Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 23
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 23 Á MÁNUDAGINN hefstnámskeið í félagsvísinda-deild Háskóla Íslands semfjallar um sjálfboðaliða- starf. Steinunn Hrafnsdóttir fé- lagsráðgjafi kennir á námskeiðinu en hún er lektor á sviði sjálfboðastarfa og félagasamtaka sem sinna velferð- arþjónustu. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands fjármagnar þessa stöðu frá árinu 2002. Námskeið af þessu tagi eða um „þriðja geirann“ í velferð- arsamfélaginu á sér ekki hliðstæðu. Þriðja geirann má skilgreina sem skipulega þjónustu við vandalausa einstaklinga eða sem afmarkaða sam- félagsþjónustu sem rekin er í sjálf- boðasamtökum eða annarri skipu- lagðri heild. Sjálfboðaliðinn leggur fram vinnu sína og frítíma í þágu meðborgara eða samfélagsins án þess að þiggja laun fyrir. Dæmi um sjálfboðaliðafélög eru stofnanir og samtök á sviði fé- lagslegrar velferðar og neyðarþjón- ustu á borð við Rauða krossinn, Ör- yrkjabandalagið, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, Landsbjörg og samtök á sviði æsku- lýðsstarfa og tómstunda; íþrótta- hreyfingin og skátahreyfingin. Hlutur kvenna í kerfinu Markmið námskeiðsins er að nem- endur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægi sjálfboðasamtaka í þróun velferðarkerfisins. Blaðamaður velti fyrir sér hvort helstu stofnanir vel- ferðarkerfisins, eins og heilbrigðis- þjónustan og menntakerfið, ættu ræt- ur sínar í starfi sjálfboðaliða. Og hvort velferðarkerfið væri í raun reist á sjálfboðavinnu kvenna; umönnun sjúkra, barna og aldraðra. „Já, tvímælalaust,“ segir Steinunn Hrafnsdóttir og að sjálfboðasamtök hafi haft mikil áhrif á uppbyggingu á velferðarþjónustu. Á Íslandi voru fjöl- mörg góðgerðar- og líknarfélög stofn- uð á tímabilinu 1840–1900 sem sinntu málefnum sem sveitarfélög og ríki tóku síðar við. „Þessi félagasamtök áttu frumkvæði að margvíslegri fé- lags- og heilbrigðisþjónustu og má nefna að allt þar til á fjórða tug ald- arinnar voru það sjálfboðasamtök sem ráku flestar stofnanir og starf- semi á sviði félags- og heilbrigðis- mála,“ segir hún og að það hafi fyrst og fremst verið konur, bæði einstak- lingar og samtök þeirra, sem áttu frumkvæði að og byggðu upp félags- og heilbrigðisþjónustu á fyrstu ára- tugum aldarinnar, fyrir utan þá sem var lögboðin. Ríki og sveitarfélög styrktu starfsemina umtalsvert eða greiddu ákveðið hlutfall kostnaðar. Steinunn segir að eftir að hið op- inbera tók í auknum mæli við velferð- arþjónustunni hafi mörg þessara samtaka starfað áfram með svipuðum hætti eða í breyttri mynd. „Í dag veita sjálfboðasamtök fjölbreytilega og mikilvæga þjónustu fyrir ýmsa hópa samfélagsins, berjast fyrir hags- muna- og réttindamálum og virkja fólk til þátttöku í þjóðfélaginu. Sjálf- boðastörf eru því mikilvæg viðbót við velferðarþjónustu hins opinbera,“ segir hún. Steinunn segir unnt að taka þátt í sjálfboðastarfi á mjög mörgum svið- um í nútímasamfélögum, til dæmis í félagslegu sjálfboðastarfi, íþróttamál- um, umhverfismálum og menningar- málum. „Fólk tekur þátt í sjálfboða- starfi vegna ýmissa ástæðna eins og t.d. lífsviðhorfa, áhuga eða persónu- legrar reynslu,“ segir hún, og að eins skipti máli hvernig tíðarandinn er í þjóðfélaginu og hvað er vinsælt og hvað ekki. „Það er erfitt að spá fyrir um framtíðarverkefni sjálfboðaliðans en hann mun áreiðanlega finna sér vettvang þar sem hans eigin lífsgildi eiga hljómgrunn og þar sem honum finnst vera þörf fyrir krafta sína,“ segir hún. Börn sem sjálfboðaliðar Fáar rannsóknir hafa verið unnar á sjálfboðastarfi á Íslandi. Mjög mikil- vægt verkefni er þó að rannsaka við- horf, umfang og eðli sjálfboðastarfa hérlendis. „Eins þurfum við að svara þeirri spurningu hvaða væntingar við höfum til sjálfboðastarfs og hvert hlutverk þess eigi að vera í íslensku þjóðfélagi,“ segir hún, og að það skorti frekari rannsóknir á því fólki sem vinnur sjálfboðastörf. Steinunn hefur þegar hafið undirbúning að al- þjóðlegu rannsóknasamstarfi þar sem framlag