Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdaforkólfurinn Einar Bárðarson hefur staðið fyrir stór- tónleikum til styrktar krabba- meinssjúkum börnum um hver áramót. Næst- komandi sunnu- dag verða þeir haldnir í fimmta sinn og fara þeir fram í Há- skólabíói. Sannkallað landslið ís- lenskra poppara og rokkara mun troða upp á tón- leikunum sem hefjast kl. 15.00. Listamennirnir sem fram koma eru: Bubbi Morthens, Papar, Stuðmenn, Írafár, Daysleeper, Á móti sól, Sálin hans Jóns míns, Í svörtum fötum, Land og synir, KK, Eyjólfur Kristjánsson og Páll Rósinkranz ásamt Jet Black Joe. „Í gegnum árin höfum við safn- að tæpum átta milljónum sem renna óskiptar í þetta þarfa mál- efni,“ segir Einar en upphafið að þessum árlegu tónleikum liggja í því að ungur frændi Einars veikt- ist af krabbameini á sínum tíma. „Listamennirnir eru farnir að gera ráð fyrir símtali frá mér eft- ir áramót og taka allir sem einn vel í þetta,“ útskýrir hann. „Nú er farin að skapast hefð fyrir þessu sem er gott. Allir leggja til vinnu sína, veri það húseigendur, ljósamenn eða tónlistarmenn, og féð er afhent á tónleikunum, í hléi.“ Eins og gefur að skilja er þetta hjartans mál fyrir Einar og segist hann telja sig heppinn að vera í þeirri aðstöðu að geta komið þessu í framkvæmd. Miðasala er þegar hafin í Há- skólabíói og er miðaverð 2000 krónur. Sími miðasölunnar er 530-1919. Fyrir þá sem ekki geta sótt tónleikana en vilja engu síð- ur styrkja málefnið er búið að opna símanúmer sem er 908- 2000. Stórtónleikar til styrktar Allir leggjast á eitt Morgunblaðið/Sverrir Sálin hans Jóns míns verður á meðal fjölda listamanna sem leika á styrktartónleikunum á sunnudaginn. Einar Bárðarson krabbameinssjúkum börnum á sunnudaginn ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 DV Yfir 55.000 áhorfendur H.K. DV GH. Vikan SK RadíóX SV. MBL GH. Kvimyndir.com Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á hinu sígil- da og geysivinsælu ævintýri um Gull Eyjuna eftir Robert Louis Stevenson Stórkostlegt vintýri frá isney byggt á hinu sígil- da og geysivins lu vintýri u ul Eyjuna eftir obert Louis Stevenson Mbl Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 12.Sýnd kl. 6. með íslensku tali. FRUMSÝNING H.TH útv. Saga. HL MBL Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Robert DeNiro, BillyCrystalog LisaKudrow(Friends) eru mætt aftur í frábæru framhaldi af hinni geysivinsælu gamanmynd AnalyzeThis. DV Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI AKUREYRI / / / Það voru 1200 manns um borð þegar það týndist fyrir 40 árum.. nú er það komið aftur til að hrella þig! / /Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. / / E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I / / / ÁLFABAKKI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.