Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðfinna Magn-ey Guðmunds- dóttir fæddist í Naustvík í Árnes- hreppi á Ströndum 3. maí 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 1. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Árnason bóndi í Naustvík í Árneshreppi, f. 29.5. 1889, d. 2.4. 1972, og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir, f. 29.9. 1896, d. 19.2. 1986. Guðfinna var fimmta í röð níu systkina. Þau eru: Anna Mar- grét, f. 29.7. 1917, býr í Reykjavík, Þórarna Kristjana, f. 8.10. 1919, d. 3.8. 1920, Ingibjörg Kristjana, f. 22.7. 1921, býr í Reykjavík, Sveinn, f. 14.4. 1923, bjó í Reykjavík, d. 4.11. 1991, Áslaug Halla, f. 22.10. 1929, bjó í Norðurfirði Árnes- hreppi, nú til heimilis í Reykjavík, Kjartan Ólafs, f. 16.4. 1932, býr í Reykjavík, Guðbjörg Jóna, f. 5.12. 1935, býr í Guðlaugsvík í Hrúta- firði, Þóra Kristín, f. 15.12. 1938, unni Magneyju, f. 23.6. 1981, Ágúst Einar, f. 17.12. 1982, og Hólmfríði Ýri, f. 18.11. 1988. 3) Páll Lýður Pálsson, f. 20.1. 1958, sambýliskona hans er Gíslína Gunnsteinsdóttir, f. 9.10. 1964, þau búa í Reykjavík og eiga tvær dæt- ur, Helgu Björk, f. 1.6. 1984, og Guðrúnu Hörpu, f. 19.7. 1996. Seinni maður Guðfinnu, frá 1964, var Ágúst Óskar Lýðsson, f. 22.10. 1915, d. 10.4. 1995. Ágúst og Páll voru albræður. Dóttir þeirra er Júlíana Ágústsdóttir, f. 12.9. 1965, maður hennar er Jón Vil- hjálmur Sigurðsson, f. 24.8. 1962. Þau búa á Hólmavík og eiga þrjá syni, Sigurð Árna, f. 10.4. 1985, Ágúst Óskar, f. 3.11. 1987, og Börk, f. 25.5. 1992. Guðfinna gekk í barnaskólann á Finnbogastöðum part úr þremur vetrum 1937–1940 og var einn vet- ur á Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1946–1947. Hún bjó búi í Reykjarfirði í Árneshreppi frá 1954–1997, í alls 43 ár, þá hætti hún búskap og og fluttist til Hólmavíkur þar sem hún bjó síðan til dauðadags. Þess skal getið að í Reykjarfirði hefur enginn búið svo lengi samfleytt síðan 1700, sam- kvæmt bókinni Strandamenn ævi- skrár frá 1703–1953. Útför Guðfinnu verður gerð frá Árneskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. býr í Reykjavík. Guðfinna giftist 10.7. 1954 Vilhelm Páli Lýðssyni, sjó- manni frá Víganesi í Árneshreppi, f. 1.7. 1919, d. 2.4. 1958. For- eldrar hans voru Lýð- ur Lýðsson bóndi á Víganesi, f. 18.7. 1883, d. 11.7. 1940, og kona hans Jensína Guðrún Jensdóttir, f. 30.5. 1890, d. 25.8. 1962. Börn Guðfinnu og Vil- helms Páls eru þrjú: 1) Bjarnveig Elísabet Pálsdóttir, f. 23.12. 1954, maður hennar er Sævar Benediktsson, f. 1.3. 1955, þau búa á Hólmavík og eiga fjögur börn, Sigrúnu Ósk, f. 15.2. 1974, Guðfinnu Magneyju, f. 3.5. 1976, Vilhelm Pál, f. 19.11. 1977, og Benedikt Egils, f. 30.3. 1979. 2) Jensína Guðrún Pálsdótt- ir, f. 28.3. 1956, maður hennar er Eysteinn Gunnarsson, f. 30.10. 1955, þau búa á Hólmavík og eiga fjögur börn, Kristjönu, f. 18.6. 1979, dóttir hennar er Eyrún Björt Halldórsdóttir, f. 16.6. 