Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 37 Mikið fjölmenni á Bridshátíð Vesturlands Bridshátíð Vesturlands fór fram um helgina á Hótel Borgarnesi. Þátt- taka var mjög góð og sló öll fyrri met. 34 sveitir tóku þátt í sveitakeppninni á laugardeginum og 64 pör í tvímenn- ingnum á sunnudeginum. Mótið fór allt hið besta fram undir öruggri stjórn Sigurbjörns Haraldssonar og komu þátttakendur alls staðar að af landinu nema Austfjörðum. Úrslit urðu sem hér segir: Sveitakeppni: 1. Sveit Íslenskra aðalverktaka, Matthías Þorvaldsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Anton Haraldsson og Bjarni Einarsson 172 stig 2. Sveit Páls Valdimarssonar, Páll Valdimars- son, Eiríkur Jónsson, Þröstur Ingimarsson og Þórður Björnsson 155 stig. 3. Sveit Félagsþjónustunnar, Guðlaugur Sveinsson, Júlíus Snorrason, Erlendur Jóns- son og Sveinn Rúnar Eiríksson 144 stig. Bestum árangri vestlenskra sveita náði sveit Netskólans en hún varð í áttunda sæti með 129 stig, spilarar voru Þorvaldur Pálmason, Jón Viðar Jónmundsson, Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson. Tvímenningur: Gísli Steingrímss. - Sveinn Þorvaldss. 665 Helga Sturlaugsdóttir- Stefán Jónsson 647 Hrund Einarsdóttir - Dröfn Guðm. 640 Sveinn R. Eiríkss. - Erlendur Jónss. 632 Jörundur Þórðars. - Páll Þór Bergss. 628 Vestlendingar eigna sér parið í öðru sæti enda er Helga sóknarprest- ur í Grundarfirði auk þess að vera borinn og barnfæddur Dalamaður. Mótið var nú eins og undanfarin ár stutt af Sparisjóði Mýrasýslu og Hót- elinu. Nýárstvímenningur á Akureyri Nýja árið byrjar vel hjá Brids- félagi Akureyrar. Þriðjudaginn 7. janúar hófst bridsárið með Nýárství- menningi, sem var spilaður með barómeter-útreikningi. 16 pör tóku þátt og var þetta spennandi og tvísýn keppni allt til enda. Staða efstu manna: Stefán Vilhjálmss. og Hermann Huibens 54 Grettir Frímannss. og Hörður Blöndal 33 Stefán Stefánss. og Björn Þorlákss. 29 Frímann Stefánss. og Páll Þórss. 26 Una Sveinsdóttir og Jón Sverrisson 16 Næstkomandi þriðjudag hefst svo hið fornfræga Akureyrarmót í sveita- keppni. Þó nokkrar sveitir hafa þegar skráð sig en ef það er einhver sem vill vera með þá er sá hinn sami vinsam- legast beðinn um að hafa samband við Steinarr Guðmundsson keppnis- stjóra í síma 863 4516 sem fyrst. Við viljum einnig minna á sunnu- dagsbrids sem verður spilaður alla sunnudaga til vors (ef frá eru taldir helgidagar). Sunnudagsbrids sem og þriðjudagsbrids hefst stundvíslega kl. 19:30. Svipmynd frá bridshátíð í Borgarnesi. Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar Jónmundsson spila gegn Högna Friðþjófssyni og Jóni Alfreðssyni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu í Vogahverfi verslunarhúsnæði 262 m2 og lager 290 m2. Áberandi staðsetning við Sæbraut, stór lóð með athafnasvæði og bílastæðum. Framtíðarstaður nálægt væntanlegri Sundabraut. Upplýsingar í síma 8221151. HÚSNÆÐI ÓSKAST Húsnæði Sauðárkróki Landsbanki Íslands hf. auglýsir eftir hús- næði til leigu undir bankastarfsemi á Sauðárkróki. Húsnæðið þarf að vera miðsvæðis á Sauðárkróki, á jarðhæð og henta til bankastarfsemi og stærðin um það bil 150 m². Þeir sem hafa áhuga á að leigja eru beðnir að senda inn tilboð þar sem fram kemur staðsetning og gróf lýsing á hús- næðinu ásamt hugsanlegu leiguverði. Afhending húsnæðis miðast við byrjun maí 2003 og þá tilbúið til innréttinga. Tilboð sendist til: Eignadeild, Landsbanki Íslands hf., Austurstræti 11, 101 Reykja- vík, merkt: „Húsnæði Sauðárkrókur“ fyrir 25. janúar 2003. Landsbanki Íslands hf. Rekstrarsvið KENNSLA Stangaveiðimenn athugið! Okkar árlega flugukastkennsla hefst sunnudag- inn 12. janúar í TBR-húsinu í Gnoðarvogi 1 kl. 20.00. Kennt verður 12., 19. og 26. janúar, 2. og 9. febrúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. (Íþróttaskór/inniskór). KKR, SVFR og SVH. