Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK Útsalan er hafin Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Úrval af stelpu- og strákafötum fyrir krakka frá 0-12 ára Nýtt kortatímabil YOGA Ný námskeið hefjast 23. janúar. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Grunnnámskeiðin hefjast einnig 3. september. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar að Bolholti 4, 4 hæð v, Reykjavík. fyrir alla sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848. Dagbækur frá kr. 369 Bréfabindi frá kr. 199 Ódýrari pennar, stílabækur o.m.fl. Nýtt kortatímabil Listhúsinu, Engjateigi 17-19 Síminn er 552 5540 • bokabud@simnet.is Opið mán.-fös. frá kl. 11-18.30, lau. frá kl. 11-15.30 LANG ÓDÝRASTA BÓKABÚÐIN Bankastræti 11 sími 551 3930 Útsala 20-50% afsláttur Laugavegi 54, sími 552 5201 Glæsilegir síðkjólar á útsölu Ný sending Stærðir 36-46 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú átt auðvelt með að skil- greina hluti og ert gæddur góðum skipulagshæfileikum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú stendur á tímamótum og þarft að gera upp hug þinn til nýrra verkefna. Hikaðu ekki því þú hefur allt sem til þarf. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er allt í sómanum hjá þér um þessar mundir í vinnunni svo þú getur leyft þér að slaka svolítið á. Gefðu þér tíma til að rækta sjálfan þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Líttu í kringum þig og að- gættu hvort þú getir lagt eitthvað af mörkum til að bæta umhverfi þitt. Þér er ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér lætur betur að láta verkin tala en að setja upp langar orðræður um hlut- ina. Sumum fellur það vel en öðrum miður. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér gengur allt í haginn og aðrir undrast velgengni þína. Njóttu þess en vertu meðvitandi um að lánið get- ur verið fallvalt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú færð tækifæri til að sanna hæfileika þína og það gefur þér byr undir báða vængi og eykur sjálfstraust- ið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er gott og blessað að hafa áhrif á fólk með fram- komu sinni. Gættu þess bara að þú fælir það ekki frá við nánari kynni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú vilt láta draum þinn rætast verður þú að vera duglegur að leggja til hliðar um tíma og neita þér um hluti sem ekki eru bráð- nauðsynlegir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að athuga vel hvernig þú setur hlutina fram því það skiptir sköpum að allir skilji hvert þú ert að fara, annars gengur ekkert upp. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Grunnurinn þarf að vera góður til þess að það sem á honum rís sé til frambúðar. Gefðu þér því nægan tíma til að undirbúa hlutina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Forðastu að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að taka af- stöðu með einum eða öðr- um. Reyndu að miðla mál- um á fordómalausan hátt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur safnað að þér upp- lýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Eitthvað á eftir að koma þér á óvart en láttu það ekki trufla þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla LJÓÐABROT Gekk eg í gljúfr ið dökkva, gein veltiflug steina við hjörgæði hríðar hlunns úrsvölum munni. Fast lá framan að brjósti flugstraumur í sal Naumu; heldr kom á herðar skáldi hörð fjón Braga kvónar. Ljótr kom mér í móti mellu vinr úr helli; hann fékkst heldr að sönnu harðfengr við mig lengi. Harðeggjað lét eg höggvið heftisax af skefti; Hans klauf brjóst og bringu bjartr gunnlogi svarta. Grettir Ásmundarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. jan- úar, er sextug Eydís Lilja Eiríksdóttir, húsfreyja í Kolsholti, Villingaholts- hreppi. Eiginmaður hennar er Guðjón S. Sigurðsson, bóndi og byggingafulltrúi. Þau hjónin taka á móti gest- um í félagsheimilinu Þjórs- árveri í Villingaholtshreppi eftir kl. 20 á afmælisdaginn. 