Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 26

Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Aðstoðarmaður tannlæknis Tannlæknastofa í Hafnarfirði óskar eftir vönum aðstoðarmanni eða tanntækni í 50% starf, eftir hádegi. Umsóknir berist fyrir 15. febrúar. Utanáskrift: Tannlæknastofa, Umsókn, box 217, 222 Hafnarfjörður. Prófarkalesari Félagasamtök í Reykjavík óska eftir að komast í samband við prófarkalesara. Verkefnið er lestur fréttabréfs. Gera má ráð fyrir að verkið taki alls um fjórar stundir í hvert skipti. Aðeins þrautþjálfaður prófarkalesari kemur til greina og hann verður að hafa mikla þekk- ingu á íslensku atvinnulífi. Viðkomandi verður að hafa netfang. Áhugasamt fólk er beðið um að senda bréfstúf til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, merkt- an: „Prófarkalesari“, fyrir 10. febrúar. TIL LEIGU Skólavörðustígur Til leigu er verslunarhúsnæði í nýju húsi við þann hluta Skólavörðustígs sem hefur verið gerður upp. Fjölfarnasta ferðamannagata Reykjavíkur. Sími 897 8910. TIL SÖLU Lagerútsala/barnavara Dagana 7.-9. febrúar höldum við lagerútsölu í Smiðsbúð 8. Í boði verður mikið úrval af barna- vöru og barnafatnaði, s.s. bílstólar, skiptiborð, matarstólar, ömmustólar, ferðarúm, barnavagn- ar og einnig mikið úrval af vönduðum barna- fatnaði, m.a. frá Nike og Oshkosh. Einnig mikið úrval af leikföngum. Ath.: Allt að 60% afsláttur frá heildsöluverði. Opnunartími frá kl. 13.00—17.00 föstudag og kl. 11.00—17.00 laugardag og sunnudag. Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ. TILKYNNINGAR Hringvegur um Norður- árdal, Kjálkavegur - Heið- arsporður, Akrahreppi Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um Hringveg um Norðurárdal, Kjálkavegur-Heiðarsporður, Akrahreppi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 7. febrúar til 21. mars 2003 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Akrahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu- lagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar: www. vegagerdin.is . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. mars 2003 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Barcelóna — Menorca Íbúð til leigu í Barcelóna og á Menorca. Vetrarfrí/sumarfrí. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. HÚSNÆÐI ERLENDIS FRÉTTIR mbl.is Í KJÖLFAR blaðaskrifa um lyfjaverð og lyfjakostnað Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) var nýverið haldinn fundur fulltrúa lyfjaheildsala og stjórnenda spít- alans. Þar voru ýmis ágreiningsmál rædd og skipst á upplýsingum. Skilningur er á nauðsyn þess að halda lyfjakostnaði LSH sem lægstum og á góðri samvinnu milli þessara aðila. Skylt er að geta þess að lyfjainnflytjendur veita spítalan- um góða þjónustu, oft í bráðatil- vikum, sem er metin að verðleik- um. Hins vegar greinir menn á um hlut verðlagningar lyfja í hratt vaxandi lyfjakostnaði spítalans. Lyfjakostnaður ræðst af tvennu Kostnaður við kaup á lyfjum til spítalans er annar stærsti útgjalda- liður í rekstri, næst á eftir launum. Hann nam 2.250 millj. króna árið 2002 sem er 29% rekstrargjalda eða 9% heildargjalda spítalans og hækkaði um 13,6% frá 2001 til 2002, meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6%. Reikningurinn vegna S-merktra lyfja hækkaði á sama tíma um 28%. Spítalanum