Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. L&LÉTTARA N O N N I O G M A N N I I Y D D A SJÓVÁ-Almennar tryggingar keyptu í gær 25% hlut í Eign- arhaldsfélaginu Stofni, móður- félagi P. Samúelssonar, sem er umboðs- og söluaðili fyrir Toyota bifreiðar. Kaupverðið er trúnaðarmál en að sögn Páls Samúelssonar, stjórn- arformanns Stofns og aðaleiganda félagsins, er félagið metið á 2,2–2,9 milljarða króna. Miðað við það má gera ráð fyrir að Sjóvá-Almennar hafi keypt hlutinn á um 600 millj- ónir króna. Kaupin eru ekki að fullu frágengin enda hófust við- ræður um viðskiptin sl. mánudag að frumkvæði Páls. Bogi Pálsson er hættur sem for- stjóri félagsins og hefur Emil Grímsson tekið við því starfi. Bogi seldi föður sínum sinn hlut í félag- inu, 29,9%, í vikunni og er því ekki lengur hluthafi í Eignarhaldsfélag- inu Stofni. Sjóvá-Almennar kaupa 25% í Toyota-umboðinu  Félagið/12 FYRIRTÆKI munu fækka starfs- fólki um 1,55% að meðaltali á næstu tveimur til þremur mánuðum, sam- kvæmt könnun Samtaka atvinnulífs- ins sem gerð var í desembermánuði. Þar kemur fram að fimmtungur fyr- irtækjanna boðar hópuppsagnir eða uppsagnir 10 starfsmanna eða fleiri. Samkvæmt könnuninni eru það einkum stærri fyrirtæki, með yfir 40 starfsmenn, sem virðast öðrum fremur ætla að fækka fólki. Hið sama kom fram í mælingu SA í júní 2002 og í júní og desember 2001. 0,8% hugðust fækka fólki í júní Veldur þetta nokkrum áhyggjum hjá samtökunum því reynslan kenni að alla jafnan séu það stærri fyrir- tækin sem séu leiðandi í aðlögun að sveiflum í efnahagslífinu en smærri fyrirtækin séu gjarnan undirverk- takar hjá þeim stærri og selji þeim vörur og þjónustu. Samtök atvinnulífsins gerðu sams konar könnun í júní sl. og þá hugðust fyrirtæki að meðaltali fækka fólki um 0,8%. Áform eru uppi um fækkun fólks í flestum greinum, utan ferðaþjón- ustu, þar sem fyrirtæki hyggjast fjölga fólki um 0,3%. Mest hyggjast fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu fækka fólki, eða um 4% en fyrirtæki í iðnaði og í verslun og þjónustu hyggjast fækka fólki um 2%. Fjár- málafyrirtæki hyggjast fækka um 0,5% og rafverktakar um 0,3%. Fyrirhuguð fækkun fólks í sjávar- útvegi getur meðal annars átt rætur að rekja til niðurskurðar aflaheim- ilda, einkum í þorski, og til samein- ingar í greininni og hagræðingar henni samfara. Líkt og í síðustu mælingu SA, í júní 2002, mælist nú minni eftir- spurn eftir starfsfólki á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Meiri fækkun á landsbyggðinni Að meðaltali hyggjast nú fyrir- tæki með starfssvæði á landsbyggð- inni fækka fólki um 1,9%, en fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu hyggjast fækka fólki um 0,6%. Fyrirtæki með starfssvæði á landinu öllu hyggjast fækka fólki um 1,8%. Könnun Samtaka atvinnulífsins var gerð í desember 2002. Um 1.250 aðildarfyrirtæki samtakanna voru spurð um ráðningaráform sín næstu tvo til þrjá mánuði. Tekið var fram að lausráðningar væru ekki taldar með. Alls bárust svör frá rúmlega sex hundruð fyrirtækjum, eða rúm- um 48% aðspurðra. Fyrirtæki boða hóp- uppsagnir á næstunni AÐALSTEINN Gíslason lætur Elli kellingu ekki aftra sér frá því að skemmta sér í rennibrautinni í Sundlaug Kópavogs. Nær daglega syndir hann 600 metra, skellir sér í heitan pott og gufu og kórónar ferðina svo með því að fara a.m.k. fimm ferðir í rennibrautinni, þrátt fyrir að hann verði níræður á þessu ári. „Núna er ég búinn að fara 15 þúsund ferðir þannig að þetta safnast þegar saman kemur,“ segir Aðalsteinn sem heldur nákvæmt bókhald yfir fjölda ferðanna í