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 16. janúar 2003, kl. 14.00 á neð- angreindri eign: Lambeyri, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Lambeyrar hf., eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 9. janúar 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 14. janúar 2003 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Álfabyggð 4, Súðavík, þingl. eig. Halldór Rúnar Jónbjörnsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Bárugata 3, Flateyri, þingl. eig. Sigurður Sigurdórsson, gerðar- beiðandi Íslandsbanki hf. Brekkugata 31, Þingeyri, þingl. eig. Páll Björnsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hrannargata 4, Ísafirði, þingl. eig. Sigurey Valdís Eiríksdóttir og Stefán Torfi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Njarðarbraut 18, Súðavík, þingl. eig. Ásthildur Jónasdóttir, gerðar- beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Skipagata 4, Suðureyri, þingl. eig. Magnús ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið. Urðarvegur 24, Ísafirði, þingl. eig. Halldóra Jónsdóttir og Eiríkur Brynjólfur Böðvarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Ísafjarðar- bær, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Saltkaup hf. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 9. janúar 2003, Anna Svava Þórðardóttir, fulltrúi. ÝMISLEGT SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA AIKIDO - ný námskeið að hefjast Unglinga- og fullorðinshópar — Faxafeni 8. Uppl. í s. 822 1824 og 897 4675. Mán.-mið. 18.00-19.15, lau. 11.00-12.15. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1831108½  I.O.O.F. 1  1831108  Ás. Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð í umsjón Elsabetar og Miriam. Allir hjartanlega velkomnir. Í kvöld kl. 21 heldur Herdís Þor- valdsdóttir erindi um „Ævi og störf H. P. Blavatsky“ í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag kl. 15, er kynning á stefnu og starfi Guð- spekifélagsins. Öllu áhugafólki um andleg mál er boðið að kynnast starfi félagsins. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.30 hefst hugræktarnámskeið Guðspekifélagsins í umsjá Jóns L. Arnalds: „Hugur er heimur I“. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is Jepparæktin Jeppadeild Útivistar ætlar að bjóða upp á dagsferðir 2. laugar- dag hvers mánaðar. Tilgangur Jepparæktarinnar er að skapa vettvang fyrir styttri ferðir að vetri til sem hæfa flestum jepp- um og stuðla að skemmtilegum ferðum í góðum félagsskap ann- arra jeppamanna. Jepparæktin fer sína fyrstu ferð á morgun, laugardaginn 11. janúar, og farið verður um Eyfirðingaveg. Nánari upplýsingar á heimasíðu Útivistar: www.utivist.is . Mæting er fyrir utan skrifstofu Útivistar á Laugavegi 178, kl. 10. Þátttaka er öllum heimil og þátttökugjald er ekkert. Allsherjaratkvæðagreiðsla Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verka- lýðsfélagsins Hlífar um stjórn, skoðunarmenn reikninga og stjórn sjúkrasjóðs félagsins fyrir árið 2003 liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með þriðjudeginum 10. janúar 2003. Kosið er samkvæmt B-lið 22. gr. laga Hlífar í eftirtaldar stöður: 1. Varaformann og tvo meðstjórnendur til tveggja ára. 2. Þrjá varamenn í stjórn til tveggja ára. 3. Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs. 4. Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fyrir kl. 16.00, föstudaginn 17. janúar 2003 og er þá fram- boðsfrestur útrunninn. Til þess að bera fram lista eða tillögu þarf skrif- leg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra félagsmanna, þó ekki fleiri en 100. Kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.