er skylt að ganga úr skugga um að kostnaðarbreytingar séu skýran- legar og eðlilegar. Að gefnu tilefni skal ágreiningi eytt um orðaval í opinberri umfjöll- un að undanförnu. Í upphafi um- fjöllunar um lyfjakostnað LSH kom fram af hálfu spítalans að verð S-merktra lyfja hefði hækkað um 28% frá 2001 til 2002. Hið rétta er að átt var við lyfjakostnað sem naumast verður misskilið af sam- hengi fréttarinnar. Mikil hækkun kostnaðar er tilkomin annars vegar af verðbreytingum og hins vegar af notkun nýrra dýrra lyfja. Spítalinn hefur brugðist við með auknu gæðaeftirliti, m.a. með gagnrýnu mati á gagnsemi nýrra lyfja. Lyfjaheildsalar benda á að lyfja- verð sé háð ákvörðun lyfjaverð- snefndar. Þetta er að hluta rétt. Verð skráðra lyfja er háð reglulegu eftirliti og heimilar nefndin allt að 15% umfram meðaltal nágranna- landa okkar. Veigamikill hluti lyfjainnkaupanna er óskráð lyf þar sem álagning er frjáls. Eðlilegt er því að spítalinn leiti upplýsinga frá nágrannalöndunum til samanburð- ar við lyfjaverð hér. Verð skráðra lyfja Innkaupsverð fjölmargra lyfja í nágrannalöndum okkar hefur verið borið saman við verð sömu lyfja í reikningum LSH. Að jafnaði er greitt hærra verð fyrir skráð lyf hér en hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum og munar þar oft verulega, einkum á dýrustu lyfjunum. Mun- urinn er það mikill að hann getur varla stafað eingöngu af flutnings- kostnaði og smæð markaðarins. Upplýsingar lyfjaumboðanna um að lyfjaverð skráðra lyfja á Íslandi sé sambærilegt og oft lægra en á hinum Norðurlandanna kemur spánskt fyrir sjónir. Samkvæmt upplýsingum dönsku lyfjastofnun- arinnar um verð 174 skráðra lyfja- pakkninga sést, að verð á Íslandi er 11–20% hærra en á Norðurlönd- um. Finna má dæmi þess að lyf séu ódýrari hér á landi, en það heyrir til undantekninga. Lyfjainnflytjendur benda á að kostnaður við að halda lyfjum á skrá hérlendis sé hlutfallslega meiri vegna smæðar markaðarins. Á móti kemur að skráningargjöld hér eru mun lægri en í öðrum lönd- um. Full ástæða er til að yfirfara lög og reglugerðir er lúta að skrán- ingu lyfja sem eingöngu eru ætluð til notkunar á sjúkrahúsum. Hugs- anlegt er að aflétta megi íþyngj- andi og kostnaðarsömum kröfum. Lyfjastofnun hefur lýst vilja til samvinnu um málið. Öllum er þó í mun að slaka ekki á öryggiskröf- um. Áréttað er að um óskráð lyf gild- ir ekkert opinbert verðeftirlit enda reynist verðmunurinn enn meiri en á skráðum lyfjum. Engar viðhlít- andi skýringar hafa fengist á þess- um verðmun en augljóslega verður að krefjast skýringa þegar inn- kaupsverð spítalans á mánaðar- skammti af tilteknu lyfi er 130.000 kr. hærra á Íslandi en í Noregi og Svíþjóð. Samkeppni eða verðeftirlit? Því hefur verið haldið fram að sökum þess að 130 lyfjaframleið- endur hafi markaðsleyfi fyrir lyf hér á landi hljóti að ríkja sam- keppni á markaðnum. Í reynd er samkeppnin harla lítil. Oft er um einn framleiðanda að ræða og sam- keppni því ekki til að dreifa. Ein af ástæðum þess að útboð á lyfjum hér á landi hafa skilað minni af- slætti en hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum kann að liggja í þessu. Óhjákvæmilegt er að stjórnvöld hugi að því hvort virk samkeppni sé á þessum markaði. Ætla verður að nýta megi betur samkeppnis- ákvæði evrópska efnahagssvæðis- ins en