1998, Stein- Elsku mamma mín. Þó að við viss- um öll að hverju stefndi var það áfall að þú skyldir fara svona fljótt. Ekkert okkar sem vorum hjá þér og sáum þig á aðfangadagskvöld renndi grun í að rúmri viku seinna yrði öllu lokið. Þú tókst því með sama æðruleysi og öðru mótlæti þegar þú fékkst dóminn í haust, ólæknandi krabbamein, varst sennilega við því búin að heyra eitt- hvað í þá áttina. Að vissu leyti var það léttir, loksins var komin skýringin á sífelldum verkjum og vanlíðan und- anfarna mánuði og í það minnsta hægt að lina þjáningarnar með rétt- um lyfjum. Það var bara svo margt sem þú áttir ógert og sem þig langaði að gera, síðustu dagarnir fyrir jól fóru í að ganga frá jólagjöfum til ættingj- anna og jólakortum til vina og kunn- ingja, alltaf bættist við einn og einn sem varð að fá kveðju. Nú þegar þú ert horfin sjónum læt ég hugann reika og hugsa til baka. Hvernig var líf þitt mamma mín? Ekki dans á rósum, svo mikið er víst, en þú kvartaðir aldrei og gerðir lítið úr allri vanlíðan, hugsaðir alltaf meira um aðra en þig sjálfa. Þú varst aldrei ánægðari en þegar þú gast smalað saman afkomendunum í kaffi og pönnukökur á sunnudögum og á með- an heilsan leyfði var undireins hrært í pönnukökur ef gestir ráku inn nefið. Þér fannst alltaf svo gaman að hitta fólk og að hafa margt fólk í kringum þig enda var lengst af fjölmennt á þínu heimili sem og líka var á æsku- heimilinu í Naustvík. Þú talaðir oft um lífið í Naustvík, þar var góður andi og glatt á hjalla þó að ekki væri ríkidæminu fyrir að fara og allir þyrftu að vinna mikið. Ekki var um mikla skólagöngu að ræða hjá þér en þú naust þess að læra og nýttir það vel sem þú lærðir, þú kenndir okkur krökkunum alltaf heima og það var ekki verri kennsla en í hvaða skóla sem var. Fyrstu árin ykkar pabba í Reykjarfirði voru björt þótt efnin væru ekki mikil, börnin komu eitt af öðru en svo bilaði heilsan hjá honum og þið voruð rétt búin að búa þar í fjögur ár þegar hann dó, Palli bróðir skírður við kistuna hans ekki þriggja mánaða gamall. Það var erfitt að vera ung ekkja með þrjú lítil börn og enga fyrirvinnu en þetta bjargað- ist, þú varst ekki á því að gefast upp og hélst áfram búskap með aðstoð góðra. Afi og amma í Naustvík og systkinin þar veittu alla hjálp sem þau gátu og eins Gústi bróðir pabba. Fyrstu árin á meðan við systkinin vorum lítil varst þú mest inni á heim- ilinu en síðar fórst þú að ganga í öll verk jafnt úti sem inni. Svo flutti Gústi frændi til þín og Júlla fæddist, það var gaman að fá lít- inn anga og hún varð í uppáhaldi hjá heimilisfólkinu. Það var alltaf nóg að gera hjá þér árið um kring, þú varst venjulega fyrst á fætur og fórst yf- irleitt seinust að sofa. Á vorin var það sauðburðurinn með sínum vökum, síðan þurfti að smala fénu aftur til að ná ullinni, þar næst kom slátturinn og hann tók tímann sinn á meðan véla- kostur var lítill svo oft var komið haust og leitir þegar allt hey var kom- ið inn. Leitir og sláturtíð, í minning- unni fylgir rigning og slydda leitum, en svo kom vetur og honum fylgdi snjór í þá daga ólíkt því sem nú er. Á veturna var rólegra í Reykjarfirði, þá varst þú að sauma á okkur krakkana því næstum allt var saumað heima, ég man ekki til þess að þú hafir saumað í þér til gamans fyrr en við fórum að stálpast talsvert, það var bara ekki tími til þess. Einhvern tímann sagðir þú að þegar þú yrðir gömul ætlaðir þú að sauma í svo margt sem þú hafðir ekki haft tíma til að gera fyrr. Þú hafðir ánægju af góðum bókum og lestri ljóða, vel kveðnar stökur skrif- aðir þú niður og safnaðir saman, stundum var líka kveðist á í Reykj- arfirði og það var mjög gaman. Síðustu árin í Reykjarfirði var heilsan léleg, Gústi var orðinn sjúk- lingur sem gat ekki verið heima nema á sumrin og skert lífsgæði hjá þér af völdum erfiðs sjúkdóms sem lagðist á ýmsa líkamshluta, þér fannst