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. jan- úar, er níræð Jónína Dav- íðsdóttir, áður búsett að Kópavogsbraut 1b, en dvel- ur nú á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. 1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Bg2 d5 4. cxd5 cxd5 5. Rf3 Rc6 6. O-O Bg4 7. Da4 e6 8. d3 Bh5 9. Bf4 Be7 10. Db5 Dd7 11. Rbd2 O-O 12. Hfc1 h6 13. Rb3 Staðan kom upp á ofurmótinu í Sarajevo sem fram fór vorið 2002. Sigurvegari mótsins, Sergei Movsesjan, hafði svart gegn Bojan Kurajica. 13... e5! 14. Be3 14. Rxe5 hefði tapað manni eftir 14...Rxe5. Í framhaldinu reynist mannstap einnig óumflýjan- legt. 14... a6! 15. Da4 15. Db6 d4! 16. Bd2 Rd5 og svartur vinnur. 15... e4! 16. Rfd4 b5 17. Rxb5 axb5 18. Dxb5 Hfc8 19. dxe4 dxe4 20. Bxe4 Rxe4 21. Dxh5 Bf6 22. Df3 De6 23. Hc2 Rb4 24. Rd4 Bxd4 25. Hxc8+ Hxc8 26. Bxd4 Rc2 27. Hc1 Hc6 28. Hd1 Hd6 29. e3 Rg5 30. Da8+ Kh7 31. Hf1 Hd5 32. Hc1 Rf3+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SABINE Auken er án efa ein þekktasta brids- kona heims. Hún hefur lengi verið lykilspilari í þýska kvennalandsliðinu ásamt makker sínum Dan- ielu von Arnim. Þær stöllur vöktu fyrst verulega at- hygli á opna heimsmeist- aramótinu í Miami árið 1986. Þá hélt Sabine á þessum spilum í norður: Norður ♠ Á54 ♥ 87 ♦ ÁD84 ♣Á732 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass AV spila þróaða útgáfu af Standard. Endursögnin á einu grandi sýnir 12–14 punkta og tveir tíglar aust- urs er geimkrafa, án þess að lofa tígullit (svokölluð „tvíhleypa“). Vestur sýnir þrílitarstuðning við hjartað og austur nefnir spaðann, sem þýðir að hann á 4–4 í hálitunum. Síðan verður niðurstaðan þrjú grönd og norður á að spila út. Hvaða spil myndi lesandinn velja? Það er nokkuð ljóst að suður á lítið sem ekkert, í mesta lagi einn eða tvo gosa. En hugsanlega er makker með lengd í tígli og því virðist skynsamlegt að ráðast á þann lit. Hins veg- ar er ekki sama hvaða tíg- ull verður fyrir valinu: Norður ♠ Á54 ♥ 87 ♦ ÁD84 ♣Á732 Vestur Austur ♠ K107 ♠ DG86 ♥ K53 ♥ ÁD42 ♦ K92 ♦ G3 ♣K1098 ♣DG4 Suður ♠ 932 ♥ G1096 ♦ 10765 ♣65 Sabine lagði niður ásinn og fylgdi svo fast á eftir með drottningunni. Og þar með hafði vörnin tryggt sér fimm slagi. Á hinu borðinu kom norður út með smáan tígul í upphafi og sagnhafi fékk á gosann í borði. Eftir þá byrjun gat vörnin ekkert gert. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. jan- úar, er 80 ára Ragnhildur Haraldsdóttir til heimilis að Sólvangi, Hafnarfirði. Af því tilefni verður heitt á könnunni laugardaginn 11. janúar á milli kl. 15 og 17 í kaffisal Sólvangs. 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. jan- úar, er níræður dr. Sveinn Þórðarson, Red Deer, Al- berta, Kanada, fyrrverandi skólameistari Menntaskól- ans að Laugarvatni. Hann dvelur nú hjá dóttur sinni í Kanada. 60 ÁRA afmæli. 12. jan-úar nk. verður sex- tugur Ásgeir M. Hjálmars- son, skipstjóri. Af því tilefni mun hann og eiginkona hans, Sigurjóna Guðnadótt- ir, taka á móti gestum í sam- komuhúsinu í Garði laugar- daginn 11. janúar kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.