Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 39 Brautarholti 4 46. starfsár Social Foxtrott Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á venjulegum dansleik eftir 10 tíma. Samkvæmisdansar - barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir þér bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna 14 vikna námskeið fyrir börn Dansleikur í lokin Tjútt Við kennum gamla góða íslenska tjúttið. 10 tíma námskeið. Gömlu dansarnir 10 tíma námskeið og þú lærir þá alla Keppnisdansar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir, frábærir þjálfarar í keppnisdönsum. 14 vikna námskeið - Mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Línudans Auðveldir og skemmtilegir. Bók fylgir með lýsingu á dönsunum. Salsa Dansinn sem fer sigurför um heiminn. 10 tíma námskeið Erlendur gestakennari Freestyle Erla Haraldsdóttir kennir. 10 vikna námskeð. Mæting 2x í viku Brúðarvalsinn Kenndur í einkatíma. Barnadansar Kennum yngst 4 ára. Innritun og upplýsingar í síma 551 3129 milli kl. 16 og 22 daglega til laugardagsins 11. janúar. Kennsla hefst í Reykjavík mánudaginn 13. janúar. Mosfellsbær og Suðurnes - Innritun og upplýsingar í sama síma. KENNSLA HEFST Í REYKJAVÍK MÁNUDAGINN 13. JANÚAR LÝST er eftir vitnum og öku- manni á hvítum jeppa sem stór- skemmdi kyrrstæða Toyotu Corolla á bifreiðastæði við Heiðagerði/Stóragerði 7. jan- úar. Ekið var aftan á bifreiðina um kl. 18.28. Miklar skemmdir hlutust af árekstrinum en þrátt fyrir það ók tjónvaldur burt frá vettvangi. Örugg vitni eru að því að jeppinn er hvítur, trú- lega Honda CVR eða Toyota Rav en ekki tókst að ná niður skráningarnúmeri. Corollan sem skemmdist er ljósblá. Tjónvaldur eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Málfundur aðstandenda sósíal- íska fréttablaðsins Militant verð- ur haldinn í dag, föstudaginn 10. jan- úar kl. 17.30 í Pathfinder bóksölunni, Skólavörðustíg 6 b (bakatil) í Reykjavík. Fjallað verður um ögr- anir í garð Norður-Kóreu, rétt þessa fullvalda ríkis til varna, sögu skipt- ingar landsins í norður og suður og kröfur um sameiningu þess. Í DAG Kjördæmafélag Samfylking- arinnar í Reykjavík heldur fund á morgun, laugardaginn 11. janúar, um borgarpólitík Reykjavíkurlist- ans. Málshefjendur eru Helgi Hjörv- ar og Ingvar Sverrisson. Fundurinn er haldinn á Hótel Skjaldbreið, Laugavegi 16 kl. 11 og er öllum op- inn. Á MORGUN Óvissuferð Hópur fólks á aldrinum 40-60 ára sem stofnað hefur óform- legan klúbb undir nafninu 40-60 verður með sína þriðju óvissuferð helgina 21. – 23. febrúar n.k. Nýir fé- lagar eru velkomnir. Nánari upplýs- ingar gydarich@mi.is Námskeiðin Sjálfstyrking ung- linga hefjast 13. og 14. janúar og eru haldin í Foreldrahúsinu að Von- arstræti 4 b. Námskeiðið er ætlað fyrir unglinga 13 – 17 ára sem hafa lítið sjálfstraust, hafa lent í einelti, eru feimnir eða eru óöruggir með sjálfa sig. Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega færni unglinga. Allar nánari upplýsingar eru í Foreldrasímanum og á heima- síðunni www.foreldrahus.is Á NÆSTUNNI VOLVO XC90 lúxusjeppinn verður frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Opið verður kl. 12–16 laug- ardag og sunnudag. