Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Aðstoðarmaður tannlæknis Tannlæknastofa í Hafnarfirði óskar eftir vönum aðstoðarmanni eða tanntækni í 50% starf, eftir hádegi. Umsóknir berist fyrir 15. febrúar. Utanáskrift: Tannlæknastofa, Umsókn, box 217, 222 Hafnarfjörður. Prófarkalesari Félagasamtök í Reykjavík óska eftir að komast í samband við prófarkalesara. Verkefnið er lestur fréttabréfs. Gera má ráð fyrir að verkið taki alls um fjórar stundir í hvert skipti. Aðeins þrautþjálfaður prófarkalesari kemur til greina og hann verður að hafa mikla þekk- ingu á íslensku atvinnulífi. Viðkomandi verður að hafa netfang. Áhugasamt fólk er beðið um að senda bréfstúf til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, merkt- an: „Prófarkalesari“, fyrir 10. febrúar. TIL LEIGU Skólavörðustígur Til leigu er verslunarhúsnæði í nýju húsi við þann hluta Skólavörðustígs sem hefur verið gerður upp. Fjölfarnasta ferðamannagata Reykjavíkur. Sími 897 8910. TIL SÖLU Lagerútsala/barnavara Dagana 7.-9. febrúar höldum við lagerútsölu í Smiðsbúð 8. Í boði verður mikið úrval af barna- vöru og barnafatnaði, s.s. bílstólar, skiptiborð, matarstólar, ömmustólar, ferðarúm, barnavagn- ar og einnig mikið úrval af vönduðum barna- fatnaði, m.a. frá Nike og Oshkosh. Einnig mikið úrval af leikföngum. Ath.: Allt að 60% afsláttur frá heildsöluverði. Opnunartími frá kl. 13.00—17.00 föstudag og kl. 11.00—17.00 laugardag og sunnudag. Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ. TILKYNNINGAR Hringvegur um Norður- árdal, Kjálkavegur - Heið- arsporður, Akrahreppi Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um Hringveg um Norðurárdal, Kjálkavegur-Heiðarsporður, Akrahreppi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 7. febrúar til 21. mars 2003 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Akrahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu- lagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar: www. vegagerdin.is . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. mars 2003 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Barcelóna — Menorca Íbúð til leigu í Barcelóna og á Menorca. Vetrarfrí/sumarfrí. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. HÚSNÆÐI ERLENDIS FRÉTTIR mbl.is Í KJÖLFAR blaðaskrifa um lyfjaverð og lyfjakostnað Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) var nýverið haldinn fundur fulltrúa lyfjaheildsala og stjórnenda spít- alans. Þar voru ýmis ágreiningsmál rædd og skipst á upplýsingum. Skilningur er á nauðsyn þess að halda lyfjakostnaði LSH sem lægstum og á góðri samvinnu milli þessara aðila. Skylt er að geta þess að lyfjainnflytjendur veita spítalan- um góða þjónustu, oft í bráðatil- vikum, sem er metin að verðleik- um. Hins vegar greinir menn á um hlut verðlagningar lyfja í hratt vaxandi lyfjakostnaði spítalans. Lyfjakostnaður ræðst af tvennu Kostnaður við kaup á lyfjum til spítalans er annar stærsti útgjalda- liður í rekstri, næst á eftir launum. Hann nam 2.250 millj. króna árið 2002 sem er 29% rekstrargjalda eða 9% heildargjalda spítalans og hækkaði um 13,6% frá 2001 til 2002, meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6%. Reikningurinn vegna S-merktra lyfja hækkaði á sama tíma um 28%. Spítalanum er skylt að ganga úr skugga um