir almenning vegna þess að þau sýna þá byltingu, sem orðið hefur í íslenzku viðskiptalífi á fáum árum. Milljarðaviðskipti eru stunduð fram og aftur eins og ekkert sé og stund- um að því er virðist án þess að mikið af eigin fé sé í þeim viðskiptum. Að sumu leyti sýnir þetta að kraftur og dirfska einkennir íslenzkt viðskipta- líf. Að öðru leyti vekja þessi miklu umsvif spurningar um í hvaða átt samfélag okkar er að þróast. Sú mikla áhætta, sem tekin er nú orðið í viðskiptalífinu á áreiðanlega þátt í að aga það. Krafan um árangur verður þeim mun meiri, ef áhættan er mikil. Samkeppnin eykst. Við- leitnin og viljinn til þess að sýna betri árangur í rekstri verður sterk- ari. Þetta er jákvætt. Hin hliðin á málinu er sú hvaða áhrif þessi milljarðaumsvif hafa á samfélagið að öðru leyti. Það er aug- ljóst að áhrif viðskiptalífsins í ís- lenzku þjóðfélagi eru margfalt meiri en þau voru t.d. fyrir áratug eða svo og áhrif stjórnmálamanna og stjórn- málaflokka hafa að sama skapi minnkað. Þeir sem muna þá tíð, þeg- ar pólitíkin réð hér öllu eru áreið- anlega margir þeirrar skoðunar, að aukið jafnvægi á milli stjórnmála og atvinnulífs sé af hinu góða. Svo lengi, sem eðlilegt jafnvægi ríkir á milli áhrifahópa í lýðræðisþjóðfélagi þarf ekki að hafa áhyggjur. Raskist þetta jafnvægi er hins vegar hætta á ferðum. Það er alveg sama hversu langt ríkið gengur í að afsala sér völdum og áhrifum eins og íslenzka ríkið hefur gert síðasta áratuginn, alltaf kemur að því að stór og veigamikil fyrirtæki þurfa á einhvers konar fyr- irgreiðslu opinberra aðila að halda. Það skiptir miklu máli, að almanna sjónarmið ráði þá ferðinni en ekki þau miklu áhrif sem fylgja miklum umsvifum í atvinnulífinu. Atvinnulífinu farnast bezt ef það býr við frelsi. Um það grundvallar- atriði snerist stjórnmálabaráttan að verulegu leyti á 20. öldinni. Um frelsi til athafna. Reynslan víða um lönd sýnir hins vegar, að sé markaðurinn gersam- lega óheftur fer hann úr böndum. Í höfuðríki kapítalismans, Bandaríkj- unum, hafa þess vegna verið byggð- ar upp öflugar eftirlitsstofnanir á mörgum sviðum til þess að halda markaðnum innan skikkanlegra marka. Bandaríkjaþing hefur hvað eftir annað séð ástæðu til að blanda sér í atvinnulífið með löggjöf, ef á hefur þurft að halda. Þannig voru einokunarhringir um olíuverzlun brotnir upp með löggjöf fyrir hundr- að árum og það sama gerðist fyrir nokkrum áratugum þegar stórfyrir- tæki í fjarskiptum var skipt upp í smærri fyrirtæki með fyrirmælum frá bandaríska þinginu. Markmiðið með því var að vernda hagsmuni neytenda. Í því er ekki fólginn fjandskapur við atvinnulífið að setja því ákveðnar starfsreglur til þess að starfa eftir eða að koma á fót öflugum eftirlits- stofnunum til þess að fylgja því eftir að starfað sé innan þess ramma. Eftir því, sem viðskiptalífið á Ís- landi verður öflugra og hefur meira bolmagn til þess að takast á við stærri verkefni er mikilvægt að þær eftirlitsstofnanir, sem Alþingi hefur ákveðið að setja upp eflist að sama skapi, þannig að þær hafi menntaða starfsmenn og nægilegt fjármagn til þess að sinna skyldum sínum. Eng- inn vafi er á því, að viðskiptalífið hef- ur þróazt mun hraðar en hið opin- bera eftirlitskerfi og á því verður að ráða bót. Markmið Morgunblaðsins með vinnslu og síðan birtingu þessa greinaflokks var og er að upplýsa al- menning í landinu um það í hvaða átt samfélag okkar stefnir. Það er mik- ilvægt að fólk geri sér grein fyrir því og viti það. Að baki þessum greinaflokki er gífurleg vinna og persónuleg samtöl við nokkra tugi einstaklinga. Hver og einn þeirra sér þessa atburðarás frá sínum sjónarhóli og tveir menn segja ekki endilega með sama hætti frá sama atburði í þessari sögu. Sumir kunna að halda því fram að eitt og annað sé rangt í frásögn Morgunblaðsins. Slíkt er aldrei hægt að útiloka og verður þá leið- rétt. En jafn líklegt er að þeir sem halda því fram sjái atburðarásina með öðrum augum en aðrir viðmæl- endur blaðsins. Í slíkum tilvikum er oft úr vöndu að ráða fyrir höfund greina. Baráttan um Íslandsbanka og aðr- ar orustur, sem háðar hafa verið á vígvelli viðskiptalífsins á undanförn- um árum gefa vissulega tilefni til að við stöldrum við og íhugum á hvaða leið við erum. Verði greinaflokkur Morgunblaðsins um átökin um Ís- landsbanka til þess er tilganginum með birtingu hans að hluta til náð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.