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Volvo XC90 er lúxusjeppi frá Volvo og er þetta frumraun Volvo á jeppamarkaði. Sala hófst í Banda- ríkjunum í nóvember síðastliðnum en hófst í Evrópu í þessum mánuði. Volvo XC90 hefur hlotið mikið lof bílagagnrýnenda um allan heim og hefur þegar hlotið fjölda við- urkenninga. Volvo XC90 var valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum 2003, segir m.a. í fréttatilkynningu. Frumsýnir Volvo-jeppa VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Vaka á Siglufirði samþykkti nýverið álykt- un um kjaramál. Þar segir meðal annars: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku fordæmir þau vinnubrögð stjórn- valda að vanvirða tilraunir verka- lýðshreyfingarinnar til að halda verðbólgunni í skefjum. Stjórn félagsins er ómögulegt að skilja hvernig æðstu embættismenn þjóðarinnar hafa geð í sér til að taka við margfalt meiri launahækk- unum í skjóli kjaradóms en samið hefur verið um á almennum vinnu- markaði. Að taka við 7% launahækkun á mörg hundruð þúsund króna laun, á sama tíma og atvinnulausu fólki er skömmtuð 5 prósenta hækkun á rúm 73.000 sýnir að þeir eru ekki í takt við raunveruleikann. Félagsmenn í ASÍ hafa ítrekað afsalað sér launahækkunum eða stillt þeim mjög í hóf til að ógna ekki efnahagslífi þjóðarinnar. Í sérstöku átaki til að hækka lægstu laun fá þeir sem eru undir 88.000 króna launum á mánuði nú 6,2% hækkun.“ Fordæmir vinnubrögð stjórnvalda EFTIRFARANDI athugasemd hef- ur borist frá Lífeyrissjóði Norður- lands: „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um örorkumat lífeyrisþega er þeirri leiðréttingu hér með komið á fram- færi að tryggingalæknir Lífeyris- sjóðs Norðurlands hefur ekki breytt örorkumati, hvorki til lækkunar né hækkunar, til að hafa áhrif á bóta- greiðslur. Forsvarsmenn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki leitað eftir upplýsingum hjá Lífeyrissjóði Norðurlands vegna þessa máls og engir fjölmiðlar hafa haft samband við sjóðinn, þrátt fyrir að nafn hans hafi verið nefnt í þessu samhengi. Sjóðurinn telur þennan fréttaflutn- ing því ekki vera byggðan á réttum upplýsingum.“ Örorku- mati ekki breytt Lífeyrissjóður Norðurlands RANNSÓKNANEFND flugslysa, RNF, efnir í næstu viku til nám- skeiðs fyrir flugrekendur þar sem fjallað verður um viðbúnaðaráætlan- ir og samskipti við rannsakendur flugatvika og flugslysa. Fyrirlesarar eru frá bandarísku stofnuninni Sout- hern California Safety Institute, Ör- yggisstofnun Suður-Kaliforníu, og er námskeiðið skipulagt af stofnun- inni í samvinnu við RNF. Þormóður Þormóðsson, rann- sóknastjóri RNF, segir markmið námskeiðs sem þessa að efla þekk- ingu á ábyrgð flugrekenda vegna flugslysa og flugatvika og efla skiln- ing á tilhögun rannsókna á þeim. Einnig er ætlunin að þjálfa starfs- fólk flugrekenda í því að bregðast við flugslysum og flugatvikum. Fyrirles- arar munu fara yfir alþjóðlegar sam- þykktir um rannsóknir og hvernig tilkynna beri um flugatvik og slys og farið verður einnig yfir vinnureglur RNF á þessu sviði. Námskeiðið stendur frá mánudegi til föstudags og segir Þormóður það sérstaklega ætlað starfsfólki sem beri ábyrgð á flugöryggismálum. Námskeið um viðbúnað vegna flug- slysa NÝLEGA var dregiðum vinninga í happ- drætti í tengslum við þátttöku í langtíma- rannsókn á lífi ungs fólks, sem Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við HÍ stendur að. Árgang- inum 1979 í Reykja- vík hefur verið fylgt eftir síðan hann var í 9. bekk vorið 1994. Unga fólkið hefur m.a. verið spurt um sjálfsmynd sína, trú á eigin getu til að hafa áhrif á líf sitt, líðan, samskipta- hæfni og samskipti við foreldra, auk vímuefnaneyslu. Flugleiðir gáfu tvo farmiða í vinning og hlaut Kjartan Ingv- arsson flugfarið. Eft- irtaldir hlutu vasaútvarp í vinning: Erna Rún Einarsdóttir, Ester Ósk Hervar, Haukur S. Þorsteinsson, Hjörtur Hannesson og Kristín Elfa Axelsdóttir. Sigrún Aðalbjarnardóttir vill koma á framfæri þakklæti til allra þátttakenda rannsóknarinnar en þeir hafa verið um 1.400 og Flugleiða fyrir stuðning þeirra. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor og Kjartan Ingvarsson vinningshafi. Vann flugferð í rann- sóknarhappdrætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.