að kostnaðarbreytingar séu skýran- legar og eðlilegar. Að gefnu tilefni skal ágreiningi eytt um orðaval í opinberri umfjöll- un að undanförnu. Í upphafi um- fjöllunar um lyfjakostnað LSH kom fram af hálfu spítalans að verð S-merktra lyfja hefði hækkað um 28% frá 2001 til 2002. Hið rétta er að átt var við lyfjakostnað sem naumast verður misskilið af sam- hengi fréttarinnar. Mikil hækkun kostnaðar er tilkomin annars vegar af verðbreytingum og hins vegar af notkun nýrra dýrra lyfja. Spítalinn hefur brugðist við með auknu gæðaeftirliti, m.a. með gagnrýnu mati á gagnsemi nýrra lyfja. Lyfjaheildsalar benda á að lyfja- verð sé háð ákvörðun lyfjaverð- snefndar. Þetta er að hluta rétt. Verð skráðra lyfja er háð reglulegu eftirliti og heimilar nefndin allt að 15% umfram meðaltal nágranna- landa okkar. Veigamikill hluti lyfjainnkaupanna er óskráð lyf þar sem álagning er frjáls. Eðlilegt er því að spítalinn leiti upplýsinga frá nágrannalöndunum til samanburð- ar við lyfjaverð hér. Verð skráðra lyfja Innkaupsverð fjölmargra lyfja í nágrannalöndum okkar hefur verið borið saman við verð sömu lyfja í reikningum LSH. Að jafnaði er greitt hærra verð fyrir skráð lyf hér en hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum og munar þar oft verulega, einkum á dýrustu lyfjunum. Mun- urinn er það mikill að hann getur varla stafað eingöngu af flutnings- kostnaði og smæð markaðarins. Upplýsingar lyfjaumboðanna um að lyfjaverð skráðra lyfja á Íslandi sé sambærilegt og oft lægra en á hinum Norðurlandanna kemur spánskt fyrir sjónir. Samkvæmt upplýsingum dönsku lyfjastofnun- arinnar um verð 174 skráðra lyfja- pakkninga sést, að verð á Íslandi er 11–20% hærra en á Norðurlönd- um. Finna má dæmi þess að lyf séu ódýrari hér á landi, en það heyrir til undantekninga. Lyfjainnflytjendur benda á að kostnaður við að halda lyfjum á skrá hérlendis sé hlutfallslega meiri vegna smæðar markaðarins. Á móti kemur að skráningargjöld hér eru mun lægri en í öðrum lönd- um. Full ástæða er til að yfirfara lög og reglugerðir er lúta að skrán- ingu lyfja sem eingöngu eru ætluð til notkunar á sjúkrahúsum. Hugs- anlegt er að aflétta megi íþyngj- andi og kostnaðarsömum kröfum. Lyfjastofnun hefur lýst vilja til samvinnu um málið. Öllum er þó í mun að slaka ekki á öryggiskröf- um. Áréttað er að um óskráð lyf gild- ir ekkert opinbert verðeftirlit enda reynist verðmunurinn enn meiri en á skráðum lyfjum. Engar viðhlít- andi skýringar hafa fengist á þess- um verðmun en augljóslega verður að krefjast skýringa þegar inn- kaupsverð spítalans á mánaðar- skammti af tilteknu lyfi er 130.000 kr. hærra á Íslandi en í Noregi og Svíþjóð. Samkeppni eða verðeftirlit? Því hefur verið haldið fram að sökum þess að 130 lyfjaframleið- endur hafi markaðsleyfi fyrir lyf hér á landi hljóti að ríkja sam- keppni á markaðnum. Í reynd er samkeppnin harla lítil. Oft er um einn framleiðanda að ræða og sam- keppni því ekki til að dreifa. Ein af ástæðum þess að útboð á lyfjum hér á landi hafa skilað minni af- slætti en hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum kann að liggja í þessu. Óhjákvæmilegt er að stjórnvöld hugi að því hvort virk samkeppni sé á þessum markaði. Ætla verður að nýta megi betur samkeppnis- ákvæði evrópska efnahagssvæðis- ins en nú er. Óumdeilt er