alltaf svo gaman að syngja og varst sísyngj- andi við okkur krakkana en radd- böndin urðu fyrir barðinu á honum og þú gast ekkert sungið í mörg ár. Það varð erfitt að kyngja og hendur urðu stirðar og óþjálar, svo öll fínvinna, þar með talið ísaumur, varð sífellt erfið- ari, lungun fengu sinn skerf og þú mæddist mjög ef eitthvað var á bratt- ann. Elsku mamma, það er aðdáunar- vert hvað þú hélst þínu striki og gerð- ir allt sjálf sem þú gast gert, sjálfstæð og sjálfbjarga og ekki upp á aðra komin, alltaf gerðir þú þínar æfingar sem voru til þess gerðar að líkaminn héldi sínum hreyfanleika og áttu stór- an þátt í því að þessi illvígi sjúkdómur varð þó ekki verri en þetta. Þú varst nú ekkert fyrir það að fara eftir ráð- leggingum og vilja annarra með það sem þér fannst vera þitt mál, búsetan í Reykjarfirði þar sem þið Dísa voruð einar síðustu árin var orðin mörgum áhyggjuefni en þaðan fluttir þú ekki fyrr en heilsufarið neyddi þig til þess. Eftir að þú komst hingað til Hólmavíkur sáum við best hvað þú varst í raun mikil félagsvera, þú gekkst í Félag eldri borgara og fórst á alla viðburði á þeirra vegum og ferðalög sem þú gast við komið. Fé- lagsstarfið á veturna var vel notað og þú fórst í Kvennahlaupið öll vorin eft- ir að þú fluttir hingað, meira að segja í vor þó að það væri áreiðanlega meira af vilja en mætti. Þú fórst alltaf þegar þú gast á samkomur Árneshreppsbúa í Reykjavík til að hitta brottflutta sveitunga. Haustið 2000 bauð Steina Kristins þér til Ameríku með Önnu systur þinni og okkur til mikillar undrunar skelltir þú þér með og varst þar í mánaðartíma. Vorið eftir var svo Færeyjaferð með eldri borgurum og þú hafðir svo mikla ánægju af þessu öllu. Þú varst ekkert að bíða með það til morguns sem hægt var að gera í dag og grunur minn er að þú hafir vit- að að tíminn væri naumur sem þú hafðir hér. Þú horfðir gjarnan á björtu hlið- arnar og þegar þú sagðir okkur að þú værir með krabbamein gastu þess um leið að það væri nú ekki það versta, verra væri að fá heilabilun og detta út úr heiminum, þér var mikilvægt að hafa kollinn í lagi – og hann var í full- komnu lagi til síðasta dags. Elsku mamma mín, nú ert þú kom- in til þeirra ástvina sem farnir voru á undan þér og hefur fengið þar góðar móttökur, ég veit að við hittumst þar aftur þegar minn tími kemur. Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir að vera mamma mín. Guð veri með þér. Þín dóttir Elísabet. Ég á enn erfitt með að trúa því að amma sé látin. Hún sem ætlaði að út- skrifast heim fyrir áramótin. „Ýmis verkefni biðu hennar heima“ sagði hún við mig nokkrum dögum áður en hún lést. Amma var lengst af bóndi í falleg- ustu sveit Íslands, að mínu mati, sem er Reykjarfjörður á Ströndum. Þang- að fór mamma með okkur systkinin á vorin eftir skólaslit og vorum við þar að mestu þar til skóli byrjaði aftur á haustin. Eftir að ég fullorðnaðist og fór að vinna varð ég samt alltaf að komast í sveitina til ömmu á hverju sumri. Þar fann ég fyrir frið og ró sem ég hef ekki fundið fyrir annars staðar. Þrátt fyrir alla sína fegurð var sveitin hennar ömmu harðbýl. Snjó- þungir vetur, afskekkt og með lítið undirlendi. Líf ömmu var mikið strit stærstan hluta ævi hennar en hún naut þess sem hún gerði og kvartaði aldrei. Hún missti manninn sinn ung með tvö ungabörn og það þriðja á leiðinni. Eftir það gerðist hún bónd- inn í Reykjarfirði. Amma var samt