nú er. Óumdeilt er að ný og mikilvirk lyf hafa bætt horfur fjölda sjúk- linga og vonandi verður unnt að veita Íslendingum bestu lyfjameð- ferð hér eftir sem hingað til. En benda verður á þá ískyggilegu þró- un á lyfjakostnaði sem orðið hefur. Samkvæmt upplýsingum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis er stigvaxandi aukning lyfjakostnaðar frá árinu 1989, en langmest þó síð- ustu tvö árin. Heildarlyfjakostnað- ur landsmanna hefur aukist frá 1989 til 2001 um 212% á föstu verð- lagi, meðan magnaukningin í skil- greindum dagsskömmtum var um 50%. Hækkun lyfjakostnaðar LSH verður að hemja með hagkvæmari innkaupum og/eða frekari tak- mörkun á notkun dýrustu lyfjanna. Til að þetta markmið náist verða heilbrigðisyfirvöld, stjórnendur spítalans, læknar, innflytjendur og framleiðendur lyfja að taka hönd- um saman. Um lyfjakostnað og lyfjaverð á LSH Eftir Magnús Pétursson og Jóhannes M. Gunnarsson „Verð á Íslandi er 11– 20% hærra en á Norð- urlöndum.“ Magnús er forstjóri LSH og Jóhannes lækningaforstjóri LSH. Magnús Pétursson Jóhannes M. Gunnarsson STEINAR Berg Ísleifsson ritar grein í Morgunblaðið 6. febrúar undir fyrirsögninni: Fáum við nýja plötu á fóninn? Snýst hún um nauðsyn þess að stofna opinberan sjóð til að styðja við bakið á þeirri starfsemi, sem Steinar Berg hefur sinnt um árabil, það er þróun og útgáfu dægurtónlistar. Í grein sinni setur Steinar Berg gamla og slitna plötu á fóninn, þegar hann endurtekur rangfærslur Jakobs Frímanns Magnússonar og Helga Péturssonar um afskipti mín sem menntamálaráðherra af þessu bar- áttumáli þeirra félaga. Steinar Berg segir í grein sinni: „Fulltrúar menntamálaráðuneytis tóku þátt í störfum nefnda um þessi mál hérlendis. Ein helsta nið- urstaðan var að stofnaður yrði sér- stakur sjóður sem hefði það að markmiði að efla innviði íslensks tónlistariðnaðar til útflutnings. Engu að síður ákvað fyrrum menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, að stöðva framgang frumvarps um Þróunarsjóð tónlist- ar sem iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið var tilbúið að leggja fram á vorþingi árið 1999.“ Rétt er, að ég skipaði fulltrúa í nefndir um þetta mál. Hitt er rangt, að ég hafi ákveðið að stöðva framgang frumvarps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um málið. Með því er mér gefið meira vald en ég hafði sem menntamálaráðherra. Að sjálfsögðu var frumvarpið al- farið á valdi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, þar til forsætisráðuneyt- ið úrskurðaði, að svo væri ekki samkvæmt verkaskiptingu á milli ráðuneyta á grundvelli reglugerð- ar um það efni. Þráhyggjan við að eigna mér vandræði viðskipta- og iðnaðarráð- herra vegna þessa máls er greini- lega af pólitískum rótum runnin. Frá mönnum, sem halda að upp- hefð í stjórnmálum snúist um að segja ósatt um andstæðinga sína. Greinar þeirra sýna, að undanfarin ár hafa þeir verið á röngu róli vegna þessa baráttumáls síns. Þeir hafa enn rangt fyrir sér, þegar þeir hefja sögu- og lagaskýringar. Hvernig væri, að þeir settu nýja plötu á fóninn? Hún er orðin of slitin þessi. Slitin plata Eftir Björn Bjarnason Höfundur er alþingismaður og borgarfulltrúi. „Hvernig væri, að þeir settu nýja plötu á fón- inn? Hún er orðin of slitin þessi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.