að ný og mikilvirk lyf hafa bætt horfur fjölda sjúk- linga og vonandi verður unnt að veita Íslendingum bestu lyfjameð- ferð hér eftir sem hingað til. En benda verður á þá ískyggilegu þró- un á lyfjakostnaði sem orðið hefur. Samkvæmt upplýsingum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis er stigvaxandi aukning lyfjakostnaðar frá árinu 1989, en langmest þó síð- ustu tvö árin. Heildarlyfjakostnað- ur landsmanna hefur aukist frá 1989 til 2001 um 212% á föstu verð- lagi, meðan magnaukningin í skil- greindum dagsskömmtum var um 50%. Hækkun lyfjakostnaðar LSH verður að hemja með hagkvæmari innkaupum og/eða frekari tak- mörkun á notkun dýrustu lyfjanna. Til að þetta markmið náist verða heilbrigðisyfirvöld, stjórnendur spítalans, læknar, innflytjendur og framleiðendur lyfja að taka hönd- um saman. Um lyfjakostnað og lyfjaverð á LSH Eftir Magnús Pétursson og Jóhannes M. Gunnarsson „Verð á Íslandi er 11– 20% hærra en á Norð- urlöndum.“ Magnús er forstjóri LSH og Jóhannes lækningaforstjóri LSH. Magnús Pétursson Jóhannes M. Gunnarsson STEINAR Berg Ísleifsson ritar grein í Morgunblaðið 6. febrúar undir fyrirsögninni: Fáum við nýja plötu á fóninn? Snýst hún um nauðsyn þess að stofna opinberan sjóð til að styðja við bakið á þeirri starfsemi, sem Steinar Berg hefur sinnt um árabil, það er þróun og útgáfu dægurtónlistar. Í grein sinni setur Steinar Berg gamla og slitna plötu á fóninn, þegar hann endurtekur rangfærslur Jakobs Frímanns Magnússonar og Helga Péturssonar um afskipti mín sem menntamálaráðherra af þessu bar- áttumáli þeirra félaga. Steinar Berg segir í grein sinni: „Fulltrúar menntamálaráðuneytis tóku þátt í störfum nefnda um þessi mál hérlendis. Ein helsta nið- urstaðan var að stofnaður yrði sér- stakur sjóður sem hefði það að markmiði að efla innviði íslensks tónlistariðnaðar til útflutnings. Engu að síður ákvað fyrrum menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, að stöðva framgang frumvarps um Þróunarsjóð tónlist- ar sem iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið var tilbúið að leggja fram á vorþingi árið 1999.“ Rétt er, að ég skipaði fulltrúa í nefndir um þetta mál. Hitt er rangt, að ég hafi ákveðið að stöðva framgang frumvarps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um málið. Með því er mér gefið meira vald en ég hafði sem menntamálaráðherra. Að sjálfsögðu var frumvarpið al- farið á valdi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, þar til forsætisráðuneyt- ið úrskurðaði, að svo væri ekki samkvæmt verkaskiptingu á milli ráðuneyta á grundvelli reglugerð- ar um það efni. Þráhyggjan við að eigna mér vandræði viðskipta- og iðnaðarráð- herra vegna þessa máls er greini- lega af pólitískum rótum runnin. Frá mönnum, sem halda að upp- hefð í stjórnmálum snúist um að segja ósatt um andstæðinga sína. Greinar þeirra sýna, að undanfarin ár hafa þeir verið á röngu róli vegna þessa baráttumáls síns. Þeir hafa enn rangt fyrir sér, þegar þeir hefja sögu- og lagaskýringar. Hvernig væri, að þeir settu nýja plötu á fóninn? Hún er orðin of slitin þessi. Slitin plata Eftir Björn Bjarnason Höfundur er alþingismaður og borgarfulltrúi. „Hvernig væri, að þeir settu nýja plötu á fón- inn? Hún er orðin of slitin þessi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.