rennibrautinni. Honum finnst ekkert tiltökumál að maður á hans aldri nýti sér brautina í sundlauginni. „Í raun geta allir farið sem geta gengið 25 tröppur því rennibrautin skilar öllu niður, það er engin hætta á öðru,“ segir hann og skellihlær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Níræður og sækir Sundlaug Kópavogs nær daglega 15 þúsund ferðir í rennibraut  Orðinn/17 VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur er að hefja undirbúning að næstu kjarasamningum. Gunnar Páll Pálsson, formaður félagsins, kynnti vinnu að stefnumótun í kjara- málum félagsmanna til næstu ára á nýársfundi trúnaðarráðs og trúnað- armanna VR í gærkvöldi en á fund- inum var einnig fjallað sérstaklega um áherslur í næstu kjarasamning- um. Kjarasamningar verslunar- manna renna út í febrúar og mars á næsta ári. Gunnar kynnti hugmyndir um að félagið setti sér markmið í kjaramál- um til næstu tíu ára. „Það felur í sér að auka, heildstætt á litið, kaupmátt félagsmanna um 30% á næstu tíu ár- um,“ segir hann. Í þessu markmiði felst jafnframt að kaupmáttur með- altekjuhópanna muni aukast um 15- 20% á komandi áratug en það sem ávinnst til viðbótar verði notað til að rétta sérstaklega hag þeirra lægst launuðu, að ótöldum ýmsum rétt- indamálum og hlunnindum. Verði þessi stefna mörkuð fyrir VR verður markið sett á að kaupmáttur versl- unarmanna aukist að jafnaði um 1 ½-2% á hverju ári. Verslunarmenn ræða áherslur kjarasamninga Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, kynnti stefnumótun í kjaramálum. Kaupmátt- ur aukist um 30% á 10 árum ARI Edwald, framkvæmda- stjóri SA, telur að skýringa á því hvers vegna beri jafnmikið á boð- uðum hópupp- sögnum stærri fyrirtækja og raun ber vitni megi m.a. leita í sterkari svörun þeirra í könnuninni en minni fyr- irtækja. „Boðuð fækkun starfsfólks er þó auðvitað áhyggjuefni, þótt það sé í samræmi við tilfinningu okkar fyrir þróuninni og spár okk- ar. Það vekur mér ennfremur nokk- urn ugg að stærri fyrirtækin skuli svara í þessa veru.“ Áhyggjuefni ÁKVEÐIÐ hefur verið innan forystu Samfylkingarinnar hvernig hún mun skipta með sér verkum í komandi alþing- iskosningum. Verður greint frá því opinberlega á allra næstu dögum, jafnvel í dag, hver verkaskiptingin verður. Líkt og Morgunblaðið hef- ur greint frá hefur verið rætt um að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir verði pólitískur tals- maður flokksins í næstu kosningum og jafnframt for- sætisráðherraefni að kosning- um loknum, taki Samfylking- in þátt í stjórnarmyndun- arviðræðum. Össur leiðir viðræður Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, mun hins vegar einbeita sér að innra starfi flokksins og jafnframt leiða viðræður fyrir hönd flokksins, komi til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar. Össur staðfesti í samtali við Morgunblaðið að verkaskipt- ingin væri frágengin en vildi ekki ræða hana í einstökum atriðum. Forysta Sam- fylkingarinnar Verka- skipting frágengin „ÍSLENSKAN bauðst mér svo sem aukafag, loksins þegar ég komst inn í þennan blessaða háskóla,“ seg- ir Marta Jerábková, ung tékknesk kona, um tildrög þess að hún hóf nám í íslensku hjá Helenu Kadeck- ová, norskukennara við Karlshá- skólann í Prag. Hún hefur lengi boðið íslensku sem valnámskeið og ræktað menningartengsl við Ísland. Annar Tékki, Aleš Chejn, 25 ára, hefur lokið eins árs íslenskunámi hjá Helenu og hyggst halda áfram að nema málið upp á eigin spýtur en hann heimsótti Ísland sl. sumar. Íslenska í Prag  Undarlegt mál/B6 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.