Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var fyrir fimm árum að ég kynntist frænku minni Önnu Ingunni og manninum hennar Ara. Það má segja að það hafi verið hamingja við fyrstu kynni hjá mér, því ekki var annað hægt en að laðast að og þykja vænt um þetta yndislega fólk. Anna missti hann Ara sinn árið 1999 og ANNA INGUNN BJÖRNSDÓTTIR ✝ Anna IngunnBjörnsdóttir fæddist á Malarlandi í Kálfshamarsvík 2. júlí 1913. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholts- kirkju 9. janúar. var missir hennar mik- ill, annarri eins um- hyggju og ást milli hjóna hafði ég ekki áð- ur kynnst. Fimm ár eru ekki langur tími, en þetta er sá tími sem guð úthlut- aði mér til að kynnast Önnu, ég reyndi að nýta tímann vel með henni, en nú við leið- arlok hefði ég viljað eiga með henni fleiri samverustundir, ég er þó þakklát fyrir þær stundir sem hann gaf okkur. Anna var einstök kona, mikil dama og alltaf vel til höfð, hún var ákveðin, og hafði sterkar skoðanir, ég dáðist þó alveg sérstaklega að minni hennar sem var ótrúlega gott þó hún væri orðin 89 ára. Ég er henni líka afskaplega þakklát fyrir sögurnar sem hún sagði mér af Boga afa og Sigrúnu ömmu minni á Akranesi sem létust bæði þegar ég var kornung, þessar sögur gerðu það að verkum að í dag á ég ljóslif- andi minningar um þau og fleiri ættingja mína sem ég aldrei kynnt- ist. Eitt af því síðasta sem Anna sagði við mig áður en hún kvaddi var að allir ættu sína sögu, það er sann- arlega rétt hjá henni og mín saga hefur svo sannarlega auðgast eftir að ég kynntist henni. Nú hefur hún farið til fundar við hann Ara sinn og fundið hamingj- una í guðsríki, laus frá þreyttum lík- ama. Ættingjum og vinum Önnu sendi ég samúðarkveðjur. „Að lifa með mönnum sem hafa þroskað það besta með sjálfum sér, það er mesta hamingjan.“(Konfútse) Þórey Dögg Jónsdóttir og fjölsk. Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is! upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum. gardur.is Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JENNÝJAR ÞURÍÐAR LÚÐVÍKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar 4B á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þóra Hallgrímsdóttir, Árni Þór Árnason, Þórunn Haraldsdóttir, C. Frank Faddis, Ingibjörg Haraldsdóttir, Grétar H. Óskarsson, Lára Kjartansdóttir, Edda Björnsdóttir, Halldór Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför, JAKOBS NÍELS HALLDÓRSSONAR, Kringlumýri 31, Akureyri. Sérstakar þakkir til KA og St. Gerorgs félaga fyrir mikla aðstoð. Einnig til kórfélaga. Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Níelsdóttir, Gunnar Níelsson, Ragnhildur Jósefsdóttir og barnabörn. Kynni okkar Jóns Benediktssonar hófust fyrir 60 árum er hann, ungur að árum, keypti stórbýlið Hafnir á Skaga og fluttist þang- að árið 1942. Jón var al- inn upp hjá foreldrum sínum á Að- albóli við rúman efnahag og gott atlæti og ætla ég hann hafa haft mik- ið sjálfræði um vinnubrögð á ung- lings- og ungdómsárum. Mun það hafa verið hans mesta yndi og dægradvöl á þessu æviskeiði að fara með hross og sinna þeim. Á þessum ungdómsárum ól hann upp rauðan hest sem honum var mikið yndi að sitja, enda skepnan mikið metfé og gersemi. Á unglingsárum sótti Jón íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Hauka- dal og taldi að þar hefði sér hlotnast ómetanlegt veganesti í lífsbaráttuna. Búfræðinámi við Bændaskólann á JÓN GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON ✝ Jón G. Bene-diktsson fæddist á Aðalbóli í Miðfirði 23. maí 1921. Hann lést á LSH í Fossvogi 30. des. síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 9. janúar. Hvanneyri lauk Jón á tveimur vetrum. Veruleg umskipti urðu það Jóni að flytj- ast framan úr