Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. JÆJA jæja jæja, nú ætlar frúin í landspólitíkina. Það er ekki nóg með að hún gangi á bak orða sinna einu sinni, þ.e.a.s. í flugvallarkosningun- um, heldur gerir hún það aftur núna og enn fylgir fólk henni og kallar hana drottningu! Hvursu oft fær frú- in að ganga á bak orða sinna áður en fólk áttar sig á hvurslags flagð er undir fögru skinni? Hún tók það skýrt fram áður en kosið var um flugvöllinn að það þyrfti ákveðinn prósentumun milli jákvæðra og nei- kvæðra svara og að ákveðið margir Reykvíkingar þyrftu að kjósa svo að kosningin teldist réttmæt. Ef minnið svíkur mig ekki munaði u.þ.b. einu prósenti á jákvæðum og neikvæðum svörum og miklu minna en helming- ur borgarbúa greiddi atkvæði. Svo birtist frúin glaðbeitt á forsíðu DV með fyrirsögninni: Sigur lýðræðis- ins! Hver ætli fyrirsögnin hefði orðið hefði kosningin farið á hinn veginn, mér er spurn. Nú ætlar frúin sér meiri frægð og frama. Aftur gengur hún á bak orða sinna, segist ekki vera á leið í landspólitíkina því hún ætli að standa sína plikt sem borg- arstjóri vor. Og hvað gerist; á síð- ustu stundu tilkynnir frúin framboð sitt á þing. Þegar hún svo neyðist til að segja af sér sem borgarstjóri heldur hún því blákalt fram í fjöl- miðlum að sér hafi verið stillt upp við vegg, hún hafi verið neydd til að segja af sér! Kjaftæði! Það sér hver heilvita maður að það stillti henni enginn upp við vegg, hún sá alfarið um það sjálf! Það sem mér finnst þó einna verst við þetta allt saman er hvursu lítið er gert úr konum þegar menn halda því fram að frúin eigi greiða leið inn á þing því allar konur muni kjósa hana. Hvenær ætlar fólk að sjá að þetta snýst ekki um kven- réttindabaráttu heldur um það hver sé hæfastur! Telur fólk virkilega manneskju sem er jafn fláráð og ótrúverðug og frúin hæfa til að eiga þátt í stjórnun landsins? ELÍN HEIÐUR GUNNARSDÓTTIR, nemi, Logafold 79. Flagð undir fögru skinni! Frá Elínu Heiði Gunnarsdóttur: KÆRA Guðríður (og vinkonur). Eftir að hafa lesið grein þína þá velti ég því fyrir mér hvort við (í Sporthúsinu) værum að veita lélega þjónustu. Hingað til hef ég talið okkur vera samkeppnishæf á flestum ef ekki öllum sviðum heilsuræktarinn- ar og þá sérstak- lega hvað varðar verðlagningu. En þannig er nú málum háttað að flestir samkeppnisaðilar okkar veita ekki fría prufutíma eins og þú nefnir að sé svo léleg þjónusta og get ég nefnt World Class, Hress, Veggsport, Technosport o.fl. máli mínu til stuðn- ings. Hins vegar er mjög erfitt fyrir okkur öll að veita sanngjarna sam- keppni varðandi verðlagningu á móti Nautilus eins og þú nefnir í grein þinni þar sem þeirra fyrirtæki fær aðstoð fá bæjarsjóði Kópavogs. Ef við fengjum ódýrt eða allt að frítt vatn og rafmagn þá hugsa ég að það væri lítið mál að gefa fría prufutíma en þetta er því miður kostnaður sem við þurfum að borga og ekki finnst mér sanngjarnt að meðlimir okkar taki á sig aukakostnað til þess að við getum veitt fría prufutíma. En þegar maður fer nú að hugsa um þetta þá er þetta ekki svo vit- laust, væri ekki alveg kjörið að þetta væri svona í fleiri atvinnugreinum. Velti því fyrir mér hvernig það væri ef mig langaði að fara á fínan veit- ingastað og ég gæti fengið að smakka af matseðlinum áður en ég pantaði eða þá að ég gæti skellt mér í næsta kvikmyndahús til þess að at- huga hvernig ein mynd væri áður en ég keypti mig inn á þá næstu. Það væri kannski óskandi að Kópavogs- bær, Hafnarfjarðarbær og Orkuveit- an mundu nú snúa bökum saman og stofna kvikmyndahús, matsölustaði eða eitthvað því um líkt þar sem maður gæti farið og fengið fría prufutíma. Nei, þetta er nú senni- lega fáránlegt og gerist aldrei en er nú samt það sem við þurfum að lifa við í okkar samkeppni í dag. Þegar ég var búinn að hugsa málið í nokkrar mínútur eftir að hafa lesið grein þína þá verð ég að segja að ég er ekki á sama máli og þú því ég tel okkur veita fyrsta flokks þjónustu. En það er bara besta mál að við séum ekki öll sammála um alla hluti en ég persónulega tel að Sporthúsið sé að veita eina bestu þjónustuna sem býðst á markaðnum auk þess að bjóða upp á eitt lægsta verðið, þ.e.a.s. miðað við eðlilega sam- keppni. Svona um leið og ég óska þér gæfuríks árs þá langar mig að taka fram að við bjóðum öllum sem fara í prufutíma hjá okkur og kaupa sér síðan kort að fá prufutímann til frá- dráttar kortinu sínu. Með kveðju, SÆVAR PÉTURSSON, framkvæmdastjóri Sporthússins. Þjónusta í Sporthúsinu Frá Sævari Péturssyni: Sævar Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.