Morgunblaðið - 31.01.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 31.01.2003, Síða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 25 JÓN Viðar Jónmundsson, naut- griparæktarráðunautur hjá Bænda- samtökunum, segir að miklar fram- farir hafi orðið í nautgriparækt á síðustu árum. Á rúmum einum ára- tug hafi meðalafurðir aukist um þúsund lítra. Hann segir sérstak- lega athyglisvert að mestar afurðir séu nú í Árnessýslu, en það svæði hafi fyrir nokkrum árum lengi verið undir landsmeðaltali. Í fyrra fóru meðalafurðir ís- lenskra kúa í fyrsta skipti upp fyrir 5.000 kg. Fyrir aðeins fimm árum voru meðalafurðirnar rúmlega 4.200 kg. „Þetta eru gríðarlega miklar framfarir,“ sagði Jón Viðar og bætti við að þessi árangur væri fyllilega í takt við það sem best gerðist annars staðar í heiminum. „Hækkunin hefur verið u.þ.b. 1.000 kg á rúmlega 10 árum. Við vitum nokkurn veginn að rúmur helming- ur af þessari aukningu er vegna þess að geta stofnsins hefur verið að aukast á þessum tíma. Hitt má rekja til bættrar fóðrunar og með- ferðar.“ Jón Viðar sagði að þessi þróun væri ekki eins í öllum landshlutum. „Árnessýsla er komin á toppinn á landsvísu. Fyrir aðeins einum ára- tug og mörg ár þar á undan var Ár- nessýsla alltaf undir landsmeðal- tali. Umskiptin eru því mikil á þessu svæði, sem er aðalmjólkur- framleiðslusvæði landsins.“ Jón Viðar sagði að ýmislegt kæmi þar til. Mikilvæg skýring væri að það hefði verið óvenjulega gott árferði sunnanlands síðustu ár- in. „Þetta hérað var oft í miklum vandræðum með fóðuröflun, en sunnlenskir bændur hafa hins veg- ar síðustu ár verið með besta fóðrið á landinu, einkum þó síðustu tvö ár.“ Á undanförnum árum hefur kúa- búum fækka mikið en þau sem eru starfandi hafa að sama skapi stækkað. Jón Viðar sagði að þessi þróun skipti einnig verulegu máli þegar leitað væri skýringa á aukn- um afurðum íslenskra kúa. Sérhæf- ing bænda væri að aukast og einnig þekking þeirra á atvinnugreininni. Miklar framfarir í mjólkurframleiðslu  , -.'  -*/ 0  %12   -3 1 -4, 2  5'  -( - ,  6 6  7 88-* ,-9  :  . -6 ,;; -< % =0  -31 -2  < 3 -2-5. 0    ,8-2, -  . 0 . ,  -3 1 - , (1%   -> &?  , -8 2                  %  2  :     '  ;   + 7 0 @ '  -A ! - A-! !B-$ #-B #- - !B- !!-$ - .   0-      ! "#$% $  & '   (%$  )*  (   +  ( '  ,  #""  -% .                   %2   -3 1   , -.'   , - ,;; . -6 ,;;   ,8=-2,;; 6  7 88-* ,  ,-2,;;   ,8-2,;; %2   -3 1   !  /!.*" % $.*" . - 6' 7 %  2  :     '  ;   + EINS og svo oft áður stendur fé- lagsbúið í Baldursheimi efst þegar litið er til baka yfir afurðir kúabúa síðastliðið ár. Meðalafurðir búsins árið 2002 eftir 18 árskýr voru 7.175 kg mjólkur. Meðal gripa í fjósi er kýrin Hrygna, önnur afurðahæsta kýr á landinu og skilaði 10.307 kg af mjólk. Þegar er spurt hver sé leynd- ardómurinn á bak við frábæran ár- angur þeirra nú í um 20 ár, bendir Gunnar Brynjarsson mér í hlöðuna þar sem þurrheystabbinn stendur með ilmandi töðu. Það mun hafa verið um 1980 sem Baldursheimsbúið komst fyrst í efsta sæti kúabúa. Þá réðu fjósi hjónin Pétur Þórisson og Þórunn Einarsdóttir ásamt Katli bróður Péturs. Nú eru þar við stjórn Þur- íður Pétursdóttir með manni sínum Gunnari Brynjarssyni en börnin taka fullan þátt í búskapnum og Þórunn fer enn í fjósið til morgun- mjalta. Þannig tengjast kynslóðirn- ar. „Hvað ungur nemur gamall tem- ur“ og áfram er búið í allra fremstu röð. Baldurs- heimsbúið á toppnum Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH Fjölskyldan samhent í fjósinu með afreksgripinn Hrygnu á milli sín. Talið frá vinstri: Pétur Gunnarsson, Bjarni Gunnarsson, Gunnar Brynjarsson og Þuríður Pétursdóttir. I. II. III. IV. M EÐ FJ Ö LB RE YT N IA Ð L EI Ð AR LJ ÓS IH Ó T EL L O FT LE IÐ IR , LA U G A R D A G IN N 1 . F EB R Ú A R 2 00 3 09:30 VINNUMARKAÐURINN, RANNSÓKNIR OG FRÆÐSLA Vinnumarkaðurinn á Íslandi: Frank Friðrik Friðriksson,Vinnumálastofnun Jafnrétti á vinnumarkaði: drög að veruleika Drífa Snædal, háskólanemi og varaþingkona Rannsóknir og nýsköpun í atvinnumálum Þorvaldur Finnbjörnsson og Erlendur Jónsson, Rannís Fræðsla er grunnurinn Svanborg R. Jónsdóttir, kennari í Gnúpverjaskóla Umræður 11:15 HUGMYNDIR, NÝSKÖPUN, ATVINNUÞRÓUN Frá hugmynd til veruleika Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður Landssambands hugvitsmanna Opinber stuðningur við nýsköpun Berglind Hallgrímsdóttir, Impra/Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpun, atvinnu- og byggðaþróun Bjarki Jóhannesson, forstöðum. þróunarsviðs Byggðastofnunar Umræður 12:30 HÁDEGISHLÉ 14:00 ÍSLAND OG UMHEIMURINN, HUGMYNDIR, SJÁLFBÆR ÞRÓUN Frumkvöðlastarf á Íslandi. Agnar Hansson, Háskólanum í Reykjavík Hugmynd, hönnun, markaður Sigursteinn Másson, ProPR Sjálfbær þróun í atvinnumálum Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður Umræður 15:00 KAFFIHLÉ 15:15 REYNSLUSÖGUR Frá hugmynd á heimsmarkað Hjörleifur Pálsson fjármálastjóri, Össur hf. Að njóta og nýta Ingiveig Gunnarsdóttir, Ferðaskrifstofan Embla Spáð í bolla Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár Uppfinningamaður eða bókhaldari Sigurjón Magnússon, MT bílar, Ólafsfirði Úr ríki náttúrunnar Sigfríð Þórisdóttir, Pottagaldrar Umræður 16:30 SAMANTEKT OG RÁÐSTEFNUSLIT Steingrímur J. Sigfússon Allir velkomnir - aðgangur ókeypis DAGSKRÁ: 50% afsláttur af öllum útsölu- vörum síðustu daga útsölunnar Kringlunni 5-7 105 Reykjavík Sími 588 6750 Laugavegi 17 101 Reykjavík Sími 552 6744

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.