íslenska sjálfboðageir- ans verður rannsakað. En hversu sterkur er vilji nútímamanna til að leggja stund á sjálfboðaliðastörf? Mætti ef til vill „mennta“ börn í hug- sjón sjálfboðaliðans? Steinunn segir að hlutfall þeirra sem taki þátt í sjálf- boðastarfi virðist haldast nokkuð stöðugt, þó þarf að rannsaka þetta betur hérlendis. Það sem hefur kannski breyst er að sjálfboðasamtök eru orðin mun fleiri en áður og því kannski erfiðara fyrir einstök samtök að fá fólk til liðs við sig. „En það er án vafa unnt að „mennta“ börn og ungmenni til að taka þátt í sjálfboðastarfi,“ segir Steinunn. „Kjörinn vettvangur til að kynna börnum sjálfboðastarfsemi er í tengslum við námsgreinina lífsleikni sem er skyldunámsgrein í skólum landsins.“ Í aðalnámskrá kemur ein- mitt fram að lífsleikni gefi nemand- anum tækifæri til að efla félagsþroska sinn og að í þeirri námsgrein sé verið að vinna með þætti sem tengjast því að vera þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. „Með því að kynna börn- um og ungmennum sjálfboðastarf- semi og hvetja til þátttöku þeirra í sjálfboðastarfi þá er einmitt verið að efla félagsþroska og virka þátttöku í þjóðfélaginu.“ Ólíkt starf eftir þjóðum Steinunn segir að lokum að í al- þjóðlegum rannsóknum á sjálfboða- liðastarfi komi fram að framlag sjálf- boðavinnu er misjafnt eftir löndum. „Athygli vekur hversu hátt framlagið er þar sem velferðarkerfi eru mest þróuð eins og á Norðurlöndum. Einn- ig er munur á milli landa á hvaða sviði þátttaka í sjálfboðastarfi er mest. Á Norðurlöndum er framlagið mest á sviði tómstunda-og menningarmála en minna í velferðarþjónustu. Aftur á móti í löndum eins og Bretlandi og Þýskalandi er framlag sjálfboðavinnu meira í velferðarþjónustu en í tóm- stunda- og menningarmálum. Þetta segir okkur að hvert land hefur sína sögulegu, samfélagslegu og stjórn- málalegu einkenni sem móta eflaust hlut sjálfboðageirans.“ Kennsla á námskeiðinu fer fram með fyrirlestrum, umræðum og kynnisferðum á sjálfboðastofnanir. Kennt er á mánudögum kl. 13.55– 16.00 frá 13. janúar til 11. apríl. Skráningargjald þeirra sem vilja sækja einstök námskeið í HÍ eins og þetta er 32 þúsund krónur en þeir sem eru með háskólapróf geta sótt um lækkun gjalds. Unnt er að skrá sig í námskeiðið hjá Nemendaskrá Háskóla Íslands. Þekking á starfi sjálf- boðaliða  Sjálfboðaliðastörf eru mikilvæg viðbót við velferðarþjónustuna.  Ungmenni efla félagsþroskann í sjálfboðaliðastarfi. Morgunblaðið/Jim Smart Dæmi um mikilvæg störf sjálfboðaliðasamtaka er starf Rauða kross Íslands. Á liðnu ári var m.a. gengið til góðs í þágu hungraðra í sunnanverðri Afríku og sýnir myndin nokkra sjálfboðaliða sem tóku þátt í söfnuninni. Sjálfboðaliðar/ Rauði kross Íslands fjármagnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf HÍ með áherslu á sjálfboðaliðastarf. Steinunn Hrafnsdóttir gegnir henni og hefur kennslu á mánudaginn í þessum fræðum. Gunnar Hersveinn spurði hana um námskeiðið og aðra þætti varðandi sjálfboðaliða, gildi starfsins í samfélaginu og menntun barna í þessu. TEKIST var á um skólagjöld, rann- sóknir, samkeppni og rekstrarfé ís- lenskra háskóla á ráðstefnu Reykja- víkurAkademíunnar 3. janúar eins og sagt var frá á menntasíðu á þriðjudaginn. Steinunn Kristjáns- dóttir, formaður stjórnar RA, setti ráðstefnuna og blaðamaður spurði hana um viðhorf sjálfstætt starfandi fræðimanna gagnvart stefnu stjórn- valda um æðri menntun. Steinunn telur menntunina vera eitt helsta afl þjóðarinnar og segist sakna markvissrar stefnu stjórn- valda um hvernig nýta beri þetta afl. Hún segir að stjórnvöld hafi staðið mjög skynsamlega að málum þegar leiðir til háskólanáms voru opnaðar hérlendis á áttunda ára- tugnum en þá var öllum sem áhuga höfðu gert kleift að afla sér háskóla- menntunar. Hún segir að þessi stefna hafi skilað góðum árangri nú á síðustu árum og því sé tímabært að vinna markvisst að því að endur- skoða hana í samræmi við breytta tíma. Steinunn segir rannsóknarþátt- inn í háskólasamfélaginu vanmetinn í stefnu stjórnvalda. „Stjórnvöld