Morgunblaðið - 07.02.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 07.02.2003, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 19 Í SUÐURSTOFUM Minjasafnsins á Akureyri hefur verið opnuð sýning á brúðum Guðbjargar Ringsted og stendur hún fram til 15. september 2003. Guðbjörg er myndlistarmaður á Akureyri og hefur lengi safnað leikföngum, einkum dúkkum. Sá áhugi hennar vaknaði þegar hún rakst inn á fornsölu þar sem voru ýmis barnaleikföng sem minntu á gamla daga. Nokkru síð- ar skoðaði hún leikfangasafn í Finnlandi og síðan hefur draum- urinn verið að opna slíkt safn og söfnunin miðast að því að það geti orðið að veruleika. Brúður Guðbjargar hafa verið á sýningu í Hafnarfirði og bangsa- safn hennar á Amtsbókasafninu á Akureyri. Brúðurnar skipta nú orðið hundruðum og þeim fylgja munir sem prýða hvert mynd- arlegt dúkkuhús. Við söfnunina hefur Guðbjörg fyrst og fremst í huga leikföng sem segja sögu, dúkkur sem börn hafa leikið sér að og leitað trausts hjá. Hún setur ekki fyrir sig þó dúkkurnar beri þess einhver merki í útliti. Sýningin verður opin á laug- ardögum kl. 14–16 fram til 1. júní og aðra daga eftir samkomulagi. Frá 1. júní til 15. september verð- ur hún opin alla daga kl. 11–17. Guðrún Kristinsdóttir, safnvörður á Minjasafninu, Guðbjörg Ringsted og Margrét Björgvinsdóttir, starfsmaður safnsins, skoða brúðusafn Guð- bjargar, en opnuð hefur verið sýning á brúðum hennar í safninu. Dansi, dansi dúkkan mín kvæmdaáætlunar í fráveitumálum hófst árið 1990 en bæjarstjórn sam- þykkti tillögur um skipulag fráveitu- kerfis í apríl 1993. Byggðar hafa ver- ið dælustöðvar meðfram strandlengjunni, frá Aðalstræti í suðri að Glerá í norðri ásamt tilheyr- andi aðrennslis- og þrýstilögnum en eftir er að byggja dælustöðvar við Glerárósa og í Krossanesi. Fyrirtækið Norðurtak ehf. er að vinna að gerð grjótvarnagarðsins í Sandgerðisbót en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið; „grjótvörn Glerá - Sandgerðisbót og Krossa- nesi“. Norðurtak bauðst til að vinna verkið fyrir 35,5 milljónir króna, sem er rúmlega 77% af kostnaðaráætlun. GV Gröfur ehf. vinna við lagningu fráveitu frá Glerá í Sandgerðisbót. Fyrirtækið bauð um 17,3 milljónir króna í verkið, sem er aðeins 54% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 32 milljónir króna. ÞESSA dagana er verið að vinna að fráveitumálum á Akureyri. Vinna við lagningu þrýstilagnar niður með Glerá að vestan, frá brúnni við Hjalt- eyrargötu og út í Sandgerðisbót er að fara í gang og norðan við smá- bátahöfnina í Sandgerðisbót er verið að byggja grjótvarnargarð. Áður var búið að leggja grjótvarnargarð með Gleránni til að verja lögnina. Í Sand- gerðisbót verður svo fyllt upp innan við grjótgarðinn og byggð þar skólp- hreinsistöð á næstu árum. Jónas Vigfússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild bæjarins, sagði að þegar þessi skólplögn verður tilbúin í vor, yrði allt skólp komið vestur fyrir Glerá og að það væri vissulega stór áfangi. Í framtíðinni verður svo hreinsuðu skólpi frá væntanlegri hreinsistöð í Sandgerð- isbót dælt út á um 40 metra dýpi um 500–600 metra langa útrás. Undirbúningur að gerð fram- Allt skólp vestur fyrir Glerá með vorinu Morgunblaðið/Kristján Unnið að gerð grjótvarnargarðs í Sandgerðisbót. Fyllt verður upp innan við garðinn og þar byggð skólphreinsistöð á næstu árum. Unnið við fráveitumál á Akureyri frá Íslenskum aðalverktökum, ISS á Íslandi og Landsafli. Gunnlaugur sagði að sú ákvörðun að hafna tilboð- unum kæmi ekki á óvart, miðað við það sem á undan er gengið. Sigfús sagði einnig að niðurstaðan kæmi sér ekki á óvart. „Það hefur verið ákveð- inn málatilbúningur í gangi undan- farnar vikur og við sáum að hann var undanfari þessarar ákvörðunar. En við erum algjörlega ósammála þessari niðurstöðu,“ sagði Sigfús. Útboð úrskurðað ógilt Tilboð beggja tilboðsgjafa fóru fyr- ir kærunefnd útboðsmála, sem úr- skurðaði tilboð ÍAV og samstarfsaðila í bygginguna ógilt. Hins vegar úr- skurðaði kærunefndin tilboð Ístaks og Nýsi gilt. Menntamálaráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að nefnd um byggingu hússins hefði farið yfir málið og endurmetið tilboð Ístaks og Nýsis. Niðurstaða nefndarinnar hefði verið að tilboð fyrirtækjanna uppfyllti ekki markmið útboðsins hvað varðar verð og gæði og að verulegir ann- markar væru á þeirri lausn sem til- boðið byggðist á. Sigfús sagði að þessi sama nefnd hefði metið tilboðið gilt í upphafi. „Til- boð okkar er 13% ódýrara en hitt til- boðið en þar er ekki verið að bjóða vandaðra byggingarefni eða vandaðri þjónustu en við bjóðum. Maður fer að velta því fyrir sér hvort útgjöld rík- isins skipti engu máli. Er það ekki hlutverk þeirra sem stjórna hjá ríkinu að fara vel með fjármuni þess? Ég er heldur ekkert viss um að það sé lög- legt hjá þeim að gera þetta með þess- um hætti. Það eru dómstólar eða kærunefnd sem geta úrskurðað um lögmæti þess að hafna tilboðinu,“ sagði Sigfús. Upphaflega stóð til að hefja fram- kvæmdir við byggingu hússins sl. sumar og ljúka þeim næsta haust. Gert er ráð fyrir að útboðsferlið fram undan taki um tvo mánuði. SIGFÚS Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, sagðist afar ósáttur með þá niðurstöðu að tilboði Nýsis og Ístaks í byggingu rannsókna- og nýsköpunar- húss við Háskólann á Akureyri skyldi hafnað og að ákveðið hefði verið að bjóða verkið út að nýju. Sigfús sagði að rökstuðningur fyrir þeirri ákvörð- un væri afar fátæklegur. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort fyrirtækin tvö myndu bjóða í verkið að nýju. „Við eigum eftir að ráða ráðum okkar með lögfræðingi varðandi framhaldið.“ Gunnlaugur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, sagði að ekki hefði borist formlegt erindi frá Ríkiskaup- um varðandi nýtt útboð en hann sagð- ist þó gera ráð fyrir að boðið yrði í verkið að nýju. „Við tökum þátt í öll- um útboðum sem okkur er boðið að vera með í og við eigum mjög gott hús sem við getum boðið.“ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra ákveðið að hafna tilboðunum sem bárust í fram- kvæmdina og bjóða verkið út að nýju síðar í þessum mánuði. Tvö tilboð bár- ust í byggingu hússins á síðasta ári að undangengnu lokuðu forvali, annars vegar frá Ístaki og Nýsi og hins vegar Framkvæmdastjóri Nýsis um nýtt útboð húss HA Rökstuðningurinn afar fátæklegur Tónleikar verða í Kompaníinu, félagsmiðstöð ungs fólks á Akureyri, í kvöld, föstudag 7. febrúar. Fram koma Brain police og Ensími. Í DAG OA-samtökin á Akureyri verða með opinn kynningarfund laug- ardaginn 8. febrúar. OA-sam- tökin eru samtök fólks sem á við mataróreglu af öllu tagi að stríða. Á fundinum munu tveir OA-félagar segja sögu sína. Allir velkomnir. Fundurinn verður haldinn kl. 15 í sal í kjallara Glerárkirkju, gengið inn að norðan. Einnig er bent á heima- síðu samtakanna www.oa.is. Danssýning verður í Deiglunni, Listagili á morgun, laugardag- inn 8. febrúar, kl. 17 til 18. Alma Dís, safnafulltrúi Listasafnsins á Akureyri, sér um tónlist. Á MORGUN Síðasta sýningarhelgi á sýning- unni „Veiðimenn í útnorðri“, sem staðið hefur í Ketilhúsinu, er nú um komandi helgi, en henni lýkur á sunnudag, 9. febr- úar. Sýningin er sögulegt sjón- arspil sett saman af færeyska listamanninum Edward Fuglö. Um tvö þúsund börn á Akureyri hafa sótt sýninguna auk fjölda fullorðinna. Á NÆSTUNNI landsflugs á mánudögum og fimmtudögum og verður Boeing 757-200 þota félagsins notuð en hún tekur um 170 manns. Flogið verður frá Akureyri um hádegi og komið síðdegis til Kaupmannahafnar og sagði Hólmar að ferðalangar gætu því tekið tengiflug þaðan nánast hvert sem væri. Hólmar sagði að óljóst væri á þessari stundu upp á hvaða verð fé- lagið byði. „Menn verða auðvitað að spila með á þeim verðum sem eru í boði á markaðnum hér og forsvars- menn Grænlandsflugs gera sér grein fyrir því að hér er að minnsta kosti tímabundinn slagur um þessar mundir,“ sagði Hólmar. Hann benti STJÓRN Grænlandsflugs sam- þykkti í gær að ganga til samninga um beint áætlunarflug milli Akur- eyrar og Kaupmannahafnar og er gert ráð fyrir að fyrsta flug milli staðanna verði 28. apríl næstkom- andi. Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar hefur unnið að þessu máli um nokkurt skeið eða frá því í des- ember 2000 að sögn Hólmars Svanssonar framkvæmdastjóra þess. „Það eru nokkur tæknileg mál eftir en stjórn félagsins hefur ákveðið að af þessu verði,“ sagði Hólmar. Stefnt er að því að flogið verði tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafnar á vegum Græn- á að lág fargjöld sem nú stæðu til boða nýttust landsbyggðarfólki ekki að sama skapi og höfuðborgarbúum, því leggja þyrfti í umtalsverðan kostnað við að koma sér suður til Keflavíkur. „Við treystum á heimamarkaðinn þetta árið, svona á meðan verið er að byggja þessa leið upp, en þetta er svo nýtt að enn er ekki farið að auglýsa þennan ferðamáta úti í Danmörku,“ sagði Hólmar. Hann sagði flugið opna marga möguleika fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. „Þetta er stórkostlegt tækifæri og gaman að þetta mál skuli nú í höfn eftir langan undirbúning,“ sagði Hólmar. Beint áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar Flogið tvisvar í viku frá og með vorinu www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst á Akureyri föstudaginn 14. feb. Ath.: Sum stéttarfélög veita félagsmönnum námsstyrk. Innritun og upplýsingar Hreiðar Gíslason s. 892 0228 og 462 1141 og Kristinn Örn Jónsson s. 892 6133 og 462 2350 Aukin ökuréttindi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.