svo „heppin“ eins og hún sagði sjálf að eiga svo marga góða að sem hjálpuðu henni mikið. Má þar einkum nefna systkini hennar sem voru henni mjög náin. Sjálfstæði og að vera sinn eiginn húsbóndi var ömmu mjög mikilvægt. Ég reyni því að hugsa að svona hafi amma viljað hafa þetta. Fá smá tíma til að undirbúa fráfall sitt en vera svo enn að lifa lífinu og hugsa framávið þegar hún sofnaði svefninum langa. Þótt ég sigli um sjá, þótt ég slái með ljá, þó að allt sé á tjá og tundri, þá ég ánægju á, ást og hamingjuþrá. Ljúft er lífið mér hjá – rétt og slétt. Ég veit að lífið fékk ég til að geta lifað því. Ég ætla’ að lifa bara alveg eins og sýnist mér. Margir kvarta og kveina en ef kannski þeir reyna, þá er lífið létt. (Þorsteinn Eggertsson.) Ég sakna ömmu meir en orð fá lýst og mun minnast hennar um ókomna framtíð. Sigrún Ósk Sævarsdóttir. Elsku amma. Þín er sárt saknað. Við vissum að sá dagur kæmi að þú yfirgæfir þenn- an heim en maður getur aldrei búið sig undir slíkar fréttir. Það er þó huggun að vita að nú líður þér vel. Ég minnist allra sumranna í sveit- inni. Þar var alltaf gaman að vera og tókum við okkur ýmislegt fyrir hend- ur. Við lékum okkur í búinu, í fjör- unni, skoðuðum kríuungana, týndum ber og gerðum ýmislegt sem okkur datt í hug. Við lékum okkur einnig með gamla dótið og allar tölurnar þín- ar og það þótti okkur gaman. Það var svo gott að komast úr borginni í sveit- ina, sem var sem heill heimur út af fyrir sig. Ekki má heldur gleyma öll- um pönnukökunum sem þú bakaðir og voru í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég var 7 ára þá gafstu mér fullt af fallegum, gömlum servíettum, sem mér þótti afar vænt um, og baðst mig um að gæta þeirra vel og það hef ég gert alla tíð síðan. Við Guðrún Harpa vorum einmitt að skoða þær fyrir skömmu. Það var svo notalegt að vera hjá þér. Þú varst alltaf svo góð og tilbúin að gera allt fyrir okkur. Þú vildir öll- um vel og varst alltaf tilbúin að hjálpa. Ég held að það sé lýsandi fyrir persónuleika þinn. Það verður tóm- legt að koma í sveitina og hafa þig ekki þar, en þú verður með okkur í anda. Áður en við kveðjum þig með sökn- uði viljum við þakka þér fyrir þann tíma sem við höfum átt með þér, og GUÐFINNA MAGNEY GUÐMUNDSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐRÍÐUR ELÍASDÓTTIR, Fannborg 8, Kópavogi, andaðist á heimili sínu á nýársdag. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 9. janúar. Fríða Þorsteinsdóttir, Magni Steinsson, Signý Þorsteinsdóttir, Gunnar Ágústsson, Karen Þorsteinsdóttir, Þór Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín og systir okkar, GUÐRÚN LÓA KRISTINSDÓTTIR, lést á aðfangadag, 24. desember, á sjúkrahús- inu Lawnwood Medical Center í Fort Pierce á Flórída. Stephen Kristinn Ferraro, Páll Sædal Kristinsson, Halldóra Hulda Kristinsdóttir, Valur Sædal Kristinsson, Ebba Unnur Kristinsdóttir, Bára Kristín Kristinsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR EDWALD, lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Ísafjarðar þriðjudaginn 7. janúar. Jóhanna Halldóra Ásgeirsdóttir, Pétur Guðmundsson, Samúel Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Frændi okkar, STEINAR AXELSSON matsveinn og bryti, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 17. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Úlfar Antonsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.