verða að mínu mati að veita meira fjármagni til rannsókna- og vísinda- starfs en gert er í dag og tryggja þannig betri nýtingu á menntun landsmanna sem líta má á sem góða fjárfestingu,“ segir hún og bendir á að rannsóknir og vísindastarf þurfi alls ekki að fara fram innan veggja háskólanna sjálfra, heldur ætti það einnig í æ ríkara mæli að fara fram utan þeirra. Stjórnvöld þurfa, að hennar mati, að gefa fræðimönnum sem starfa að rannsóknum á eigin vegum meiri gaum en áður hefur verið gert. „Það er hreinlega ekki rúm innan íslenskra háskóla fyrir alla þá sem hafa aflað sér háskóla- menntunar. Margir þeirra hafa jafn- framt kosið að vinna sjálfstætt vegna þeirra tækifæra sem rann- sóknir einar og sér geta gefið af sér,“ segir hún. Steinunn segir að samfélagið kalli eftir markvissri stefnu stjórnvalda í þessum efnum. „Stjórnvöld ættu að geta tekið þá áhættu að veita um- talsvert meira fjármagni í rann- sóknir sjálfstætt starfandi fræði- manna og virkja það fólk sem þegar hefur menntað sig, eða er í námi, rétt eins og það getur tekið þá áhættu að veita umtalsvert fjár- magn í stóriðjuframkvæmdir. Hvort tveggja er atvinnuskapandi en spyrja má hvort gefi meira til þjóð- arbúsins til framtíðar,“ segir hún, og að stjórnvöld séu búin að fjár- festa í menntun sem hægt sé að virkja, svo segja má að ferlið sé að því leytinu til hafið. Hún telur á hinn bóginn að stjórn- völd séu hrædd við að taka þá áhættu að auka umtalsvert fjár- framlög þess til rannsókna og ástæðuna sennilega vera falda í þeirri hugsun að vísindastörf verði að skila af sér viðskiptalegum verð- mætum. Sú krafa að styrkjahæfar rannsóknirnar teljist þær sem veki vonir um sýnilega söluvöru, hefur margítrekað komið fram hjá stjórn- völdum, að hennar mati. „Þessu við- horfi gagnvart rannsóknum og vís- indastarfi þarf að breyta. Rannsóknir eiga ekki að skila neinu öðru en niðurstöðum sem auðga og efla þá þekkingu sem við búum yfir nú þegar,“ segir hún. Steinunn telur að mikilvægt stefnumarkandi skref hafi verið tek- ið þegar ákveðið var að flytja Rann- sóknarráð Íslands í breyttri mynd inn í nokkur ráðuneyti. Stjórnvöld standi þannig nær ákvörðunum um fjárveitingar ríkisins til rannsókna, þótt hugmyndir að rannsóknunum liggi sem fyrr hjá vísindamönnunum sjálfum. „Ég tel það jákvætt þegar stefna stjórnvalda í atvinnumálum er samrýmd stefnu þeirra í rann- sóknum,“ segir hún. Auk þessara stefnumarkandi breytinga vill hún að stjórnvöld veiti meira fjármagni í rannsóknar- og vísindastarf en áður hefur verið gert. „Ég hef það á tilfinningunni að stjórnvöld geri sér ekki nægilega vel grein fyrir því hversu vel Íslend- ingar eru í stakk búnir til þess að takast á við krefjandi rannsóknir á alþjóðamælikvarða,“ segir hún og að menntun Íslendinga sé alls ekki nýtt til fulls. Stjórnvöld gætu í aukn- um mæli veitt bæði beina styrki til rannsókna og vísinda eða til upp- byggingar á rannsóknarsamfélag- inu í heild. Sömuleiðis gætu stjórn- völd gert einkareknum fyrirtækjum eða stofnunum auðveldara fyrir með að veita styrki til rannsóknar- og vísindastarfa t.d. með skattafrá- drætti, föstum framlögum eða ein- hverju slíku. En það kom skýrt fram hjá Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á rannsókn- arstefnu ReykjavíkurAkademíunn- ar að áhugi og vilji forsvarsmanna fjölmargra fyrirtækja og stofnana til að koma frekar að íslensku rann- sóknar- og vísindastarfi er fyrir hendi. „Ákjósanlegast væri ef fyrirtæki og stofnanir myndu með hjálp stjórnvalda ekki einungis veita beina styrki til rannsókna heldur stæðu einnig að stofnun rannsókn- arstaða til lengri eða skemmri tíma við rannsóknarstofnanir sem starfa utan skilgreindra íslenskra há- skóla,“ segir Steinunn og að við rannsóknarstöðurnar yrði unnið að rannsóknum og vísindastarfi í þágu viðkomandi fyrirtækis eða stofn- unar. Vísindastefna í deiglunni Steinunn setur rannsóknarstefnu ReykjavíkurAkademíunnar, en stefna stjórnvalda í málefnum há- skóla er í deiglunni nú í upphafi árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.