Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VITNI eru ekki á einu máli um máls- atvik í Hafnarstræti í Reykjavík 25. maí sl. þegar Magnús Freyr Svein- björnsson, 22 ára, hlaut áverka í átökum sem drógu hann til dauða viku síðar. Nokkur vitnanna báru að Magnús heitinn hefði ekki verið ógn- andi í garð þeirra tveggja sem eru ákærðir fyrir árásina gegn honum og önnur segjast aldrei hafa séð hann berja frá sér. Enn önnur vitni segja hann hafa skipst á hnefahögg- um við annan ákærðu og þá eru vitni ekki fyllilega samhljóða um lok átak- anna. Við aðalmeðferð málsins sem hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær kom þetta m.a. fram og enn- fremur í máli a.m.k. tveggja vitna að Magnús heitinn hefði beðist vægðar. Eitt vitni bar að Magnús hefði haft ákærða undir í upphafi átakanna en hafi þá fengið spark í kviðinn frá þriðja aðila með þeim afleiðingum að ákærði náði yfirhöndinni, settist klofvega á Magnús og veitti honum hnefahögg þar sem hann lá í götunni. Vitnið sagðist þegar hér var komið sögu hafa gengið á milli en þá hafi ákærði öskrað á sig og spurt á hvors bandi hann væri. Í kjölfarið hafi Magnús staðið upp alblóðugur og illa áttaður en þá hafi meðákærði spark- að hann niður með þeim afleiðingum að hann féll harkalega í götuna. Segir Magnús hafa verið yfirbugaðan Eitt vitni lýsti átökunum þannig að Magnús hefði verið algjörlega yf- irbugaður og hefði skollið á hnakk- ann í götuna undan síðasta sparkinu, sem meðákærði hefði veitt. Eitt vitni bar að Magnús hefði að minnsta kosti fengið 10 þung högg á sig áður en yfir lauk og nokkur vitni báru að ákærði hefði svipt jakka Magnúsar yfir höfuð honum og þannig haldið honum á meðan hnéspörk voru látin dynja upp í andlit honum. Flestum vitnum bar saman um að meðákærði hefði komið að síðustu og veitt Magnúsi lokasparkið, en tvö vitni sögðu ákærða sjálfan hafa sparkað Magnús niður. Þeir sem ákærðir eru í málinu eru 21 og 23 ára og hafa sætt gæslu- varðhaldi undanfarna sjö mánuði. Líkamsárásin í Hafnarstræti Vitni ekki á einu máli um málsatvik TVEIR sérfróðir matsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að tvö málverk, sem sögð voru eftir Sigurð Guðmundsson málara og seld á upp- boði hjá Galleríi Borg árið 1990, séu ekki eftir Sigurð. Tveir blaðamenn Pressunnar voru árið 1995 dæmdir í Hæstarétti fyrir að halda því fram að málverkin væru ekki eftir Sigurð. Verður Hæstarétti send umsókn um að mál blaðamannanna verði tekið til meðferðar á ný eftir frekari gagnaöflun. Kristján Þorvaldsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir voru dæmd til að sæta ómerkingu ummæla vegna greinar í Pressunni í desember 1990 um málverkin og þeim gert að greiða fébætur, sektir og málskostn- að. Í tilkynningu frá Atla Gíslasyni lögmanni segir að Hæstiréttur hafi á sínum tíma talið að ekki hefði ver- ið leitt í ljós að neinn vafi hafi leikið á að myndir, kenndar við Sigurð málara, væru eftir hann. Á þessum tíma hefðu umrædd málverk ekki verið aðgengileg blaðamönnum þannig að unnt væri að ganga úr skugga um hvort Sigurður hefði málað þau. Aðgangur að verkunum veittur í fyrra Veittur var aðgangur að málverk- unum í fyrra og tveir sérfróðir mats- menn dómkvaddir til að skoða og meta málverkin og láta í té rökstutt álit á því hvort þau væru eftir Sig- urð málara. Niðurstaða matsmann- anna er eindregin sú að málverkin séu ekki eftir Sigurð og beri engin einkenni verka hans varðandi mynd- byggingu, tækni eða vinnubrögð. Í greinargerð matsmannanna, þeirra Ingu Láru Baldvinsdóttur og Nathalie Jacqueminet, segir m.a. um verkin að myndefnið sé frá- brugðið öðrum portrettmálverkum Sigurðar. Gerð myndanna minni á skissugerð og ekki séu þekkt dæmi um að Sigurður hafi gert verk með þeirri aðferð. Þá kemur fram að áritunin á mál- verkunum er ólík áritun Sigurðar á öðrum þekktum málverkum. Annað verkið er áritað SG1852 og hitt Sig- urður Guðmundsson 1852. Segir í umfjölluninni um síðarnefnda verk- ið, að ekki séu til dæmi um að Sig- urður hafi notað þá áritun því hann notaði Sigurður. Áletrunin hafi verið gerð löngu eftir að málverkið var málað. „Einkenni Sigurðar í öllum verk- um, hvort sem um er að ræða teikn- ingar eða málverk, eru örugg og vönduð vinnubrögð sem skila sér í fíngerðum og hreinum áritunum. Hvergi er að finna óskýra og jafn hroðvirknislega gerða áletrun eins og í tilviki 2,“ segir síðan. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að frekari gagnaöflun sé enn í gangi en að henni lokinni verði Hæstarétti send umsókn um að mál Gallerís Borgar hf. og Úlfars Þor- móðssonar gegn Kristjáni Þorvalds- syni og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur verði tekið til meðferðar og dóms- uppsögu á ný. Sérfræðingar staðfesta orð blaðamanna Pressunnar Málverkin ekki eftir Sigurð Guðmundsson HJÓLREIÐAMENN eru í hópi þeirra sem vísast hafa fagnað snjó- leysinu í vetur. Þótt snjór og krapi banni þeim hörðustu ekki för alla- jafna, verður því þó ekki neitað að það er miklu þægilegra að hjóla í vinnuna á auðum götum, sem á ágústkvöldi væri, í 8 stiga hita og sunnangolu. Það er hins vegar betra að vera með nægan ljósabún- að á hjólunum í skammdeginu og setja upp hjálm til frekara öryggis. Morgunblaðið/Kristinn Góð tíð fyrir hjólreiðamenn FRESTUR til að skila inn tilnefn- ingum um vígslubiskupsefni í Hóla- stifti rennur út síðdegis í dag hjá Biskupsstofu. Kjörstjórn kemur saman eftir helgi og fer þá yfir til- nefningar, sem þurfa að berast frá hið minnsta 10% kosningabærra manna til að teljast gildar. Kjör- seðlar verða sendir út eftir það til þeirra 62 einstaklinga sem eru á kjörskrá og niðurstöðu í kjörinu er að vænta um miðjan febrúarmánuð, samkvæmt upplýsingum frá Bisk- upsstofu. Prestafélag Hólastiftis, sem nær yfir Norður- og Austurland eftir ný- lega stækkun til austurs, stóð fyrir kynningarfundi á Löngumýri í Skagafirði sl. þriðjudag með þeim fjórum vígslubiskupsefnum sem hafa gefið formlega kost á sér. Í nóvember sl. fór fram svipaður fundur á Vestmannsvatni en þá mættu aðeins tvö biskupsefni. Á Löngumýri héldu erindi þau sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi og prestur á Miklabæ, sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur í Húna- vatnsprófastsdæmi og prestur á Melstað, sr. Jón A. Baldvinsson, sem verið hefur sendiráðsprestur í London, og sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, lektor í guðfræði við Há- skóla Íslands og fyrrverandi rektor í Skálholti og prestur á Grenj- aðarstað í S-Þingeyjarsýslu. Til fundarins var boðið prestum úr stiftinu og þeim leikmönnum sem hafa kosningarétt. Tvær umferðir líklegar Til að hljóta kosningu sem vígslu- biskup þarf a.m.k. helming greiddra atkvæða en miðað við fjölda bisk- upsefna er talið líklegt að til ann- arrar umferðar komi þar sem kjósa þurfi á milli tveggja efstu úr fyrstu umferð. Viðmælendur Morgun- blaðsins telja ómögulegt á þessari stundu að ráða í hver fyrrnefndra kandídata telst sigurstranglegur en þess skal getið að kona hefur ekki áður gefið formlega kost á sér til vígslubiskupskjörs hér á landi. Sr. Bolli Gústavsson er að láta af störfum vígslubiskups á Hólum í Hjaltadal en í forföllum hans hefur forveri hans í embættinu, sr. Sig- urður Guðmundsson, verið settur vígslubiskup. Síðasti dagur til að tilnefna vígslubiskupsefni í Hólastifti Sr. Guðni Þór Ólafsson Sr. Dalla Þórðardóttir Sr. Jón A. Baldvinsson Sr. Kristján Valur Ingólfsson Fjórir prestar hafa þeg- ar tilkynnt framboð sitt FORSVARSMENN 35% fyrirtækja telja eldra starfsfólk verðmætara en það yngra, samkvæmt könnun Sam- taka atvinnulífsins á viðhorfum aðild- arfyrirtækja sinna til eldra starfs- fólks. Í könnuninni var spurt hvort eldra starfsfólk væri talið verðmætara, jafn verðmætt eða ekki eins verð- mætt og það yngra. Svarendum var látið eftir að skilgreina við hvaða ald- ur þeir miða þegar talað er um „eldra“ og „yngra“ fólk. Niðurstaðan var sú að flestir telja eldra starfsfólk- ið jafn verðmætt og það yngra, eða tæp 62%, en rúm 35% telja það verð- mætara. Tæp 3% telja eldra starfs- fólk hins vegar ekki jafn verðmætt og það yngra. Hlutfall þeirra sem telja eldra starfsfólkið verðmætara en það yngra er hæst í smæstu fyrirtækj- unum, í fjölda starfsmanna talið, en fer lækkandi eftir því sem fyrirtækin stækka. Alls staðar telur þó meiri- hluti fyrirtækja að eldra starfsfólkið sé jafn verðmætt því yngra, níutíu prósent stærstu fyrirtækjanna. Hlut- fall þeirra sem telja eldra starfsfólk ekki eins verðmætt og það yngra er hins vegar nokkuð jafnt, oftast um þrjú prósent. Ekki er eins mikill munur milli at- vinnugreina í þessu sambandi. Hlut- fall þeirra sem telja eldra starfsfólkið verðmætara er hæst í ferðaþjónustu og meðal rafverktaka, um 45%, en lægst meðal fjármálafyrirtækja, um 21%. Sú mæling tengist þó annarri, um stærð fyrirtækja í fjölda starfs- manna talið, enda hátt hlutfall fjár- málafyrirtækjanna með mikinn fjölda starfsmanna, öfugt við raf- verktaka. Hlutfall þeirra sem telja eldra starfsfólkið ekki eins verðmætt og það yngra fer hins vegar ekki í neinni grein hærra en í fjögur pró- sent. Í fréttabréfi SA frá því í desember kemur fram að hér á landi er víða mikil eftirspurn eftir eldra starfsfólki á vinnumarkaði. Haft er á orði að eldra starfsfólkið sé áreiðanlegt, samviskusamt auk þess að búa að mikilli þekkingu og reynslu. Eldra starfsfólk verð- mætara en það yngra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.