Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR við niðurrif hússins að Stakkahlíð 17 voru stöðv- aðar samkvæmt úrskurði úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála sl. föstudag á meðan umdeilt byggingarleyfi, sem heimilar bygg- ingu tvílyfts fjölbýlishúss með 10 íbúðum, væri til meðferðar hjá nefndinni. Forsenda úrskurðarins er sú að birting auglýsingar á breyttu aðalskipulagi á svæðinu, sem sam- kvæmt lögum skal vera ákvörðun um byggingarleyfi til grundvallar, hafði ekki birst í Stjórnartíðindum í tæka tíð. Skipulags- og byggingarnefnd afturkallaði byggingarleyfið sam- kvæmt úrskurðinum á fundi sínum á þriðjudag en gaf leyfið út aftur á sama fundi. Sjálfstæðismenn telja óánægju íbúa réttmæta Íbúar í Bogahlíð höfðu krafist ógildingar byggingarleyfisins, en samkvæmt því mun rísa íbúðarhús í stað verslunarhúss en til langs tíma hefur félagsheimilið Drangey verið til húsa í Stakkahlíð 17. Hafa íbú- arnir m.a. mótmælt hæð hússins sem mun rísa, að ekki hafi legið fyrir deiliskipulag áður en byggingarleyf- ið var veitt í október á síðasta ári og að niðurrif hafi hafist áður en kæra þeirra hafi verið tekin fyrir í úr- skurðarnefnd skipulags- og bygg- ingamála. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því að bygg- ingarleyfið yrði samþykkt að nýju og hörmuðu málsmeðferðina á fundi skipulags- og byggingarnefndar. „Við höfum ítrekað lýst yfir and- stöðu við þessa framkvæmd,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, í samtali við Morgunblaðið. „Við lýstum einn- ig yfir andstöðu á fundinum vegna málsmeðferðarinnar. Mistökin sem leiddu til ógildingar byggingarleyf- isins eru til þess fallin að gera málið enn verra og auka enn frekar á óánægju íbúanna sem við teljum réttmæta.“ Hanna Birna segir að þar sem byggingarleyfið hafi verið endurnýj- að verði íbúarnir sem kærðu upphaf- lega byggingarleyfið að kæra á nýj- an leik vilji þeir halda málinu áfram. Ekki hefur skort á kynningu, segir R-listinn Fulltrúar R-listans sögðust í bók- un sinni á fundi skipulags- og bygg- ingarnefndarinnar harma að málið hafi farið á þann veg sem fram kem- ur í úrskurði úrskurðarnefndarinn- ar. Því sé hins vega alfarið hafnað að skort hafi á kynningu og samráð við hagsmunaaðila í málinu. Auk tveggja ítarlegra grenndarkynninga hafi verið haldnir fundir með hags- munaaðilum. Samráð við íbúana hafi orðið til þess að gerbreyta tillögum að húsinu hvað varðar hæð, staðsetn- ingu hússins á lóðinni, fjarlægðir frá nærliggjandi húsum auk þess sem bílastæðum hefur verið komið fyrir neðanjarðar o.fl. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stöðvaði niðurrif Stakkahlíðar Hlíðar Morgunblaðið/Þorkell Búið er að rífa niður milliveggi og innréttingar í húsinu í Stakkahlíð 17 en framkvæmdir við niðurrif hafa legið niðri síðan um áramót. Byggingarleyfi fyrir tveggja hæða nýbyggingu hefur nú verið gefið út að nýju. Byggingarleyfið fellt úr gildi en veitt að nýju SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur fallist á að deili- skipulagi fyrir veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík verði breytt þannig að hægt verði að stækka veitingahúsið. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að byggja hótel á svæðinu í tengslum við ylströndina en málið er enn til meðferðar hjá skipulags- og byggingarnefnd. Í greinargerð Lyngbergs sem rekur Kaffi Nauthól kemur fram að viðtökur almennings við þjónustu veitingahússins hafi verið mjög góðar, en hins vegar sé orðið ljóst að húsið er of lítið til að anna eft- irspurn á álagstímum. Hugmyndir Lyngbergs ganga út á að byggja við núverandi hús og bæta þannig þjón- ustu við útivistarfólk á svæðinu. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að byggja hótel á lóð gömlu „transit“ hótelanna og reka það samhliða yl- ströndinni. „Hótel með ylströnd í höfuðborg Íslands norður við heimskautsbaug, mun að öllum líkindum vekja al- þjóðlega athygli og hafa mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir í greinargerð Lyngbergs sem lögð var fyrir skipulags- og bygging- arnefnd. Á hótelinu yrði að sögn Lyngbergs lögð áhersla á útivist og hreyfingu auk þess sem spennandi væri að sjá hvort möguleiki væri á tengslum við flug og siglingar. Stærð hótelsins þyrfti að mati Lyngbergs að vera um 100 herbergi í fyrsta áfanga með möguleika á stækkun í 200 herbergi síðar. Morgunblaðið/Golli Breytt skipulag og stækkun Nauthóls Nauthólsvík ENN eitt aðsóknarmetið var sleg- ið í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í janúar síðastliðnum. Þá sóttu 4.388 gestir garðinn og féll gamla janúarmetið sem var frá árinu 1997 þegar gestir voru 4.156. Á síðasta ári voru tvö ný að- sóknarmet sett þegar metfjöldi heimsótti garðinn í október- og desembermánuðum. Leiða má lík- ur að því að tíu ára afmæli nauts- ins Guttorms og einmuna veð- urblíða hafi haft áhrif á aðsóknina. Þá eru margir gest- anna áhugasamir um hvernig storkinum Styrmi reiðir af en hann dvelur nú í garðinum. Morgunblaðið/RAX Húsdýragarðurinn Aldrei fleiri gestir í janúar Laugardalur STEFNT er að því að birta gagn- virk gönguleiðarkort og bæjarkort á vef Garðabæjar með vorinu. Bæjarráð hefur samþykkt að semja við fyrirtækið Teikn á lofti, um gerð kortanna. Tvö kort verða sett á vefinn, gönguleiðarkort sem nær yfir allt land Garðabæjar og götukort af bænum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skoða kortin á skjánum og prenta þau út. Þá verður hægt að nálgast upplýs- ingar um merka staði með því að smella á þá á kortunum. Gagnvirk göngukort af bænum í smíðum Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.