Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 11

Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 11 Útsala afsláttur 70% allt a› Girnilegar tilboðskörfur á 500 kr., 1.000 kr. og 1.500 kr. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 00 17 0 2/ 20 03 STJÓRN Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur hefur ákveð- ið að verja árið 2003 rúmum 50 milljónum króna í þágu hjarta- lækninga á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi. Þetta fé kemur til við- bótar um 80 milljóna króna framlagi sjóðsins til hjartalækn- inga síðan stofnað var til hans í júlí 2000. Jónína S. Gísladóttir er ekkja Pálma Jónssonar í Hagkaupum og var sjóðurinn stofnaður með 200 milljóna króna framlagi hennar auk þess sem hún hefur styrkt sjóðinn enn frekar um 17 milljónir króna. Meginhlutverk sjóðsins er að efla hjartalækningar á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi, segir í fréttatilkynningu. Á árinu 2003 styrkir sjóðurinn eftirtalin verk- efni: Í fyrsta lagi var fyrir tilstuðlan sjóðsins keypt nýtt hjartaþræðing- artæki fyrir Landspítala - háskóla- sjúkrahús árið 2000 og var það tekið í notkun í ágúst 2001. Sjóð- urinn hefur lagt fram 40 milljónir króna vegna kaupanna, þar af 10 milljónir króna nú sem er jafn- framt lokagreiðsla vegna kaupa á tækinu. Í annan stað eru lagðar fram 12,5 milljónir króna til að koma á fót göngudeild fyrir hjartasjúk- linga. Í þriðja lagi eru lagðar fram 15 milljónir króna til kaupa á raflíf- eðlisfræðibúnaði til rannsókna og meðferðar á hjartsláttartruflunum. Í fjórða lagi leggur sjóðurinn fram allt að 12,5 milljónir króna af kaupverði nýs ómtækis fyrir hjartaskurðlækningadeild. Loks ver Gjafa- og styrktarsjóð- ur Jónínu S. Gísladóttur 17 millj- ónum króna sérstaklega til kaupa á viðbótar vöktunarbúnaði á hjartalækningadeild spítalans. Í stjórn Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur eru synir hennar, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, Helgi V. Jónsson hrl. og löggiltur endurskoðandi, Magn- ús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss og Guðmund- ur Þorgeirsson sérfræðingur í hjartalækningum, skipaður í sam- ráði við framkvæmdastjórn spít- alans. 50 milljónir til hjartalækninga Samþykkt stjórnar Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur TALSVERT verður um barnsfæð- ingar í Þingeyjarsveit á árinu og fagnar sveitarstjórn sérstaklega öllum nýjum einstaklingum. Sveit- arstjórinn, Jóhann Guðni Reyn- isson, mun heimsækja alla nýbak- aða foreldra og óska fjölskyldunum til hamingju með veglegri gjöf, þ.e. mörgum bleiupökkum handa ný- burunum. Þessari nýbreytni í Þing- eyjarsveit hefur verið vel tekið, en nýlega heimsótti Jóhann Guðni hjónin á Kambsstöðum, þau Hauk Þórhallsson og Guðrúnu Gunn- arsdóttur, sem eignuðust sitt fjórða barn, Ingu Maríu, og færði þeim heilan stafla af bleiupökkum. Þá heimsótti hann einnig hjónin á Fornhólum, þau Ingvar Olsen og Hólmfríði Sigurðardóttur, sem eignuðust tvíburadæturnar Unni og Árnýju. Svo skemmtilega vill til að þessar þrjár ungu meyjar fæddust allar sama daginn. Hjá þessu fólki þáði sveitarstjórinn kaffi og með- læti að sveitasið og var gestkoman vel þegin. Í Þingeyjarsveit eru íbúar 728 talsins og miklar vonir eru bundnar við að byggðin eflist við sameiningu Bárðdælahrepps, Reykjadæla- hrepps, Hálshrepps og Ljósavatns- hrepps, enda margt á döfinni í þessu nýja sveitarfélagi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jóhann Guðni Reynisson með fang- ið fullt af bleiupökkum handa ungum íbúum Þingeyjarsveitar. Nýburar fá marga bleiupakka að gjöf Þingeyjarsveit. Morgunblaðið. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur í tilefni af skýrslu Láru V. Júlíusdóttur, setts sak- sóknara um Geirfinnsmálið svonefnda, ritað ríkissaksókn- ara bréf þar sem vakin er at- hygli á nýjum upplýsingum er varða atriði sem ekki féllu undir rannsókn hans. Er það gert með vísan til þess að rík- issaksóknari er lögum sam- kvæmt æðsti handhafi ákæru- valds í landinu og það sé í hans höndum að meta hvort tilefni sé til frekari rannsókn- ar. Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari segist hafa fengið skýrsl- una í hendur og að nú verði farið yfir efni hennar. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær mat hans á því hvort tilefni sé til frekari rannsóknar muni liggja fyrir en segist þó vænta þess að sú vinna muni ekki taka langan tíma. Skýrslan komin til ríkissak- sóknara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.