Mið- fjarðardölum út á Skaga. Ýmsir þættir búrekstrar voru aðrir hér en hann átti að venjast af heimaslóð- um, einkum nýting hlunninda, svo sem sel- veiða, dúntekju og rekaviðar og olli þetta honum einhverjum erf- iðleikum í upphafi, en innan skamms hafði hann tileinkað sér þau vinnubrögð sem við áttu og varð til dæmis einkar fljótur að flá sel og skola selskinn. Þegar Jón hafði áttað sig á eiginleik- um jarðarinnar og lært að nýta sér þá til fullnustu gekk hagur hans fljótt fram, enda urðu nú þau þátta- skil í tilveru hans, sem ég held að hafi skipt mestu máli fyrir gæfu hans og farsæld í lífinu, að til hans réðst sú góða kona Elínborg Björnsdóttir er síðar varð eiginkona hans. Elín- borg var að eðlisfari mikil búsýslu- kona og góð húsmóðir, stjórnsöm og ráðdeildarsöm, og nú fóru í hönd tímar mikillar ánægju og athafna í lífi þeirra hjóna við uppeldi barna, uppbyggingu húsa og ýmislegar jarðabætur. Lít ég svo á að í þeim efnum hafi Jón náð því markmiði sem hann setti sér. Á þessum tíma tók Jón einnig talsvert þátt í fé- lagsmálum og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum. Hann var um skeið hreppsnefndaroddviti og sat í hreppsnefnd Skagahrepps og í sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu í um tvo áratugi. Með Jóni fannst mér koma inn í okkar fámenna samfélag ný og fram- sæknari sjónarmið í flestum efnum en áður höfðu ríkt. Seint á sjöunda áratug nýliðinnar aldar létu þau hjón Jón og Elínborg bú sitt í hendur Benedikt syni sínum og fluttu til Reykjavíkur. Búskapur Benedikts stóð einungis fá ár í Höfn- um og er honum lauk var búfénaði fargað. Frá þeim tíma nytjaði Jón sjálfur hlunnindi jarðarinnar. Einnig kom hann sér upp hrossum, en gras- nyt og peningshús hafa lengst af ver- ið nýtt af öðrum. Fljótlega eftir að Jón flutti suður gerðist hann starfsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga og var það uns starfsaldri lauk. Aðalstarf hans var að sjá um hreinsun á æðardúni og mat á honum. Vorið 1973 urðu þær breytingar á högum Jóns að hann gekk að eiga Kömmu, seinni eiginkonu sína. Hún var sérstök myndar- og rausnarkona og var hjónaband þeirra Jóns far- sælt og gott og gaf báðum mikið. Þau Jón og Kamma höfðu jafnan þann hátt á að flytja sig búferlum úr Reykjavík norður að Höfnum um það leyti sem æðarfuglinn fór að vitja varpstöðvanna og dvöldu hér sumarlangt. Reyndist Kamma ótrú- lega fljót að laga sig að þeim breyt- ingum sem langdvalir þeirra hér norður á Skaga ollu á högum hennar. Beið ég komu þeirra hjóna jafnan með nokkurri eftirvæntingu og kom margt til. Þeim fylgdi aukið mannlíf, glaðværð og gestrisni og koma þeirra boðaði að gróandinn og góð- viðri sumarsins hlutu að vera á næsta leiti. Er Jón tók að eldast styttist sá tími sem hann dvaldi í Höfnum ár hvert og hin seinni ár nýtti hann ekki önnur hlunnindi en æðarvarpið. Tvö síðustu árin sem hann lifði var hann í sambúð með Sigurlaugu Magnús- dóttur og mun samvera þeirra hafa auðveldað báðum lífsbaráttuna. Á þessum tímamótum rifjast upp í huga mér löng og góð kynni við Jón í Höfnum. Með honum var gott að dvelja; skaphöfnin glöð og hlý og mikla og ósvikna glaðværð átti hann til að glæða góðar stundir. Hann var söngvinn og átti það til að kasta fram hnyttnum stökum. En þótt gott sé að minnast þess hve skemmtilegur maður Jón í Höfnum var þá er hann mér þó minnisstæðari á erfiðleika- stundum lífs síns. Þá einkenndi æðruleysi og festa allt hans tal og framgöngu. Hann leit ætíð fram á veginn, dvaldi ekki við hið liðna og tókst á við áföll lífsins af manndómi. Ég votta aðstandendum Jóns Benediktssonar samúð mína við and- lát hans. Hvíli hann í friði. Sveinn Sveinsson á Tjörn. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.